Morgunblaðið - 31.07.2020, Page 20

Morgunblaðið - 31.07.2020, Page 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 2020 ✝ Sölvi SteinnÓlason fæddist í Keflavík 26. maí 1963. Hann lést á heimili sínu að morgni 26. júní 2020. Faðir hans var Óli Jóhannes Ragnarsson, f. 12. sept. 1930, d. 6. janúar 2005. Móðir hans er Hjördís Anna Sölvadóttir, f. 21. okt. 1933. Þau slitu samvistum, en Hjördís giftist svo Norman Ungurait, f. 23. júlí 1940, d. 13. ágúst 1997. Sölvi var næstyngstur níu systkina. Systkini hans eru: Reynir Örn, f. 1951, Þórunn Ragna, f. 1952, Anna Guðlaug, f. 1954, Hörður Hólm, f. 1955, Margrét Laufey, f. 1956, Hólm- fríður, f. 1958, Helgi Sigfús, f. 1961, og Linda Björk, f. 1964. Birta Sjöfn, Óskar Ölver og Anja Rós. Ísabella á soninn Jón- as Orra. Maki Kristínar Lárettu er Elvar Árni Grettisson. Maki Söru Lindar er Guð- mundur Jónsson og börn þeirra eru Elísabet Anna, Viktoría Alba og Sölvi Marinó. Maki Hjördísar Önnu er Bjarki Freyr Hauksson og börn þeirra eru Alexandra Líf og Frosti Freyr. Sölvi vann lengst af í bygg- ingariðnaði sem verktaki en vann ýmis störf, m.a. sem kokk- ur, enda fjölhæfur maður. Hann flutti ásamt syni sínum á Þórshöfn árið 2010. Þar bjó hann til hinsta dags. Móðir hans Hjördís flutti heim til Ís- lands árið 2012 og bjó með Sölva til ársins 2017 en þá flutti hún á Dvalarheimilið Naust. Á Þórshöfn kynntist Sölvi Margréti Hjaltadóttur og bjuggu þau saman um tíma. Þau voru enn í sambandi þegar hann lést. Útför Sölva hefur farið fram. Sölvi ólst upp bæði í Keflavík og á Þórshöfn í Langanesbyggð. Hann flutti til Bandaríkjanna með móður sinni en flutti svo aftur til Íslands árið 1987. Ári seinna kynntist hann Mar- gréti Steinunni Pálsdóttur, f. 1962, sem hann var í sambúð með til ársins 2010. Margrét átti fyrir tvær dætur, þær Evu Björk Jónsdóttur, f. 1981, og Kristínu Lárettu Sighvatsdóttur, f. 1985. Sölvi ól þær upp sem sínar eig- in. Að auki eignuðust þau þrjú börn saman, þau Söru Lind, f. 1990, Hjördísi Önnu, f. 1993, og Helga Snæ, f. 1999. Maki Evu Bjarkar er Maciek Jablonski og börn hennar eru Ísabella Margrét, Daníel Máni, Elsku pabbi. Ég skil ekki af hverju þú ert farinn. Lífið er svo tómt núna. Þetta er svo skrítið, ég sakna þín svo mikið þó það sé stutt síðan við hittumst. Stutt síðan við föðmuðumst. Ég sakna þín því ég veit að það var í síð- asta sinn. Ég er samt líka þakk- lát. Þakklát fyrir að hafa fengið með þér þennan bónustíma þeg- ar ég og Elvar komum til þín og vorum hjá þér svo stuttu áður en þú varst skyndilega tekinn frá okkur. Ég er þakklát fyrir að hafa getað spilað við þig en það fannst okkur svo gaman, pabbi. Þú stjanaðir við okkur Elvar með matarveislu á hverju kvöldi, þannig varstu bara. Það var yndislegt að fara í Ásbyrgi með þér og það sem við skemmtum okkur á leiðinni í bílnum í nafna- leiknum. Það var ekkert sérstakt veður sem við fengum en þú elskaðir þegar það var sól. Þú hringdir í mig daginn eftir að við fórum og sagðir mér að nú ætt- um við sko að vera hjá þér á Þórshöfn. Nú væri sko sól og svo hlóstu. Ó, hvað það gleður mig að vita að þú naust sólarinnar á þín- um síðasta degi hér í þessu lífi. Ég kann þetta bara ekki, að lifa án þess að þú sért til. Mér finnst eins og þú sért bara heima hjá þér og þá man ég. Þá er það eins og þú sért tekinn frá mér allt upp á nýtt. Þú varst miðjan í lífi okkar systkina og límið sem hélt okkur saman. Þú varst svo góður við okkur og skemmtileg- ur. Við misstum ekki bara pabba okkar heldur líka vin. Þú varst svo einstakur með þinn húmor og stríðni en líka hvað þú varst dug- legur að sýna okkur hversu vænt þér þótti um okkur. Það gerðir þú með því að vera alltaf til stað- ar, sama hvað. Þú varst alltaf tilbúinn að hjálpa, hvort sem það vantaði hjálp við flutning, að smíða pall, mála íbúð eða gefa okkur ráð þegar við höfðum eng- in. Það getur enginn fyllt í skarð- ið sem þú skildir eftir. Mig lang- ar bara að segja þér að ég elska þig og þakka fyrir að vera pabbi minn. Ég hefði ekki getað óskað eftir betri pabba. Ég mun sakna þín alla ævi. Megir þú hvíla í friði. Lítil telpa týnd í heimi, enginn hana eignað sér. Engill var þar á sveimi, setti hana í fangið á þér. Seinna orðin ung dama, umvafin lífsins drama. Þú losaðir tauminn, gafst þó gauminn. Hélst fast í hennar hönd, ekkert rauf ykkar bönd. Tíminn flaug, bæði sitt að brasa. Engillinn með geislabaug, fór við þér að blasa. Hann faðmaði þig fast, niður hjá þér sast, horfði á þig andast. Konan tekur að tárast, týnd enn á ný. Syrgir hún sárast, og spyr sig, hví, hví, hví? Kristín Láretta. Elsku pabbi minn. Ég skrifa þessi orð með svo mikinn sársauka í hjarta mínu. Hvernig heldur lífið áfram án þín? Það er svo ósanngjarnt að þú sérst farinn frá okkur. Ég veit ekki hvernig á að tækla þessa sorg, þennan verk sem er svo mikill. Það er eins og það sé búið að rífa svo stóran hluta úr mér sem kemur ekki aftur – því þú kemur ekki aftur. Það er svo stutt síðan þú varst hjá okkur á Hvolsvelli. Þú hjálp- aðir Gumma að smíða pallinn, þið kláruðuð hann á mettíma. Enda ekki við öðru að búast því metnaðurinn var alltaf svo mikill hjá þér. Ég man þegar ég var ólétt að Elísubetu Önnu og þú varst sá eini sem vissir kynið. Ég reyndi svo oft að fá þig til að hvísla því að mér en þú gafst þig ekki. Það var aldrei langt í stríðnina hjá þér, því þú varst alltaf að þykj- ast missa út úr þér hvert kynið var. Brúðkaupsdagurinn okkar Gumma er mér dýrmæt minn- ing, þú varst stór partur af deg- inum. Þegar ég steig inn í kirkj- una helltist yfir mig þetta mikla stress, ég man þegar ég tók í höndina þína þegar við byrjuð- um að ganga inn kirkjugólfið, ég hvíslaði að þér „pabbi ég er svo stressuð, ég get ekki labbað fyr- ir framan allt fólkið“. Þú tókst enn fastar í hönd mína og sagð- ir, „við gerum þetta saman“. Við stormuðum saman inn kirkju- gólfið. Ég fylltist stolti þegar þú steigst upp á svið og hélst ræðu í brúðkaupsveislunni okkar Gumma. Ég veit hvað þú varst stressaður yfir því. Þessi ræða er mér svo kær. Afastelpurnar sakna þín svo sárt, það er erfitt að útskýra fyrir þeim afhverju þú varst tek- inn svo fljótt frá okkur. Þær vita það að þú ert alltaf hjá þeim og fylgir þeim hvert skref í lífinu. Þær munu aldrei gleyma Sölva afa sínum. Sölvi litli fékk svo stuttan tíma með þér, hann átti alveg eftir að kynnast stríðna afa sín- um. Ég mun passa að hann þekki þig í gegnum sögur af þér sem verða síendurteknar. Þú varst okkur systkinum allt. Þú leiðbeindir okkur þegar við lentum á krossgötum. Þú hafðir svör við öllu. Þú hjálpaðir við allt, sama hvað það var. Það var ekkert verkefni of stórt eða erfitt. Þú tæklaðir það. Það var alltaf svo gaman að vera í kringum þig, enda skemmtilegastur. Þú varst okk- ar besti vinur. Takk elsku pabbi fyrir allt sem þú gafst mér. Takk fyrir þann tíma sem ég fékk með þér. Takk fyrir að vera afi barnanna minna. Takk fyrir að vera þú. Ég elska þig að eilífu. Í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, unz hittumst við aftur heima. Ó, elsku pabbi, ég enn þá er aðeins barn, sem vill fylgja þér. Þú heldur í höndina mína. Til starfanna gekkstu með glaðri lund, þú gleymdir ei skyldunum eina stund, að annast um ástvini þína. Þú farinn ert þangað á undan inn. Á eftir komum við, pabbi minn. Það huggar á harmastundum. Þótt hjörtun titri af trega og þrá, við trúum, að þig við hittum þá í alsælu á grónum grundum. Þú þreyttur varst orðinn og þrekið smátt, um þrautir og baráttu ræddir fátt og kveiðst ekki komandi degi. (Hugrún) Þín dóttir, Sara Lind. Er ég sest niður til að skrifa þessar línur þá skil ég ekki af hverju þú varðst að fara? Þús- undir hugsana fara um hugann, minningar streyma fram. Ég vil ekki trúa því að ég geti ekki hringt í þig aftur og leitað ráða, ég get ekki aftur heyrt þig hlæja eða séð brosið þitt sem var svo smitandi. Ég reyni að vera sterk og muna að þú ert enn hér, þó lík- ami þinn sé ekki hér. Elsku Sölvi, alla tíð þá varstu mér sem faðir, ég kallaði þig þó alltaf Sölva. Þú hefur ætíð verið mér og mínum börnum innar handar og ég gat alltaf leitað til þín þegar lífið var erfitt, þú hafðir alltaf trú á mér, að ég gæti staðið upp aft- ur! Það var mér svo kært. Þú varst hér á góðu og slæmu stundunum. Og guð veit að ég var oft meira en erfið, en alltaf reyndir þú þó að hjálpa mér, þú gafst aldrei upp. Umburðarlyndur, kannski ekki alveg sá þolinmóðasti en samt allur af vilja gerður að að- stoða. Þegar þú fluttir til Þórshafnar og eftir ég flutti í Garð þá hitt- umst við kannski ekki svo oft, en þú mættir þó alltaf í afmælin, lést fjarlægðina ekki stoppa þig. Þú elskaðir börnin þín og barna- börnin. Og ekki má gleyma lang- afastráknum sem þú varst svo stoltur af, ungur maðurinn gerð- ur að langafa. Mér verður líka hugsað tilspilakvöldanna þegar við bjuggum í Hafnarfirði, spil- aður var Forseti og Skítakall og þegar þú stóðst í eldhúsinu að skipa fyrir eða já, haha, taka við eldamennskunni því við hin „kunnum“ þetta ekki. Þú varst snilldar kokkur og held ég fast í uppskriftirnar þínar, orly-deig, hamborgarhryggur o.fl., megum auðvitað ekki gleyma piparosta- sósunni góðu! Lífið hefur haft sinn öldugang, en þú hélst alltaf áfram. Þú vissir að sama hvað gerðist, þá yrði að halda áfram, það mætti ekki gef- ast upp. Þú vildir réttlæti og það tek ég með mér í lífið. Þú kennd- ir mér svo margt. Það er mér kært að hafa náð að hitta þig og þú hittir yngsta afabarnið áður en þú fórst. En það er svo sárt á sama tíma að hugsa til þess að við höfðum öll þessi plön fyrir framtíðina, ég ætlaði að koma með fjölskylduna til Þórshafnar þetta sumar, þú ætlaðir að vinna í bílnum með Maciek, Óskar ætlaði með afa heim í nokkra daga.Og svo margt fleira, loksins var allt að smella. En svona er lífið oft ósanngjarnt, maður veit víst aldrei hvað morg- undagurinn býður upp á. Fráfall þitt opnaði augun mín, ég vil gera betur, njóta daganna sem maður hefur, styrkja fjöl- skylduböndin, standa mig vel. Því ég veit líka að það er það sem þú vilt, að sjá okkur systkinin standa saman, sjá okkur ganga vel í lífinu. Elsku Sölvi, ég gæti skrifað endalaust. Þú varst mér svo kær, ég elska þig og er svo þakklát fyrir að hafa haft þig í lífi mínu, minning þín lifir í huga mér og þér mun ég aldrei gleyma. Nú ertu farinn að hvíla þig, hvíla þig í faðmi friðars. Eftir dimman veginn þú gekkst, en ljósið þú barst í hjarta. Þú lýstir upp veginn, veginn minn. Leiddir mig áfram með hendi mína í þinni. Varst klettur í úfnum sjó lífsins. Nú ertu farinn að hvíla þig, hvíla þig í faðmi ljóssins. Ert mitt ljós um dimman veg, ljósið sem vísar mér veginn. Hvíldu í friði elsku Sölvi, afi, langafi, við söknum þín Eva Björk Jónsdóttir. Ég sofna í drauminn og sé þig hér hjá mér, hvernig brosið þitt skín og hláturinn gleður. Augna- blikin eru allt sem við höfum en það lætur mig hugsa … Er ein- hver ástæða, og hver þá? Getum við haldið áfram eða þurfum við að læra á lífið upp á nýtt? Svo stóran part vantar … Þegar reynir á hvar er mín lend- ing nú? Finnst ég svo ósjálf- bjarga. Allt er svo óraunverulegt án þín. Eru tólf skref fyrir þig?… Ég veit hversu heitt þú vildir vera áfram, framtíðin var björt. Þrjóskur og ákafur þú varst en meintir alltaf vel. Svo yndislegur á allan þinn hátt og húmor sem átti sér enginn mörk. Púkinn var aldrei fjarri og hélstu manni alltaf á tánum, stríðnisglottið mun seint gleym- ast. Já og dulur þú varst, það heldur sögunni áfram og er eng- inn endir vitlaus. Enginn var betri en annar, við vorum öll jöfn í þínum augum. Ég er svo rík af visku þinni. Allur af vilja gerður og vildir þú gefa mér heiminn. Fullur af lífsins reynslu og leiddir minn veg. Nú verð ég að stökkva og læra að lenda. Mjúk, hörð, auð- veld, erfið, það einkennir þína lífsins bók. Reyni að kaupa mér allan tím- ann með þig í för og ég held fast. Nú lifi ég augnablikin til fulls. Ég vil bara að þér líði vel. Þegar allir eru eitt en einn er allt! Þú horfir á mig og brosir … Ég vakna. Elska þig pabbi minn, þín dóttir, Hjördís Anna. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Mig langar að minnast tengdapabba míns með nokkrum orðum. Fyrsta sem kemur upp í hugann minn er þakklæti. Ég þekkti Sölva í tæp 11 ár en samt finnst mér ég hafa þekkt hann alla ævi, það eru svo margar minningar. Fyrsta minning mín um Sölva var þegar ég og Sara vorum í Breiðvanginum. Sara talaði mik- ið um pabba sinn og fann ég fyr- ir því hversu mikið hún hélt upp á hann, enda með tímanum finnst mér það ekkert skrítið. Hann var virkilega góðhjartað- ur, skemmtilegur, heiðarlegur og einstakur karakter. Þeirri hlýju sem hann sýndi sínum nán- ustu voru engin takmörk sett. Sölvi hafði alltaf skoðanir á öllu og var hrókur alls fagnaðar þeg- ar hann hitti vini og vandamenn og undi sér vel við að hlusta á aðra og miðla sínu. Ég man þegar ég og Sara vor- um að kaupa okkur fyrstu íbúð. Við vorum ekki einu sinni búin að skrifa undir kaupsamning þá var Sölvi mættur að rífa upp parketið sem var ónýtt og hætti ekkert fyrr en allt var farið. Þannig var hann, þegar hann tók að sér verkefni fyrir hendur þá var það klárað. Sölvi kenndi mér líka svo margt enda var hann ótrúlega klár í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Ég er svo þakklátur fyrir að Sölvi hafi átt hlut í brúðkaups- deginum okkar Söru. Hann var kletturinn hennar Söru sem var svo stressuð. Hann sagði mér að sjálfur hafi hann nú líka verið stressaður en hafði bara gaman að. Mér er svo minnistætt þegar við sátum saman á Þórshöfn og ég spurði Sölva undir fjögur augu hvort hann myndi sam- þykkja ef ég myndi giftast dóttir hans. Hann hikaði ekki við svar- ið, honum fannst ekkert sjálf- sagðara enda væri hún búinn að finna draumaprinsinn sinn. Ég varð svo ánægður með hann að við féllumst í faðma. Á afmælisdaginn hans Sölva 2019 skírðum við Sölva Marinó. Það var vel við hæfi að hafa skírnina á afmælisdaginn hans enda var drengurinn skírður í höfuðið á honum. Ég man svo vel hversu stoltur og ánægður hann var þegar við tilkynntum nafnið, hann ljómaði allur. Sú stund mun lifa með okkur. Síðasta stund okkar saman var þegar hann kom til okkar á Hvolsvöll í maí. Ég hafði sagt Sölva ári áður að mig langaði að smíða pall fyrir utan húsið en vissi ekki hvernig ég færi að því. Hann var fljótur til og var farinn að reka á eftir mér að smíða þennan pall. Við ákváðum að þetta yrði okkar næsta sumar- verkefni. Sölvi kom alla leið frá Þórshöfn til þess að hjálpa. Hann áætlaði tvær vikur í verkið, en viti menn, pallurinn var kominn upp á fimm dögum. Það var aldr- ei stoppað og hann talaði um að þetta væri sennilega flottasti pallur sem hann hafði gert. Ég kveð yndislegan tengda- pabba og vin með miklum sökn- uði. Við söknum hans óendanlega mikið og ég er svo þakklátur að hafa fengið að kynnast honum. Minningin um þig lifir í hjarta mínu alla tíð. Þinn tengdasonur, Guðmundur Jónsson. Elsku litli bró, mikið þykir okkur erfitt að sitja hérna heima og skrifa þér kveðjuorð. Þetta er allt svo óraunverulegt, okkur finnst við munum vakna af vond- um draumi. Ég (Laufey) talaði við þig tveimur dögum áður en þú kvaddir þetta jarðneska líf. Þú svo hress og kátur og áttir svo mikið ógert eins og að sækja bílinn þinn sem þú varst að kaupa, laga svalirnar, koma aftur austur og klára hjá Helga bró og svo má lengi telja. Þúsundþjala- smiður varst þú, ekkert þér of- viða og duglegur að hjálpa bæði börnunum þínum og systkinum. Mikið var gott að eiga með þér tíma í þessa tíu daga meðan þú varst hérna fyrir austan hjá Helga að smíða og mála. Þá hitt- umst við daglega í kaffispjalli og áttum góðar stundir saman. Einnig var það yndislegt þegar við fimm systkinin hittumst heima hjá mér (Tóta, Anna, Helgi og þú). Þá var nú mikið hlegið, galsast og sagðar sögur. Síðan ákváðum við Tóta syss að fara norður ásamt tveimur son- ardætrum hennar (Tinnu og Tótu litlu) að heimsækja mömmu, ekki stóð á þér að lána okkur íbúðina, þar sem við áttum yndislegan tíma og hjá mömmu okkar. Hennar missir er mikill, elsku Sölvi, þú varst augasteinn- inn hennar og hugsaðir svo vel um hana ásamt Herði. Takk fyrir allar dýrmætu stundirnar okkar saman. Börnum, tengdasonum, barnabörnum og barnabarna- barni. Vottum við þeim okkar dýpstu samúð, þeirra missir er mikill og þú varst þeirra klettur. Við kveðjum þig með þessu ljóði. Hvíl í friði, elsku litli bró. Þar til við hittumst næst. Ég hugsa um þig alla daga og nætur og um hve sárt ég sakna þín. Það er sem frost í hjarta mínu sem þiðnar ei þó að bálið dvín. Afhverju það gerðist veit ég ei lengur vill bara hafa þig hérna hjá mér. Ég sakna þín alltaf meira og meira og vil segja þér hvernig það er. Mér finnst að heimurinn meg\’ekki taka meira af þér frá mér. Að alltaf þú vitir hvar sem þú verður að partur af mér verður alltaf hjá þér. Ég vil líka minna þig á hvað ég meina um hvernig mér líður með þig. Að alltaf já alltaf þú eigir að vita að ég elska þig meira en ég skil (Halldóra Sigrún Ásgeirsdóttir) Þínar systur Þórunn, Anna og Laufey. Sölvi Steinn Ólason Ástkær sambýlismaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, LÚKAS KÁRASON stýrimaður og skipstjóri frá Drangsnesi, lést aðfaranótt mánudagsins 23. mars. Minningarathöfn fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 5. ágúst klukkan 13. Bálför hefur farið fram. Gerður Erla Tómasdóttir Birna Sólveig Lúkasdóttir Ellert Karl Guðmundsson Erling Þór Pálsson Ríta Lúkasdóttir Hörður Hilmarsson Pétur Nygaard Lúkasson Elva Björk Elvarsdóttir Karen Lúkasdóttir Erik Todal barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.