Morgunblaðið - 08.07.2020, Side 1

Morgunblaðið - 08.07.2020, Side 1
Nánast draumkenndur svipur var yfir öllu þegar loftbelgur sveif yfir Ytri-Rangá í gærmorgun. Útsýnisflug í belgnum er eitt af því sem fólki býðst nú í tengslum við Allt sem flýgur, hátíð Flugmálafélags Íslands, sem stendur yfir þessa dagana á Helluflugvelli. Nú á virku dögunum og fram að helgi verður á Íslandsmóti keppt í ýmsum kúnstum sem fluginu tengjast. Um helgina verða sýningar á sumarhátíð flugáhugafólks á áhugaverðum flugvélum og fleira áhugavert fer þar fram, sem allt er til vitnis um öflugt grasrótarstarf á sviði flugsins. Loftbelgurinn leið um loftin blá Ljósmynd/Matthías Sveinbjörnsson M I Ð V I K U D A G U R 8. J Ú L Í 2 0 2 0 Stofnað 1913  159. tölublað  108. árgangur  SALA FERÐA- VAGNA RÝKUR UPP HEFUR ALLTAF VERIÐ SÖNGFUGL STENDUR VAKTINA Í VIT- ANUM Í SUMAR NÝ PLATA LUIGIS 24 KNARRARÓSVITI 10VIÐSKIPTAMOGGINN  Hið íslenzka reðasafn hefur verið opnað í nýjum húsakynnum við Hafnartorg og njóta gripirnir sín nú í betri lýsingu og stærra rými að sögn Hjartar Gísla Sigurðssonar for- stöðumanns í samtali við Viðskipta- Moggann. Aðsóknin hefur verið dræm fyrstu vikurnar enda eru gest- ir safnsins nánast að öllu leyti ferða- menn, þeir voru 90 þúsund í fyrra en 30-40 á dag nú um stundir. Hið íslenzka reða- safn í nýju ljósi Algengast er að laun framkvæmda- stjóra eða sveitarstjóra í 56 sveitar- félögum hafi verið á bilinu 1.101 til 1.700 þúsund kr. á mánuði í fyrra. Lægstu launin voru undir 500 þúsund kr. en hæstu launin voru 2,1 millj. kr. skv. nýbirtri könnun Sambands ísl. sveitarfélaga. Í 11 sveitarfélögum voru laun þeirra á bilinu 1,5 til 1,7 milljónir kr. Starfstengdar greiðslur sveitar- stjóra voru frá undir 50 þús. kr. og upp í 250 þús. kr. á mánuði. Algengustu mánaðarlaun sveitarstjórnarfulltrúa voru 55 til 99 þús. kr. en í tveimur sveitarfélögum voru mánaðarlaun þeirra 400 þús. eða hærri. Ítarlegri umfjöllun um könnunina er á mbl.is. Algeng laun 1,1-1,7 millj. Baldur Arnarson Guðni Einarsson Atli Steinn Guðmundsson Innleiðingu 5G-fjarskiptatækninnar fylgja mikil tækifæri á Íslandi. Með- al annars getur hún aukið framleiðni, stutt við nýsköpun og stuðlað að hag- ræðingu. Til dæmis með því að þjarkar leysi menn af hólmi. Þetta segir Kenneth Fredriksen, aðstoðarforstjóri Huawei á Norður- löndum, en fulltrúar kínverska fjar- skiptarisans hittu viðskipavini sína á Íslandi í síðustu viku. Tilefnið var meðal annars 5G-tæknin. Andstaða Bandaríkjastjórnar NOVA og Vodafone nota búnað frá Huawei. Því vakti athygli þegar Mike Pence, varaforseti Bandaríkj- anna, þrýsti á íslensk stjórnvöld í fyrrahaust um að heimila ekki nýja tækni Huawei á Íslandi. Fredriksen kveðst ekki hafa neina ástæðu til að ætla að slíkt bann verði samþykkt. „Ég minnist þessarar heimsóknar Pence … og svo minnist ég þess að íslensk stjórnvöld og for- sætisráðherra hafa verið skýr og af- dráttarlaus með að Ísland muni komast að eigin niðurstöðu í málinu, taka eigin ákvarðanir og verða opin fyrir frjálsri samkeppni. Þá minnist ég þess að þau eru ánægð með hvað Huawei hefur gert fyrir Ísland.“ Fredriksen bendir á að íslensk stjórnvöld hafi líka horft til Norður- landanna í þessu efni. Huawei hafi fengið grænt ljóst í flestum norrænu ríkjunum og vinni þar að uppsetn- ingu 5G-tækninnar. „Ég tel því að það sé engin ástæða til að óttast að íslensk stjórnvöld muni breyta um afstöðu í þessu efni,“ segir hann. Komnir upp í Vestmannaeyjum Innleiðing 5G-tækninnar er að hefjast á Íslandi og hefur Nova sett upp senda í Vestmannaeyjum sem er fyrsta sveitarfélagið sem er 5G-vætt. Sendiherra Kína í Bretlandi hefur varað bresk stjórnvöld við því að nýj- ar áætlanir þeirra um að loka á að- gang Huawei-farsíma að 5G-far- símakerfi landsins muni verða þeim álitshnekkir á alþjóðavettvangi. Yfirvöld fjarskiptamála í Banda- ríkjunum bönnuðu í síðustu viku kaup á búnaði Huawei með fé úr opinberum sjóðum alríkisins. Huawei óttast ekki útilokun á Íslandi  Kínverski fjarskiptarisinn treystir á íslensk stjórnvöld M »11, 12 og ViðskiptaMogginn AFP Risi Veltan eykst ár frá ári. Norska sölufélagið Seaborn hefur tryggt nægilegt framboð frá fiskeld- isfyrirtækjum hér á landi til að hægt sé að selja og markaðssetja íslensk- an eldislax undir eigin vörumerki. Vörumerkið nefnist Iceborn og telur Kjersti Haugen, rekstrarstjóri Seaborn, mikil tækifæri fyrir hendi þar sem íslenskar sjávarafurðir eru þegar með gott orðspor. Hún segir uppruna laxins, hafið umhverfis Ís- land, gegna mikilvægu hlutverki í sölu- og markaðssetningu afurð- anna. » 4 Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Vænn Telja tækifæri í að íslenskur lax sé seldur undir eigin vörumerki. Fær eigið vörumerki  Uppruni laxins mikilvægt markaðstól

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.