Morgunblaðið - 08.07.2020, Side 24
24 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 2020
Bionette
ofnæmisljós
Reykjavíkurvegur 62 | Sími 527 0640 | 220 Hafnarfjörður | www.wh.is
Bionette ofnæmisljós er byltingakennd
vara semnotar ljósmeðferð
(phototherapy) til að draga úr
einkennumofnæmiskvefs (heymæðis)
af völdum frjókorna, dýra, ryks/
rykmaura og annarra loftborinna
ofnæmisvaka.
FÆST Í NÆSTA APÓTEKI
Rafstilling ehf
Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is
Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14
Hröð og góð þjónusta um allt land
Áratug
a
reynsla
Startar bíllinn ekki?
Við hjá Rafstillingu leysum málið
Morgunblaðið/Arnþór
Söngfugl „Núna er ég með fókusinn á fótboltann en er þó líka að koma fram sem tónlistarmaður, svona ef það er
langt í leik,“ segir tónlistarmaðurinn Logi Tómasson, sem kemur fram undir listamannsnafninu Luigi.
Magnús Guðmundsson
magnusg@mbl.is
Logi Tómasson er aðeins nítján ára
gamall tónlistarmaður og knatt-
spyrnukappi sem greinilega hikar
ekki við að láta verkin tala.
Fyrir aðeins ári sendi hann frá
sér sína fyrstu hljómplötu og nú að-
eins ári síðar, nánar tiltekið undir
lok júnímánaðar, er hann mættur
með þá næstu.
Alltaf verið söngfugl
Logi, eða Luigi eins og hann kýs
að kalla sig innan tónlistarinnar,
segir það hafi í raun verið frekar
óvænt atburðarás sem varð þess
valdandi að boltinn fór að rúlla. „Það
eru ekki nema tvö ár eða svo síðan
ég byrjaði að leika mér í tónlist. Það
vildi þannig til að ég var að skutla
vini mínum sem heitir Ágúst Karel
Magnússon á ball og hann fór að
spila fyrir mig tónlist sem hann
hafði verið að gera. Mér fannst þetta
strax alveg geggjað hjá honum og
síðan þá er ég búinn að gera tvær
plötur og Ágúst er búinn að stýra
upptökum á þeim báðum. Þannig að
þetta þróaðist svona frekar óvænt út
frá þessu smá skutli.“
Logi segir að hann hafi alltaf haft
mikinn áhuga á tónlist þótt hann
hafi ekki lagt hana lengi fyrir sig.
„Ég hef verið mikill söngfugl frá því
ég var krakki og syng alltaf í sturt-
unni. Að auki hafa bæði mamma og
pabbi verið talsvert í tónlist, bæði
tekið þátt í júróvisjón og mamma
segir að hún hafi verið barnastjarna,
en ég veit ekkert um það,“ bætir
Logi við, klárlega léttur í lund.
Boltinn byrjaði að rúlla
Aðspurður hvernig tónlist það er
sem hann er að flytja á nýju plöt-
unni segist Logi ekkert vera að
flækja þetta. „Ég er bara í poppinu.
Annars er ég ekkert mikið að spá í
hvað þetta kallast, ég er bara að
gera tónlist og það gefur mér alveg
helling.“ Á nýju plötunni fær Logi
fjölda landsþekktra tónlistarmanna
til liðs við sig og hann segir að það
hafi allt byrjað með því að Herra
Hnetusmjör mætti og tók með hon-
um tvö lög. „Þá byrjaði boltinn að
rúlla og fleiri voru til í að koma á eft-
ir honum. Svo bjuggum við til lagið
Fótboltastelpa og fengum Gumma
Ben og Jón Jónsson til liðs við okkur
og í framhaldinu mætti Króli og tók
eitt lag. Það var mjög skemmtilegt
að vinna með þessum gæjum.“
Aðspurður hvort hann eigi sér
uppáhaldslag af plötunni Breyttir
tímar segir Logi að það væri þá
helst Fótboltastelpur. „En satt best
að segja finnst mér erfitt að gera
upp á milli. Aðalmálið er að hafa
gaman af því sem maður er að
gera.“
Fókusinn á fótboltanum
Logi segir að titill nýju plötunnar
vísi einfaldlega til þess að það séu
breyttir tímar í lífi hans á ýmsa
vegu. Fyrir ári hafi hann verið að
spila fyrir Víking í fótboltanum en
sé nú búinn að færa sig yfir til FH í
Hafnarfirði. „Það er gott að vera í
FH, hérna eru aðstæður alveg frá-
bærar og strákarnir eru mjög fínir,
sérstaklega má ég til með að segja
að Daníel Hafsteinsson er mikill
meistari. Svo er fólk líka alltaf að
fíla tónlistina frá Luigi sífellt betur
þannig að það er allt að gerast.
Ég ætla þó að kynnast strákunum
aðeins betur áður en ég byrja að
syngja fyrir þá í sturtunni en þegar
við tökum dollu get ég auðvitað ekki
annað en tekið eitt lag,“ bætir Logi
við alveg fisléttur og kátur.
Spurður um hvernig gangi að
samræma knattspyrnu- og tónlistar-
iðkun segir Logi að það hafi ekki
verið vandamál til þessa. „Núna er
ég með fókusinn á fótboltann en er
þó líka að koma fram sem tónlistar-
maður, svona ef það er langt í leik.
Eins og staðan er þá er ég ekkert að
reyna að verða ríkur á því að spila
tónlist, mér finnst það bara gaman,
og vil einmitt halda þessu þannig að
ég sé að gera þetta á gleðinni.
Ég á örugglega eftir að halda
áfram að leika mér í tónlist en ég
veit ekkert um það hvort eða hve-
nær það kemur önnur plata. Tíminn
verður bara að leiða það í ljós.“
Logi segist ætla að taka sér smá
pásu í sumar, „njóta góða veðursins,
skreppa í golf og spila fótbolta“.
Spurður um framtíðarplön segir
Logi að hann hafi ákveðið að snúa
aftur í skóla með haustinu eftir að
hafa tekið sér frí frá námi í eitt ár.
„Ég er að fara aftur í MK og geri
auðvitað ráð fyrir því að ég taki eitt
eða tvö böll á komandi vetri,“ bætir
hann við sposkur.
Mikilvægt að gera
þetta á gleðinni
Breyttir tímar, ný plata frá tónlistarmanninum Luigi
Lag Charlies Daniels, „The Devil
Went Down to Georgia“, sló í gegn
úti um heimsbyggðina árið 1979, en
þar segir af fiðlueinvígi skrattans
og sveitastráks. Daniels lék sjálfur
á fiðluna af mikilli hind, en hann
var fjölhæfur tónlistarmaður sem
lék vel á ýmis hljóðfæri. Hann er nú
látinn, 83 ára að aldri.
Tónlistarferill Charlies Daniels
var langur og fjölbreytilegur og
hann starfrækti lengi eigin hljóm-
sveit sem naut mikilla vinsælda en
hans er ekki síst minnst fyrir að
hafa brætt saman kántrítónlist og
bandarískt suðurríkjarokk.
Daniels vakti fyrst athygli sem
fjölhæfur hljóðversleikari og lék til
að mynda á gítar, banjó og fiðlu í
upptökum sem Bob Dylan, Ringo
Starr og Leonard Cohen gerðu í
Nashville. En hann sló síðan í gegn
með hljómsveit sinni, Charlie Dani-
els Band, sem hann stofnaði 1971. Í
sveitinni voru tveir sólógítarleik-
arar og tveir trommarar og lagði
Daniels áherslu á fjörlegt flæði í
tónlist sem í voru áhrif frá kántrí,
blús, blúgrass og rokki. Í gegnum
árin kom sveitin mörgum lögum á
vinsældalista og þá var Daniels iðu-
lega í fréttum fyrir fjölbreytilegar
pólitískar skoðanir sem hann tjáði
óhikað hvar sem því varð við komið.
AFP
Tónlistarmaðurinn Daniels var þekkt-
ur fyrir The Devil Went Down to Georgia.
Kántrífiðlarinn Charlie Daniels allur
Vorhefti Skírnis árið 2020 er komið
út og er fyrsta hefti nýrra ritstjóra,
Ástu Kristínar Benediktsdóttur og
Hauks Ingvarssonar sem tóku við
ritstjórn tímaritsins í nóvember.
Ásta Kristín er nýdoktor hjá Bók-
mennta- og listfræðistofnun Há-
skóla Íslands og Haukur er rithöf-
undur og bókmenntafræðingur og
er á lokastigum doktorsnáms í ís-
lenskum bókmenntum við Háskóla
Íslands. Þess má geta að Ásta Krist-
ín er fyrsta konan sem ritstýrir
Skírni en þetta er 194. árgangur
tímaritsins.
Meðal efnis í heftinu er þýðing
Gunnars Þorra Péturssonar á kafla
úr bók hvítrússneska nóbels-
verðlaunahöfundarins Svetlönu
Aleksíevítsj, Tsjernobyl-bæninni.
Bókin hefur verið mikið í um-
ræðunni síðustu misseri, m.a. í
tengslum við vinsæla og áhrifa-
mikla sjónvarpsþáttaröð HBO um
Tsjernobyl-slysið en hún byggði að
verulegu leyti á bók Aleksíevítsj.
Kaflanum fylgir Gunnar úr hlaði
með vönduðum inngangi.
Áhrif manna á náttúru og um-
hverfi er líka í brennidepli í grein
Veru Knútsdóttur og Heiðars Kára
Rannverssonar sem beina sjónum
að þremur myndlistarmönnum sem
fjalla um Kárahnjúka í verkum sín-
um. Í greiningu sinni leggja þau út
frá hugtakinu mannöld (e. anthro-
pocene) en það vísar til þess jarð-
sögulega tímabils sem nú stendur
yfir og einkennist af þeim djúp-
stæðu áhrifum sem maðurinn hefur
á jörðina og vistkerfi hennar.
Málefni jaðarhópa eru í brenni-
depli í heftinu í greinum eftir Írisi
Ellenberger, Njörð Sigurjónsson og
þá Bjarna K. Kristjánsson og Skúla
Skúlason. Þá er til að mynda í heft-
inu grein eftir Þóri Óskarsson um
mynd Íslands í ritum 18. og 19. ald-
ar manna og Þorleifur Hauksson
fjallar um tildrög og hugmynda-
fræði Sverris sögu. Fornleifafræð-
ingarnir Steinunn Kristjánsdóttir
og Sigrún Hannesdóttir beina líka
sjónum að liðnum tíma en þær rita
forvitnilega grein um aftökur á
þjófum á íslenskri árnýöld. Loks er
Didda skáld Skírnis að þessu sinni.
Nýir ritstjórar teknir
við tímaritinu Skírni
Fjölbreytilegar greinar í vorheftinu
Við Kárahnjúka Kápumynd vor-
heftis Skírnis er eftir Pétur Thom-
sen og tengist grein í ritinu.