Morgunblaðið - 13.07.2020, Side 27

Morgunblaðið - 13.07.2020, Side 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JÚLÍ 2020 Morgunblaðið/Sigurður Unnar Leikinn Valgeir Valgeirsson sækir að Dofra Snorrasyni. FÓTBOLTINN Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Skagamenn eru á mikilli siglingu í úrvalsdeild karla í knattspyrnu, Pepsi Max-deildinni, og er liðið kom- ið í annað sæti deildarinnar eftir sig- ur gegn Gróttu á Vivaldi-vellinum á Seltjarnarnesi í sjöttu umferð deildarinnar í gær. Leikmenn ÍA gengu frá leiknum í fyrri hálfleik, en staðan eftir 35. mín- útur var 4:0, Skagamönnum í vil, og þannig fóru leikar. „Skagamenn voru vægðarlausir fyrir framan markið í dag og eru nú búnir að skora 15 mörk í fyrstu sex leikjum sínum. Það var akkúrat á þessum tíma móts í fyrra er tímabilið á Akranesi fór af sporinu. Það er þó annar andi yfir ÍA í ár en nýliðunum sem hófu mót af krafti fyrir ári en koðnuðu svo niður. Þeir eru reynslunni ríkari og einfaldlega betra fótboltalið en í fyrra,“ skrifaði Kristófer Kristjánsson m.a. í um- fjöllun sinni um leikinn á mbl.is  Hinn 18 ára gamli Brynjar Snær Pálsson, leikmaður ÍA, skoraði fyrsta mark sitt í efstu deild. Brynjar er fæddur í nóvember 2001 og á að baki sex leiki í efstu deild fyr- ir ÍA en er uppalinn hjá Skallagrími í Borgarnesi.  Grótta hefur aldrei unnið ÍA þegar liðin hafa mæst í keppnisleik á vegum KSÍ. Alls hafa liðin mæst níu sinnum frá árinu 2005 en Skagamenn hafa unnið átta leiki liðanna og einu sinni hafa þau gert jafntefli.  Viktor Jónsson skoraði tvívegis fyrir ÍA í leiknum og hefur nú skorað 3 mörk í 6 leikjum í sumar. Hann þarf aðeins eitt mark í viðbót til þess að jafna markamet sitt í efstu deild sem Morgunblaðið/Sigurður Unnar Skot Tryggvi Hrafn Haraldsson reynir skot að marki Gróttumanna. hann setti á síðustu leiktíð þegar hann skoraði 4 mörk í 18 leikjum. Víkingar svöruðu fyrir sig Víkingar unnu annan leik sinn í sumar þegar liðið heimsótti HK í Kórinn í Kópavogi en leiknum lauk 0:2. Víkingar endurheimtu Halldór Smára Sigurðsson og Kára Árnason fyrir leikinn, en þeir tóku báðir út leikbann í 5:1-tapinu gegn Vals- mönnum í Fossvogi í síðustu umferð. HK-ingar gerðu sig seka um klaufaleg mistök í leiknum sem kost- uðu þá illa en þetta var þriðja tap HK á heimavelli í jafn mörgum leikj- um í deildinni í sumar. „Víkingur hefur oft spilað betur, en það þarf ekki alltaf að spila kampavínsfótbolta til að ná í þrjú stig og það sýndi Víkingur í kvöld. HK hefur tapað öllum þremur leikjum sínum í Kórnum til þessa og það er áhyggjuefni. Kórinn þarf að vera vígi fyrir HK ef liðið ætlar sér að gera einhverja hluti í sumar,“ skrifaði Jóhann Ingi Hafþórs- son m.a í umfjöllun sinni um leikinn á mbl.is.  Viktor Örlygur Andrason, leikmaður Víkings, skoraði fyrsta mark sitt í efstu deild, en hann er fæddur árið 2000 og er uppalinn Vík- ingur. Hann lék fyrsta meistara- flokksleik sinn með Víkingum í september 2016 þegar hann kom inn á sem varamaður gegn FH.  HK hefur aldrei unnið sigur gegn Víkingi þegar liðin hafa mæst í efstu deild. Liðin hafa mæst fimm sinnum frá 2007 og hafa Víkingar þrisvar fagnað sigri og tvívegis hafa liðin gert jafntefli.  Víkingurinn Óttar Magnús Karlsson skoraði sjötta mark sitt í jafnmörgum deildarleikjum í sumar. Skagamenn skora mörkin  Víkingar á beinu brautina eftir stórt tap gegn Val  Þriðja tap HK í Kórnum í sumar í jafn mörgum deildarleikjum  Grótta heldur áfram að leka mörkum Sleggjukastarinn Vigdís Jónsdóttir hélt uppteknum hætti á tíunda Origo-móti FH á laugardaginn og bætti eigið Íslandsmet um einn sentímetra. Þetta var í fjórða skipt- ið á undanförnum vikum sem Vig- dís bætir metið. Hún kastaði sleggj- unni 62,70 metra á laugardaginn en „gamla“ metið sem hún bætti síð- astliðinn fimmtudag var 62,69 metrar. Þetta var jafnframt í þrettánda skiptið sem Vigdís bætir Íslands- metið í sleggjukasti, en hún er 24 ára gömul. Heldur áfram að toppa sig Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Form Vigdís Jónsdóttir heldur áfram að bæta eigið Íslandsmet. Langhlauparinn Hlynur Andrésson sló 37 ára gamalt Íslandsmet Jóns Diðrikssonar í 3.000 metra hlaupi á móti í Hollandi um helgina, en Hlyn- ur kom í mark á tímanum 8:04,54 mínútum. Hlynur bætti Íslandsmetið um rúma sekúndu, en met Jóns frá árinu 1983 var 8:05,63 mínútur. Þetta var fyrsta mótið sem Hlynur tekur þátt í í sumar, en hann á nú Ís- landsmetið í 5.000 og 10.000 metra hlaupum utanhúss, sem og 3.000 metra hindrunarhlaupi. Alls var þetta áttunda Íslandsmet langhlaup- arans, sem er 26 ára gamall. Áttunda met langhlauparans Ljósmynd/ÍSÍ Met Hlynur Andrésson tók þátt á sínu fyrsta móti í sumar. GRÓTTA – ÍA 0:4 0:1 Viktor Jónsson 4. 0:2 Stefán Teitur Þórðarson 13. 0:3 Brynjar Snær Pálsson 18. 0:4 Viktor Jónsson 33. MM Stefán Teitur Þórðarson (ÍA) M Karl Friðleifur Gunnarsson (Gróttu) Kristófer Melsted (Gróttu) Brynjar Snær Pálsson (ÍA) Hallur Flosason (ÍA) Tryggvi Hrafn Haraldsson (ÍA) Viktor Jónsson (ÍA) Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson – 7 (Gunnar Oddur Hafliðason 46. – 7) Áhorfendur: 652. HK – VÍKINGUR R. 0:2 0:1 Viktor Örlygur Andrason 26. 0:2 Óttar Magnús Karlsson 65. MM Kári Árnason (Víkingi) M Leifur Andri Leifsson (HK) Ívar Örn Jónsson (HK) Valgeir Valgeirsson (HK) Ari Sigurpálsson (HK) Þórður Ingason (Víkingi) Óttar Magnús Karlsson (Víkingi) Viktor Örlygur Andrason (Víkingi) Júlíus Magnússon (Víkingi) Ágúst Eðvald Hlynsson (Víkingi) Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson – 6. Áhorfendur: Um 500.  Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/fot- bolti.  Svava Rós Guðmundsdóttir átti stórleik fyrir Kristianstad þegar liðið heimsótti Vittsjö í sænsku úrvals- deildinni í knattspyrnu á laugardag- inn. Leiknum lauk með 3:3-jafntefli en Svava Rós gerði sér lítið fyrir og skoraði tvívegis í leiknum, á 18. og 28. mínútu, en hún lék allan leikinn. Liðið er með 1 stig eftir fyrstu þrjár umferðir tímabilsins í ellefta og næstneðsta sæti deildarinnar en alls eru fimm lið með 1 stig. Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari liðsins.  Jón Dagur Þorsteinsson lagði upp annað mark AGF þegar liðið fékk Mikael Anderson og liðsfélaga hans í Midtjylland í heimsókn í úr- slitariðli dönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í Århus í gær. Leiknum lauk með 3:0-sigri AGF en Jón Dagur var í byrjunarliði AGF í leiknum og Mikael var í byrjunarliði Midtjylland. Mikael var skipt af velli á 62. mínútu fyrir Anders Dreyer en Jón Dagur fór af velli undir lok leiksins fyrir Alex Gersbach. AGF styrkti stöðu sína í þriðja sæti úrslitariðilsins, en liðið er með 60 stig í þriðja sæti riðilsins, 8 stigum meira en Bröndby sem er í fjórða sætinu, og tveimur stigum minna en FCK sem er í öðru sætinu. Midtjylland tryggði sér hins vegar danska meistaratitilinn í annað skiptið á þremur árum á fimmtudag- inn í síðustu viku með 3:1-sigri gegn FCK.  Birkir Bjarnason var í byrjunarliði ítalska knattspyrnufélagsins Brescia, sem tapaði 3:0 á heimavelli fyrir Roma á laugardaginn síðasta. Birki var skipt af velli á 58. mínútu en Brescia er í nítjánda og næstneðsta sæti deildarinnar með 21 stig þegar átta umferðir eru eftir af tímabilinu, 10 stigum frá öruggu sæti.  Hólmbert Aron Friðjónsson skor- aði fimmta mark sitt á tímabilinu í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar lið hans Aalesund fékk skell á heimavelli gegn Alfons Sampsted og félögum hans í Bodö/Glimt í gær, en leiknum lauk með 6:1-sigri Bodö/ Glimt. Hólmbert jafnaði metin fyrir Aale- sund á 30. mínútu í stöðunni 1:0 en bæði hann og Davíð Kristján Ólafs- son léku allan leikinn fyrir Aalesund og þá lék Daníel Leó Grét- arsson fyrstu 63. mínútur leiksins með Aalesund. Alfons Sampsted lék allan leikinn í hægri bakvarðar- stöðunni með Bodö/Glimt, sem er með 21 stig í efsta sæti deildarinnar með fullt hús stiga en Aalesund er í sex- tánda og neðsta sætinu með 3 stig. Eitt ogannað KNATTSPYRNA Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin: Greifavöllur: KA – Fjölnir ........................ 18 Origo-völlur: Valur – Stjarnan ............ 19.15 Kaplakriki: FH – Fylkir ...................... 19.15 Meistaravellir: KR – Breiðablik.......... 19.15 2. deild kvenna: Kórinn: HK – Fram.............................. 19.15 Í KVÖLD!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.