Morgunblaðið - 08.07.2020, Page 20

Morgunblaðið - 08.07.2020, Page 20
20 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 2020 Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • tonastodin.is Trommur Fyrir byrjen dur og leng ra komna meiriháttar úrval 75 ára Halldór fæddist í Vogahverfi Reykjavík en býr í Kópavogi. Hann lauk iðnnámi í rennismíði 1966 og út- skrifaðist frá Vélskóla Íslands 1969. Halldór stundaði hvalveiðar, starfaði við Slysavarnaskóla sjómanna og sem kennari við Vélskóla Íslands. Maki: Guðný Helga Þorsteinsdóttir frá Keflavík, húsmóðir, f. 1948. Börn: Helgi Friðrik, f. 1966, Helga, f. 1970, d. 2002, Alfreð, f. 1974, og Lovísa, f. 1981. Barnabörnin eru átta og tvö lang- afabörn. Foreldrar: Alfred Kr. Olesen verkstjóri, f. 1908 í Viborg Danmörku, d. 1989, og Helga K. Halldórsdóttir Olesen húsmóðir, f. 1908 Flatey Breiðafirði, d. 1999. Halldór Friðrik Olesen Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú finnur á þér að eitthvað er í uppsiglingu milli þín og ástvinar þíns. Samúð og varúð eru við hæfi. 20. apríl - 20. maí  Naut Ástarböndin hafa ekki slitnað, bara teygst á þeim. Sýna skoðunum annarra virðingu þótt þú sért ósammála þeim. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Vinur segir eða gerir eitthvað sem kemur þér verulega á óvart. Sestu niður og gaumgæfðu allar hliðar mála. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Nú er lag að eiga góða stund með vinum og vandamönnum. Taktu eftir per- sónunni sem glóir í návist þinni og taktu eitt skref í áttina til hennar. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú átt gott samtal við einhvern sem þér þykir mjög vænt um. Notaðu daginn og farðu í leikhús, á íþróttaviðburð eða í bíó. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Ef þú vilt sinna sambandi sem er þér mikilvægt þarftu að breyta forgangs- röðinni. Lestu í tilfinningalega þýðingu samskipta í stað þess að rýna í orðin. 23. sept. - 22. okt.  Vog Sýndu þá kurteisi að þakka öðrum framlag þeirra til velgengni þinnar. Allir þurfa ást og allir eru færir um að gefa hana. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú veist að þú ert á réttri leið og gefur ekkert eftir. Reyndu frekar að vinna svo að þeir geti ekki annað en viður- kennt þig. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú velur þér yfirleitt vini sem þú getur litið upp til. Boltinn er í þínum höndum og því er best að koma sér að verki. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það sem gerist seinni partinn munt taka nokkrar vikur að leysa. Hristu af þér slenið og haltu ótrauð áfram. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Reyndu að eiga stund með for- eldrum þínum í dag. Hversdagurinn verður að skáldsögu. Horfðu á fréttir, lestu blöð, bækur eða hvaðeina sem eykur þekking- una. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú ert sérstaklega jákvæð/ur og það er langt síðan þú hefur verið jafn bjartsýn/n og þú ert nú. Pældu vel í hvað- an þú kemur, svo þú vitir upp á hár hvert þú ættir að stefna. Í dag er hann einn af vin- sælli sjónvarpsmönnum landsins og hvers manns hugljúfi en á uppvaxtar- árum sínum á Sauðárkróki var Auðunn Blöndal gjarn á að vera foreldrum sínum til mikilla vandræða. Lýsir móðir hans því þannig að frá níu mánaða aldri og fram að fermingu hafi Auðunn ver- ið á við hundrað manns. „Ég held ég hafi verið ofvirkur en var svo lánsamur að þrátt fyrir öll uppátækin sýndu kennararnir og mínir nánustu mér mikla bið- lund. Ég held þau hafi vitað að innst inni væri ég góður strákur sem ætti skilið að vera gefinn sjens,“ segir Auðunn og minnist þess hvernig hann fékk t.d. þá flugu í höfuðið sex ára gamall að henda öllum eigum systur sinnar út úr húsinu. „Við deildum her- bergi og þegar úti var mikill snjó- bylur þótti mér upplagt að senda dótið hennar beint út um gluggann.“ Hegðunin skánaði til muna þegar Auðunn komst á táningsárin. Var hann á margan hátt til fyrirmyndar sem unglingur og byrjaði t.d. seint að drekka. Auðunn man vel eftir því augnabliki þegar hegðunin tók að breytast. „Ég var í heimsókn hjá vini mínum og hegðaði mér eins og vitleysingur þegar móðir vinar míns spyr mig sísvona hve- nær í ósköpunum ég ætlaði að þroskast. Einhvern veginn tók ég það sem hún sagði inn á mig og byrjaði að róast eftir það.“ Að því sögðu þá hafði Auðunn áfram gaman af því að vera mið- punktur athyglinnar og komst hann upp á lagið með það að skemmta fólkinu í kringum sig. Auðunn var í 7. eða 8. bekk þegar hann kom fyrst fram á skóla- skemmtun og söng lag í gervi Whitney Houston. Í fjölbrautaskóla var hann iðulega fenginn til að vera veislustjóri á samkomum og tók það hlutverk að sér með vini sínum og jafnaldra Örvari Pálma Pálmasyni heitnum. Auðunn gengst við því að vera líklega haldinn athyglissýki. „En systir mín orðaði það mjög fallega þegar hún benti mér á að ég hefði skánað töluvert eftir að ég hóf að vinna í fjölmiðlum og hefði verið erfiðari áður; að ég væri athyglis- fíkill en til friðs ef ég fæ skammt- inn minn. Í gamla daga gat verið mjög mikil fyrirferð á mér í veislum og ég fann mig knúinn til að vera alltaf með mestu lætin og reyna að fá fólkið í kringum mig til að hlæja en í dag uni ég mér vel í rólegheitum úti í horni.“ Bílakaup kenndu honum lexíu Sem ungur maður vann Auðunn í bakaríinu á Sauðárkróki og síðar á leikskólanum Glaðheimum í sama bæjarfélagi. Hann flutti suður 19 ára gamall, áður en honum hafði tekist að ljúka stúdentsprófi. „Um þetta leyti voru foreldrar mínir ný- skildir og ég einn eftir á Sauðár- króki með glænýjan rauðan Hyundai Coupé sem ég keypti á 100% láni þvert á ráðleggingar allra í kringum mig. Fljótlega voru afborganirnar af bílnum orðnar svo miklrar að ég sá engan annan kost í stöðunni en að flytja til höfuð- borgarsvæðisins og byrja að vinna svo ég gæti staðið í skilum. Þessi bíll kenndi mér sennilega meira en nokkuð annað í lífinu því ég keypti hann á 1,3 milljónir og borgaði upp á fimm árum samtals 2,6 milljónir af láninu, en seldi hann svo á 200.000 kr. Þetta var hræðileg fjár- festing en upp frá því hef ég líka gætt þess að fara varlega með pen- inga.“ Fyrir sunnan fékk Auðunn fyrst vinnu hjá Íslandsflugi en færði sig fljótlega til verkfæraverslunar Wurth þar sem hann starfaði í tvö ár. Auðunn dreymdi um að komast í sjónvarpið og sótti sex sinnum um starf hjá gamanþættinum 70 mín- útum. „Á þessum árum voru allir vinir mínir komnir í háskóla og ég tók eftir því í partíum að fólk var gjarnt á að spyrja mig hvað ég væri að læra, og svo við hvað ég væri að vinna fyrst ég væri ekki í skóla. Þegar ég sagðist vera hjá Auðunn Blöndal dagskrárgerðarmaður – 40 ára Framtíðin Auðunn er nýbakaður faðir. Hér með syni sínum Theodóri. Líklega haldinn athyglisýki Morgunblaðið/Þorkell Óaðskiljanlegir Auðunn hefur eignast marga nána vini á ferlinum. Á þess- ari mynd frá árinu 2003 sést hann með Sveppa, Sverri Þór Sverrissyni, á hæfileikakeppninni Skrekk.þar sem þeir voru kynnar. 30 ára Dagný ólst upp á Akureyri og bjó á Húsavík í nokkur ár. Hún býr nú í Vestur- bænum í Reykjavík. Hún lauk B.Sc. í nær- ingarfræði og M.Sc. í matvælafræði frá HÍ. Starfaði sem rannsóknar- og þróunarstjóri Foss Distillery en er nú í fæðingarorlofi. Maki: Aron Bjarki Jósepsson, f. 1989, markaðsráðgjafi hjá Billboard og knatt- spyrnumaður í KR. Börn: Elfar Bjarki Aronsson, f. 2013, Bald- ur Leó Aronsson, f. 2015 og Eva Marí Ar- onsdóttir, f. 2019. Foreldrar: Margrét Kröyer, myndlistar- kona og grafískur hönnuður, f. 1967 og Aðalsteinn Björnsson, starfsmaður Eim- skips, f. 1966. Dagný Björk Aðalsteinsdóttir Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.