Morgunblaðið - 31.07.2020, Síða 21

Morgunblaðið - 31.07.2020, Síða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 2020 ✝ Hrólfur Ragn-arsson fæddist á Ytra-Álandi í Þistilfirði þann 15. júlí 1939. Hann lést á Hjartadeild Land- spítalans þann 23. júlí 2020. Foreldrar hans voru Ásrún Sigfús- dóttir, f. 14. desem- ber 1900, d. 6. sept- ember 1993, og Ragnar Eiríksson, f. 3. maí 1904, d. 25. ágúst 1949, bændur á Ytra-Álandi. Hrólfur var sá sjöundi í röð- inni af systkinunum ellefu á Ytra-Álandi. Kristján, f. 1930, Sigfús, f. 1932, Þorbjörg, f. 1934, og Ari, f. 1937, eru látin en Eiríkur, f. 1935, Áki, f. 1938, Marinó, f. 1941, Guðný, f. 1942, María, f. 1943 og Skúli, f. 1945, lifa bróður sinn. Hrólfur kvæntist Grétu Sæ- dísi Jóhannsdóttur, f. 28. maí 1947, d. 9. apríl 2007, þann 14. desember 1968. Börn þeirra eru 1) Hildur, f. 1969, maki Ragnar ár. Þá lá leiðin aftur til Hafnar- fjarðar til ársins 2011 þegar Hrólfur, þá orðinn ekkill, fluttist að Sléttuvegi í Reykjavík. Hrólfur hafði mikla unun af ferðalögum bæði innanlands og utan. Framan af ferðuðust þau Gréta mikið um Ísland á hús- bílum og fellihýsum. Varla leið sú sumarhelgi að þau legðust ekki í ferðalög með góðum vin- um og var hann mjög fróður um flesta landshluta. Síðar lá leiðin æ oftar til útlanda, gjarnan í skipulagðar bændaferðir og naut hann þeirra ferða einnig í botn. Árið 2008 kynntist Hrólfur Sigríði J. Gísladóttur og gengu þau samferða æ síðan. Þau ferð- uðust víða hér heima og erlendis og nutu efri áranna saman. Var hún honum einstök stoð og stytta í veikindum hans og stóð þétt við hlið hans allt til síðasta augnabliks. Hin síðari ár hvarflaði hugur Hrólfs æ meira til æskustöðv- anna í Þistilfirði og skrapp hann norður öll sumur á meðan heils- an leyfði. Svæðið við Vatnsenda, gangnamannaskála bænda í Álandstungu, var að hans mati fallegasti staður í heimi. Útför Hrólfs fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 31. júlí 2020, og hefst athöfnin kl. 13. Þór Emilsson, börn þeirra eru Sunna Rut og Fannar Þór og börn Sunnu Rut- ar, Fanndís og Ylva. 2) Smári, f. 1974, maki Elísabet Hrund Salvars- dóttir, börn þeirra eru Birkir Jan og Aneta Ösp. Hrólfur fór snemma að heiman og vann ýmis störf svo sem við vegagerð, akstur flutningabíls, í vélsmiðjum og önnur verka- mannastörf. Síðustu 20 starfs- árin starfaði hann sem umsjón- armaður fasteigna við Háskóla Íslands og hafði mikla gleði af því starfi sem og samstarfsfólki sínu. Hann og Gréta hófu búskap sinn í Drápuhlíð í Reykjavík, stöldruðu við á Þórshöfn um nokkurra mánaða skeið og fluttu þá í nýja íbúð sína í Hafn- arfirði. Þau byggðu svo einbýlis- hús á Álftanesi þangað sem þau fluttu árið 1980 og bjuggu í 19 Hér við okkar fagra fjörð í friðsæld búum við og hvergi fann ég frjórri mold né fiskisælli mið. Í fjarska stendur forn og traustur fjallahringur vörð. Við unnarsteina aldan hjalar, angar gróin jörð. Stundum líka byltist brim við brúnaþunga strönd. Fara undir fönn og klaka fögur heiðalönd. Eflir bara okkar vilja öskunorðanhríð því alltaf kemur aftur vor og aftur betri tíð. Svo er kemur sumarnóttin seiðandi og hlý er svo gott að vaka og vera vinur þinn á ný. Örar þá við ást og gleði ungu hjörtun slá því öllum vonum vængi gefur vorsins bjarta þrá. Við bláan sæ og bjartar nætur best ég uni mér. Allir mínir æskudraumar eiga rætur hér. Vættir góðar verndi og leiði vora ættarjörð og breiði sína blessun yfir byggð við Þistilfjörð. (Jóhannes Sigfússon) Þá er komið að kveðjustund hjartahlýja stríðnispúkans. Yndis- legar minningar lifa í óteljandi ýkjusögum með tilheyrandi hlátrasköllum og því að hafa notið ástar hans og umhyggju alla ævi. Góða ferð elsku pabbi. Hildur, Smári og fjölskyldur Hann Hrólfur, elskulegur mág- ur minn og vinur okkar, er látinn eftir erfið veikindi. Hann var góð viðbót við fjölskylduna okkar, maður Grétu systur minnar. Hrólfur var ótrúlega hress og skemmtilegur, hann hafði gaman af að segja sögur af ýmsum uppá- komum og bætti gjarnan við og kryddaði sögurnar aðeins. Við höf- um átt ótal skemmtilegar stundir saman, ferðast um landið þvert og endilangt, ásamt góðum ferða- félögum, margar eftirminnilegar. Hrólfur fór gjarnan í gönguferðir á morgnana þar sem við gistum á tjaldstæðum og hitti ótrúlegasta fólk til að spjalla við. Eitt sinn fór- um við á æskuslóðir pabba okkar Grétu á Þingeyri. Þá fór Hrólfur á morgungöngu, kom svo og vakti okkur systur og sagði okkur að dressa okkur upp í sparigallann, hann væri búinn að finna frænda okkar sem við hefðum aldrei séð og vildi hann hitta okkur og urðu þar fagnaðarfundir. Gréta lést árið 2007 og var það þungbært fyrir Hrólf og fjölskyld- una. En lífið heldur áfram og eftir lát Grétu kynntist hann yndislegri konu, Sigríði Gísladóttur. Urðu þau góðir vinir og félagar og áttu mörg góð ár saman, fóru í ferðir innanlands og utan og voru einnig í félagstarfi eldri borgara og hefur hún reynst Hrólfi einstaklega vel í erfiðum veikindum. Elsku Sigga, Hildur, Ragnar, Smári, Elísabet, barnabörn og litlu langafabörnin. Innilegar samúðar- kveðjur til ykkar. Kvöldstjarnan skín inn um gluggann minn glatt. Gamlar minningar ljóma. Fiðrildin svífa í kvöldsins kyrrð, eða kúra á milli blóma. (Elín Eiríksdóttir frá Ökrum) Elsku mágur og vinur, við ósk- um þér góðrar ferðar í Sumarland- ið. Eyrún og Eiríkur. Kær bróðir og traustur vinur, Hrólfur Ragnarsson, lést þann 23. júlí sl. Minningarnar eru ljúfar og skemmtilegar. Hrólfur sýndi ávallt hlýju og tillitssemi í sam- skiptum, var afar raungóður, tryggur æskustöðvunum og kom á hverju sumri til okkar í sveitina. Það var alltaf mikil tilhlökkun að fá fjölskylduna í heimsókn, Hrólf, eiginkonu hans Grétu Jó- hannsdóttur og börn þeirra. Þá var glatt á hjalla, Hrólfur var mik- ill sögumaður, fyndinn og gaman- samur. Sambandið milli bræðr- anna var afar kært og styrktist enn frekar eftir því sem árin liðu. Hann gat verið stríðinn og uppá- tækjasamur, hafði t.d. gaman af því í æsku að skjóta yngri bróður sínum skelk í bringu en alltaf á góðlátlegan hátt og bar því þá við að hann væri að herða hann og ala upp. Hrólfur fylgdist grannt með sauð einum sem Skúli hafði gefið honum fyrir nokkrum árum, gant- aðist með að nú væri hann orðinn sauðfjárbóndi og hafði sterkar skoðanir á því hvernig hugsað var um Eitil, en svo nefndist sauður- inn. Hann kom oft í göngur á haust- in á Álandstungu og rifjaði þá upp liðna tíma í sveitinni. Systkinahóp- urinn var stór, ellefu börn þegar heimilisfaðirinn féll frá, þá aðeins 45 ára gamall. Lögðust systkinin á eitt við að aðstoða móður þeirra við bústörfin. Sterkt samband var alla tíð á milli þeirra þótt þau væru dreifð um landið og hafa þau hald- ið góðu og nánu sambandi í gegn- um árin. Þá sýndi Hrólfur unga fólkinu á Ytra-Álandi alltaf mikinn áhuga, spurðist fyrir um það reglulega og myndaði við það góð tengsl. Hrólfur var hálfgerður frum- byggi á Álftanesi, byggði þar glæsilegt hús þar sem hann bjó lengi með fjölskyldu sinni en fyrri kona hans, Gréta Jóhannsdóttir, lést árið 2007. Hrólfur var einstakt snyrtimenni og átti alltaf mjög fal- legt heimili. Oft liðsinnti hann okkur þegar við komum til Reykjavíkur og tók þá afar vel á móti okkur. Síðasta heimsókn Hrólfs hér í Ytra-Áland var í fyrrasumar ásamt Sigríði Gísladóttur sam- býliskonu hans sem reyndist hon- um mjög vel. Þá var heilsan farin að gefa sig en sami léttleikinn og gleðin fylgdi honum ávallt. Fórum við saman í skemmtiferð og nutum ferðalagsins vel. Ekið var um Vopnafjörð, Mývatnssveit og ná- grannabyggðarlög og komið víða við. Hrólfur naut sín, var glaður og þakklátur fyrir að geta farið í þetta ferðalag sem var hans síðasta ferð um æskustöðvarnar. Við kveðjum Hrólf með þakk- læti og söknuði og vottum fjöl- skyldunni allri, börnum hans og sambýliskonu innilegustu samúð- arkveðjur. Bjarnveig og Skúli. Árið 1994 flutti lyfjafræðideild Háskóla Íslands í nýtt húsnæði að Hofsvallagötu 53 í Reykjavík. Þar tók á móti okkur nýskipaður hús- vörður, Hrólfur Ragnarsson, bros- hýr og kátur. Það kom fljótt í ljós að Hrólfur var ekki neinn venju- legur húsvörður. Að vísu gætti hann húss og eigna Háskólans af stakri kostgæfni en hann gerði einnig miklu meira. Hann gerði oft við bilanir í ýmsum rannsóknar- tækjum starfsmanna og öðrum búnaði sem auðveldaði okkur starfið og létti okkur lífið. Hann hjálpaði okkur þegar bilanatíðni gömlu bílanna okkar gerði okkur lífið leitt og hjálpaði okkur að velja nýja þegar þeir gömlu gáfust upp. Hann létti lund okkar með hnyttn- um tilsvörum og gamansögum. Hann hélt áfram að þjóna okkur utan vinnutíma svo sem í hlutverki barþjóns á sumargleði starfs- manna. Hrólfur mætti til vinnu snemma á morgnana, langt á und- an öðrum starfsmönnum, til að undirbúa komu starfsmanna og nemenda. Það kom fyrir að ég mætti litlu á eftir Hrólfi og þá gafst okkur stundum tími til að drekka saman kaffi áður en kennsla hófst. Það var gott að sitja með Hrólfi og hefja daginn með léttu spjalli um daginn og veginn. Hrólfur var sannkallaður gleði- gjafi. Blessuð sé minning hans. Þorsteinn. Hrólfur Ragnarsson ✝ Steinar Val-berg fæddist í Reykjavík 12. mars 1962. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 8. júlí 2020. Foreldrar hans eru Eygló Reynis- dóttir, f. 21.4. 1939, og Haukur Eyþórs- son, f. 18.10. 1929, d. 26.1. 2015. Systkini Steinars föðurmegin eru Gunnlaugur Þór Hauksson, f. 1951, Þorgeir Hauksson, f. 1952, Eiríkur Rúnar Hauksson, f. 1954, Svanur Líndal Hauks- son, f. 1955, Kolbrún Líndal Hauksdóttir, f. 1957, Hafdís Hauksdóttir, f. 1957, Sævar Lín- dal Hauksson, f. 1960, og Guð- mundur Ingi Hauksson, f. 1970. Systir móðurmegin er Ingigerður Eyglóardóttir, f. 1970. Steinar var í sambúð með Önnu Þóru Guðbergs- dóttur, f. 1967. Börn þeirra eru: 1) Eyrún Eva, f. 15.12. 1990. Dóttir hennar er Íris Ósk Hall- dórsdóttir, f. 20.7. 2018. 2) Eyþór Örn, f. 26.5. 1997. Steinar og Anna Þóra slitu sam- vistum. Steinar ólst upp á Mjósyndi í Villingaholtshreppi en flutti til Þorlákshafnar 1976 og bjó þar til dauðadags. Lengst af starfaði Steinar sem vélstjóri í landi. Útför Steinars fór fram í kyrrþey 18. júlí 2020. Elsku pabbi minn. Við áttum margar stundir saman sem ég mun aldrei gleyma. Þú varst einstaklega hlýr, góður og klár og hafðir alltaf svör við öllu. Ég er svo þakklát fyrir allar minningarnar. Þú varst alltaf að leiðbeina mér og segja mér hvernig ég ætti að vera og hvernig ég ætti ekki að vera. Við spjölluðum mikið saman um lífið. Við fórum í bíltúra og þú sagðir mér margar sögur frá því að þú varst ungur. Þú kenndir mér að vinna fyrir hlutun- um, vera skynsöm og hafa trú á sjálfri mér. Þú varst okkur systk- inum stoð og stytta; ef okkur vant- aði ráð eða aðstoð varstu alltaf tilbúinn að aðstoða okkur. Þú varst duglegur og sterkur maður, sem tókst öllu létt. Þú varst mjög hand- laginn og gast gert allt sem þér datt í hug. Þú varst yndislegur afi og besti pabbi í heiminum. Það er svo sárt að þú sért farinn. Allar þær minningar sem ég á um þig ætla ég að varðveita í hjartanu um ókomna tíð. Núna sé ég þig í draumum mín- um. Ég elska þig pabbi minn. Þín dóttir, Eyrún Eva. Steinar Valberg HINSTA KVEÐJA Sorgin er mikil hjá öllum hér. Hvað verður um hann Steinar, sem flýgur og heiminn sér. Hann fór héðan og kvaddi, tíma hans var lokið hér. Fer hann nú til himna, sem betri jarðvist er. Góður maður var hann, duglegur og snjall. Þakklát að hafa þekkt hann, takk fyrir allt. Ingunn Guðnadóttir. Ástkær móðir okkar, amma og langamma, ANNA SÓLBJÖRG JÓNASDÓTTIR Lilla, lést á dvalarheimilinu Jaðri, Ólafsvík, 23. júlí. Verður jarðsungin frá Ólafsvíkurkirkju þriðjudaginn 4. ágúst klukkan 14. Garðar Rafnsson Guðrún Pétursdóttir Lydia Rafnsdóttir Hjálmar Kristjánsson Svanur Rafnsson Gabriela Morales ömmubörn og langömmubörn Móðir mín, UNNUR ELÍASARDÓTTIR andaðist í Brákarhlíð mánudaginn 27. júlí. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju 5. ágúst klukkan 15. Þökkum auðsýnda samúð. Kristján Jóhannsson og fjölskylda KRISTJÁN PÁLSSON loftskeytamaður og rafeindavirki, Uppsalavegi 21, Húsavík, lést þriðjudaginn 28. júlí. Útför hans fer fram frá Húsavíkurkirkju föstudaginn 7. ágúst klukkan 14. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu verður athöfninni streymt í gegnum Facebook-síðu kirkjunnar. Rannveig Benediktsdóttir Arnar Már Sigurðsson Heiður Hjaltadóttir Páll Kristjánsson Hjördís Bergsdóttir Kári Kristjánsson Sunna Jónsdóttir og fjölskyldur „Það er komið fol- ald!“ voru upphafs- orð Magnúsar í okk- ar hinsta símtali daginn fyrir andlát hans. Hann tilkynnti að síðasta hryssan í stóði mínu væri köstuð. Hann hafði sívakandi auga fyrir öllu sem bar til í umhverfi sínu. Símtalið var ekki langt í þetta skiptið. Eftir nokkuð spjall spurði ég hvernig staðan væri í sveitinni. „Hér er allt í blóma. Gróðrartíð og grasið sprettur.“ Að því sögðu kvaddi Magnús mig: „Vertu blessaður, væni minn.“ Ekki óraði mig fyrir því að þetta væri síðasta samtal okkar Magga. Kynni okkar voru löng og góð. Fyrst í fiskinum í Þorláks- höfn og síðar í sveitinni, í Flögu. Þar var hans staður. Hvergi leið honum betur en í stússi við eða spjalli um búskap að fornu og nýju. Ekki má gleyma landsmála- spjallinu. Þar voru skoðanir hans skýrar og einbeittar og ekkert rósamál talað. Talsmaður frelsis, bæði einstaklingsins og athafna hans, að ógleymdum eignarréttin- um. Ekkert mál var samt svo al- varlegt eða mikilvægt að ekki mætti lauma þar inn einhverju háði eða skemmtilegum glósum. Þá gilti einu hver varð fyrir skeyt- inu, hann sjálfur eða viðmæland- inn. Svo fylgdi dillandi hlátur. Magnús Brynjólfsson ✝ Magnús fædd-ist 2. mars 1952. Hann lést 7. júlí 2020. Útförin fór fram í kyrrþey. „Þú verður að fara að hægja á þér. Stoppa meira í sveit- inni og spjalla. Þessi sífelldi sprettur á þér getur ekki verið góður fyrir heilsuna. Hann tætir þig upp!“ sagði Maggi eitt sinn við mig þegar hon- um ofbauð hvellur- inn á mér og hvað ég gaf mér lítinn tíma til að sinna sveitastörfunum. „En náttúrulega er eitt gott við það,“ bætt’ann kíminn við: „Þegar mað- urinn með ljáinn kemur til þín þá segir þú bara: „Ég má ekkert vera að þessu“ og rýkur í burtu!“ Lífið er ekki alltaf sanngjarnt þótt það sé yfirleitt skemmtilegt. Það er til að mynda ekki sann- gjarnt að maðurinn með ljáinn hafi lagt Magga að velli langt fyrir aldur fram en hins vegar afar skemmtilegt að fá að kynnast hon- um, hlusta á allar hans góðu ráð- leggingar og hvatningarorð, þiggja vináttu hans, hjálpsemi og velvild. Fyrir það er ég þakklátur. Og er ekki bara táknrænt fyrir lífið og tilveruna að nýtt líf kvikni að morgni og annað kveðji að áliðnum næsta degi? Slík hringrás er vissulega eðlileg þótt ekki sé hún alltaf sanngjörn. „Við því er ekkert að gera, góði minn, svona er það bara,“ gæti ég ímyndað mér að Maggi hefði sagt með sínu rólega yfirbragði. Ég votta fjölskyldu Magnúsar Brynjólfssonar mína dýpstu sam- úð við fráfall hans. Sigurgeir B. Kristgeirsson Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.