Morgunblaðið - 13.07.2020, Side 15
15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JÚLÍ 2020
Speglun Stúlkan á hlaupahjólinu spyrnir sér áfram fyrir utan og innan dyr Salarins í Kópavogi. Spegilmyndin ætlar sér inn í ljúfa tóna Salarins en hin raunverulega stúlka á vit ævintýranna.
Árni Sæberg
Í sáttmála um sam-
göngur á höfuð-
borgarsvæðinu, sem
undirritaður var 26.
september 2019, fyrir
um 10 mánuðum, var
m.a. fjallað um þrjár
framkvæmdir:
Borgarlínu, lagningu
Sundabrautar og mis-
læg gatnamót á Bú-
staðavegi/Reykjanes-
braut.
Heildarfjármögnun þeirra sam-
gönguframkvæmda á höfuðborgar-
svæðinu sem fjallað er um í sam-
göngusáttmálanum er 120
milljarðar króna. Þar af er gert
ráð fyrir að „sérstök fjármögnun“
verði um 60 milljarðar
króna. Fjármögnun á
að tryggja m.a. með
aukinni gjaldtöku af
ökutækjum og sölu á
eignum ríkisins.
Borgarfulltrúar
meirihlutans, þ.m.t.
borgarstjóri, hafa
nánast ekkert minnst
á lagningu Sunda-
brautar og gerð mis-
lægra gatnamóta á
Bústaðavegi/
Reykjanesbraut. Það
eru greinilega fram-
kvæmdir sem meirihlutanum
hugnast ekki, en samgönguráð-
herra hefur tekist að koma inn í
samgöngusáttmálann með því að
veita samþykki sitt fyrir Borgar-
línu.
„Útfærsla“ í stað „mislæg“
Í samgöngusáttmálanum er
fjallað um „Gatnamót við Bústaða-
veg – 1100 milljónir árið 2021“.
Augljóslega hefur ekki mátt nefna
mislæg gatnamót, sem þó er gert
ráð fyrir að þar verði byggð. Þann
21. mars árið 2017 lögðu borgar-
fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram
tillögu í borgarstjórn um gerð mis-
lægra gatnamóta á Bústaðavegi og
Reykjanesbraut. Borgarfulltrúar
meirihlutans óskuðu eftir því að í
stað orðanna „gerð mislægra“ í til-
lögunni kæmi orðið „útfærsla“.
Þannig var tillagan samþykkt með
teikningu, sem sýndi þrátt fyrir
allt mislæg gatnamót. Ótrúlegur
feluleikur af hálfu borgarfulltrúa
meirihlutans.
Takmarkaður áhugi á lagn-
ingu Sundabrautar
Varðandi lagningu Sundabraut-
ar er löngu ljóst að meirihlutinn í
borgarstjórn Reykjavíkur hefur
lítinn sem engan áhuga á því að sú
framkvæmd verði að veruleika.
Það verður fróðlegt að fylgjast
með því á næstu tveimur árum
hver þróun þessara mála verður.
Ekki kæmi á óvart að Borgar-
línuverkefnið yrði verulega kostn-
aðarsamara en nú er gert ráð fyr-
ir. Það mun líklega draga mjög úr
fjárveitingum síðar meir til
margra nauðsynlegra samgöngu-
framkvæmda í Reykjavík, annarra
en þeirra sem samgöngusátt-
málinn gerir ráð fyrir í dag.
Ekkert hefur verið hlustað á al-
varlega gagnrýni margra um-
ferðarverkfræðinga og skipulags-
fræðinga á tillögu um Borgarlínu,
þrátt fyrir mikla reynslu þeirra af
umferðarskipulagi. Þeir sem hann-
að hafa Borgarlínukerfið telja sig
vita betur. En þeir bera ekki
ábyrgð ef illa fer. Það gera þeir
stjórnmálamenn sem þessa
ákvörðun tóku, fyrst og fremst
meirihlutinn í borgarstjórn
Reykjavíkur.
Eftir Vilhjálm Þ.
Vilhjálmsson »Ekki kæmi á óvart
að Borgarlínuverk-
efnið yrði verulega
kostnaðarsamara en nú
er gert ráð fyrir.
Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson
Höfundur er fv. borgarstjóri.
Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins
Nýlega lagði dóms-
málaráðherra fram
skýrslu starfshóps
með tillögum til að
stytta boðunarlista
Fangelsismálastofn-
unar til afplánunar
refsinga. Listinn hefur
lengst mjög á síðustu
árum og skiptir nú
hundruðum dómþola.
Símon Sigvaldason
dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur
skrifaði grein í Morgunblaðið 8. júlí
síðastliðinn þar sem hann finnur að
ýmsu í tillögunum og fullnustu refs-
inga hér á landi. Einkum gagnrýnir
hann þá tilhneigingu að dómþolar
sem hljóti óskilorðsbundna fangels-
isrefsingu afpláni dóm sinn utan
veggja fangelsa. Þar sem ég átti
sæti í starfshópnum finnst mér við
hæfi að benda á nokkur atriði og
jafnframt viðra önnur sjónarmið.
Okkar hlutverk í starfshópnum
var afmarkað og vel skilgreint af
ráðherra. Stytta skyldi biðlista eftir
afplánun dóma án þess að auka
kostnað og ógna réttaröryggi borg-
aranna. Boðunarlistinn felur að
stórum hluta í sér vægari refsingar
meðan dómþolar fyrir
alvarleg brot hefja af-
plánun í fangelsi að
jafnaði fljótt. Við ein-
blíndum því á biðlist-
ann og lögðum til
nokkra kosti sem flýta
eiga málsmeðferð og
auka skilvirkni kerf-
isins. Samanlagt draga
þeir úr þörf á vistun í
fangelsi fyrir vægari
brot og opna á aðra
möguleika til afplán-
unar refsinga. Aukin
samfélagsþjónusta, rýmkaðar heim-
ildir til sáttamiðlunar og fullnusta
dóma með sérskilyrðum einsog
vímuefnameðferð í stað vistar í
fangelsi, voru örfáar leiðir sem við
lögðum til. Rannsóknir sýna að vist
í fangelsi hefur óveruleg varnaðar-
áhrif eins og Símon bendir á,
hvorki sérstök né almenn. Aftur á
móti bendir ýmislegt til að aðrir af-
plánunarkostir en vist í fangelsi
geti dregið úr ítrekun brota fyrir
utan að fela jafnframt í sér minni
kostnað fyrir samfélagið. Í ljósi
vitneskju af þessu tagi lagði starfs-
hópurinn fram tillögur sínar um
rýmri heimildir við aðra afplán-
unarkosti en vistun í fangelsi fyrir
vægari brot.
Aftur á móti lögðum við ekki til
neinar breytingar varðandi af-
plánun alvarlegustu brotanna sem
varða líf og líkama fólks einsog gróf
kynferðis- og ofbeldisbrot, mann-
dráp og nauðganir. Í þessu sam-
hengi voru samt ræddar tillögur að
heimila reynslulausn fyrr fyrir al-
varleg fíkniefnabrot. Ekki náðist
sátt um tillögu af því tagi.
Hlutfall fanga fyrir fíkniefnabrot
hefur vaxið mjög í fangelsum lands-
ins á síðustu árum. Árið 2019 var
hlutfallið komið í 40 prósent allra
fanga og vel á annað hundrað af-
plánaði dóm fyrir brot af því tagi. Í
lok síðustu aldar sátu einungis inn-
an við tíu prósent fanga í fangelsi
fyrir fíkniefnabrot.
Rekja má vaxandi hlutfall fíkni-
fanga til þess uppnáms sem varð í
samfélaginu með tilkomu e-pillunn-
ar á tíunda áratugnum. Þungir
dómar féllu í kjölfarið sem ekki hef-
ur tekist að vinda ofan af eftir því
sem málum hefur fjölgað og magn
efna aukist.
Þungir dómar fyrir fíkniefnabrot
hafa óneitanlega átt þátt í að riðla
samræmi í mati á refsingum milli
ólíkra brotategunda. Kröfur um
hertar refsingar fyrir ofbeldis- og
kynferðisbrot á síðustu árum verða
meðal annars að skoðast í ljósi þró-
unar dóma í fíkniefnamálum.
Fíkniefnavandinn, eins og rann-
sóknir hafa ítrekað sýnt, er að
stórum hluta félags- og heilbrigð-
ismál, og þungar refsingar draga
ekki úr þeim vanda sem fíkniefni
valda í samfélaginu. Endurskoðun
refsilöggjafarinnar í fíkniefna-
málum þarf því án vafa að taka til
fleiri þátta en einungis afnáms refs-
inga við vörslu á fíkniefnum til eig-
in nota.
Símon heldur því fram í grein
sinni að framkvæmdavaldið hafi of
mikið að segja á hvern hátt refsing-
um sé fullnustað hér á landi. Dóm-
stólar úrskurði óskilorðsbundna
fangelsisvist en síðan taki aðrar
stofnanir við einsog yfirvöld fang-
elsismála og breyti dóminum í sam-
félagsþjónustu, rafrænt eftirlit eða í
aðrar vægari refsingar. Þetta er að
sönnu mikilvægt atriði og snertir
valdmörk og aðgreiningu ríkisvalds-
ins. Ekki er samt óþekkt erlendis
að framkvæmdavaldið hafi eitthvað
að gera með fullnustu refsinga af
þessu tagi.
Aftur á móti er rétt að sam-
félagsþjónustan skipar ákveðna sér-
stöðu hér á landi. Ákvörðun um
hana liggur hjá einu stjórnvaldi,
Fangelsismálastofnun ríkisins.
Reynslan af þessari tilhögun hefur
verið góð. Mál eru afgreidd til-
tölulega skjótt, vinna útveguð fyrir
samfélagsþjóna og hægt að bregð-
ast skjótt við ef skilyrði eru rofin.
Ákvarðanatakan er samræmd hjá
einu embætti í stað þess að ákvarð-
anir séu teknar af ólíkum dóm-
stólum á landinu öllu, sem býður
hættunni heim að málin fái ólíka af-
greiðslu. Ramminn utan um hverjir
eiga möguleika á afplánun með
samfélagsþjónustu liggur auk þess
skýr fyrir. Að mínu mati er engin
ástæða til að breyta þessu verklagi.
Eftir Helga
Gunnlaugsson » Greinin er svar við
grein sem Símon
Sigvaldason skrifaði í
blaðið 8. júlí um af-
plánun refsinga á Ís-
landi vegna nýútkom-
innar skýrslu
dómsmálaráðherra.
Helgi Gunnlaugsson
Höfundur er prófessor í félagsfræði
við Háskóla Íslands. Hann var í
starfshópi dómsmálaráðherra til að
stytta boðunarlista til afplánunar
refsinga.
Afplánun refsinga á Íslandi