Morgunblaðið - 08.07.2020, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 2020
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Ferðafólki sem leið á um suður-
ströndina í sumar gefst nú kostur á
að skoða hæsta hús á Suðurlandi.
Knarrarósviti skammt fyrir austan
Stokkseyri er 26 metra hár og gnæf-
ir yfir allt í umhverfi sínu. Ljósmerki
vitans nær langt út á haf, rétt eins
og að úr vitanum er 360° útsýni fram
að sjóndeildarhring og frá Reykja-
nesfjallgarði í vestri að Seljalands-
múla í austri.
Tröppuþrepin eru 112
Vegagerðin á Knarrarósvita og
leigir til Sveitarfélagsins Árborgar,
sem kynnir hann sem áhugaverðan
viðkomustað. Opið er alla virka daga
í sumar frá kl. 13 til 17 og um helgar
klukkustund lengur. „Fólki finnst
vitinn forvitnilegur og hingað koma
margir, meðal annars úr byggðar-
lögunum hér í kring sem hafa horft á
þetta mannvirki kannski í áratugi og
alla sína tíð en aldrei komið hingað,“
segir Sigdís Erla Ragnarsdóttir,
sem stendur vaktina í vitanum í
sumar.
Frá jafnsléttu upp í ljóshús vitans
eru alls 112 þrep. Alls er vitahúsið
sjö hæðir en milli þeirra er tréstigi
sem liggur með útveggjum. „Að
þramma þarna upp getur verið svo-
lítið puð. Flestir ná þessu, en gangan
tekur um það bil fimm mínútur. Fólk
ætti svo ekki að verða fyrir von-
brigðum þegar upp er komið. Útsýn-
ið er frábært á góðviðrisdögum.“
Traust leiðarljós
Ljósmerki Knarrarósvita er hvítt
ljósleiftur á 30 sekúndna fresti. Vit-
inn er ferhyrndur og í fúnkisstíl.
Bygging hans hófst árið 1938 og
lauk árið eftir. Í 81 ár hefur þetta
verið traust leiðarljós við suður-
ströndina og hefur ekki brugðist.
Stöku sinnum, einkum í seinni tíð,
hefur vitinn verið fólki til sýnis og
skv. fastri reglu frá því í fyrra. Fyrir
nokkrum dögum var svo á vegum
Markaðsstofu Suðurlands opnuð
svonefnd Vitaleið. Hún nær frá Sel-
vogsvita í Selvogi að Knarrarósvita,
en þarna á milli eru tæplega 50 km.
Hæsta hús á Suður-
landi til sýnis í sumar
Knarrarósviti er nærri Stokkseyri Útsýnið er 360°
Morgunblaðið/Eggert
Vitavörður Fólki finnst vitinn forvitnilegur, segir Sigdís Erla Ragnarsdóttir, sem er á vaktinni og segir fólki frá.
Háhýsi Knarrarósviti setur sterkan svip allt á umhverfi sitt í Flóanum, þar
sem hann stendur á fjörukambi uppi af skerjagarðinum við Stokkseyri.
Príl Tréstiginn upp í ljóshúsið liggur með útveggjum og hæðirnar eru sjö.
Allt um sjávarútveg
Garðatorg 6 | s. 551 5021 | www.aprilskor.is
Ten Points Victoria
Nú 17.493 kr. 24.990 kr.
Útsala
BANNER-UP STANDAR
Ódýr
og einföld
leið til að
kynna
þína vöru.
Sundaborg 3
104 Reykjavík
777 2700
xprent@xprent.is