Morgunblaðið - 08.07.2020, Page 2

Morgunblaðið - 08.07.2020, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 2020 „Grafalvarlegt mál fyrir samfélagið“ Siglingar Herjólfs milli lands og Eyja lágu niðri í gær vegna verk- falls félagsmanna í Sjómannafélagi Íslands (SÍ) sem stóð yfir í sólar- hring. „Verkfall á Herjólfi er graf- alvarlegt mál fyrir samfélagið allt í Eyjum,“ sagði Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, við mbl.is í gær. Herjólfur mun ekki sigla á meðan vinnustöðvanir standa yfir en frek- ari verkföll hafa verið boðuð. Önnur vinnustöðvun er boðuð eftir viku, frá miðnætti 14. júlí, og mun hún standa yfir í tvo sólarhringa og þriðja vinnustöðvunin verður svo að óbreyttu frá miðnætti 28. júlí og á hún að standa yfir í þrjá sólar- hringa. Engar samningaviðræður Engar samningaviðræður hafa átt sér stað á milli Herjólfs ohf. og SÍ. 21 í áhöfn Herjólfs er félagsmaður í SÍ og var nýlega haft eftir Bergi Þorkelssyni, formanni félagsins, í 200 mílum á mbl.is að eftir að Vest- mannaeyjabær tók við starfsemi Herjólfs af Eimskip hafi kjarasamn- ingur ekki verið undirritaður við SÍ heldur sjómannafélagið Jötun, sem á höfuðstöðvar í Eyjum. Áhöfn Herjólfs hafi starfað eftir kjara- samningum við SÍ áður en Vest- mannaeyjabær tók við starfseminni. „Krafan sem er uppi nú, að því er okkur virðist, er sú að það verði horfið frá því að vera með þrjár áhafnir og farið í fjórar sem þýðir að vinnuframlagið fer úr 100% í 75%,“ sagði Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, í sam- tali við mbl.is í gær um kröfur SÍ fyrir félagsmenn á Herjólfi. „Það er bara 25% launahækkun að lágmarki. Það er algjör kúvending á skipulagi félagsins,“ sagði hann. Sjómannafélagið Jötunn og SÍ kölluðu bæði eftir því að semja við Herjólf í lok árs 2019 og segir Guð- bjartur að sjónarmið SÍ hafi verið tekin gild en ákveðið hafi verið að semja við Jötun vegna þess að félag- ið sé stéttarfélag með vinnusvæði í Eyjum, rétt eins og Herjólfur sem er í eigu Vestmannaeyjabæjar og hefur lögheimili þar. Samtök atvinnulífsins kröfðust þess fyrir hönd Herjólfs að vinnu- stöðvunin yrði dæmd ólögmæt en félagsdómur hafnaði þeirri kröfu í fyrrakvöld og því hófst sólarhrings- vinnustöðvunin á miðnætti í fyrri- nótt.  Næsta boðaða verkfallið á Herjólfi 14. júlí Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is „Þetta má ekki vera eins og ber stundum fyrir sjónir: Eins og þetta sé villta vestrið, að menn ani upp á gangstétt og upp á götu á mikilli ferð,“ segir Guðbrandur Sigurðs- son, aðstoðaryfirlögregluþjónn umferðardeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, um akstur rafskúta. Tólf slys sem rekja má til aksturs rafskúta hafa verið tilkynnt lögregl- unni það sem af er þessu ári, en sex slys urðu allt árið í fyrra. Rannveig Þórisdóttir, sviðsstjóri stoðþjón- ustu og greiningar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að þessa auknu slysatíðni megi mögulega skýra með þeirri miklu fjölgun sem orðið hefur á rafskútum milli ára. „Skráning þessara mála er ekki al- veg samræmd þar sem þessi atvik eiga sér sjaldnast stað í umferðinni en frekar á göngustígum,“ segir Rannveig. Ný reglugerð í bígerð Í samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðuneytinu er nú unnið að bættu regluverki umhverfis rafskútur. „Mér skilst að sektarheimild hafi fallið úr gildi með tilkomu nýrra umferðarlaga, svo þessi mál eru í skoðun,“ segir Guðbrandur. Auk þess er unnið að nýrri reglu- gerð á grundvelli 80. gr. umferðar- laga um reiðhjól, sem rafskútur falla einnig undir. Þar er fjallað um heimildir til flutnings farþega og farms á reiðhjóli, sem nánar verða skilgreindar í reglugerð. Guðbrandur segir höfuðáverka algenga í rafskútuslysum, þar sem ökumenn og farþegar séu sjaldnast með hjálm, en hjálmskylda gildir að 16 ára aldri. „Það eru að koma upp slys þar sem fólk fær jafnvel alvarlega áverka á útlimum og sérstaklega höfði þar sem fæstir virðast nota ör- yggishjálm. Það gefur kannski augaleið með leiguhjól; þar er fólk tilfallandi að leigja sér hjól og þar af leiðandi ekki með öryggishjálm á sér eða með bakpoka,“ segir hann. Slysin sem hafi orðið á undanförn- um misserum gefi þó fulla ástæðu til hjálmskyldu. Má ekki aka á göngugötum Rafskúturnar geta náð allt að 25 km/klst., en í nokkrum tilfellum hef- ur hraðainnsigli verið tekið úr sam- bandi til þess að auka hraða skút- unnar. Með því gæti rafskútan komist tvöfalt hraðar eða náð 50 km/klst. „Í einhverjum tilfellum eru hjólin framleidd til að fara hraðar, svo unnt er að auka hraðann á þennan hátt,“ segir hann. Líkt og áður segir gilda sömu reglur um rafskútur og reiðhjól, að því undanskildu að rafskútunum má hvorki aka á vegi né göngugötum, þar sem þær flokkast undir vegi að sögn Guðbrands, enda er skilgrein- ing á göngugötu í 17. tölulið 3. greinar umferðarlaga svohljóðandi: „Göturými sem aðallega er ætlað gangandi vegfarendum og er merkt sem slíkt. Umferð annarra ræðst af merkingum og ákvæðum laga þess- ara.“ Þá falla rafknúin ökutæki skv. 30. tl. 3. gr. umferðarlaga einnig undir skilgreiningu á reiðhjólum en þó megi ekki aka þeim á akbraut. „Engu að síður eru rafskútur frábær ferðamáti fyrir þá sem geta nýtt sér þær og ég tala nú ekki um í góðu veðri og góðri færð, en þó verður að fara eftir reglum,“ segir Guðbrandur að endingu. Rafskúturnar minna á villta vestrið  12 slys tengd rafskútunum það sem af er ári en voru sex á því síðasta  Unnið að reglugerð vegna aukinnar umferðar rafskúta  Höfuðáverkar algengir þar sem fæstir virðast nota öryggishjálm Morgunblaðið/Eggert Hjólað Unnið er að skýrara reglu- verki í kringum rafskútur. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Við vorum orðin afskaplega vatns- tæp. Baldur er bilaður og við urðum að útvega okkur vatn með öðrum hætti,“ segir Magnús A. Jónsson, bóndi í Krákuvör í Flatey og eftir- litsmaður Flateyjarveitna. Varð- skipið Týr fyllti á stóra vatnstankinn þannig að nú er Flatey aftur í góðum málum. Vatnsveita Flateyjar grundvallast á vatni sem Breiðafjarðarferjan Baldur flytur úr Stykkishólmi og er vatni dælt úr skipinu á meðan stopp- að er í Flatey. Hefur yfirleitt verið hægt að halda uppi góðum vatns- birgðum með því móti. Vatnið kláraðist næstum Mikil vatnsnotkun er í Flatey á sumrin. Margir ferðamenn bætast þá við eigendur sumarhúsanna sem eru þétt setin á þessum tíma. Mikið var um að vera um helgina og voru þá á þriðja hundrað manns í eynni. Magnús segir að flestir gestirnir séu Íslendingar og þeir gæti ekki eins vel að því að spara vatn og erlendir ferðamenn. Um helgina fór megnið af því vatni sem Baldur skildi eftir sig þegar vél hans bilaði skömmu áð- ur en lagst var við bryggju í Flatey mánudaginn fyrir rúmri viku. Far- þegabáturinn Særún siglir með far- þega yfir Breiðafjörð og til Flateyjar á meðan verið er að gera við Baldur. Magnús segir að Særún hafi flutt fjögur til átta tonn af vatni en það dugi skammt. Þegar ískyggilega lítið var eftir í vatnstanknum var leitað til Land- helgisgæslunnar. Hún hefur áður hjálpað til við vatnsflutninga við svipaðar aðstæður. Magnús segir að stjórnendur þar hafi brugðist vel við og varðskipið Týr lagðist að bryggju í Flatey í gærmorgun og fyllti vatns- geyminn sem tekur 43 tonn. Magnús bendir á að góð vatns- staða í tanknum sé einnig öryggis- mál. Brunavarnir í Flatey grundvall- ist á því að hægt sé að nýta vatns- birgðir sem fyrstu viðbrögð við eldsvoða. Sér veitan nokkrum brunahönum sem komið hefur verið upp í eynni fyrir vatni. „Þess vegna skiptir máli að vera með nóg af vatni í Flatey þegar margir eru í eynni,“ segir Magnús. Varahlutir á leiðinni Verið er að smíða varahluti í vél Baldurs úti í Danmörku og er vonast til að því ljúki í dag þannig að hægt verði að fá þá til landsins í kvöld. Jafnframt er staðfest að aðrir vara- hlutir sem nota þarf við viðgerðina séu á leiðinni. Gunnlaugur Grettis- son, framkvæmdastjóri Sæferða, segir að ekki eigi að taka langan tíma að setja varahlutina í og vonast til að hægt verði að hefja siglingar um helgina, jafnvel á föstudag. Varðskip bjargaði vatnsbirgðum Flateyjar  Vonast til að ferjan Baldur hefji siglingar um helgina Ljósmynd/Heimir Flatey Varðskipið Týr gnæfir yfir fiskiskipaflota Flateyinga í höfninni. Vatni var dælt á vatnsgeymi Flateyinga. Eftirlitsmaður Magnús A. Jónsson er bóndi í Krákuvör í Flatey. Þverholti 5 • Mosfellsbæ • Sími 898 1744 • myndo.is Við búum til minningar myndó.isljósmyndastofa BRÚÐKAUPS MYNDIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.