Morgunblaðið - 13.07.2020, Side 16
Við erum föst í víta-
hring. Við höfum
hannað og lagt vegi
fyrir aukna bílaumferð
frá sjötta áratugnum
og erum enn að. Á
sama tíma hefur íbú-
um höfuðborgarsvæð-
isins fjölgað úr 50.000 í
220.000. Gríðarleg
húsnæðisbygging hef-
ur átt sér stað og
ennþá meiri vegaupp-
bygging.
Við höfum val um hvar og hvernig
húsnæði er byggt. Á sama tíma höf-
um við val um hvernig innviði við
byggjum upp og fyrir hvaða fara-
máta. Nánast hver einasta króna
hefur farið í innviðauppbyggingu
fyrir einkabílinn. Ef hins vegar
sömu upphæðir hefðu verið settar í
innviði fyrir gangandi, hjólandi og
almenningssamgöngur síðustu ára-
tugi byggjum við í allt
öðruvísi borg. Það
væri mun minna af
mislægum gatnamót-
um og mun meira af
öflugum hjólaakrein-
um. Það væru mjórri
götur og breiðari
gangstéttir. Minni
mengun og meira val.
Allar þær borgir
sem standa hvað
fremst í lífsgæða- og
loftslagsmálum vita að
einkabíllinn er ekki
framtíðin. Þó svo að
sjálfkeyrandi farartæki verði hluti
af heildarmyndinni vill engin borg
fá sjálfkeyrandi einkabíla í miklu
magni. Til þess er ekki nóg pláss.
Þess vegna eiga allar framsæknar
borgir það sameiginlegt að stefna
að því að flytja meiri fjölda fólks
með öflugum almenningssam-
göngum og stórtækum hjólainn-
viðum, þar er mesta flutningsgetan.
Í dag vitum við að borgarlína
verður byggð. Kerfi sem mun um-
bylta húsnæðisuppbyggingu í borg-
inni og hugsunarhætti þeirra sem
um hana ferðast. Það er nefnilega
fátt sem hefur jafnmikil áhrif á
hugsun og hegðun fólks og það að
sjá hlutina með eigin augum. Ríki
og sveitarfélög á höfuðborgarsvæð-
inu eru líka sammála um að setja
meira fjármagn í innviði fyrir hjól-
andi fólk og loksins eru komin árleg
fjárframlög frá ríkinu í uppbygg-
ingu hjólastíga.
Reykjavíkurborg hefur boðað
metnaðarfyllri markmið um
breyttar ferðavenjur en áður hafa
sést á Íslandi, betri innviði fyrir
strætó og byltingu í rafhjólum. Ör-
flæði verður miklu stærri hluti af
samgöngukerfinu í Reykjavík og
mun hlutdeild allra annarra farar-
máta en einkabílsins aukast næstu
áratugina.
Færri bílaakreinar og færri bíla-
stæði færa okkur svo miklu meira
en hreinna loft. Þau færa okkur
aukið pláss fyrir borgarlínu og fyrir
húsnæðisuppbyggingu. Sem færir
okkur minni umferðartafir og lægri
samgöngukostnað. Sem færir okkur
aukinn frítíma og aukin lífsgæði.
Fjárfesting sem skapar ekki víta-
hring heldur sjálfbæran hring.
Áratugir þar sem mönnum líkt og
Davíð Oddssyni og Robert Moses
fannst sjálfsagt að fórna öllu fyrir
hraðbrautir eru í dag hluti af fortíð-
inni. Þetta eru áratugir þar sem
frekir karlar og ómanneskjuleg
verkfræði sköpuðu í sameiningu
það bílaumhverfi sem einkennir
margar vestrænar borgir. Öllu
skyldi fórna fyrir einkabílinn, hvort
sem um var að ræða fátækrahverfi í
New York eða Fossvogsdalinn í
Reykjavík.
Í dag er Davíð Oddsson kominn
upp í Hádegismóa og Robert Moses
undir græna torfu. Í dag er Reykja-
vík að byggja húsnæði fyrir heim-
ilislaust fólk, að vernda græn svæði
og fækka einkabílum. Minnka um-
ferðarhraða og forgangsraða gang-
andi fyrst. Skapa hægan púls með
minni mengun og meira af gróðri
þar sem þú nýtur tilverunnar, hvort
sem þú ert á leiðinni til vinnu eða að
hitta vinkonu.
Borgir munu hætta að vera
mekka einkabílsins. Í framtíðinni
verða þær lifandi orkustöðvar sjálf-
bærni og lífsgæða. Með mann-
eskjulegt umhverfi í fararbroddi
þar sem velferð íbúa og náttúrunn-
ar haldast í hendur. Þangað stefnir
Reykjavík.
Einkabíllinn er ekki framtíðin
Eftir Sigurborgu
Ósk Haraldsdóttur » Áratugir þar sem
mönnum líkt og
Davíð Oddssyni og
Robert Moses fannst
sjálfsagt að fórna öllu
fyrir hraðbrautir eru í
dag hluti af fortíðinni.
Sigurborg Ósk
Haraldsdóttir
Höfundur er formaður skipulags- og
samgönguráðs Reykjavíkur.
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JÚLÍ 2020
Nýbýlavegur 8 – Portið, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is
bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14
úr silki
LEIKFÖNG
Að undanförnu hefur
verið í undirbúningi
átak til að efla sveitar-
stjórnarstigið með því
að sameina þau í öflugri
stjórnsýslueiningar.
Tilvist allt of fámennra
og vanburðugra
sveitarfélaga hefur
haldið aftur af mögu-
leikum sveitar-
stjórnarstigsins í heild
til að rækja skyldur sínar með fagleg-
um og fullnægjandi hætti og bæta og
auka þjónustu við íbúa. Alþingi álykt-
aði í lok janúar að lágmarksíbúafjöldi
sveitarfélags hækki í áföngum í 1.000
íbúa en frumvarp til að gera þau
áform að lögum hefur ekki verið lagt
fram. Vitaskuld hefur farsóttin sett
strik í reikninginn en það er einmitt í
áföllum sem bestu tækifærin gefast
til að stokka spilin upp á nýtt.
Eitt af því sem heldur aftur af því
að sveitarfélög sameinist að frum-
kvæði íbúa í öflugri einingar er
hversu mismunandi tekjur þau hafa.
Þær eru byggðar á sams konar skatt-
stofnum en þeir eru misjafnlega gjöf-
ulir. Sveitarstjórnir hafa nokkurt
frelsi til að ákveða skatthlutföll sjálf-
ar og það gera þær til lækkunar frá
hámörkum ef skattstofn er öflugur
og einkum ef gjaldendur eru jafn-
framt íbúar í sveitarfélaginu.
Misjafnir tekjustofnar skila
sveitarfélögum mismun-
andi tekjum. Lægsti út-
svarsstofn á íbúa nemur
um 2/3 af landsmeðaltali
meðan hann er 15% yfir
meðaltalinu þar sem
hann er hæstur. Til að
ná meðaltekjum allra
sveitarfélaga af útsvari
þyrfti útsvarshlutfall að
vera yfir 20% þar sem
stofninn er veikastur
meðan sömu tekjum
væri hægt að ná með
rúmlega 12% útsvari þar
sem hann er sterkastur. Sum þeirra
sveitarfélaga sem leggja á lægra hlut-
fall útsvars en heimilað hámark fá
engu að síður töluvert meiri útsvar-
stekjur af hverjum íbúa en landsmeð-
altal.
Ef miðað er við að sveitarfélögin í
landinu yrðu einungis 21, sem er langt
umfram þau áform sem hafa verið til
skoðunar, hefði það þó takmörkuð
áhrif á þörfina á millifærslu milli
þeirra ef jafna ætti útsvarstekjur
þeirra. Ef bæta ætti öllum sveitar-
félögum upp þær útsvarstekjur sem
þau vantar upp á landsmeðaltal væri
heildarupphæðin 6,1 mia. kr. fyrir þau
72 sveitarfélög sem landið skiptist í
árið 2018 en það er síðasta árið sem
aðgengilegar tölur hafa verið birtar
fyrir meðan upphæðin yrði 5,8 mia. kr.
ef þau væru einungis 21. Þrátt fyrir
umtalsverða fækkun sveitarfélaganna
er þörfin til að jafna tekjur af útsvari
nær óbreytt.
Allt önnur staða er gagnvart
tekjum sveitarfélaga af fasteigna-
gjöldum. Þar voru tekjur sveitar-
sjóðs á hvern íbúa innan við 70 þús-
und krónur árið 2018 í þeim tveimur
sveitarfélögum þar sem þær voru
lægstar meðan þær voru 1,8 m.kr. á
hvern íbúa þar sem þær voru mest-
ar. Tekjurnar voru yfir einni milljón
á íbúa í fjórum sveitarfélögum en
þau eru öll fámenn. Mismunandi há
fasteignagjöld miðað við verðmæti
eru lögð á í þremur flokkum: íbúðar-
húsnæði, þ.m.t. frístundabyggingar
ofl; opinbert húsnæði og atvinnu-
húsnæði utan landbúnaðarbygginga.
Mismunur á álagningarhlutfalli er
langmestur í fyrsta flokknum: frá
0,175% þar sem það er lægst í
0,625% í nokkrum sveitarfélögum
þar sem það er hæst. Þau sveitar-
félög þar sem mikið er um frí-
stundabyggðir hafa langmestar
tekjur af þessum hluta fasteigna-
gjaldanna. Meðan landsmeðaltal er
44 þús. kr. á íbúa er það 1.170 þ. kr á
hvern íbúa þar sem það er hæst. Al-
mennt eru sveitarfélög á höfuð-
borgarsvæðinu með lægstu álagn-
ingarhlutföllin í þessum flokki.
Tekjum sveitarfélaga af þessum
hluta fasteignagjaldanna er jafnað
milli sveitarfélaga með framlögum
úr ríkissjóði gegnum Jöfnunarsjóð
sveitarfélaga.
Langmestur munur milli sveitar-
félaga er vegna fasteignagjalda af
atvinnuhúsnæði en þar munar mest
um virkjanir og stóriðju. Þær voru
að meðaltali 75 þús. kr á íbúa árið
2018. Þar sem þær eru lægstar eru
þær nær engar en rétt undir 1,8
m.kr. á íbúa þar sem þær voru
hæstar.
Fasteignagjöld eru þannig mjög
mismunandi mikilvæg og valda afar
mismunandi stöðu sveitarfélaga án
þess að hafa samsvarandi áhrif á út-
gjöld. Þau eru aðaltregðuvaldur
varðandi sameiningu sveitarfélaga og
munu að öllum líkindum koma í veg
fyrir hagkvæmustu sameiningu
þeirra án lagaskyldu ef ekki verður
tekið á fyrirkomulagi fasteignaskatt-
lagningar á stórfyrirtæki og virkj-
anir.
Þegar lagðar eru saman tekjur
sveitarfélaga af eigin álagningu, þ.e.
útsvar og fasteignagjöld, kemur vel í
ljós sá mikli munur sem er á milli
þeirra. Þetta sést í meðfylgjandi
töflu. Árið 2018 voru 27 sveitarfélög
með nærri 50.000 íbúa með innan við
90% af landsmeðaltali tekna á hvern
íbúa. Í töflunni má einnig sjá hvernig
nokkur fámenn sveitarfélög eru með
eigin tekjur langt umfram meðaltalið.
Ef sveitarfélögin væru einungis 21
yrði mismunur á milli þeirra miklu
minni en nú er. Einungis tvö yrðu
undir 90% af landsmeðaltalinu meðan
ekkert yrði með meira en 110% af
því. Sameining sveitarfélaga jafnar
þannig verulega tekjur milli sveitar-
félaga og dregur úr þeirri miklu þörf
sem hefur verið á jöfnun á milli
þeirra. Umfang Jöfnunarsjóðs
sveitarfélaga var 47,7 milljarðar árið
2018 og þar af komu 19,3 milljarðar
úr ríkissjóði. Jöfnunarsjóður sveitar-
félaga gegnir miklu hlutverki í tekju-
mynd fámennra sveitarfélaga.
Þannig var framlag sjóðsins meira en
helmingur allra tekna í 6 sveitar-
félögum árið 2018 og meira en þriðj-
ungur í 25 sveitarfélögum. Sveitar-
félög sem eru svo háð millifærslum
frá ríki og öðrum sveitarfélögum geta
ekki talist sjálfbær.
Sameining sveitarfélaga mun gera
staðbundnum stjórnvöldum mögu-
legt að veita íbúum sínum faglegri og
betri þjónustu en nú er. Hún dregur
úr þörfinni fyrir umfangsmiklar
breytingar á tekjustofnum og mun
halda áfram að vera það meðan rík-
ustu sveitarfélögin fást ekki til að
sameinast öðrum og komast upp með
það.
Mismunandi tekjur sveitarfélaga
draga úr áhuga á sameiningu
Eftir Sigurð
Guðmundsson » Sameining sveitarfé-
laga mun gera stað-
bundnum stjórnvöldum
mögulegt að veita íbú-
um sínum faglegri og
betri þjónustu en nú er.
Sigurður Guðmundsson
Höfundur er skipulagsfræðingur.
sigurdur.gudmundsson@forrad.is
Samanlagðar tekjur af útsvari og fasteigna-
skatti m.v. landsmeðaltal á íbúa árið 2018
Tekjur á íbúa
sem hlutfall af
landsmeðaltali
72 sveitarfélög 21 sveitarfélag
Fjöldi
sveitarfélaga
Samtals
íbúafjöldi
Fjöldi
sveitarfélaga
Samtals
íbúafjöldi
<70% 2 292
70-80% 3 826
80-90% 22 48.104 2 4.881
90-100% 23 100.712 13 155.205
100-110% 10 201.953 6 196.905
110-120% 5 1.846
120-200% 3 2.385
>200% 4 873
Samtals 72 356.991 21 356.991
Nýlega las ég orð eftir frægan prédikara, þar sem
sagði, að djöfullinn þyrfti að nærast á syndum hins
fallna heims til að lifa. Þessi dæmisaga hafði sterk
áhrif á mig. Að hugsa sér sællífi Satans, sem hann nýt-
ur með því að nærast á illum hugsunum og gjörðum
syndugra manna, sem eru forðabúr hans og hans illu
ára. Hvílíkar kræsingar og matarboð, sem honum er
boðið upp á á hverjum degi. Með illri breytni bjóða
margir menn kölska til veislu sérhvern dag.
Guð, á hinn bóginn, skapari okkar mannanna, hefur
boðið mönnunum að gjöra gott. „Vér erum smíð Guðs,
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Kræsingar kölska
skapaðir í Kristi Jesú til góðra verka.“ (Efesusbréfið
2:10.) Andstætt kölska, sem í sjálfselsku og af eigin-
girni lifir í sællífi á illri breytni manna, nýtur Guð
sjálfur ekki beinlínis góðs af kærleiksverkum ljúfling-
anna, enda fullkominn í eigin verund. Það eru menn-
irnir, sem skapaðir eru í Guðs mynd, sem njóta ávaxta
góðverkanna. Þeir lifa ekki á umhyggju fyrir sjálfum
sér, heldur á kærleikanum, sem býr í náunga þeirra,
eins og Leo Tolstoj orðaði á svo eftirminnilegan hátt í
ritsmíðum sínum.
Einar Ingvi Magnússon.