Morgunblaðið - 08.07.2020, Page 4
Sala Íslenskur lax hefur áður verið
seldur undir merkjum Seaborn.
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Eldislax frá þremur eldisfyrir-
tækjum hér á landi, Laxar fiskeldi,
Fiskeldi Austfjarða (Ice Fish Farm)
og Arctic Fish, mun nú vera seldur
erlendis undir sameiginlega íslenska
vörumerkinu Iceborn sem kynnt var
í síðustu viku, en það er norska sölu-
fyrirtækið Seaborn sem mun annast
söluna.
„Við höfum í fleiri ár unnið með ís-
lenskan lax sem hefur verið fram-
leiddur á austurströnd Íslands, hjá
Ice Fish Farm og Laxar. […] En nú
höfum við gert samning við fram-
leiðanda á Vestfjörðum, Arctic Fish,
sem gerir það að verkum að við höf-
um meira magn,“ segir Kjersti
Haugen, rekstrarstjóri Seaborn.
Hún segir að með auknu magni sé
hægt að tryggja afhendingu allan
ársins hring sem er forsenda þess að
afurðin geti staðið undir eigin vöru-
merki. Þá sé tilgangur nýs vöru-
merkis að vekja athygli á afurðinni.
„Þetta er leið til þess að auka þekk-
ingu neytenda á íslenska laxinum og
ágæti hans.“
Gott orðspor
Seaborn er sölufyrirtæki í eigu tíu
smærri norskra fiskeldisfyrirtækja
og hefur verið starfrækt frá árinu
2001. Þá stundar fyrirtækið sölu til
yfir 60 ríkja um heim allan og á þar
með trausta innviði fyrir sölu í
Bandaríkjunum, Asíu og í Evrópu,
að sögn Haugen.
Spurð hvort fyrirtækið hafi fundið
fyrir eftirspurn eftir íslenskum laxi
svarar Haugen: „Við viljum skapa
eftirspurnina. Ég vil benda á að orð-
spor íslensks sjávarfangs, sér-
staklega hvítfisks, er mjög gott víða
um heim, kannski sérstaklega í
Bandaríkjunum. Þar merkir Ísland
gæði og það sem hvítfisksgreinin
hefur gert er hreint frábært og við
teljum að hér sé einnig rými fyrir
laxinn.“
Eldið í sam-
starf við
sölufélag
Telja sóknarfæri
fyrir íslenska laxinn
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 2020
Lækjargata 34a / 220 Hafnarfjörður
- Við erum hér til að aðstoða þig! -
• Sérsmíðaðir skór
• Skóbreytingar
• Göngugreiningar
• Innleggjasmíði
• Skóviðgerðir
Erum með samning við
sjúkratryggingar Íslands
Tímapantanir í síma 533 1314
Snorri Másson
snorrim@mbl.is
Sýkla- og veirufræðideild Landspít-
alans hefur sex daga til þess að búa
sig undir það verkefni að taka alfar-
ið við greiningu á sýnum úr skimun
fyrir kórónuveirunni á landamærum
landsins. Rannsóknarstofa í Ármúla
1 verður uppfærð og endurbætt til
að sinna þessu nýja hlutverki Land-
spítalans, sem færist yfir til stofn-
unarinnar 14. júlí, þegar Íslensk
erfðagreining dregur sig endanlega
úr ferlinu.
Landspítalinn bjóst ekki við því
að þetta bæri svona brátt að, eins og
Páll Matthíasson, forstjóri spítal-
ans, sagði í viðtali við mbl.is í gær.
Til að hægt sé að bregðast við og sjá
um að greina 2.000-3.000 sýni á dag
á deildinni þarf að greina tíu sýni í
einu. Greinist síðan kórónuveira í
heildarsýninu eru öll sýnin greind
aftur aðskilin, þannig að finna megi
sýnið sem reyndist með smiti. Þessi
aðferð kallar á verulega aukna
handavinnu, en engu síður hagræð-
ingu því þetta gengur hraðar fyrir
sig.
Klárlega síðri kostur
Bæði Kári Stefánsson, forstjóri
Íslenskrar erfðagreiningar, og Þór-
ólfur Guðnason sóttvarnalæknir
bentu í gær á að aðferðin væri ekki
eins örugg og fyrri aðferð þar sem
hvert sýni fékk eigin greiningu. Páll
sagðist þó telja hana örugga og
nægilega næma: „Þegar þetta var
upphaflega skoðað voru áhyggjur af
því að þetta væri ekki nógu trygg
aðferð. Að það væri hætta á að það
fyndust ekki smit í einstökum sýn-
um. En þetta er ný veira og þekk-
ingin á henni eykst gríðarhratt og
nú eru komnar betri upplýsingar
um að það sé vel hægt að nota sam-
söfnuð sýni. Það bendir jafnvel
margt til þess að greina megi þrjá-
tíu sýni í einu, en við ætlum ekki að
ganga svo langt.“ Þórólfur sagði á
blaðamannafundi: „Þetta er klár-
lega síðri kostur en það sem við höf-
um notað til þessa, en ég tel að
þetta sé vel gerlegt, eins og aðrar
þjóðir hafa sýnt fram á.“
Í samtali við Morgunblaðið í gær-
kvöldi sagði Kári áhyggjur sínar af
þessu fyrirkomulagi fyrst og fremst
beinast að því að þegar væri PCR-
sýnatökunni ábótavant í næmi fyrir
veirunni, þó að menn færu ekki að
blanda þar að auki tíu sýnum sam-
an. „Ég fagna því að þau treysti sér
til að setja þetta upp á Landspít-
alanum, enda hefði annað verið vit-
leysa. Ég reikna með að þetta gangi
upp eins og í sögu og ég er mjög
kátur að heyra þetta. Það felst
ákveðin áhætta í þessari neyðar-
aðferð, að blanda saman sýnum úr
tíu einstaklingum, en maður tekur
áhættu raunverulega í öllu sem
maður gerir og ég reikna fastlega
með því að þau hafi ígrundað þetta
vandlega,“ sagði Kári.
Mannaflafrekt
Að taka tíu sýni í einu virðist hafa
verið ein af fáum færum leiðum,
enda er afkastageta veirufræði-
deildarinnar núna 2-300 sýni á dag
og aukageta upp á 200, samtals í
mesta lagi 500. Á sama tíma koma
hátt í 2.000 ferðamenn til landsins á
dag sem þarf að skima við komuna,
en Páll segir að afköst spítalans
verði 2-3.000 þegar nýtt fyrirkomu-
lag verður tilbúið.
„Það er mjög mannaflafrekt að
blanda saman sýnunum á þennan
hátt og eitt af stóru verkefnunum
næstu daga er að kortleggja fram-
kvæmdina á því,“ segir Páll. Verið
er að brjóta veggi og búa til meira
pláss í Ármúla. Framkvæmdir
standa yfir út vikuna. Þá er búið að
koma fyrir pípettutæki sem fækkar
handtökum við framkvæmdina
verulega og síðan er von á fleiri ein-
angrunartækjum í ágústbyrjun. Þá
fæst stærra tæki, sem skiptir miklu
máli í ferlinu, í síðasta lagi í októ-
ber.
Geta ekki aukið afköstin í bráð
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra sagði í samtali við Morgun-
blaðið að hún hefði trú á að Land-
spítalinn gæti sinnt verkefninu að
fullu. „Það er auðvitað þannig að
okkar áætlanir miðuðu við að það
væri meiri tími til stefnu en við
munum gera okkar til að þetta geti
allt saman gengið upp. Auðvitað
mun koma inn í þetta líka skimun í
Færeyjum gagnvart Norrænu, sem
léttir aðeins á,“ sagði hún.
Fyrir þremur dögum var tekið
1.941 sýni úr fólki á landamærunum
og aðra daga hafa þau verið hátt í
2.000, sem er hámarkið. Það er því
ljóst að miklu fleiri mega ferða-
mennirnir ekki verða.
Að sögn Katrínar gerir þessi
breyting núna það að verkum að
ekki verður hægt að auka afköstin
eins og stefnt var að. „Við sjáum
ekki fyrir okkur að það verði hægt
að auka þessi afköst í bráð. Við
munum því meta stöðuna út júlí og
tökum áfram reglulega stöðuna á
þessu,“ sagði hún.
Ljósmynd/Lögreglan
Upplýsingafundur almannavarna Afleiðingar þeirrar ákvörðunar Íslenskrar erfðagreiningar að hætta skimun
fyrir kórónuveirunni á landamærunum eftir 13. júlí var aðalumræðuefnið á upplýsingafundi um stöðu mála í gær.
„Klárlega síðri kostur“
Greina þarf tíu sýni í einu til að mæta þörfinni Áfram hægt að skima 2.000
á dag Hámarki náð í komu ferðamanna úr því að afköst aukast ekki í bráð
1
Kórónuveirusmit á Íslandi
Fjöldi jákvæðra sýna frá 15. júní
15. 16. 17. 18. 19. 20. 21. 22. 23. 24. 25. 26. 27. 28. 29. 30. 1. 2. 3. 4. 5. 6.
Jákvæð sýni í landamæraskimun
Virk smit
Með mótefni
Beðið eftir
mótefnamælingu
91.350 sýni hafa verið tekin
Þar af í landamæraskimun
24.265 sýni279 manns eru í sóttkví
Uppruni smita frá 15. júní, öll sýni
Innanlands
Erlendis
Óþekktur
52 40
11 102
1.873 staðfest smit
16 eru með virkt smit
Heimild: covid.is
2
1
2
1
2
1
2
11 10
1
1
1
1
1
1
2
2
3
2
5
1
3
1
2
2 4
2
2
1
3 3
2 2
Sighvatur Bjarnason
sighvaturb@mbl.is
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
dómsmálaráðherra segir að tillögur
starfshóps hennar um aðgerðir til
styttingar boðunarlista til afplán-
unar refsinga miði að því að auka
svigrúm fangelsisyfirvalda til að
beita samfélagsþjónustu sem hluta
refsingar. Segir hún að úrræðið
geti reynst mikilvægt í því að draga
úr boðunartíma fanga, en það hafi
verið áhersluatriði sem varði mann-
réttindi þeirra er bíða afplánunar.
Fleiri dómar og þyngri
Símon Sigvaldason, dómstjóri
Héraðsdóms Reykjavíkur, ritaði að-
senda grein í Morgunblaðið í gær,
þar sem hann viðraði hugleiðingar
sínar um afplán-
un refsinga með
vísun til skýrslu
starfshópsins.
Þar gerir hann
m.a. að umfjöll-
unarefni að óskil-
orðsbundnum
dómum hefur
fjölgað og þeir
þyngst á sama
tíma og fangels-
isplássum hafi ekki verið fjölgað.
Áslaug bendir á í því samhengi
að fangelsisplássum hafi fjölgað
mjög með tilkomu fangelsisins á
Hólmsheiði, en fjölgun rýma sé
langtímalausn sem leysi ekki núver-
andi vanda.
Símon fjallar einnig um þrískipt-
ingu valdsins í því samhengi að
dómari hafi enga stjórn á fullnustu
refsingar, heldur sé það í höndum
framkvæmdavaldsins. Áslaug bend-
ir á að löng hefð sé fyrir því að
fangelsisyfirvöld hlutist til um
hvernig fullnustu dóma er háttað,
sem og annað er tengist föngum á
afplánunartíma. Breytingar þar á
kalli á nýja nálgun og umræðu þar
um.
Hert umferðarlagabrot
Símon vekur athygli á því að
hertar refsingar fyrir umferðar-
lagabrot í nýjum umferðarlögum
fjölgi nú til muna óskilorðsbundn-
um fangelsisdómum og valdi ójafn-
vægi samanborið við ofbeldisbrot.
Áslaug segir það áhugaverða vís-
bendingu sem þurfi að taka til frek-
ari skoðunar.
Aðgerðir auki svigrúmið
Fjölgun fangelsisrýma leysi ekki núverandi vanda
Áslaug Arna
Sigurbjörnsdóttir