Morgunblaðið - 08.07.2020, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.07.2020, Blaðsíða 25
MENNING 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 2020 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is ©2019 Disney/Pixar SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI Póstkortamorðin , hörkuspennandi þriller byggð á sögu eftir Lizu Marklund og James Patterson, sem komið hefur út í íslenskri þýðingu. EXTENDED EDITION EXTENDED EDITION EXTENDED EDITION Í FYRSTA SINN Í BÍÓ Á ÍSLANDI Í FYRSTA SINN Í BÍÓ Á ÍSLANDI Í FYRSTA SINN Í BÍÓ Á ÍSLANDI Sýnd með íslensku tali Danskvæði um söngfugla ogslöngur, forsaga þríleiks-ins um Katniss Everdeenog Hungurleikana, fjallar um Kóríólanus Snow, 18 ára dreng af gamalli og mikils virtri ætt í Kapítól, höfuðborg Panem sem er sögusvið Hungurleikanna. Þeir sem lásu þrí- leikinn muna eflaust vel eftir Snow, illmenninu miskunnarlausa sem reyndi eftir fremsta megni að koma höggi á söguhetjuna Katniss, en í Danskvæðum er dregin upp nokkuð önnur mynd af Snow. Að minnsta kosti fyrst um sinn. Bókin fjallar um fyrstu ár Hungurleikanna og borgarastyrj- öldina sem varð aðdragandinn að keppninni. Snow ólst upp við miklar allsnægtir en þeg- ar stríðið skall á varð hart í ári og hin valdamikla Snow-ætt var ekki langt frá því að þurrkast út. Sagan gerist um það bil 10 árum eftir að stríðinu lauk, Snow er svokall- aður „mentor“ í tíundu Hungurleik- unum og er úthlutað framlaginu Lucy Gray Baird úr 12. umdæmi, sem les- endur Hungurleikanna muna eflaust að var umdæmi Katnissar. Sagan fjallar um samskipti þeirra og fram- gang í leikunum og afdrif eftir leikana. Fágaðri en ekki jafn frumleg Við lestur Hungurleikanna er auðvelt að halda með Katniss Everdeen, en í Danskvæðum flækjast málin. Eftir að hafa lesið fyrri bækurnar veit lesand- inn vel hvaða mann Snow hefur að geyma en á sama tíma er erfitt að finna ekki til samúðar með honum við lestur Danskvæða, að minnsta kosti lungann af sögunni. Collins nær að spila þokkalega vel með tilfinningar lesandans, aðstæður Snow vekja með manni samúð en á sama tíma finnur lesandinn oft fyrir siðblinda manninum sem er reiðubú- inn að fórna öllu fyrir sína eigin dýrð. Sagan heldur lesandanum vel, er spennandi, hefur upp á margt að bjóða og Collins nær að koma sögu- heimi og smáatriðum úr fyrri bók- unum vel til skila. Fyrir aðdáendur Hungurleikana sem vilja meira af því sama er þetta hin fínasta bók, án þess þó að bókin hafi einungis skemmt- anagildi. Tekið er á ýmsum siðferðis- legum spurningum, sem er oft komið fyrir á óræðan hátt þannig að lesand- inn þarf að staldra við og hugsa sig tvisvar um það sem hann var að lesa. Þetta gerir Collins gríðarlega vel, rétt eins og í fyrri bókum sínum um Hung- urleikana, og það er oft í þessari dy- stópísku sögu að lesandinn getur fundið hliðstæðu söguatburða í raun- veruleikanum. Það vekur þó nokkra athygli að for- saga þríleiks sem er þekktur fyrir það að fjalla um sjálfstæða og ákveðna kvenhetju fjalli um karlkyns valda- þyrsta illmennið úr fyrri bókunum. Að mörgu leyti missir bókaflokkurinn sérstöðu sína með Danskvæðum að þessu leyti. Jafnvel þó að sagan sjálf hafi verið hin ágætasta verður að segja að þýð- ing bókarinnar úr ensku yfir á ís- lensku er í besta falli í meðallagi. Hún virðist fljótfærnisleg, oft illa ígrunduð og dyntótt. Þá virðist prófarkalestri verulega ábótavant, þannig að það þvælist fyrir við lesturinn. Útgáfa bókarinnar á íslensku dregur þannig nokkuð úr gæðum lestursins en eftir stendur áfram vel uppbyggð og spennandi saga. Ef til vill má segja að Danskvæði sé í raun fágaðri bók en hinar þrjár, þó að hugmyndin sé ekki jafn frumleg. Það er ljóst að ýmsar heimspekilegar vangaveltur búa að baki atburðarásinni og sögupersónum sem auka dýpt sögunnar. Það er þó með öllu óvíst hvort slíkar vangaveltur fá verðskuldaða athygli hjá markhópi bókarinnar, enda á sag- an hreint út sagt meira erindi við full- orðna lesendur. Illmennið í nýju ljósi Ljósmynd/Todd Plitt Höfundurinn „Það er ljóst að ýmsar heimspekilegar vangaveltur búa að baki atburðarásinni og sögupersónum sem auka dýpt sögunnar,“ segir rýn- ir um sögu Suzanne Collins, sem er eins konar forsaga Hungurleikanna. Ungmennabók Danskvæði um söngfugla og slöngur bbbmn Eftir Suzanne Collins. Magnea J. Matthíasdóttir þýddi. JPV útgáfa, 2020. Kilja. LILJA HRUND AVA LÚÐVÍKSDÓTTIR BÆKUR Óvissa er með framhald starfsemi í samtímalistasafninu Hamburger Bahnhof í Berlín, sem er í fyrrverandi lestarstöð og viðbyggingu við hana sem kallast Rieckhallen. Hefur það á undanförnum árum, alveg frá opnun árið 1996, verið eitt vinsælasta sam- tímalistasafn borgarinnar, með var- anlegri sýningu á merkum listaverk- um frá 20. öld og tímabundnum sérsýningum. Um þessar mundir stendur þar yfir sýning á verkum Katharinu Grosse, flennistór sprautumáluð innsetning listakon- unnar sem teygir sig út úr gamla lest- arsalnum og utan á viðbygginguna. Húsakynnin eru í eigu austurrísks fasteignafélags sem hefur leigt þau stjórnvöldum í Berlín til sýningar- halds en hefur nú ákveðið að segja upp leigunni, rífa Rieckhallen og byggja þess í stað skrifstofuhúsnæði. Samkvæmt The Art Newspaper hafa þýsk stjórnvöld hafið samninga- viðræður við fasteignafélagið um að fá þess í stað að kaupa húsnæðið til að geta haldið starfsemi Hamburger Ba- hnhof áfram og byggja að auki nýja viðbyggingu til að styrkja sýn- ingahald. Óvissan um framhald starfsem- innar varð þó til þess að safnarinn Friedrich Christian Flick, sem hefur árum saman lánað borgaryfirvöldum í Berlín 1.500 samtímaverk sem hafa meðal annars verið sýnd í Rieck- hallen, hefur ákveðið að taka verkin aftur til sín. Er um afar merkilegt safn að ræða, meðal annars verk eftir Alberto Giacometti, Marcel Duchamp, Bruce Nauman og Georg Baselitz. Auk þess að lána verkin á sínum tíma kostaði Flick endurgerð Rieckhallen, sem var í mikilli niður- níðslu, en Hamburger Bahnhof var á einskismannslandi milli Austur- og Vestur-Berlínar og því ekki í notkun áratugum saman. Talsmaður listasafna Berlínar- borgar segir þá ákvörðun Flicks að taka verkin úr söfnum, þar sem al- menningur hefur getað notið þeirra, „sársaukafulla“. Í The Art Newspaper segir að í ljósi stöðunnar hafi margir áhyggjur af stöðu Berlínar sem miðstöðvar samtímalistar. Auk þess sem verk Flicks hverfi sjónum almennings hafi tveir aðrir safnarar, sem starfrækt hafa einkasöfn í borginni, ákveðið að fara með þau til annarra þýskra borga. AFP Litadýrð Vegfarendur í verki Katharinu Grosse sem teygir sig upp á veggi Rieckhallen, viðbyggingar Hamburger Bahnhof, sem eigendur vilja rífa. Þrengt að sam- tímalist í Berlín  Óvíst með Hamburger Bahnhof

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.