Morgunblaðið - 31.07.2020, Page 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 2020
Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700
Opið 11-18 virka daga www.innlifun.is
31. júlí 2020
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 135.22
Sterlingspund 175.31
Kanadadalur 101.25
Dönsk króna 21.336
Norsk króna 14.901
Sænsk króna 15.44
Svissn. franki 147.47
Japanskt jen 1.2876
SDR 190.23
Evra 158.8
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 192.0224
Hrávöruverð
Gull 1954.35 ($/únsa)
Ál 1671.0 ($/tonn) LME
Hráolía 43.31 ($/fatið) Brent
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Sævar Þór Jónsson lögmaður segir
samningsstöðu fyrirtækja í ferða-
þjónustu á margan hátt verri en í
kjölfar efnahagshrunsins.
„Fyrstu verkefni mín á upphafsár-
um í lögmennsku voru að vinna mikið
fyrir einstaklinga og fyrirtæki eftir
hrunið. Þá var maður að vinna fyrir
fyrirtæki sem voru í fjárhagslegri
endurskipulagningu.
Tekjumöguleikar voru góðir
Ég man sérstaklega eftir því að
þegar maður var að vinna fyrir hótel
og fyrirtæki í ferðaþjónustu var
vandinn sá að fyrirtæki voru mjög
skuldsett, en höfðu tekjur og tekju-
möguleikar voru þó nokkrir. Ég man
að í samningaviðræðum mínum við
banka og fjármálafyrirtæki snerist
umræðan á þeim tíma um hversu
langt væri hægt að fara niður með
skuldir með hlið-
sjón af tekjuflæði
félaganna, út frá
eignastöðu og
fleiri þáttum.
Reynsla mín af
því að hafa komið
að fjárhagslegri
endurskipulagn-
ingu fyrirtækja í
ferðaþjónustu í
dag, borið saman
við eftir efnahagshrunið, er að af-
staða bankanna hefur breyst mjög
mikið vegna þess að þeir segja að
fyrirtækin séu skuldsett og hafi eign-
ir en engar tekjur.
Sú afstaða er að mínu mati mun
stífari en eftir hrunið.
Aðgerðirnar dregist úr hófi
Auðvitað hefur ríkisstjórnin komið
inn með ákveðna aðgerðapakka sem
því miður hefur að mínu mati dregist
úr hófi að vinna úr, þannig að það tef-
ur alla úrvinnslu, en afstaða bank-
anna gerir að mínu mati stöðuna erf-
iðari hvað þetta varðar. Þeir geta
ekki litið fram hjá því að það eru eng-
ar tekjur og yfirmenn banka sem ég
hef rætt við gera ekki ráð fyrir upp-
sveiflu fyrr en 2023.
Algert hrun í tekjuflæðinu
Það er því ákveðið bil sem þarf að
brúa; bilið frá því að það er algert
hrun í tekjuflæði og þangað til bank-
arnir gera ráð fyrir að tekjurnar fari
upp á við, hugsanlega ekki fyrr en
eftir eitt eða tvö ár. Þá er spurningin
hvernig menn ætla að leysa úr þeim
vanda. Eru menn að gera ráð fyrir að
fyrirtækin nýti sér leiðir eins og sam-
einingu eða að það verði uppstokkun
sem felst í gjaldþrotum?“
Eru því horfur á að það verði
skriða gjaldþrota í haust, ef önnur
bylgja faraldursins kemur?
„Já. Málið er ekki að fjármála-
stofnanir vilji ekki leysa úr þessum
vanda. Mitt mat er að þau sjá ekki
fram á að það sé raunhæft að bíða í
þann tíma sem þarf að bíða. Það sem
ég hef upplifað í samningaviðræðum
við bankastofnanir er að þær gera
ráð fyrir gríðarlegu hruni í vetur og
haust. Og meira að segja er talað
þannig að gert er ráð fyrir fjölda-
gjaldþrotum.“
Kallar á sértækar aðgerðir
Hver eru skilaboð þín til bankanna
sem eru hinum megin við borðið?
„Skilaboð mín eru þau að það verð-
ur ekki hægt að leysa þennan vanda
nema stjórnvöld grípi inn í með sér-
tækum aðgerðum. Það er ekki nóg að
fresta vandanum eða frysta hann.
Það þarf þá að fara út í frekari inn-
spýtingu á fjármagni og gefa þá
bönkunum færi á að beita úrræðum
sem ganga út á að þessi fyrirtæki geti
náð að lifa. Við erum ekki að tala um
þrjá mánuði. Við erum að tala um að
minnsta kosti tvö ár. Meira að segja
hafa menn talað um að sama upp-
sveifla fari ekki af stað í ferðaþjón-
ustu fyrr en eftir þrjú ár.“ Þ.e. að
hingað komi ekki aftur tvær milljónir
ferðamanna fyrr en 2023.
Óraunhæf bjartsýni
Sævar Þór telur hafa gætt of mik-
illar bjartsýni um bata í ferðaþjón-
ustu. Greining sérfræðinga sé komin
lengra en umræðan.
Hann staðfestir það sem
heimildarmenn Morgunblaðsins hafa
sagt að bankarnir séu búnir að leigja
geymslur undir fullnustueignir, sem
verði teknar yfir í haustbyrjun.
„Ég hef heyrt það líka og get stað-
fest að menn tala fyrir því. Það er
meira að segja byrjað að ganga svo
langt að menn eru byrjaðir að taka
eignir, tæki, sem eru í umsjá ferða-
þjónustufyrirtækja. Sú vörslusvipt-
ing er hafin en hún hefur verið gerð í
samráði við ferðaþjónustufyrir-
tækin,“ segir Sævar Þór.
Gera ráð fyrir fjöldagjaldþrotum
Lögmaður segir banka farna að taka eignir upp í skuldir Ekki reiknað með uppsveiflu fyrr en 2023
Sævar Þór
Jónsson
Atvinna
Landsbankinn hagnaðist um 341
milljón króna á öðrum fjórðungi
þessa árs, samanborið við 4,3 millj-
arða króna hagnað á sama tíma 2019.
Eignir bankans námu 1.501 milljarði
króna í lok fjórðungsins, sem endaði
í júní sl. Til samanburðar voru eign-
irnar 1.403 milljarðar króna í lok júní
2019, og jukust milli ára um 7%.
Eigið fé bankans nam í lok júní
244,4 milljörðum króna og hefur
lækkað um 1,3% frá áramótum. Eig-
infjárhlutfall Landsbankans er
24,9% en á sama tíma í fyrra var það
23,7%. Arðsemi eigin fjár eftir skatta
var 0,6%, en 7,1% fyrir sama tímabil
árið 2019.
Hreinar þjónustutekjur bankans
námu 1,7 milljörðum króna en þær
voru 2,1 milljarður króna á sama
tíma á síðasta ári.
Sé horft til afkomu bankans á fyrri
árshelmingi, tapar fyrirtækið 3,3
milljörðum króna.
Lilja Björk Einarsdóttir banka-
stjóri segir í tilkynningu að mat á
væntu útlánatapi sem fært er sem
framlag í virðisrýrnunarsjóð, sé ráð-
andi í uppgjöri bankans á fyrri árs-
helmingi og sé í samræmi við versn-
andi efnahagshorfur. „Sterkur
efnahagur bankans er gott veganesti
inn í þá óvissu sem er fram undan,
þótt vissulega sé arðsemin á þessu
ári verulega undir markmiðum
bankans til lengri tíma.“
Hagnaður Lands-
bankans 341 m.kr.
Arðsemi eigin fjár úr 7,1% í 0,6%
Morgunblaðið/Kristinn
Fjármálafyrirtæki Eiginfjárhlutfall
Landsbankans er 24,9%.
Tap evrópska flugvélaframleiðand-
ans Airbus á fyrri helmingi þessa
árs nam 1,9 milljörðum evra, eða
jafnvirði 304 milljarða íslenskra
króna. Tap félagsins fyrir vaxta-
gjöld og skatta (e. EBIT) nam 1,6
milljörðum evra.
Forstjóri félagsins segir í frétta-
tilkynningu að áhrif kórónuveiru-
faraldursins á fjárhag félagsins sjá-
ist glöggt í uppgjörinu, og segir að
afhending nýrra flugvéla hafi dreg-
ist saman um helming vegna veir-
unnar.
Airbus afhenti 196 flugvélar á
fyrstu sex mánuðum ársins, en
fjöldi flugfélaga hætti við kaup á
nýjum vélum vegna kórónuveiru-
faraldursins. Tekjur fyrirtækisins
minnkuðu um 39% á fyrstu sex
mánuðum ársins, niður í 18,9 millj-
arða evra, og féllu um 55% á öðrum
ársfjórðungi.
Handbært fé minnkaði um 12,4
milljarða evra fyrstu sex mánuði
ársins en fyrirtækið tók fram í upp-
gjörinu að aðgerðir til að stemma
stigu við frekari minnkun fjárins
væru byrjaðar að virka.
Þá tilkynnti fyrirtækið að ekki
stæði til að gefa út afkomuspá fyrir
næsta ár vegna óvissu um hvenær
afhendingar myndu hefjast á fullu
að nýju.
Airbus tapar 1,9
milljörðum evra
Afhenti 196 vélar á fyrri hluta árs
AFP
Flugvélar 135 þúsund manns vinna
hjá flugvélaframleiðandanum Airbus.
Stjórn P/F Magn
hefur ráðið Finn
Jakobsen sem
forstjóra P/F
Magn, dótt-
urfélags Skelj-
ungs í Færeyjum.
Finn hefur, að
því er fram kem-
ur í tilkynningu
frá Skeljungi,
lokið gráðu í raf-
magnsverkfræði en hann hefur á
síðastliðnum fjórum árum starfað
sem tæknistjóri hjá P/F Magn. Þar
áður starfaði Finn hjá SEV í nokk-
ur ár, fyrst sem tæknistjóri en síðan
sem rekstrarstjóri. Þá hefur Finn
starfað hjá ráðgjafafyrirtæki í Dan-
mörku á sviði rafmagnsverkfræði.
Í tilkynningunni segir að sem for-
stjóri P/F Magn muni hann halda
áfram að styrkja félagið á orku-
markaðnum sem og leiða það áfram
í umskiptum yfir í endurnýjanlega
orkugjafa.
Jens Meinhard Rasmussen,
stjórnarformaður P/F Magn, segir í
tilkynningunni: „Við teljum Finn
hæfan í starfið og réttan aðila til
þess að leiða félagið í komandi
áskorunum og tækifærum.“
Finn Jakobsen nýr
forstjóri P/F Magn
P/F Magn er dótt-
urfélag Skeljungs.