Morgunblaðið - 31.07.2020, Page 8

Morgunblaðið - 31.07.2020, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 2020 Tómas Tómasson,nú í Búllunni, áð- ur á Tommaham- borgurum og víðar, þekkir vel til atvinnu- lífs hér og erlendis. Í skemmtilegu viðtali í Viðskiptamogganum í gær var farið yfir ferilinn og meðal ann- ars rætt um ástand miðborgarinnar.    Tómas er ómyrkurí máli þegar kemur að meirihlut- anum í borginni, áherslum hans og ekki síst Degi B. Eggertssyni borgarstjóra: „Mér finnst hann einfaldlega ekki vera á réttum stað. Það hefur svo margt ver- ið gert á hans vakt í miðbænum sem er hreinn óþarfi. Hvers vegna er til dæmis verið að setja hálfan milljarð í að loka bílastæðum við Tollhúsið? Fyrir hvern er þetta? Er þetta fyrir Reykvíkinga? Eiga þeir að koma ak- andi úr Breiðholtinu og ganga um svæðið eða er verið að gera þetta fyr- ir útlendinga? Á Reykjavíkurborg að vera að dekra við útlendinga og setja upp leiksvið til að gleðja þá? Mér finnst það ekki rétt. Og svo er það borgarlínan. Ég er alveg klár á því að þegar hún verður loksins tilbúin verð- ur hún orðin úrelt; þá verður komið eitthvað nýtt. Fyrir utan að við erum bílaþjóð. Við viljum eiga bíl. Það er gaman að hjóla í góðu veðri en fólk hjólar ekki í hvaða veðri sem er.“    Spurður út í lokanir í miðborginnibendir Tómas á að verslunar- fólkið sé „agndofa yfir þessu öllu saman og hvernig búið er að loka öll- um götum. Það er jafnvel búið að beina umferð upp Laugaveginn á 200 metra kafla. Við höfum ekið niður götuna í hundrað ár en nú er búið að skipta henni upp í búta. Svo er það ákvörðunin um að breyta Laugaveg- inum í göngugötu, þvert gegn vilja kaupmanna við götuna. Það er mjög dularfull ákvörðun.“ Tómas Tómasson Einfaldlega ekki á réttum stað STAKSTEINAR Dagur B. Eggertsson Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Amtsbókasafnið á Akureyri aflýsti í gær öllum viðburðum, sem fara áttu fram eftir hádegi þar. Þar á meðal voru lokaviðburðirnir í þriggja daga Harry Potter-hátíð, sem ljúka átti í dag. Ber viðburðurinn yfirskriftina Potter-hátíðin mikla, en þar hefur aðdáendum galdrastráksins staðið til boða að taka þátt í leikjum í anda Harry Potter og félaga. Meðal þess sem boðið var upp á á hátíðinni í ár var quidditch, galdra- kústasmiðja og origami, auk þess sem gestir á öllum aldri fengu að spreyta sig við svonefnt flóttaher- bergi með Harry Potter-þema. Harry Potter-hátíðin hefur verið haldin árlega undanfarin þrjú ár og er einn af hápunktum ársins á Amts- bókasafninu. Var hátíðin í ár sérlega vegleg, en nú eru 23 ár liðin frá því fyrsta bókin um Harry Potter kom út hjá Bloomsbury-útgáfunni í Lond- on. Er Harry Potter sjálfur jafn- framt fertugur í ár. Bækurnar hafa selst í um 500 milljónum eintaka og er bókaflokkurinn sá mest seldi í sögunni. Vel sótt Harry Potter- hátíð fyrir norðan AFP Harry Potter Bækur um galdrastrákinn hafa selst í milljónum eintaka. Fimm vegfarendur slösuðust í fimm umferðarslysum á höfuðborgar- svæðinu í síðustu viku. Í fjórum þess- ara slysa komu rafhlaupahjól eða reiðhjól við sögu. Alls var tilkynnt um 25 umferðaróhöpp í umdæminu í vik- unni. Ökumaður rafhlaupahjóls var flutt- ur á slysadeild sunnudaginn 19. júlí eftir að hann ók hjólinu á hlið bíls í Hrísrima í Reykjavík. Þriðjudaginn 21. júlí var rafhlaupahjóli ekið á gang- stétt vestur Laugaveg og á kyrr- stæðan bíl. Ökumaður hjólsins, sem var með hjálm, ætlaði sjálfur að leita sér læknisaðstoðar. Tvö slys voru tilkynnt miðvikudag- inn 22. júlí. Fyrst lentu saman reið- hjól og rafhlaupahjól á hjólreiðastíg við Skjólbraut í Kópavogi. Annar ökumannanna var að taka fram úr þegar slysið varð en hinn beygði í veg fyrir hann. Reiðhjólamaðurinn var fluttur á slysadeild. Um kvöldið var ekið á pilt á reið- hjóli á Kvistavöllum í Hafnarfirði. Ökumaðurinn sagði að sólin hefði blindað honum sýn. Pilturinn var fluttur á slysadeild. Föstudaginn 24. júlí varð þriggja bíla aftanákeyrsla á Höfðabakka. Fremsti bíllinn hafði stöðvað vegna strætisvagns, sem var kyrrstæður við biðstöð, og ökumenn tveggja bíla náðu ekki að bregðast við í tæka tíð. Einn var fluttur á slysadeild. Fimm slösuðust í 5 umferðarslysum  Rafhlaupahjól og reiðhjól komu við sögu í fjórum slysanna Ljósmynd/lögreglan Slys Frá slysstað á Höfðabakka.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.