Morgunblaðið - 13.07.2020, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JÚLÍ 2020
VIÐTAL
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Reykjavík á að vera staður allra;
heimsborg og heimabær í senn,“
segir Dagur B. Eggertsson borgar-
stjóri. „Íbúðarhverfi þurfa að vera
hlýleg og sjálfbær á þann hátt að þar
sé öll helsta þjónusta sem fólk þarf
nálæga, eins og er áherslumál okkar.
Gegnsæi, jafnræði og fagleg sjón-
armið eiga að ráða í allri stjórnsýslu
og við ákvarðanatöku borgarinnar.
Þá er grundvallarmál að virða fólk
sem er ólíkt eins og það er margt
þannig að allir geti lifað með reisn.
Samfélag sem virðir réttindi alls
fólks – þar og hvergi annars staðar
vil ég búa. “
Kjörtímabil núverandi borgar-
stjórnar er hálfnað. Mörg verkefni
eru í gangi hjá meirihluta Samfylk-
ingar, Viðreisnar, VG og Pírata og
þar má sérstaklega tiltaka grænar
áherslur í uppbyggingu og sam-
göngumálum. Stóra verkefnið síð-
ustu mánuði hefur verið að halda sjó
á erfiðum tímum kórónuveirunnar,
sem kallaði á breyttar áherslur í allri
þjónustu borgarinnar við íbúa, svo
sem í velferðar- og skólamálum.
Koma hefur þurft til móts við fólk
hvert á sínum forsendum og fjöl-
breytileika mannlífsins ber að virða,
segir borgarstjóri.
Líklega langvarandi ástand
Kórónuveiran virðist langt því
frá vera að baki og mikilvægt er,
segir læknirinn Dagur, sem vel
þekkir til smitsjúkdómafræða, að ná
tökum á faraldrinum. „Það versta
sem ég geti hugsað mér er ef við
fáum aðra bylgju faraldursins ofan í
mikið atvinnuleysi. Íþyngjandi
sóttvarnaraðgerðir í annað sinn
væru mjög erfiðar. Þá lít ég svo á að
sársaukafullur niðurskurður sé ekki
svarið við þeim áskorunum í rekstri
Reykjavíkurborgar sem nú eru til
staðar,“ segir Dagur.
„Þegar faraldurinn hófst töld-
um við samkvæmt sögulegri reynslu
úr sambærilegum ástæðum að ef
þetta yrði í 6–9 mánuði væri höggið
vel viðráðanlegt. Nú bendir hins
vegar margt til að ástandið vari
lengur og þá verður vandinn meiri
og tekjufallið sömuleiðis. Enn sjáum
við ekki tölur, en almennt talað tel
ég ekki skynsamlegt að rífa í hand-
bremsuna, stöðva framkvæmdir og
setja mál í bið. Nú er mikilvægt að
opinberir aðilar taki höndum saman
og fleyti atvinnulífinu í gegnum erf-
iðan tíma, jafnvel þótt slíkt geti kall-
að á lántökur.“
Borgarsjóði bjóðast
góð lánakjör
Árlegar tekjur Reykjavíkur-
borgar eru um 120 milljarðar króna
og nærri tvö hundruð milljarðar
þegar Orkuveitan og ýmis fyrirtæki
eru tekin með í summu samstæðu-
reiknings. Í lok árs voru heildar-
eignir borgarinnar, skv. ársreikn-
ingi, 688,9 milljarðar króna. Skuldir
voru 345 milljarðar og eigið fé því
343,9 milljarðar.
Þetta segir Dagur endurspegla
sterka stöðu borgarinnar, sem
helgist meðal annars af tiltekt sem
gerð var eftir hrun. Hún náði til alls
rekstrar þess stórfyrirtækis sem
borgin er með, rúmlega 10.000 þús-
und starfsmenn, þegar fyrirtæki
hennar eru meðtalin. Staða borgar-
sjóðs sé sterk, sem komi m.a. fram í
því að þegar Orkuveitan bauð út
græn skuldabréf á dögunum fengust
lán á innan við 1% vöxtum. Borgar-
sjóði bjóðist svipuð kjör, sem segi
sitt.
Lifandi miðborgir
fyrir fólk eru svarið
Í Reykjavík eru alltaf uppi
sterkar skoðanir á málefnum mið-
borgarinnar, þar sem fjölmörg
verslunarrými standa auð. Allt
breyttist þegar tók fyrir komu er-
lendra ferðamanna til landsins og nú
gagnrýna kaupmenn og aðrir þeir
sem halda úti starfsemi í miðborg-
inni að götum sé lokað fyrir umferð
bíla. Slíkt dragi úr aðsókn. Borgar-
stjóri segist þó horfa á þessi mál í
stærra samhengi.
„Kauphegðun er að breytast,
netverslun er í sókn og vestur í
Bandaríkjunum er nú verið að loka
þúsundum verslunarmiðstöðva á
hverju ári. Almennt kaupir fólk
minna en áður í hefðbundnum versl-
unum en sækir fremur í miðbæi til
að fara á veitingahús, versla og njóta
lífsins. Lifandi miðborgir fyrir fólk
eru svarið. Þetta hefur einmitt verið
raunin í miðborg Reykjavíkur síð-
ustu ár þar sem slegist var um hvert
laust verslunarrými sem bauðst áð-
ur en kórónuveiran kom til. Við höf-
um gert góða hluti í miðborginni, frá
Hlemmi í austri út á Granda í
vestri,“ segir Dagur.
Sjálfbærni í samgöngum
Á dögunum samþykkti Alþingi
nýja samgönguáætlun og skv. henni
styttist í að Borgarlínan svonefnda
verði að veruleika. Í fyrsta áfanga er
gert ráð fyrir því að lögð verði braut
fyrir hraðfara strætisvagna úr mið-
borg Reykjavíkur, annars vegar í
Höfðahverfið og hins vegar í Hamra-
borg í Kópavogi. Jafnhliða verður
svo farið í ýmsar aðrar samgöngu-
framkvæmdir á höfuðborgar-
svæðinu, svo sem gerð stokka á
Miklubraut og Sæbraut, lokið
verður við gerð Arnarnesvegar sem
tengir saman efstu byggðir Kópa-
vogs og Breiðholt og gerð Foss-
vogsbrúar.
„Ég vona að hönnun Borgarlín-
unnar og tengdra mannvirka komist
langt næsta vetur. Miðað er við að
fyrsti áfangi Borgarlínunnar verði
tilbúinn árið 2023-24 en halda þarf
vel á spöðunum svo að slíkt náist.
Reyndar horfi ég til þess að sam-
gönguverkefnunum, sem eiga að
kosta 120 milljarða í heild og vinnast
á fimmtán árum, verði flýtt. Við nú-
verandi aðstæður í atvinnulífinu er
slíkt kjörið og í samræmi við mark-
aða stefnu borgarinnar í umhverfis-
málum. Í áætluninni Græna planinu,
sem Reykjavíkurborg kynnti á dög-
unum, er sjálfbærni lykilatriði og
markmið. Við setjum þunga í um-
hverfismálin og ætlum að gera
Reykjavíkurborg kolefnishlutlausa
með aðgerðum sem ná til nánast
allra þátta í borgarlífinu.“
Morgunblaðið/Eggert
Borgarstjóri Samfélag sem virðir réttindi allra – þar og hvergi annars staðar vil ég búa, segir Dagur í viðtalinu.
Niðurskurður er ekki svarið
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Mannlíf Lifandi miðborgir fyrir
fólk eru svarið, segir borgarstjóri.
Sterk staða Reykjavíkur sem er í senn heimsborg og heimabær, segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
Frá byrjun árs 2015 til dagsins í
dag hafa alls 5.680 nýjar íbúðir í
Reykjavík farið í uppbyggingu.
Það eru þrefalt fleiri íbúðir en á
öllu Seltjarnarnesi og litlu minna
en heildarfjöldi allra íbúða í
Garðabæ. „Margar af þessum
íbúðum eru litlar og meðalstórar,
og henta vel fyrir fólk sem er að
koma undir sig fótunum. Alls
konar íbúðir fyrir fjölbreytta
hópa. Auðveldara er nú en áður
að fá leiguhúsnæði, bæði vegna
þess hve mikið hefur verið byggt
og að fjölmargar íbúðir sem voru
í útleigu til ferðafólks hafa losn-
að,“ segir Dagur og bætir við:
„Mikið er samt ógert í hús-
næðismálum, svo sem að taka á
ólöglegri búsetu fólks í atvinnu-
húsnæði með hættunni sem því
fylgir. Eldsvoði á Bræðraborgar-
stíg á dögunum, þar sem þrír
létust, er áminning um að hætt-
an er líka til staðar í skráðu
íbúðarhúsnæði en heimildir eld-
varnaeftirlits og annarra til af-
skipta og inngrips þar eru mun
þrengri en í öðrum gerðum húsa.
Þarna þarf að bæta úr – enda er
aðgengi fólks að góðu og öruggu
húsnæði grundvallarmál – ein af
forsendum þess að fólk geti lif-
að með reisn og tekið virkan
þátt í góðu og fjölbreyttu sam-
félagi.“
Þúsundir nýrra íbúða
byggðar á síðustu árum
NÆGT FRAMBOÐ AF HÚSNÆÐI ER GRUNDVALLARMÁL
Úthverfi Horft úr Breiðholtinu til byggðanna í Árbæ og Grafarholtinu.