Morgunblaðið - 08.07.2020, Side 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 2020
✝ Margrét Jör-undsdóttir,
húsmóðir og hús-
mæðrakennari,
fæddist í Hrísey á
Eyjafirði 14. júlí
1929. Hún andaðist
á Hrafnistu í
Reykjavík 24. júní
2020.
Margrét var
dóttir hjónanna
Jörundar Jóhann-
essonar, f. 17. október 1896, d.
1. júní 1952, frá Hrísey, og Mar-
íu Aldísar Pálsdóttur, f. 28. maí
1904, d. 8. september 1994, frá
Borgargerði í Höfðahverfi, S-
Þingeyjarsýslu.
Þeim hjónum varð fimm
barna auðið: Margrét, Jóhannes,
f. 29. apríl 1931, d. 14. júlí 1962,
Karl, f. 15. júlí 1934, Páll, f. 10.
júní 1940, Jórunn, f. 19. nóv-
ember 1944.
Margrét giftist Kristni
Sveinssyni, byggingarmeistara
og svínabónda frá Sveinsstöðum
á Fellsströnd í Dalasýslu (12.
nóvember 1950), f. 17. október
1924. Hann lést 23. ágúst 2017.
Foreldrar Kristins voru Sveinn
Hallgrímsson, f. 17. september
1896, d. 26. nóvember 1936,
sem á tvö börn, sambýlismaður
Þorbjörn Sigfússon; 3.2 Þor-
steinn Daði, maki Laufey Árna-
dóttir og eiga þau einn son; 3.3
Kristinn Freyr. 4) Jóhannes
Kári, augnlæknir, f. 4. maí 1967,
maki Ragný Þóra Guðjohnsen.
Börn þeirra eru: 4.1 Jón Magn-
ús, maki Vigdís Víglundsdóttir
og eiga þau eina dóttur. 4.2
Árný og 4.3 Margrét.
Margrét gekk í Húsmæðra-
skóla Akureyrar, þar sem hún
útskrifaðist árið 1949. Þaðan fór
hún á Húsmæðraskólann á Stað-
arfelli á Fellsströnd í Dalasýslu,
þar sem hún var við kennslu frá
1949-1950 og kynntist verðandi
eiginmanni er starfaði þar sem
smiður. Árið 1950 fluttust hjón-
in til Akureyrar og síðan til
Reykjavíkur, fluttu árið 1956 í
Bogahlíð 12 þar sem þau bjuggu
til ársins 1969. Þaðan fluttu þau
síðan í Hólastekk 5 í Breiðholti,
þar sem þau bjuggu til ársins
2015, er þau fluttu sig um set í
Fróðengi 9 í Grafarvogi. Þaðan
flutti hún síðan árið 2019 á
Hrafnistu, þar sem hún dvaldi til
æviloka. Margrét var húsmóðir
öll sín búskaparár en sinnti jafn-
framt ýmsum öðrum verk-
efnum, eins og trúnaðarstörfum
fyrir Framsóknarflokkinn og
við að aðstoða eldri borgara við
hannyrðir á dvalarheimilinu
Dalbraut í Reykjavík.
Útförin hefur farið fram frá
Fossvogskirkju í kyrrþey að ósk
Margrétar.
bóndi frá Túngarði
á Fellsströnd, og
Salóme Kristjáns-
dóttir, f. 10. mars
1891, d. 29. júlí
1973, húsfreyja frá
Breiðabólsstað á
Fellsströnd.
Börn Margrétar
og Kristins eru: 1)
María Aldís, hjúkr-
unarfræðingur, f.
27. janúar 1951,
maki Haraldur G. Blöndal. Börn
þeirra eru: 1.1. Kristinn Gunn-
ar; 1.2. Jörundur Ragnar, maki
Sandra Ómarsdóttir og eiga þau
tvö börn; 1.3. Ingunn Mía, maki
Daníel Þórisson. 2) Friðgeir
Sveinn, fjármálastjóri, f. 20.
febrúar 1955, fv. maki Guðbjörg
Erla Andrésdóttir. Þau skildu.
Börn þeirra eru: 2.1 Guð-
mundur, maki Hildur Hafsteins-
dóttir og eiga þau þrjá syni; 2.2
Margrét, sambýlismaður Baldur
H. Gunnarsson og eiga þau tvo
syni; 2.3. Kristinn Örn, d. 17.
október 2009. Sambýliskona
Friðgeirs er Aðalheiður S. Jörg-
ensen. 3) Jörundur, heimilis-
læknir, f. 20. nóvember 1961,
maki Hafdís Þorsteinsdóttir.
Börn þeirra eru: 3.1 Eva Rut,
Elsku mamma mín.
Þær eru margar minningarn-
ar sem hafa flögrað í gegnum
hugann undanfarna daga. Ég
hef sett harmonikkutónlist á
Spotify og leyft tónunum að
flæða um herbergið, hugsa til
þess hversu gaman þér þótti að
dansa við músíkina, gleyma þér
andartak frá þeim mörgu hús-
verkum sem biðu þín. James
Last á jólunum, það var líka
toppurinn. Eitt af því sem ein-
kenndi þig svo sterkt var
verndarhlutverk þitt sem móður.
Manni datt stundum í hug ljóna-
móðir, sem gerði allt til að
vernda unga sína. Hvort sem
það var að taka starfsfólk bóka-
búðarinnar þar sem strákurinn
var þjófkenndur í gegn eða
tromma inn á skrifstofu Guðna
rektors í MR til að koma kjóan-
um inn í skólann eins og stóra
bróður, þú beittir öllum þínum
kröftum og þeir virtust óþrjót-
andi. Þú lést einskis ófreistað að
vernda okkur fyrir viðsjárverðu
umhverfi, ekkert hangs í sjopp-
um og mér var mútað til að fara
ekki á kynfræðsluleikritið Pæld-
íðí með Halla- og Laddaplötu.
Frábær skipti fyrir mig. Á með-
an pabbi var út á við, þá varst þú
inn á við. Matur á réttum tíma,
þei þei í fréttatímanum, háttað á
réttum tíma, risið úr rekkju á
slaginu. Allt í föstum skorðum.
Ef pabbi kom seint heim úr
vinnu varstu komin út á svalir
því kvíðinn fór strax að láta bera
á sér. „Jóhannes minn, ég hugsa
of mikið“. Kvíðinn kom stundum
fram þegar minnst varði og það
voru kannski ekki margir sam-
ferðamenn þínir sem höfðu
skilning á slíku. Nú á dögum er
þunglyndi sjúkdómur sem marg-
ir fá góða meðferð við, en því var
ekki að heilsa á þessum árum.
En þið stóðuð saman. Þú varst
stoð pabba og stytta og pabbi
stóð líka eins og klettur við hlið
þér. Þið voruð okkur svo miklar
fyrirmyndir. Pabbi lagði áherslu
á heiðarleika og dugnað í vinnu.
Þú lagðir áherslu á hreinskilni
og að berjast gegn óréttlæti. Þú
hjálpaðir oft þeim sem hallaði á í
samfélaginu og sýndir þeim
skilning. Það má eiginlega segja
að pabbi hafi ávallt séð hið góða
í kringum sig, þú varst á varð-
bergi gegn hættum umhverfisins
og að ekki eru allir viðhlæjendur
vinir. Þér þótti líka nauðsynlegt
að við systkinin yrðum dugandi
einstaklingar í þjóðfélaginu. Þú
varst stolt af börnum þínum og
við stolt af þér. Þegar ég kynnt-
ist Ragnýju minni varstu nú ekki
alveg á því að ég væri kominn á
aldur til að skjóta mér í stelpu,
enda bara 17 ára og vissi ekki
neitt. Þú tókst Ragnýju hins
vegar opnum örmum frá fyrsta
degi og hún eignaðist vinkonu
sem var henni ákaflega dýrmæt.
Það var von á góðu þegar kallað
var „júhú, pönnukökur!“ ofan af
hæðinni, en við bjuggum í kjall-
aranum á Hólastekknum okkar
fyrsta búskaparár og þar fædd-
ist okkar fyrsta barn. Þú og
pabbi stóðuð dyggilega við bakið
á okkur öll árin í Ameríku og
auðvitað við stofnun augnlækna-
stöðvarinnar, þar sem þið gerð-
uð okkur kleift að láta drauminn
okkar rætast. Við munum sakna
þess að hafa þig ekki hjá okkur
um jólin. Við vitum að vel verður
tekið á móti þér, pabbi með allan
hundaskarann (kannski svín?),
Kristinn Örn, mamma þín og
pabbi og bróðir þinn Jóhannes.
Takk fyrir allt og allt mamma
mín.
Þinn sonur,
Jóhannes.
Elsku tengdamamma mín er
farin og mikið á ég eftir að
sakna hennar. Okkar fyrstu
kynni voru þegar ég var á barns-
aldri og fjölskyldur okkar Jó-
hannesar hittust á Spáni. Það
var svo 7 árum seinna að ég kom
í heimsókn í Hólastekkinn með
yngsta syninum, Jóhannesi. Það
var seint að kvöldi og ég lagði í
besta stæðið á planinu. Þegar
Margrét og Kristinn renndu í
hlaðið að loknu Hríseyingamóti,
var stæðið upptekið. Tengda-
mamma hafði ekki lent í þessu
áður og að eigin sögn datt henni
ekki í hug að yngsti sonurinn
væri með heimsókn. Hún bank-
aði því snaggaralega á hurðina í
herberginu hans, heilsaði þegar
hún sá stelpuna og bauð okkur
gosdrykk. Sagði síðan setn-
inguna sem oft var rifjuð upp,
„ég kem síðar“. Þessa nótt sat
hún á rúmstokknum til klukkan
6 um morguninn þegar stelpan
fór loksins heim. Frá upphafi
vorum við nánar vinkonur sem
gátum rætt opinskátt um alla
hluti. Að auki elskuðum við báð-
ar að baka, deildum uppskriftum
og ræddum um uppeldi sem var
okkur báðum hjartans mál. Mar-
grét var stórmyndarleg húsmóð-
ir sem átti alltaf kökur í búrinu
og í frystinum voru jólakökur,
lagtertur, kleinur og heimagerð
kæfa. Jólin voru uppáhaldstím-
inn hennar. Þá bakaði hún fram
á nætur og í desemberbyrjun
voru plöstuð boxin tilbúin í
búrinu. Við Jóhannes hófum bú-
skap í kjallaranum í Hólastekkn-
um og bjuggum þar í fimm ár.
Ég var því svo lánsöm að kynn-
ast tengdaforeldrum mínum vel
og þegar við Jóhannes vorum að
drukkna í lestri námsbóka var
svo gott að vera boðin í mat og
kaffi. Þótt Margrét væri heima-
vinnandi húsmóðir og sinnti því
starfi upp á 10 þá setti hún
krafta sína víðar, sérstaklega
eftir að börnin uxu úr grasi. Síð-
degis sinnti hún uppáklædd
ýmsum verkum; hún rukkaði
fyrir rekstur tengdapabba, sá
um útréttingar en umfram allt
aðstoðaði hún marga sem voru
jaðarsettir í samfélaginu. Ef hún
hefði fæðst í nútímasamfélagi
hefði hún án efa orðið frum-
kvöðull í atvinnulífinu. Á sínum
tíma ætlaði hún að stofna veislu-
þjónustufyrirtæki og hafði metn-
að til að takast á við alls konar
áskoranir. Það voru hins vegar
ólíkir tímar og hún rifjaði þetta
oftar upp í seinni tíð með nokk-
urri eftirsjá. Hún var samt
þakklát sínu hlutskipti og var
alltaf öflugur þátttakandi í
rekstri tengdapabba. Tengda-
mamma hafði sterkar skoðanir á
mönnum og málefnum, lúslas
blöðin og var alla tíð vel inni í
málum. Ef úrbóta var þörf ein-
hvers staðar, lyfti hún símtólinu
og kom því á framfæri. Hún lét
sig varða um hlutina og setti
ástríðu í þau verkefni sem hún
tók að sér. Þetta var það sem
mér þótti svo vænt um og fannst
alltaf bæði fallegt og virðingar-
vert. Rétt níræð var hún enn að
benda mér á nýjar uppskriftir,
prófa nýja veitingastaði með
okkur og tileinka sér nútíma-
legri viðhorf til ýmissa hluta.
Hrísey var heimabyggð Mar-
grétar. Húsið okkar í Hrísey
skírðum við Sólarströnd eftir
Costa del sol-ströndinni þar sem
fjölskyldurnar okkar og við Jó-
hannes sjálf hittumst fyrst. Þar
munum við tengdamamma halda
áfram að njóta samveru hvor
annarrar, baka og spjalla. Takk
fyrir allt og allt.
Þín tengdadóttir og vinkona,
Ragný Þóra Guðjohnsen.
Það er svo margt sem hægt er
að segja um ömmu Möggu, Hrís-
eyjarmær og kjarnakona með
meiru. Hún virtist hafa enda-
lausa orku og gaf mikið af sér.
Aldrei var maður búinn að borða
nóg, sama hvort um var að ræða
hátíðarmáltíð eða kaffiboð. Þeg-
ar amma bauð í pönnukökur eða
vöfflur var gulltryggt að ekki
yrði farið heim án þess að mag-
inn væri yfirfullur. Hver jól báru
með sér tugi gerða smákaka og
voru alltaf að bætast við nýjar
sortir, meira að segja þegar hún
var komin vel á níræðisaldurinn.
Hárið var alltaf til fyrirmyndar
og aldrei var langt í glingrið,
hvort sem það var ekta eða ekki.
Hárið var raunar svo heilagt að
áður daglegar sundferðir þurftu
að víkja fyrir hinu fullkomna út-
liti; blár augnskuggi, bleikur
varalitur og öfundsvert hár, oft
hulið plastpoka (hennar uppfinn-
ing) til að verja gegn roki og
rigningu.
Amma hafði sterkar skoðanir
og enn sterkari persónuleika.
Hún var ákveðin, eldklár, hug-
ulsöm og hinn allra besti bak-
hjarl. Enginn stóð jafnsterkt að
baki manni þegar mest bjátaði á.
Hún virtist muna allt og gat þul-
ið upp eldri samræður orðrétt
eins og þær hefðu gerst í gær.
Sögurnar voru oft skreyttar með
ýtrustu smáatriðum auk nokk-
urra stílfæringa. Má þar taka
sem dæmi sögur af hennar mjóa
mitti á yngri árum, en því oftar
sem sú saga var sögð, því mjórra
var umtalaða mittið. Amma hafði
alla tíð sterkar tengingar til upp-
runa síns í Hrísey, enda er stutt
í minningar um ömmu þegar
maður dvelur þar. Þar þekkja
allir Margréti Jörundsdóttur.
Hún ólst þar upp en fór síðar í
Húsmæðraskólann – að endingu
fór hún að kenna í Húsmæðra-
skólanum Staðarfelli og kynntist
þar honum afa. Heimsóknir til
ömmu Möggu og afa Kristins
einkenndust af hlýju, hlátri, sög-
um og kræsingum meðan afi
lygndi aftur augum og fór með
vísur. Matarbúrið í Hólastekkn-
um var tímavél, þar sem finna
mátti appelsín frá 1995 og Qua-
lity Street frá áttunda áratugn-
um – það skipti þó engu máli,
enda „góð ending í þessu“.
Amma nýtti raunar allt eins og
hægt var – jólagjafir frá ömmu
vöktu alltaf lukku á seinni árum
og gátu verið allt frá slitnum
veskjum til sígildra notaðra
vöfflujárna.
Vetur leið ekki án þess að
amma og afi flygju til Kanarí-
eyja og kæmu til baka kaffibrún
og sæl, enda eini áfangastaður-
inn sem kom til greina fyrir utan
Dalina og Hrísey. Stundum var
maður svo heppinn að fá gjafir
þaðan, gjarnan skínandi eftirlík-
ingar eða ónýt úr. Amma sagði
reglulega sigrihrósandi að eng-
inn tæki eftir því að þetta væri
ekki ekta. Þrátt fyrir þetta voru
þær oft verðmætari fyrir vikið –
þetta snerist ekki um ímynduð
verðmæti heldur hugsunina að
baki gjöfinni. Amma sá nefnilega
í gegnum yfirborðið, hvort sem
um var að ræða hluti eða mann-
eskjur. Hún var ótrúlega fljót að
átta sig á fólki og mynda sér
skoðun á því. Ríkar áherslur
voru á heiðarleika, þor og dugn-
að.
Elsku amma – við munum
sakna þín svo mikið. Við vitum
þó að nú fáið þið afi að vera sam-
an.
Við elskum þig, amma.
Árný Jóhannesdóttir,
Jón Magnús Jóhann-
esson og Margrét
Jóhannesdóttir.
Margrét
Jörundsdóttir
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
MARGRÉT JÖRUNDSDÓTTIR
frá Hrísey,
lést á Hrafnistu miðvikudaginn 24. júní.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
Margrétar. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á styrk
til Sumarbúða Reykjadals, kt. 630269-0248, banki 0301-26-53.
María Aldís Kristinsdóttir Haraldur G. Blöndal
Friðgeir Sv. Kristinsson Aðalheiður S. Jörgensen
Jörundur Kristinsson Hafdís Þorsteinsdóttir
Jóhannes Kári Kristinsson Ragný Þóra Guðjohnsen
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær faðir okkar , tengdafaðir, afi, sonur,
bróðir og vinur,
SÖLVI STEINN ÓLASON
Austurvegi 6, Þórshöfn,
var bráðkvaddur á heimili sínu morguninn
26. júní. Útför hans fer fram í Bústaðakirkju
föstudaginn 10. júlí klukkan 11.
Sérstakar þakkir færum við viðbragðsaðilum á Þórshöfn sem og
þeim sem hafa sýnt okkur samúð og hlýhug.
Eva Björk Maciek Jablonski
Kristín Láretta Elvar Árni Grettisson
Sara Lind Guðmundur Jónsson
Hjördís Anna Bjarki Freyr Hauksson
Helgi Snær Margrét Steinunn Pálsdóttir
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
SKAFTI ÞÓRISSON
Skólabraut 15, Reykjanesbæ,
lést á heimili sínu mánudaginn 29. júní.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju
föstudaginn 10. júlí klukkan 11.
Jónína Helga Skaftadóttir Karl Heiðar Brynleifsson
Einar Þórir Skaftason Sjöfn Þórgrímsdóttir
afabörn og langafabörn
Elskulegi faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
KÁRI PÁLSSON ÞORMAR
rafeindavirkjameistari
lést 30. júní á Vífilsstaðaspítala.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju á
morgun fimmtudaginn 9. júlí klukkan 15.
Helga Rósa Þormar
Jóhannes Þormar Margrét Hilmisdóttir
Páll Þormar Elín Guðmundsdóttir
Sigurveig Þormar Njáll Jóhannsson
Sigfríð Þormar Svanur Stefánsson
Kári Þormar Sveinbjörg Halldórsdóttir
barnabörn og langafabörn