Morgunblaðið - 31.07.2020, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 2020
Ljósmyndir Rutar og Silju
Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | www.rut.is |
Opið alla virka daga kl. 10-17
Passamyndir
Tímapantanir
í síma 568 0150
eða á rut@rut.is
Tryggjum
tveggja metra fjarlægð
og gætum ítrustu
ráðstafana.
Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - Sími 588 60 70
hitataekni.is
Sjálfvirk, raka-og hitastýring, fer sjálfkrafa í gang þegar
ljós eru kveikt eða við hreyfingu í rými.
Klimat K7 er fjölnota vifta, þróuð
og framleidd í Svíþjóð.
– sjö viftur í einni
Ein sú hljóðlátasta á markaðinum (17-25 dB)
Donald Trump
Bandaríkjaforseti
velti því upp á
Twittersíðu sinni
í gær hvort fresta
ætti forsetakosn-
ingunum, sem
fara eiga fram 3.
nóvember næst-
komandi, þar til
Bandaríkjamenn
gætu kosið á „al-
mennan og öruggan“ hátt.
Sagði Trump að ef gripið yrði til
póstkosninga byði það hættunni
heim á stórfelldasta kosningasvindli
sögunnar, sem yrði þjóðarskömm
fyrir Bandaríkin.
Samkvæmt stjórnarskrá Banda-
ríkjanna er kjörtímabil forsetans
bundið við 20. janúar, og kjördag-
urinn sjálfur er ákveðinn með lög-
um. Það myndi því þýða aðkomu
Bandaríkjaþings, ef hnika ætti kjör-
deginum til. Leiðtogar repúblikana á
Bandaríkjaþingi tóku hins vegar
dræmt í hugmyndir Trumps um að
fresta kosningunum.
Mitch McConnell, leiðtogi repú-
blikana í öldungadeildinni, benti á að
alríkiskosningar í Bandaríkjunum
hefðu alltaf farið fram á settum tíma,
meira að segja í borgarastríði
Bandaríkjanna. „Við munum finna
leið til þess að halda kosningarnar 3.
nóvember.“ sgs@mbl.is
Velti upp
frestun
kosninga
Donald
Trump
Dræmar undir-
tektir repúblikana
Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is
Jóakim Danaprins, yngsti sonur
Margrétar Þórhildar Danadrottn-
ingar, er af hálfu hirðarinnar sagður
munu að öllum líkindum ná sér til
fulls af blóðtappa í heila sem fjar-
lægður var með skurðaðgerð síðast-
liðinn föstudag.
Jóakim gekkst undir aðgerðina á
háskólasjúkrahúsinu í borginni Tou-
louse í suðvestanverðu Frakklandi á
föstudag, en skammt þaðan hefur
hann dvalið í sumarleyfi ásamt konu
og börnum á óðali í eigu fjölskyld-
unnar, Cayx-kastala. Prinsinn er 51
árs og sá sjötti í röðinni að ríkis-
erfðum í Danmörku.
Hann veiktist fyrir helgi og var
fluttur í skyndingu á spítala, þar
sem hann gekkst undir bráða að-
gerð vegna meinsins.
„Eftir legu prinsins á sjúkrahúsi
síðustu daga og meðhöndlun á gjör-
gæsludeild er það mat lækna að
blóðtappinn muni ekki hafa frekari
líkamleg einkenni eða önnur veik-
indi í för með sér fyrir Jóakim
prins,“ sagði í yfirlýsingu frá hirð-
inni í Kaupmannahöfn í gær.
Líðan eftir atvikum
Sem stendur hvílist Jóakim prins
á gjörgæsludeild spítalans og mun
áfram dvelja á sjúkrahúsinu þegar
hann verður útskrifaður af deildinni.
Líðan hans er eftir atvikum sögð
stöðug. „Það er of snemmt að
segja,“ sagði talskona hirðarinnar,
Lene Balleby, um hversu lengi
mætti ætla að prinsinn yrði að
dvelja á sjúkrahúsinu.
Í tilkynningu hirðarinnar sagði að
blóðtappinn hefði stafað af skyndi-
legri vefjafláningu í slagæð. Bætt
var við að læknasveit spítalans í
Toulouse mæti það svo að óveruleg-
ar líkur væru á að veikindin end-
urtækju sig eftir að sár slagæðar-
innar væru gróin.
Danskir fjölmiðlar sögðu rang-
lega í fyrstu að sjúkraþyrla hefði
flogið Jóakim á spítalann, sem er í
130 km fjarlægð frá Cayx-
kastalanum. Hið rétta er að hann
var fluttur með sjúkrabifreið alla
leið.
Ekkert benti til veikindanna
Prinsinn hafði nýsetið fyrir í sam-
tali við héraðsblaðið La Dépêche er
hann veiktist. Blaðamennirnir sem
við hann ræddu sögðu Jóakim hafa
verið afslappaðan á þeirri stundu og
ekkert hefði bent til yfirvofandi
veikinda.
Jóakim er yngri bróðir Friðriks
prins, sem stendur næstur áttræðri
móður sinni, Margréti Þórhildi
drottningu, að ríkiserfðum. Faðir
þeirra, Hinrik prins, var af frönsk-
um ættum en hann lést í febrúar
2018. Jóakim er tvígiftur og fjög-
urra barna faðir. Tvo syni, Nikolai
og Felix, á hann með fyrri konu
sinni, Alexöndru greifynju, og tvo
með núverandi konu, Maríu prins-
essu.
Gert hefur verið ráð fyrir því að
Jóakim prins taki við starfi hermála-
fulltrúa í danska sendiráðinu í París
í september næstkomandi. Á þessu
stigi hefur ekkert verið látið uppi af
hálfu hirðarinnar um hvort veik-
indin breyti því að einhverju leyti.
Biðja um frið og næði
Af hirðarinnar hálfu var sú von
drottningarfjölskyldunnar látin í
ljósi að fjölmiðlar yrðu við óskum
Jóakims um að fá frið og næði til að
jafna sig. Þökkuðu prinsinn og
María prinsessa, sem fædd er í
Frakklandi, almenningi einstaklega
margar og góðar samúðarkveðjur í
framhaldi af skyndilegum og óvænt-
um veikindum Jóakims.
Í fyrstu var Jóakim fluttur á
sjúkrahús í bænum Cahor skammt
frá sumarheimili fjölskyldunnar.
Þar tóku læknar fljótt ákvörðun um
að senda hann til Toulouse á næst-
besta spítala Frakklands. Þangað
kom hann aðfaranótt laugardags og
fór beint undir hnífinn.
Jóakim mun ná sér til fulls
Yngsti sonur Margrétar Þórhildar fékk blóðtappa í heila fyrir helgi sem fjar-
lægður var með skurðaðgerð Ekki vitað hvenær prinsinn losnar af sjúkrahúsi
AFP
Á batavegi Jóakim Danaprins og eiginkona hans, María prinsessa.
Landsframleiðsla Bandaríkjanna
dróst saman um 32,9% á öðrum árs-
fjórðungi þessa árs, en samdráttur-
inn er nær alfarið rakinn til kórónu-
veirufaraldursins.
Þó að samdrátturinn reyndist
minni en hagfræðingar höfðu óttast
var engu að síður um að ræða verstu
niðurstöðu frá því mælingar hófust í
Bandaríkjunum árið 1947. Fyrra
met var sett árið 1958, en þá reyndist
samdrátturinn 10%.
Í tilkynningu bandaríska við-
skiptaráðuneytisins kom fram að
samdrátturinn hefði einkum orsak-
ast af minni einkaneyslu, en hún féll
um 34,6% á öðrum ársfjórðungi sam-
kvæmt fyrsta mati.
Hagtölur Bandaríkjamanna eru
áætlaðar út frá ársgrundvelli, og
sýna því hver samdrátturinn yrði ef
skaðinn næði yfir tólf mánuði. Sé
miðað við annan ársfjórðung ársins í
fyrra nam samdrátturinn í Banda-
ríkjunum 9,5%, sem er enn hið mesta
sem skráð hefur verið.
Þá vakti einnig áhyggjur að rúm-
lega 1,4 milljónir Bandaríkjamanna
bættust á atvinnuleysisskrá í síðustu
viku, en alls hafa um 15 milljónir
starfa tapast í Bandaríkjunum frá
febrúar.
Metin féllu víðar
Það var ekki bara í Bandaríkjun-
um sem samdrátturinn náði nýjum
hæðum. Stjórnvöld í Mexíkó til-
kynntu þannig að samdráttur lands-
framleiðslunnar á öðrum ársfjórð-
ungi hefði einnig verið sá mesti frá
upphafi mælinga, eða um 17%.
Þá greindu þýsk stjórnvöld frá því
að samdrátturinn þar í landi hefði
numið 10,1% á sama tímabili. Hag-
spekingar þar töldu sig þó sjá bata-
merki. Í Belgíu nam samdrátturinn
12,2% og í Austurríki 10,7%.
sgs@mbl.is
Dróst saman um 32,9%
Mesti samdráttur bandaríska hagkerfisins frá því mæl-
ingar hófust 1947 Rúmlega 10% samdráttur í Þýskalandi
Bandaríska geimferðastofnunin NASA skaut í gær á
loft Atlas V-eldflaug, en um borð er könnunarfarið
Perseverance, sem þýðir þrautseigja.
Því er ætlað að rannsaka yfirborð Mars og undirbúa
þannig jarðveginn fyrir frekari sókn mannkynsins til
rauðu plánetunnar.
AFP
Þrautseigjan á braut til Mars