Morgunblaðið - 31.07.2020, Side 1

Morgunblaðið - 31.07.2020, Side 1
F Ö S T U D A G U R 3 1. J Ú L Í 2 0 2 0 Stofnað 1913  179. tölublað  108. árgangur  ÁSTRALSKUR BROSMILDUR HETJUTENÓR FYRST NORÐ- URLANDA MEÐ GRÍMUSKYLDU SKEYTINGARLEYSI EN BLEKKINGAR ÓSANNAÐAR GRÍMULEYSI FRAM AÐ ÞESSU 14 NIÐURSTAÐA CAS 27ÖLLU AFLÝST 28 Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir Alexander Kristjánsson Sighvatur Bjarnason Fjöldatakmörkun vegna kórónu- veirunnar miðast við 100 einstak- linga frá og með hádegi í dag en nýj- ar reglur sem nú taka gildi gilda fram til 13. ágúst. Þá er tveggja metra reglan svokallaða ekki lengur valkvæð heldur skyldubundin. Þar sem ekki er hægt að tryggja tvo metra á milli ótengdra einstaklinga er notkunar andlitsgríma krafist. Þetta kom fram á upplýsingafundi stjórnvalda í gær, en gripið er til hertra aðgerða vegna aukins smits í samfélaginu. Hvað varðar landamæraskimun verður tvöföld sýnataka útvíkkuð til allra sem til landsins koma frá áhættusvæðum og dvelja hér í 10 daga eða lengur með ráðstöfunum í samræmi við heimkomusmitgát þar til neikvæð niðurstaða fæst úr seinni sýnatöku. Beri þessi ráðstöfun ekki árangur og innlend smit koma upp tengd komufarþegum þarf hugsan- lega að efla aðgerðir á landamærum enn frekar. Þá hefur sóttvarna- læknir lagt til að söfn, skemmtistaðir og aðrir opinberir staðir geri hlé á starfsemi sé ekki hægt að tryggja að farið sé eftir fjöldatakmörkunum eða að bil milli ótengdra aðila sé yfir tveimur metrum. Sóttvarnalæknir hefur einnig lagt til að starfsemi sem í eðli sínu felur í sér að gestir noti sameiginlegan búnað, svo sem íþróttastarf og líkamsræktar- stöðvar, geri hlé eða sótthreinsi bún- að á milli notenda. „Við hin tökum höggið“ Alls eru virk smit á landinu nú rúmlega 40 talsins og fleiri en 215 í sóttkví. Nákvæm tala smitaðra fékkst ekki staðfest áður en Morgunblaðið fór í prentun í gær- kvöldi. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis- ráðherra segir að nauðsynlegt sé að halda öflugri smitrakningu áfram, að sóttkví og einangrun sé beitt og margir séu prófaðir fyrir veirunni. Hún segir að þær ráðstafanir sem gripið sé til velti að mörgu leyti á því hve mikið sé vitað um smitin. „Þetta fer allt eftir því hvað við vitum um smitin, hvað við vitum um tengsl þeirra, hvort búið er að greina og setja alla í sóttkví sem eru í kring- um þau, eða hvort það eru of margir lausir endar. Það er akkúrat staðan sem við erum í, það eru margir lausir endar og við þurfum að fá yfirsýn og til þess þurfum við að grípa svona í handbremsuna,“ segir Svandís. Ýmsir, einkum tónlistarmenn og skemmtistaðaeigendur, fóru hörðum orðum um ferðaþjónustuna á sam- félagsmiðlum í gær og kenndu opn- un landamæra um aukna útbreiðslu veirunnar hér á landi. Sagði Bubbi Morthens til dæmis að ferðabrans- inn réði förinni en að „við hin tökum höggið“. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa- dóttir, ferðamála-, iðnaðar- og ný- sköpunarráðherra, sagði í samtali við mbl.is í gær að engin gögn styddu það að íslenskt samfélag sé í þeirri stöðu sem það er nú vegna þess að tekin var ákvörðun um að opna landamærin fyrir ferðamönn- um í síðasta mánuði. Hún segir að áhættan sem fólst í opnuninni hafi verið ásættanleg. Verslunarmannahelgin er handan við hornið en eins og gefur að skilja eru skemmtanahöld helgarinnar á landsvísu í uppnámi vegna nýju reglnanna. Flestum viðburðum hefur verið aflýst og aðgengi að tjaldsvæðum verður skert en fólki mun að öllum líkindum verða vísað frá tjaldsvæð- um landsins þegar þau taka að fyll- ast. Það er gert vegna fjöldatak- markana. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum mælir gegn því að fólk fari í tjaldferðalag um helgina en segir í lagi að fara á einkalóð með vinum, eins og í sum- arbústað. Grípa í handbremsuna  Tveggja metra reglan aftur í gildi og fjöldatakmörkun miðast nú við 100 manns í stað 500 áður Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson Hvít tjöld risu í gær þótt engin verði Þjóðhátíð þetta árið Hvít tjöld risu í Vestmannaeyjum í gær eins og venjan er fyrir verslunarmannahelgi þrátt fyrir að engin verði Þjóðhátíð. Henni var frestað fyrir nokkru síðan en að sögn Jóhannesar Ólafssonar, yfirlögregluþjóns í Vestmannaeyjum, er víst að nokkuð af brottfluttum Eyjamönnum og fjölskyldum heimamanna muni koma í heimsókn til Eyja yfir helgina. Hann telur þó ekki ástæðu til að hafa sérstakar áhyggjur af hópamyndun. „Það verða fjölskyldur í görðum og vinir og vandamenn hittast en við eigum ekki von á fjöldasamkomum.“ Skipuleggjendur styrktartónleika sem til stóð að halda á laugardagskvöld drógu umsókn sína um tónleikahald til baka í gær og gerði Björgunarfélag Vestmannaeyja slíkt hið sama vegna blystendrunar í Herjólfsdal. MÁhrif kórónuveirunnar »4 og 6  Þórdís Kolbrún segir ekki hægt að kenna opnun landsins fyrir ferðamönnum um ástandið  Víðir Reynisson mælir gegn því að fólk fari í tjaldferðalög um verslunarmannahelgina Pétur Hreinsson, Aron Þórður Albertsson Baldur Arnarson Vilborg Helga Júlíusdóttir, hagfræð- ingur Samtaka ferðaþjónustunnar, segir nú ólíklegra en áður að hingað komi 63 þúsund ferðamenn í ágúst, líkt og Ferðamálastofa spáði. Vilborg Helga segir um mikla hagsmuni að tefla enda geti gjald- eyristekjur af rúmlega 60 þúsund er- lendum ferðamönnum numið um 11,5 milljörðum króna. Hleypur á milljörðum króna Jón Bjarki Bentsson, aðalhag- fræðingur Íslandsbanka, tekur í sama streng og áætlar að tekjurnar af slíkum fjölda erlendra ferða- manna í ágúst gætu numið 15-16 milljörðum. Af því leiði að helmings- fækkun ferðamanna muni skerða tekjurnar um allt að 8 milljarða. Vegna aukinnar óvissu í efnahags- málum sé ólíklegt að sami viðsnún- ingur verði í haust og eftir að sam- komubanni var aflétt í maí. Önnur bylgjan of stór biti Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, for- stöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála, segir að ef fram heldur sem horfir séu líkur á gjaldþrota- hrinu fyrirtækja í ferðaþjónustu. Þannig geti önnur bylgja kórónu- veirusmita reynst umræddum fyrir- tækjum of stór biti. Slíkt á þó ekki við um Icelandair en að sögn Birnu Óskar Einarsdótt- ur, framkvæmdastjóra sölu- og þjón- ustusviðs fyrirtækisins, miða áætl- anir félagsins við takmarkaða starfsemi næstu mánuði. Sævar Þór Jónsson lögmaður seg- ir bankana farna að taka bíla og tæki upp í skuldir hjá ferðaþjónustufyr- irtækjum. »10-12 Gæti þýtt milljarða tekjutap  Útlit var fyrir 12-16 milljarða tekjur af ferðamönnum í ágúst  Gjaldþrotum spáð  Landsframleiðsla Bandaríkjanna og Þýskalands dróst skarplega saman á öðrum fjórðungi þessa árs, en stjórnvöld beggja ríkja greindu frá hagtölum fyrir tímabilið frá apríl til júní í gær. Önnur ríki greindu einnig frá miklum sam- drætti á ársfjórðungnum í gær, en hann er nær alfarið rakinn til kór- ónuveirunnar. Var samdrátturinn í Bandaríkj- unum hinn versti frá upphafi mæl- inga þar í landi árið 1947, en lands- framleiðslan þar var sögð hafa dregist saman um 32,9% frá sama fjórðungi í fyrra. »13 og 14 Mesti samdráttur í rúmlega hálfa öld

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.