Morgunblaðið - 08.07.2020, Page 28

Morgunblaðið - 08.07.2020, Page 28
Guðni Einarsson gudni@mbl.is Hugsað upphátt heitir ný bók eftir Guðrúnu Egilson, blaðamann, fram- haldsskólakennara og rithöfund. Bókin geymir 34 pistla Guðrúnar sem hefur stundað pistlaskrif í 40 ár. Langflesta þeirra skrifaði Guðrún í fyrra og svo eru nokkrir eldri sem eru óháðir stað og stund. Pistlarnir fjalla ýmist um samtímamálefni eða minningabrot og sögur frá fyrri tíð. Þeir eru auðveldir og skemmtilegir aflestrar, að mati undirritaðs. „Ég er búin að vera að þessu meira og minna nær alla tíð,“ sagði Guðrún um pistlaskrifin. Þau tengd- ust fyrst störfum hennar sem blaða- maður. „Ég byrjaði á Vikunni hjá Gísla Sigurðssyni. Svo fór ég á Tím- ann til Indriða G. Þorsteinssonar. Þótt ég hætti í blaðamennsku var ég alltaf viðloðandi hana og hélt pistla- skrifum áfram.“ Fyrrnefndur Gísli Sigurðsson, sem þá var orðinn um- sjónarmaður Lesbókar Morgun- blaðsins, bað Guðrúnu að skrifa Rabb í Lesbókina árið 1980. Það voru vikulegir pistlar eftir ýmsa höf- unda. „Þetta þótti mér gríðarlegur heiður því þarna voru fyrir á fleti stórhöfðingjar eins og Sigurður A. Magnússon, Svava Jakobsdóttir og fleiri. Ég vandaði mig alveg óskap- lega mikið,“ sagði Guðrún. Hún skrifaði pistla í Lesbókina og síðar Sunnudagsblað Morgunblaðsins til ársins 2018. Guðrún fékk mikil við- brögð frá lesendum og var oft spurð hvort ekki væri von á fleiri pistlum. Mótandi áhrif blaðamennsku Guðrún var gift Birni Jóhanns- syni, fréttastjóra og fulltrúa rit- stjóra á Morgunblaðinu. Hann lést árið 2003. Guðrún kvaðst stundum hafa sagt að það væri ekki pláss fyr- ir tvo blaðamenn á einu heimili og því hefði hún starfað við kennslu og haft mikla unun af henni. Björn heit- inn sagði oft að Guðrún væri blaða- maður af Guðs náð. Hún segir að blaðamennskan hafi mótað sig og kennt sér að vera opin og næm á um- hverfið. Hugmyndirnar að pistl- unum hafa því oft komið eins og af sjálfu sér. Guðrún hefur alltaf haft gaman af að tjá sig og hafa pistlarnir reynst góður farvegur til þess. Hún verður 75 ára í sumar og fannst það gott til- efni til að koma nýjustu pistlunum á prent. Jakob F. Ásgeirson, bóka- útgefandi í Uglu útgáfu ehf., tók vel í þá hugmynd að gefa út nýtt pistla- safn. En ætlar hún að halda pistla- skrifunum áfram? „Nú ætla ég að verða 75 ára og að- eins að spá í spilin og reyna kannski að finna annað form fyrir skrifin,“ sagði Guðrún. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Pistlahöfundur Guðrún Egilson starfaði sem blaðamaður á árum áður og það var kveikjan að pistlaskrifunum. Hefur hugsað upphátt í pistlum sínum í 40 ár  Ný bók Guðrúnar Egilson  Hugmyndir að pistlunum koma oft eins og af sjálfu sér  Pistlar eru góður farvegur Kristjana Stefánsdóttir söngkona og Svavar Knútur, söngvari og gítarleikari, eru í árlegri tónleikaferð sinni um landið. Yfirskrift ferðalagsins er „Með faðmlög í far- teskinu“ og eru næstu tónleikar í Gránu á Sauðárkróki í kvöld kl. 20, annað kvöld, fimmtudagskvöld, í Gamla Bauk á Húsavík kl. 21 og á föstudagskvöldið kemur í Te- húsinu á Egilsstöðum og hefjast þeir tónleikar einnig kl. 21. Á tónleikunum vilja þau „bæta fyrir þyngsl vor- mánaðanna sem skriðu hjá í móki samkomubanns með húmor og hlýju, krúttlegum kvöldsöngvum, angur- værum Abbalögum og sígildum söngperlum“. Kristjana og Svavar Knútur á ferð um landið og lofa húmor og hlýju MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 190. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Markvörðurinn Ögmundur Kristinsson mun ganga til liðs við gríska knattspyrnufélagið Olympiacos þegar yfirstandandi tímabili lýkur í grísku úrvalsdeildinni en Grikklandsmeistararnir borguðu rúmlega 440.000 evr- ur fyrir leikmanninn sem samsvarar tæplega 70 millj- ónum íslenskra króna. Ögmundur, sem er 31 árs gamall, skrifaði undir þriggja ára samning við Olympiacos en félagið er sigur- sælasta lið Grikklands frá upphafi og hefur unnið 45 meistaratitla og 27 bikarmeistaratitla. »23 Ögmundur Kristinsson samdi til þriggja ára við grísku meistarana ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.