Morgunblaðið - 13.07.2020, Page 26

Morgunblaðið - 13.07.2020, Page 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JÚLÍ 2020 Pepsi Max-deild karla Grótta – ÍA................................................ 0:4 HK – Víkingur R ...................................... 0:2 Staðan: Breiðablik 5 3 2 0 12:6 11 ÍA 6 3 1 2 15:8 10 Valur 5 3 0 2 13:6 9 Fylkir 5 3 0 2 9:5 9 KR 4 3 0 1 5:4 9 Víkingur R. 6 2 2 2 8:9 8 FH 4 2 1 1 9:10 7 Stjarnan 2 2 0 0 6:2 6 HK 6 1 2 3 11:15 5 Grótta 6 1 1 4 7:16 4 KA 4 0 2 2 4:9 2 Fjölnir 5 0 1 4 4:13 1 Lengjudeild karla Fram – Leiknir R ..................................... 2:5 Magni – Víkingur Ó.................................. 1:2 Afturelding – Leiknir F........................... 4:0 Vestri – Þróttur R .................................... 1:0 Keflavík – Þór ........................................... 2:1 ÍBV – Grindavík ....................................... 1:0 Staðan: ÍBV 5 4 1 0 11:4 13 Fram 5 4 0 1 10:7 12 Keflavík 5 3 1 1 16:8 10 Leiknir R. 5 3 1 1 12:8 10 Þór 5 3 0 2 8:6 9 Grindavík 5 2 2 1 10:9 8 Vestri 5 2 1 2 4:5 7 Afturelding 5 2 0 3 13:8 6 Víkingur Ó. 5 2 0 3 5:9 6 Leiknir F. 5 2 0 3 5:10 6 Þróttur R. 5 0 0 5 1:8 0 Magni 5 0 0 5 2:15 0 2. deild karla Dalvík/Reynir – Víðir............................... 1:2 Kári – ÍR ................................................... 1:0 Völsungur – Þróttur V ............................. 1:2 Haukar – Kórdrengir............................... 1:2 Selfoss – Fjarðabyggð ............................. 0:0 Njarðvík – KF........................................... 2:1 Staðan: Kórdrengir 5 4 1 0 11:1 13 Selfoss 5 3 1 1 9:7 10 Haukar 5 3 0 2 10:8 9 Njarðvík 5 3 0 2 7:7 9 Fjarðabyggð 5 2 2 1 13:6 8 Þróttur V. 5 2 2 1 6:5 8 KF 5 2 0 3 8:8 6 ÍR 5 2 0 3 8:9 6 Víðir 5 2 0 3 4:13 6 Kári 5 1 2 2 7:8 5 Dalvík/Reynir 5 1 1 3 8:13 4 Völsungur 5 0 1 4 7:13 1 3. deild karla Einherji – Vængir Júpíters ..................... 1:2 Tindastóll – Sindri.................................... 4:3 Reynir S. – Höttur/Huginn ..................... 3:1 Ægir – Elliði ............................................. 1:3 KV – Álftanes............................................ 2:1 Augnablik – KFG ..................................... 2:3 Staðan: Reynir S. 5 4 1 0 13:8 13 KV 5 4 0 1 14:6 12 Tindastóll 5 3 1 1 11:10 10 KFG 5 3 0 2 13:11 9 Elliði 5 2 2 1 11:6 8 Sindri 5 2 1 2 11:11 7 Ægir 5 2 0 3 10:12 6 Augnablik 5 1 2 2 8:9 5 Álftanes 5 1 2 2 5:6 5 Einherji 5 1 1 3 8:14 4 Vængir Júpiters 5 1 1 3 4:10 4 Höttur/Huginn 5 0 1 4 7:12 1 Mjólkurbikar kvenna 16-liða úrslit: Þór/KA – Keflavík .................................... 1:0 ÍA – Augnablik ......................................... 2:1 England Wolves – Everton ..................................... 3:0 Liverpool – Burnley ................................. 1:1 Norwich – West Ham............................... 0:4 Watford – Newcastle ............................... 2:1 Sheffield United – Chelsea...................... 3:0 Brighton – Manchester City ................... 0:5 Aston Villa – Crystal Palace.................... 2:0 Tottenham – Arsenal ............................... 2:1 Bournemouth – Leicester........................ 4:1 Staðan: Liverpool 35 30 3 2 76:27 93 Manch.City 35 23 3 9 91:34 72 Chelsea 35 18 6 11 63:49 60 Leicester 35 17 8 10 65:36 59 Manch.Utd 34 16 10 8 59:33 58 Wolves 35 14 13 8 48:37 55 Sheffield Utd 35 14 12 9 38:33 54 Tottenham 35 14 10 11 54:45 52 Arsenal 35 12 14 9 51:44 50 Burnley 35 14 8 13 39:47 50 Everton 35 12 9 14 41:52 45 Southampton 34 13 5 16 43:56 44 Newcastle 35 11 10 14 36:52 43 Crystal Palace 35 11 9 15 30:45 42 Brighton 35 8 12 15 36:52 36 West Ham 35 9 7 19 44:59 34 Watford 35 8 10 17 33:54 34 Bournemouth 35 8 7 20 36:60 31 Aston Villa 35 8 6 21 38:65 30 Norwich 35 5 6 24 26:67 21 Ítalía Brescia – Roma ........................................ 0:3  Birkir Bjarnason lék fyrstu 58. mínút- urnar með Brescia. Parma – Bologna ..................................... 2:2  Andri Fannar Baldursson var ónotaður varamaður hjá Bologna.  1. DEILD Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is ÍBV tapaði fyrstu stigum sínum í 1. deild karla í knattspyrnu, Lengju- deildinni, þegar Grindavík kom í heimsókn í 5. umferð deildarinnar á Hásteinsvöll í Vestmannaeyjum í gær. Leiknum lauk með 1:1-jafntefli, en það var Jón Ingason sem tryggði ÍBV stig með jöfnunarmarki á 66. mínútu. Stefán Ingi Sigurðarson kom Grindavík yfir í fyrri hálfleik, en Grindavík er með 8 stig í áttunda sæti deildarinnar og ÍBV er með 13 stig í efsta sætinu. Þá töpuðu Framarar fyrsta leik sínum í deildinni í sumar þegar Leiknir Reykjavík kom í heimsókn á Framvöll í Safamýrinni á laugardag- inn. Magnús Þórðarson skoraði bæði mörk Framara í 5:2-tapi. Vuk Oskar Dimitrijevic skoraði tvívegis fyrir Leikni og þá skoruðu þeir Sævar Atli Magnússon og Máni Austmann Hilm- arsson sitt markið hvor, en fyrsta mark Leiknismanna var sjálfsmark. Leiknismenn eru í fjórða sæti deildarinnar með 10 stig og Fram- arar eru í öðru sætinu með 12 stig. Tveir Keflvíkingar fengu að líta rauða spjaldið þegar liðið fékk Þór í heimsókn á Nettóvöllinn í Keflavík, en leiknum lauk með 2:1-sigri Kefla- víkur. Adam Pálsson og Helgi Þór Jóns- son komu Keflavík yfir í fyrri hálfleik áður en Frans Elvarsson fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 31. mínútu. Álvaro Montejo minnkaði muninn fyrir Þórsara í upphafi síðari hálfleiks áður en Kian Williams fékk sitt annað gula spjald í liði Keflavíkur á 82. mín- útu en það kom ekki að sök. Keflavík er með 10 stig í þriðja sæti deildarinnar en Þórsarar eru í fimmta sætinu með 9 stig. Afturelding vann annan leik sinn í röð þegar liðið fékk Leikni frá Fá- skrúðsfirði í heimsókn að Varmá í Mosfellsbæ. Jason Daði Svanþórsson, Ísak Atli Kristjánsson, Andri Freyr Jónasson og Alexander Aron Davorsson voru á skotskónum í 4:0-sigri Aftureldingar, sem hefur nú skorað ellefu mörk í síð- ustu tveimur deildarleikjum sínum. Afturelding er með 6 stig í áttunda sæti deildarinnar en Leiknismenn eru einnig með 6 stig í tíunda sætinu. Vestri vann annan 1:0-sigur sinn í röð þegar liðið fékk Þrótt í heimsókn á Olísvöllinn á Ísafirði, en það var Viðar Þór Sigurðsson sem skoraði sigurmark leiksins í uppbótartíma. Vestri vann 1:0-útisigur gegn Þór í síðustu umferð. Liðið er með 7 stig í sjöunda sæti deildarinnar en Þrótt- arar eru án stiga í ellefta og næst- neðsta sæti deildarinnar. Þá reyndist Harley Willard hetja Víkinga frá Ólafsvík þegar liðið heim- sótti Magna á Grenivík, en hann skoraði sigurmark Ólsara á 85. mín- útu í 2:1-sigri. Gonzalo Zamorano kom Víkingum yfir á 30. mínútu en Kristinn Þór Rósbergsson jafnaði metin fyrir Magnamenn með marki úr víta- spyrnu undir lok fyrri hálfleiks. Víkingar fara með sigrinum upp í níunda sæti deildarinnar í 6 stig en Magni er á botni deildarinnar, án stiga. Töpuðu fyrstu stigum sínum  Keflavík og Leiknir R. á sigurbraut Morgunblaðið/Sigurður Unnar Vörn Jesus Meneses (t.v) reynir að verjast Andra Frey Jónassyni (t.h) í leik Aftureldingar og Leiknis Fáskrúðsfjarðar. að Varmá í Mosfellsbæ í gær. Atvinnukylfingarnir Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús komust hvor- ugur í gegnum niðurskurðinn á Opna austurríska mótinu í golfi sem fram fór á Diamond-vellinum í Atzenbrugg í Austurríki um helgina, en mótið var hluti af Evr- ópu- og Áskorendamótaröðinni. Íslandsmeistarinn Guðmundur Ágúst hafnaði í 103. sæti á sam- tals þremur höggum yfir pari en Haraldur Franklín endaði í 130. sæti á samtals átta höggum yfir pari. Náðu sér ekki á strik í Austurríki Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Pútt Guðmundur Ágúst Krist- jánsson er Íslandsmeistari í golfi. Víkingar voru atkvæðamiklir á Ís- landsmótinu í liðakeppni í tennis sem fram fór í Víkinni í Fossvogi og lauk um helgina. Alls voru tæplega 90 keppendur skráðir til leiks og kepptu þeir fyrir 33 mismunandi lið. Yngsti keppandi mótsins var ein- ungis 7 ára gamall og sá elsti 67 ára gamall. Yfir 100 leikir fóru fram en Víkingar unnu til flestra gull- verðlauna, sjö talsins, Tennisfélag Kópavogs vann til þrennra gull- verðlauna og Tennisdeild Fjölnis til tveggja. Víkingar fóru mikinn í Fossvogi Ljósmynd/Tennissamband Íslands Víkingar Anna S. Grönholm og Sofia S. Jónasdóttir fagna sigri. leikmenn Everton og fékk 5 fyrir frammistöðu sína.  Michail Antonio, leikmaður West Ham, gerði sér lítið fyrir og skoraði öll fjögur mörk West Ham í 4:0-sigri gegn Norwich. Hann er 27. leikmaðurinn sem tekst að skora fjögur mörk eða fleiri í leik í úrvals- deildinni frá því að hún var stofnuð í núverandi mynd árið 1992.  Dominic Solanke skoraði fyrstu mörk sín á tímabilinu eftir 29 leiki þegar hann skoraði tvívegis í 4:1- sigri Bournemouth gegn Leicester í ENGLAND Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Þrátt fyrir að Liverpool hafi tryggt sér Englandsmeistaratitilinn í knatt- spyrnu 25. júní þegar sjö umferðir voru eftir af tímabilinu er áfram mik- il spenna í ensku úrvalsdeildinni, bæði á toppi sem botni. Liðin í 16.–19. sæti deildarinnar unnu öll leiki sína um helgina og því geta enn fimm lið fallið úr deildinni þegar þrjár umferðir eru eftir af tímabilinu. Norwich er hins vegar fallið eftir 4:0-tap á heimavelli gegn West Ham. Þá er áfram hörð barátta um síð- ustu Evrópusætin, en Liverpool er eina liðið sem er öruggt um sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð eins og staðan er í dag. Undir eðlilegum kringumstæðum væri Manchester City það líka en ör- lög City ráðast í dag þegar Alþjóða íþróttadómstóllinn tekur ákvörðun um það hvort áfrýjun félagsins verður tekin til greina, en City var dæmt í tveggja ára bann frá Evr- ópukeppnum í febrúar á þessu ári. Chelsea, Leicester, Manchester United og Wolves verða að teljast líklegust til þess að ná sæti í Meist- aradeildinni en þá eru Sheffield Unit- ed, Tottenham, Arsenal og Burnley öll í baráttunni um sæti í Evr- ópudeildinni þar sem áttunda sæti deildarinnar mun að öllum líkindum gefa þátttökurétt í Evrópudeildinni.  Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á sem varamaður á 65. mínútu fyrir Burnley í 1:1-jafntefli liðsins gegn Liverpool á laugardaginn og var nálægt því að tryggja Burnley sigur þegar skot hans úr teignum hafnaði í þverslánni á 88. mínútu. Fram að leiknum hafði Liverpool unnið alla heimaleiki sína á tíma- bilinu.  Gylfi Þór Sigurðsson var í byrj- unarliði Everton, sem fékk 3:0 skell á útivelli gegn Wolves. Þetta var 26. byrjunarliðsleikur Gylfa á tímabilinu en hann skoraði ekki hátt í einkunna- gjöf Liverpool Echo frekar en aðrir Bournemouth. Leicester hefur aftur á móti aðeins unnið einn leik í deild- inni síðan keppni hófst að nýju eftir kórónuveirufaraldurinn. Þá hefur Leicester aðeins fengið 6 stig af 18 mögulegum.  Tottenham er komið upp í átt- unda sæti deildarinnar eftir 2:1-sigur gegn Arsenal í nágrannaslag liðanna á Tottenham Hotspur-vellinum í London í gær. Það var Belginn Toby Alderweireld sem tryggði Totten- ham sigur í leiknum með skallamarki eftir hornspyrnu. AFP Tækling Jóhann Berg Guðmundsson og Andy Robertson eigast við í leik Liverpool og Burnley á Anfield í Liverpool á laugardaginn. Hart barist á toppi sem botni  Tottenham vann Arsenal í nágrannaslag

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.