Morgunblaðið - 31.07.2020, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Landsfram-leiðslaBandaríkj-
anna skrapp saman
um tugi prósenta á
nýliðnum ársfjórð-
ungi. Niðursveiflan
er sú langdýpsta
sem nokkru sinni hefur mælst.
Þegar skýra þarf miklar sveifl-
ur og raunar miklu minni þarf
iðulega að horfa til margra
þátta og ólíkra eftir löndum og
heimshlutum. Ekki í þetta sinn.
Kórónuveiran blasir við okk-
ur berrössuð og sek og getur
ekki bent á neinn annan. Hún
ein og sér skellti öllum heim-
inum í lás. Afleiðingar þess
urðu þær sem búast mátti við.
Fæstir þeirra sem skrifuðu upp
á allsherjarlokun höfðu heild-
armyndina fyrir framan sig á
því augnabliki. Og það var bein-
línis á pólitísku augnabliki sem
leiðtogar þjóðanna urðu að taka
ákvörðun og hana ekki góða.
Tugmilljónir manna misstu
vinnuna á augabragði. Allar
tekjur þeirra hurfu þó ekki
jafnskjótt en því varð ekki forð-
að lengi. Ríkissjóðir, snarlega
útbærir umfram venju, gripu
inn í og brugðu skildi fyrir fólk
og fyrirtæki. Það kostaði sitt.
En þau ófyrirséðu útgjöld í áð-
ur óþekktum stærðum „lenda
ekki á ríkinu eða sveitar-
félögum“ eins og það er orðað.
Hið opinbera er aðeins millilið-
urinn og áður en langur tími
líður frá þarf það að hafa náð
öllum þessum fjármunum með
álagi frá fólki og fyrirtækjum á
ný. Þar er eina uppsprettan.
Fréttunum um afhroð ársfjórð-
ungsins fylgdi, að frá því að
þessi talnaspeki kom fyrst til
vestra árið 1947 hafi aldrei önn-
ur eins dýfa sést. Samdrátt-
armet á ársfjórðungi, þá upp á
10%, átti ríkisstjórn Eisenhow-
ers.
Í Evrópu jesúsa hagfræð-
ingar sig vegna falls á þjóð-
arframleiðslu í Þýskalandi um
10% og horfa til þess að þar sé
helstu efnahagsvél álfunnar að
finna. Þar slógu þeir einnig
söguleg samdráttarmet og
veldur það litlu löndunum í
kring töluverðum áhyggjum.
Samdrátturinn á fyrsta árs-
fjórðungi hjá báðum eimreiðum
efnahagslífsins beggja vegna
Atlantshafs hafði verið mikill á
alla hefðbundna mælikvarða en
verður í samanburðinum nú
næsta krúttlegur og sætur.
Það blasa ekki beint við nein
merki í þessum fréttum sem
styrkja væntingar og kjark. En
þau eru þó þarna. Því þótt þetta
séu glænýjar fréttir, eru þær
um leið fortíðarfréttir. Til við-
bótar þessari staðreynd má
hengja sparihattinn sinn á þann
hanka að þessar tölur gátu ekki
orðið mikið öðruvísi en svona.
Öllu var skellt í lás. Fram-
leiðslan var sett í frí. Þjónusta
var miðuð við að
enginn kæmi nær
öðrum manni en
tvo metra frá og
helst mættu ekki
fleiri en tveir koma
saman. Sennilega
áttu framleiðendur
andlitsgríma sinn óskatíma og
þeir sem náðu að okra bærilega
á rannsóknarpinnum í nös sem
urðu gulls ígildi. En slíkir lottó-
vinningar mælast ekki í heimi
sem hefur lokað á eftir sér og
slökkt öll ljós úti sem inni.
En þrátt fyrir hrakspár og
hik þá liggur fleira en veiran í
loftinu. Til dæmis sannfæringin
um að hún sé nú önnur en hún
var og sé senn á förum. Víðast
hvar eru menn því sem næst
hættir að deyja af völdum þess-
arar veiru, ef miðað er við það
sem var fyrir aðeins fáeinum
vikum. Það er ekki fullgild
ástæða til að ætla að þessi
veirukreppa muni eins og af
nauðung breytast í varanlega
efnahagskreppu.
Hvergi í vesturhluta heims-
ins eru neyðarhjálparmenn
sjúkrahúsanna nú við þolmörk.
Þar urðu menn að berjast við
vágest sem sentist á þá sem
holskefla og þótt besta fólk ætti
í hlut hlaut að vanta nokkuð
upp á í byrjun að í heilsufars-
legu ofsaveðri hafi allir vitað
hvernig best væri að bregðast
við. Það var óhjákvæmilegt að
þreifa sig áfram, læra af hverju
skrefi, þjálfa fólk og afla bún-
aðar, þó að í raun gæfist enginn
tími til slíks.
Nú er annar tími. Nú eru að-
ferðir og tök þekktari en var,
hvaða lyf eru brúkleg og gagn-
leg og hvaða hjálpartæki og
hvaða meðhöndlun gerir mest
gagn. Og nú því er haldið að
okkur úr öllum áttum að bólu-
efnin séu ekki langt undan. Án
þess að glepjast af óraunsæjum
bjartsýnisbjálfum virðist mega
vona að líkur standi til þess að
slík efni og sæmilega sann-
reynd verði til ekki seinna en
um næstu áramót og hugs-
anlega fyrr. Það hljómar sem
næsti bær við eilífðina, en eru
þó ekki nema 5 mánuðir eða
svo.
Glænýjar fréttir um fram-
leiðslu þjóða á þriggja mánaða
skeiði eru ekki áreiðanlegustu
hagtölur í heimi. Þær verða
endurreiknaðar og birtar
reglulega næstu tvö árin. Vafa-
laust er þó að næsti fjórðungur
verður mun áferðarfallegri en
sá nýliðni. Og lokafjórðungur
ársins gæti orðið bjartur og
upplitsdjarfur í skammdeginu
þar sem þá væri bóluefni komið
eða skammt undan og ábyrgð-
arleysi í mannlegri umgengni
þá aftur orðið hluti af breytni
okkar flestra. Til þess má
hlakka með jólunum og kjassa
þá frændur og vini eins og ekk-
ert sé.
Tölur um fram-
leiðslu helstu þjóða
síðasta ársfjórðung
fá ekki fegurðar-
verðlaun}
Ófagur ársfjórðungur
V
eiran er farin aftur á stjá. Smit-
uðum hefur fjölgað mikið og við
verðum að fara aftur til baka,
fækka skemmtunum og koma
færri saman. En þessar takmark-
anir hafa mismikil áhrif á okkar daglega líf.
Einn hópur hefur mánuðum saman orðið fyrir
gríðarlegu tekjufalli og flestir allt að 100% á
köflum. Það eru tónlistarmenn og þeir sem
starfa í afleiddum störfum tengdum tónlistar-
og skemmtanaiðnaði. Stjórnvöld hafa lagt til
margvíslegar aðgerðir til stuðnings fyrir-
tækjum í landinu og fólki sem hefur misst við-
urværi sitt. Hlutabótaleið, lokunarstyrkir og
stuðningslán, styrkur til fyrirtækja vegna
uppsagna og fleira. Sjálfstætt starfandi lista-
menn hafa margsinnis bent á hversu illa þess-
ar leiðir hafa nýst þeim en því miður hafa
stjórnvöld ekki brugðist við. Rannsóknir þeirra hafa leitt
í ljós að áhrif Covid-19 á þennan hóp hafa verið gríðar-
leg. Listafólkið okkar getur illa nýtt sér úrræði vegna
Covid-19 m.a. því tekjuöflun þess er óregluleg og á sí-
breytilegu formi. Lokunarstyrkir fást ekki né heldur
hlutabætur enda engar tekjur til staðar. Nú þegar versl-
unarmannahelgin átti að bæta hag einhverra fór veiran
af stað og okkur var öllum gert að stíga nokkur skref til
baka. Engar bæjarhátíðir, tónleikar eða fjölda-
samkomur. Já, nú verðum við að standa saman en þá
hvet ég stjórnvöld til að standa sérstaklega með lista-
fólkinu okkar.
Þetta er ekki bara eitt og eitt gigg, þetta eru allir tón-
leikarnir, allar tónleikaferðirnar, allar
tónlistarhátíðirnar sem bókaðar voru fyrir
síðastliðna og komandi mánuði. Okkar þekkt-
asta tónlistarfólk sem hefur lifað alfarið á
tónlistinni verður fyrir áframhaldandi tekju-
falli. Hafa verður í huga að margt tónlistar-
fólk hafði mánuðum saman undirbúið tón-
leikaferðir erlendis, greitt fyrir leigu á
hljóðfærum og græjum og annan kostnað
sem ekki fæst endurgreiddur. Búið var að
leggja út fyrir kostnaði vegna tónleikaferða
sem ekki voru farnar. Það eru öll þessi glöt-
uðu störf og glataða fé sem stjórnvöld verða
nú að horfa til og skoða hvernig hægt sé að
koma til móts við. Hvort við getum nú staðið
saman með okkar góða listafólki og lista-
tengda starfsfólki sem ekki á þess kost að
sækja í sjóði, sem ekki getur bókað gigg en
verður nú að fá verkefni og þau greidd. Það þarf að
leggja til aukna fjármuni til nýsköpunar í listum, til upp-
byggingar sprotafyrirtækja í listum og til stuðnings
þeim sem lagt höfðu út í mikinn kostnað vegna listar
sinnar sem ekki komst á svið. Það eru dæmi um slíkan
stuðning víða í löndunum í kringum okkur og ég skora á
stjórnvöld að kalla nú sérstaklega þennan hóp að borð-
inu og skapa saman leiðir til stuðnings okkar mikilvæg-
asta fólki sem borið hefur hróður okkar út um allan
heim.
Helga Vala
Helgadóttir
Pistill
Nú þurfum við að standa
með listamönnunum okkar
Höfundur er þingman Samfylkingarinnar.
helgavala@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Ísland verður í dag hið fyrsta af
Norðurlöndunum til að skylda fólk
til þess að hylja vit sín við vissar að-
stæður á almannafæri vegna kór-
ónuveirufaraldursins. Norðurlöndin
fimm hafa til þessa skorið sig nokk-
uð úr frá öðrum ríkjum Evrópu, þar
sem þau hafa til þessa ekki sett á
neinar kvaðir um notkun andlits-
gríma.
Þá bendir nýleg skoð-
anakönnun YouGov-fyrirtækisins til
þess að einungis um 5-10% íbúa á
Norðurlöndunum hafi séð ástæðu til
þess að ganga um með andlits-
grímur vegna kórónuveirunnar, og
hefur það hlutfall haldist nær
óbreytt frá upphafi faraldursins.
Meginástæða grímuleysisins er
sú, að í fjórum af Norðurlöndunum
fimm hefur að mestu leyti tekist að
halda aftur af útbreiðslu kór-
ónuveirunnar, og hafa sóttvarna-
yfirvöld í Noregi og Finnlandi gefið
til kynna að þau telji ekki ástæðu til
þess að taka upp grímuskyldu með-
an svo sé, en að hún komi mögulega
til greina ef aðstæður breytist.
Þá ákváðu sóttvarnayfirvöld í
Danmörku fyrr í júlímánuði að
mæla með notkun andlitsgríma við
vissar aðstæður, svo sem þegar far-
ið væri á sjúkrahús til að skima fyr-
ir veirunni, eða við ferðalög frá
áhættusvæðum, en ekki var gengið
svo langt að skylda fólk til þess að
nota grímur.
Í Svíþjóð er hins vegar annað
uppi á teningnum, en Anders Tegn-
ell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, lýsti
því yfir á þriðjudaginn að hann væri
enn að bíða eftir sönnun þess að
þær gerðu nokkuð gagn.
Tilmælin breyttust í júní
Afstaða Tegnells kann að
markast nokkuð af því að Alþjóða-
heilbrigðismálastofnunin WHO var
treg til þess að mæla með notkun
andlitsgríma í upphafi faraldursins,
en þá voru bæði uppi efasemdir um
að þær dygðu til þess að hefta út-
breiðslu veirunnar og ótti um að al-
menningur kynni að sækjast eftir
takmörkuðum birgðum sem heil-
brigðisstarfsfólk þyrfti á að halda
og valda þannig skorti.
Í byrjun júní var þó komið ann-
að hljóð í strokkinn, en þá þótti full-
sannað að einstaklingar sem ekki
sýna nein einkenni gætu smitað
aðra. Mælti WHO því með því að
þar sem útbreiðsla veirunnar væri
mikil ætti að hvetja til grímunotk-
unar á þeim stöðum þar sem erfitt
væri að koma við reglum um fé-
lagsforðun líkt og í almennings-
samgöngum.
Í tilmælum WHO er einnig far-
ið yfir hvernig fólk geti búið til sínar
eigin grímur, en best er að þær séu
í þremur lögum með bómullarlagi
innst og efni sem ekki dregur í sig
raka yst. Einungis er mælt með því
að ein manneskja noti hverja grímu,
og að þær eigi að þvo við háan hita.
Mörg ríki hafa gengið lengra
en tilmæli WHO kveða á um. Þar á
meðal eru Bretland, Frakkland og
Þýskaland, en stjórnvöld þar hafa
öll nýverið hert á reglum sínum um
notkun andlitsgríma. Þar hefur þess
verið krafist að fólk hylji einnig vit
sín í búðarferðum og víðar. Ein
ströngustu fyrirmælin voru hins
vegar sett í Hong Kong, en yfirvöld
þar ákváðu í fyrradag að skylda alla
til þess að ganga um með grímur á
almannafæri eftir að tilfellum hafði
fjölgað skarpt síðustu daga.
Almenn grímunotkun
verndar mest
Helsta ástæðan fyrir því að ríki
hafa gripið til grímuskyldu er sú, að
notagildi þeirra við að draga úr
smiti er meira eftir því sem fleiri
ganga um með þær, en rannsóknir
sem gerðar voru í júní við Cam-
bridge-háskóla benda til þess að ef
meira en helmingur einstaklinga
gengur um með grímu geti það
dregið verulega úr útbreiðslu veir-
unnar.
Það stafar af þeirri ástæðu, að
gríman sem slík kemur ekki í veg
fyrir að heilbrigður einstaklingur
sýkist, heldur stuðlar hún að því að
draga úr smitum frá þeim sem sýna
ekki einkenni og vita því ekki af því
að þeir séu smitaðir.
Það ber þó að hafa í huga að
notkun andlitsgríma getur ekki ein
og sér komið í veg fyrir útbreiðslu
veirunnar og andlitsgrímur koma
ekki í staðinn fyrir handþvott eða
sótthreinsun, félagsforðun og aðrar
persónubundnar smitvarnir, heldur
eru þær einungis viðbót við þau úr-
ræði sem hægt er að grípa til í bar-
áttunni við kórónuveiruna.
Koma ekki í staðinn
fyrir aðrar varnir
EKKERT
Heilbrigður
einstaklingur
Heimild: Ríkisstjórn Frakklands Andlitsgrímur koma ekki í stað annarra sóttvarna eins og að forðast handabönd
1 metri
Hvorki sá sýkti né sá heil-
brigði eru með grímur
Vernd sem fæst af einföldum andlitsgrímum
Sá heilbrigði er með
grímu en ekki sá með
kórónuveiruna
Sá með kórónuveiruna
er með andlitsgrímu en
ekki sá heilbrigði
Bæði sá heilbrigði og
hinn smitaði eru með
andlitsgrímur
Verndarstig
LÁGT
Verndarstig
Í MEÐALLAGI
Verndarstig
HÁTT
Verndarstig
Smitaður
einstaklingur