Morgunblaðið - 08.07.2020, Qupperneq 21
DÆGRADVÖL 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 2020
Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | S. 525 8200 | www.z.is | Opið mán.-fös. 10-18 |
Við sérsmíðum gluggatjöld
sem passa fullkomlega fyrir þig og þitt heimili
Z-Brautir og gluggatjöld
Allt fyrir
gluggana á
einum stað
Íslensk
framleiðsla
SUMIR ERU BETRI Í ÞVÍ AÐ VELJA
JÓLAGJAFIR EN AÐRIR
„HVENÆR ÆTLAR ÞÚ HORFAST Í AUGU
VIÐ ÞAÐ AÐ ÞÚ ERT MJÖG LÉLEGUR
VASAÞJÓFUR?”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að óska henni til
hamingju með afmælið.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
MYND
MEÐ
JÓLA
GAAAHH!! ÉG FINN EKKI
FYRIR FÓTUNUM Á MÉR!!!
HVERNIG ÁKVEÐUR ÞÚ Á
HVERN VIÐ RÁÐUMST?
FARÐU AF!
FARÐU AF!
FARÐU AF!
ÉG VEL ÞÁ
VELLAUÐUGU!
JEMINN …
OG HVERN ÞANN SEM HLÓ OG KALLAÐI
MIG „hlunk” í skólanum!
ÞAÐ SEM ÉG LÆT HAFA MIG
ÚT Í FYRIR EINN SLEIKJÓ
Ó,
NEI!
VONANDI LÍKAR
ÞEIM GJÖFIN
Wurth var eins og enginn nennti
að tala við mig lengur svo ég fór að
ljúga því að bráðum myndi ég
ganga til liðs við 70 mínútur,“ segir
Auðunn sem var þess fullviss að
hann myndi passa vel í þáttinn.
„Ég hafði gaman af þessum þáttum
en fannst líka að ég gæti gert þá
enn betri.“
Þrautseigjan og metnaðurinn
varð til þess að Auðunn fékk tæki-
færi til að sanna sig og var það
upphafið að glæstum ferli, fyrst hjá
Popptíví og síðar hjá Stöð 2. Árið
2011 byrjaði Auðunn með útvarps-
þáttinn FM95Blö á stöðinni FM
957 og er hann enn í loftinu. Meðal
sjónvarpsþátta sem Auðunn hefur
tekið þátt í má nefna Svínasúpuna,
Strákana, Ríkið, Ameríska draum-
inn, Ísland got talent, Steypustöð-
ina og Allir geta dansað.
Fjölskylda
Sambýliskona Auðuns er Rakel
Þormarsdóttir, f. 1.10. 1983, og
eiga þau saman soninn Theodór
Sverri Blöndal, f. 14.11. 2019.
Auðunn á tvær systur. Sú eldri
er María Blöndal, f. 20.4. 1976,
verkefnastjóri hjá Símanum. Sam-
býlismaður hennar er Grétar
Stephensen, einnig hjá Símanum.
Þau eiga samanlagt fjórar dætur.
Yngri systir Auðuns er Dagbjört
Blöndal leikskólastarfsmaður, f.
7.2. 1985. Sambýlismaður hennar
er Óttar Elingsen pípulagninga-
maður.
Auðunn er sonur Hafdísar
Sveinsdóttur vaktstjóra á
Reykjavíkurflugvelli, f. 1.6. 1958,
og Kristjáns Þórðar Blöndal flug-
virkja í Kópavogi, f. 1.1. 1957.
Auðunn
Blöndal
Valgarð Blöndal
sparisjóðsstj. og flugumferðarstj.á Sauðárkróki
Jóhanna Árnadóttir Blöndal
húsfreyja á Sauðárkróki
Auðunn Blöndal
verslunarmaður og flugvirki
Óla Sveinbjörg Jónsdóttir
sjúkraliði í Neskaupstað
Kristján Þórður Blöndal
Auðunsson
flugvirki, bús. í Kópavogi
Jón Benjamínsson
útvegsbóndi og skipstjóri í
Nesi í Norðfirði
Margrét Jóhanna Sveinbjörnsdóttir
húsfreyja
Jón Óskar Pálsson
bóndi og landpóstur á
Seljanesi í Reykhólasveit
Sigríður Ingibjörg
Sveinsdóttir
húsmóðir á Seljanesi í
Reykhólasveit
Sveinn Jónsson
vörubílstjóri hjá Þrótti, bús. í Reykjavík
Dagbjört Hafsteinsdóttir
sturtuvörður bús. í Reykjavík, húsfr. í Kópavogi
Hafsteinn Jónsson
bílamálari í Reykjavík
Stefanía Auðbjörg Halldórsdóttir
verkakona í Reykjavík
Úr frændgarði Auðuns Blöndal
Hafdís Sveinsdóttir
vaktstjóri á Reykjavíkurflugvelli,
bús. í Reykjavík
Hananú“ er falleg ljóðabók eftirPál Jónasson í Hlíð með
fuglalimrum. Þar er „Söngur villi-
andarinnar“:
Með bóndanum áður ég undi
og „ungunum léttum á sundi“.
En svo fór hann mér frá
því hann fagurgæs sá
sem að dillaði stélinu og stundi.
Þessi limra ber heitið „Strút-
urinn“:
Hann höfuðið setur í sandinn
og sér þá að horfinn er vandinn,
og það álítur best
þegar ógnin er mest,
eins gerir hann líka oft – landinn.
Á mánudag skrifar Ármann
Þorgrímsson á Boðnarmjöð: „Ís-
lensk erfðagreining tilkynnir 6.7.
að hún hætti skimun 13.7.“ og yrk-
ir:
Aldrei spurt hann öðrum lúti,
oft í ljósi frétta baðar.
Kári heima, Kári úti,
Kári þrasar einhversstaðar.
„ÁR LIÐIÐ,“ segir Indriði á
Skjaldfönn og bætir við: „Við til-
tekt rakst ég á vísu sem varð til
ári eftir Klaustur og mér finnst
óþarfi að fari í glatkistuna“:
Til siðabóta fátt ég finn
sem fegra mannlíf styður
og Klausturdónaklúbburinn
koðnar ekki niður.
Guðmundur Arnfinnsson leggur
út af „frétt dagsins“ 4. september:
Dorrit syni Sáms nú fagnar,
seppann upp í rúmið tekur,
óðar burtu Ólaf Ragnar
út í hundakofann rekur.
Hreinn Guðvarðarson yrkir:
Fyrir ástleysi Ólafur þrætti
er andsk. hundurinn mætti.
Ég leysi þau mál
af lífi og sál
með einum eða öðrum hætti.
Hallmundur Kristinsson yrkir en
getur ekki tilefnis:
Klikkaði alveg á einu
– oftast með flest á hreinu –
Margháttuð mær
mundi í gær
hreint ekki neitt eftir neinu.
Eyjólfur Ó. Eyjólfsson kveður:
Þótt Fjasmundur sögurnar segi
sit ég til hliðar og þegi
því lífsreynsla hans
þessa masandi manns
er sem malbik á þráðbeinum vegi.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af fuglum og malbik
á þráðbeinum vegi