Morgunblaðið - 31.07.2020, Síða 22

Morgunblaðið - 31.07.2020, Síða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 2020 Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9:30-12:30, nóg pláss. Kaffispjall í setustofunni kl. 10-11. Sumarhópurinn verður með PARTÝBINGÓ kl. 13:30 í Bólstaðarhlíð, veglegir vinningar. Spjaldið kostar 350 kr. Nán- ari upplýsingar í síma 411-2702. Allir velkomnir. Árskógar Hádegismatur kl. 11:30–13. Allir velkomnir í Félagsstarfið, sími 411-2600. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Blöðin, kaffi og spjall kl. 8:50. Frjálst í Listasmiðju kl. 9-16. Hreyfiþjálfun með sjúkraþjálfara kl. 10:30- 11:30. Hádegismatur kl. 11:30-12:30. Síðdegiskaffi kl. 14:30. Lokað mánudaginn 3. ágúst. Við vinnum áfram eftir samfélagssáttmálanum, þvo og spritta hendur, virða 2 metra regluna. Allir velkomnir óháð aldri og búsetu. Nánari upplýsingar í síma 411-2790. Garðabær Jónshús, félags- og íþróttastarf, s. 512-1501. Opið í Jóns- húsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl. 8:30-16. Hægt er að panta hádegismat með dags fyrirvara. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt frá kl. 13:45-15:15. Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10. Gerðuberg Kl. 8:30-16 opin handavinnustofa, kl. 10-12 prjónakaffi. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8:30-10:30. Hreyfi- þjálfun með sjúkraþjálfara kl. 9:30. Snjalltækjaaðstoð kl. 10:30-11:30. Bingó kl. 13:15. Korpúlfar Sundleikfimi í Grafarvogssundlaug kl. 9 í dag og göngu- hópar leggja af stað frá Borgum kl. 10 í dag, mismunandi styrkleikar. Opið í Borgum frá kl. 8-16, frjálst opið félagsstarf. Dansleikfimi kl. 14 í Borgum í dag. Hádegisverður hefst kl. 11:30 og kaffihúsið opnar kl. 14:30 en heitt á könnunni alla daga. Hjartanlega velkomin í Borgir, þar sem gleðin býr. Samfélagshúsið Vitatorgi Í dag byrjum við daginn á hressandi dansleikfimi kl. 9:30 og spjallhópur hittist í handverksstofu í morgun- kaffi. Á Vitatorgi verður hreyfiteymið með jafnvægisþjálfun kl. 13 og vöfflukaffið verður á sínum stað. Verið velkomin til okkar. Samfélagshúsið Vitatorgi Í næstu viku, þriðjudaginn 4. ágúst og fimmtudaginn 6. ágúst verður haldið framhaldsnámskeið í tæknilæsi þar sem haldið verður áfram kennslu á spjaldtölvur. Kennsla á Andr- oid-stýrikerfi verður frá kl. 9-12 og kennsla á Apple-stýrikerfi frá kl. 13-16. Skráning er nauðsynleg, og fer fram í síma 665-7641, en frítt er á námskeiðið. Seltjarnarnes Dagskráin í dag föstudaginn 31. júlí: Kl. 10:30 kaffi- spjall í króknum. Kl. 11 leikfimi í salnum á Skólabraut. Kl. 13:30 sam- söngur á skólabraut. Kl. 14 spurningagleði og samvera á Skólabraut. Hlökkum til að sjá ykkur. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–14. Heitt á könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30–12.15, panta þarf matinn daginn áður. Bíó kl. 13 (verður í boði með auglýsingu í Selinu). Velkomin. Síminn í Selinu er 568-2586. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu sumarhúsahverfi í landi Vaðness í Grímsnes- og Grafnings- hreppi . Allar nánari upplýsingar gefur Jón í síma 896-1864 og á facebook síðu okkar vaðnes-lóðir til sölu. Húsviðhald Hreinsa þakrennur, laga ryðbletti á þökum og tek að mér ýmis smærri verk. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com ✝ Valborg RakelGunnarsdóttir fæddist á Hauga- nesi 2. mars 1939. Hún lést í Lög- mannshlíð 21. júlí 2020. Foreldrar henn- ar voru Helga Jóns- dóttir, f. 1. júlí 1907, d. 31. mars 1987, og Gunnar Níelsson, f. 1. desember 1905, d. 5. október 1980. Systkini Val- borgar: Níels Kristinn, d. 6. ágúst 1997, Petrea Jenný, Hall- dór Kristbjörn, d. 20. september 1993, Helga Sigurbjörg og Gunnborg Hugrún. Árið 1957 giftist Valborg Kristjáni Halldóri Jenssyni frá Stærra-Árskógi, f. 1. janúar 1930, d. 30. október 1977. Synir þeirra eru: 1) Gunnar Helgi, f. 18. júlí 1957, maki Ingibjörg Tómasdóttir, f. 11. júní 1950 og eiga þau tvo syni: Níels Halldór, f. 15. febrúar 1990 og á hann tvo syni, og Val Borgar, f. 12. maí 1992. 2) Jens Óli, f. 16. nóv- ember 1959, d. 16. mars 2011. Hann var kvæntur Önnu Guðrúnu Ásgeirs- dóttur, f. 20. mars 1973, og eiga þau tvö börn: Sigrúnu Jennýju, f. 14. júní 1994, maki Ómar Jónsson og eiga þau tvo syni, og Jens Krist- ofer Buck, f. 31. janúar 2002, maki Eva Dís Halldórsdóttir. Fyrir átti Jens Óli tvö börn: Kristján Halldór, f. 17. sept- ember 1980, og á hann fimm börn og Rakel, f. 8. ágúst 1990, maki Tómas Már Pétursson og eiga þau tvær dætur. Seinni eiginmaður Valborgar var Sigtryggur Valdemarsson, f. 10. desember 1927, d. 22. mars 2014, hófu þau sambúð árið 1978 og giftu sig árið 2001. Börn Sig- tryggs eru: Svanhildur, f. 9. október 1957, maki Frosti Mel- dal og eiga þau þrjú uppkomin börn og þrjú barnabörn; Gunnar, f. 18. desember 1959, maki Rósa Ingibjörg Sveinbjörnsdóttir og eiga þau fjögur uppkomin börn og sex barnabörn. Valborg og Kristján bjuggu fyrstu árin sín saman á Hauga- nesi en árið 1961 fluttu þau bú- ferlum til Akureyrar. Bjuggu þau sér fallegt heimili og fram- tíðin blasti við þeim þegar Krist- ján féll skyndilega frá árið 1977. Valborg og Sigtryggur hófu bú- skap 1978 og alla tíð reyndist Sigtryggur Valborgu og hennar fjölskyldu vel. Valborg vann til fjölda ára á niðursuðu KJ & co. og við ræstingar. Eins og Val- borg orðaði það sjálf þá skiptu mennirnir hennar, synir, tengda- dætur, barnabörn og barna- barnabörn hana mestu máli því ekki var hún virk í félagsmála- stússi. Valborg var mjög náin systrum sínum og ríkti mikill kærleikur þeirra á milli. Útför Valborgar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 31. júlí 2020, og hefst athöfnin klukkan 13:30. Í dag kveð ég mína yndislegu tengdamóður, hana Völlu, með þakklæti í hjarta og minningarn- ar fljúga í gegnum huga minn. Margs er að minnast og eru það forréttindi að hafa kynnst Val- borgu og Sigtryggi. Þau voru bæði gull af manni svo ekki sé minnst á hversu miklir visku- brunnar þau voru. Það er ég viss um að Valla er farin að taka til hendinni í sumarlandinu því henni féll sjaldan verk úr hendi. Hún var dugnaðarforkur og úr- ræðagóð og það var alltaf gott að leita til hennar með alla hluti því maður kom aldrei að tómum kof- unum og hafði hún alltaf ráð við öllu. Verkin hennar voru fjöl- breytt, allt frá því að pússa kop- ar, steikja soðið brauð og kleinur í bílskúrnum, prjóna sokka eða rækta fallega garðinn sinn. Það er táknrænt að setjast nið- ur og skrifa um elsku tengda- móður mína á þessum tíma árs þegar uppáhaldstími hennar er rétt handan við hornið. Hún hreinsaði hugann ein úti í móa að tína ber í ágústmánuði ár hvert og á meðan heilsan leyfði og var því endurnærð þegar kom að kartöfluupptöku. Hún vissi fátt skemmtilegra en að vera skítug upp fyrir haus og skríðandi á fjór- um fótum að taka upp kartöflur og ekki skemmdi fyrir að hafa með sér góðar vinkonur og lögg í pela. Ég á Völlu margt að þakka því alltaf var hún til staðar fyrir mig og börnin mín, sem eiga margar yndislegar minningar með henni í Lerkilundi. Amma Valla var dugleg að sinna barna- börnunum og minnisstæðast er grautur í hádeginu á laugardög- um, amma bakaði ótal pönnu- kökur í gegnum árin, skrapp nokkrar ferðir í jólasveina- brekkuna að tína golfkúlur og síðast en ekki síst var skemmti- legast að skreppa með ömmu og afa á Hauganes í fjöruna og svo í kaffi til Geggu frænku sem átti alltaf kandís. Ég er uppfull af þakklæti í garð Völlu, hún var mér svo kær og góð tengdamóðir. Ég leit upp til hennar því hún var mér mikil fyrirmynd og einstök vinkona sem ég gat alltaf leitað til. Þeg- ar Jenni minn lést reyndust þau Sigtryggur okkur fjölskyldunni vel og verð ég þeim ævinlega þakklát. Elsku Valla mín, takk fyrir allt. Ég mun sakna þín og hugsa til þín alla daga. Þín Anna tengdadóttir. Anna Guðrún Ásgeirsdóttir. Valborg Rakel Gunnarsdóttir HINSTA KVEÐJA Hlýjar kveðjur. Til þín ég hugsa, staldra við. Sendi ljós og kveðju hlýja. Bjartar minningarnar lifa ævina á enda. Elsku amma mín, takk fyrir allt. Þinn Jens Kristofer (Dolli litli). ✝ SigríðurÓlafía Björg- vinsdóttir fæddist á Víðilæk í Skrið- dal 16. janúar 1934. Hún and- aðist á hjúkr- unarheimilinu Dyngju á Egils- stöðum 7. júlí 2020. Foreldrar henn- ar voru Níels Björgvin Sigfinnsson, bóndi á Víðilæk, og Aðalbjörg Metúsalemsdóttir Kjerúlf hús- freyja. Sigríður átti 11 systk- ini. Maður Sigríðar var Ingi Jón Ármannsson, f. 16.12. 1941. Börn Sigríðar eru: 1) Björgvin Víðir Guðmundsson, f. 31.3. steinsdóttir, börn þeirra eru Jón Vilberg, Hrafntinna Heið- ur og Sigrún Lóa, b) Björg- vin, f. 6.6. 1992, sambýliskona Andrea Birna Aðalsteins- dóttir, c) Katrín Dóra, f. 5.3. 1999. 3) Erla Bryndís Inga- dóttir, f. 12.1. 1966, sambýlis- maður Jón Grétar Traustason, f. 9.3. 1963, börn Erlu úr fyrri sambúð með Hannibal Óskari Guðmundssyni, f. 30.3. 1968, eru a) Ása Karen, f. 16.7. 1990, b) Unnsteinn Ingi, f. 25.8. 1993, c) Ólafía Anna, f. 2.10. 1995, d) fóstursonur Lúkas Nói, f. 29.5. 2004. 4) Ármann Elvar Ingason, f. 27.9. 1973. Sigríður bjó á Víðilæk til ársins 1973, en þá fluttu þau Ingi í Egilsstaði. Þau slitu samvistum 1993. Sigríður var síðast til heimilis á Álfatröð 3a, Egilsstöðum. Útför Sigríðar fór fram í kyrrþey 15. júlí 2020 frá Þingmúlakirkju að hennar ósk. 1958, maki Sólveig Sigríður Sigurð- ardóttir, f. 23.11. 1961, börn þeirra eru a) Sigurður Freyr, f. 29.6. 1981, maki Alma Rut Þorleifsdóttir, börn þeirra eru Halldór og Sóllilja, b) Lilja Karen, f. 18.3. 1988, sam- býlismaður er Ár- sæll Guðmundsson, c) Almar Ingi, f. 6.11. 1990, sambýlis- kona Hrafnhildur Benedikts- dóttir, barn þeirra er Dagmar Rós. 2) Sigrún Aðalbjörg Inga- dóttir, f. 21.8. 1964, maki Jón Kristinn Jónsson, f. 30.6. 1960, börn þeirra eru a) Hjálmar, f. 21.9. 1986, maki Bergrún Haf- Leiðir okkar Siggu lágu sam- an í gegnum drengina okkar Elvar og Axel en fjölskyldurnar bjuggu báðar í Tjarnarlöndun- um á Egilsstöðum á áttunda áratugnum. Við á númer 13 og þau á númer 17. Elvar og Axel náðu vel saman og urðu bestu vinir enda jafnaldrar sem fannst fátt skemmtilegra en að sparka í bolta. Þeir fóru mikið á milli heimilanna tveggja og oft var matur í boði fyrir drengina. Elvar var yngstur í systkina- röðinni en Axel fyrsta barn okkar hjóna og stundum kom það skemmtilega fram t.d. þeg- ar Elvari var boðið í pítsu en þann mat hafði hann aldrei smakkað fyrr. Axel fékk að fylgja Elvari eftir að skóla lauk á daginn því engin gæsla var í boði fyrir skólabörn á þeim tíma. Kynni okkar Siggu þróuð- ust áfram og það var auðsótt að leita til hennar þegar okkur vantaði gæslu fyrir Þóru dóttur okkar nokkrum árum síðar. Hún sinnti Þóru á aðdáunar- verðan hátt og sambandið okk- ar á milli varð mjög sterkt og traust. Sigga kom alltaf í af- mæli Þóru á hverju ári en ann- ars var hún lítið að fara á milli húsa á Egilsstöðum. Hún var mjög nægjusöm og átti sú nægjusemi líka við um félagslíf- ið. Hún fór til vinnu og heim aftur og til stelpnanna sinna og Víðis, oftar en ekki til að gæta barna þeirra og aðstoða við heimilishaldið. Eftir að við fjöl- skyldan fluttum suður árið 2001 breyttust samskiptin en þegar Sigga kom suður kom hún yf- irleitt til okkar og við fórum aldrei á Egilsstaði án þess að koma við hjá Siggu. Hún hafði alltaf samband símleiðis á að- fangadag og sagði sjálf að jólin kæmu ekki ef hún heyrði ekki í okkur. Okkur brá í brún síðustu jól þegar ekkert símtal barst frá Siggu. Við eftirgrennslan kom í ljós að hún var þá komin á sjúkrahús og orðin talsvert veik. Síðustu vikurnar dvaldi hún á Dyngjunni hjúkrunar- heimili á Egilsstöðum og heim- sótti Berta hana þangað. Þar var hún umvafin hlýju frá góðu starfsfólki og í notalegu um- hverfi. Það sást að ekki væri langt í að hún myndi kveðja þessa jarðvist en það sat í minni okkar þegar þær Berta hittumst í næstsíðasta sinn og hún sagði með miklu æðruleysi að hún hræddist ekki dauðann. Hann kæmi bara þegar hann ætti að koma. Okkar innileg- ustu samúðarkveðjur sendum við til barna og afkomenda Siggu en eftir stendur minn- ingin um sanna hvunndagshetju sem snerti hjörtu okkar á eftir- minnilegan hátt. Alberta Tulinius og Helgi Halldórsson. Sigga Björgvins eða Sigga barnapía eins og hún var gjarn- an kölluð á mínu heimili var al- veg spes. Hún passaði mig þeg- ar ég var pínulítil og óþolandi. Þegar ég fór út í vagn að sofa sat Sigga mín í úlpunni inni við eldhúsborðið og var snögg sem Lukku-Láki að bregðast við um leið og hljóð barst úr vagni. Ég var nefnilega barnið sem svaf lítið og agalega laust. Martröð barnapíunnar. Svo var mér yfir- leitt illt í maganum og mjög fýlugjörn. Samt elskaði Sigga mig og kvartaði aldrei undan mér eða yfir því að hafa þurft að sitja í úlpunni við gæslustörf á meðan aðrar barnapíur höfðu það kósí. Við héldum sambandi áfram eftir að hún hætti að vera barnapían mín því mamma féll líka fyrir Siggu. Ég var áfram alltaf velkomin í Tjarnar- löndin og Sigga, sem þekkti leiðina að hjarta barns betur en flestir, átti alltaf eitthvert góð- gæti handa mér. Besta rjóma sem ég hafði á ævinni smakkað fékk ég hjá Siggu og var ég viss um að hún kynni að galdra því rjóminn var svo góður. Seinna sagði hún mér að hún hefði sett smá sykur og vanillu í rjómann en töfrarjómann hjá Siggu hef- ur enginn toppað. Þegar ég stækkaði kom auðvitað ekkert annað til greina en ég gerðist barnapía hjá dætrum Siggu, Sigrúnu og Erlu, og tengslin við fjölskylduna héldust áfram sterk. Sigga var með frábæran persónuleika, hláturmild og með öðruvísi en svo skemmti- legan húmor. Hún var dásam- lega hlý og vildi allt fyrir alla gera en setti sjálfa sig yfirleitt ekki ofarlega á forgangslistann. Hún var nægjusöm og þótt henni þætti mjög gaman að spá í landafræði og lönd yfir höfuð hafði hún enga þörf fyrir að fara í heimsreisu eða á flakk er- lendis. Hún var bara sátt í litlu íbúðinni sinni við Álfatröðina sem hún bjó í seinni árin og var ánægð ef hún átti kjötsúpu og jafnvel kleinur í frysti til að bjóða fólkinu sínu ef það kom í heimsókn. Þrátt fyrir að lengra liði á milli þess sem við hitt- umst eftir að við fjölskyldan fluttumst til Reykjavíkur fylgd- ist Sigga alltaf með okkur og kom í heimsókn þegar hún kom í bæjarreisu til Víðis og Siggu. Það var alltaf yndislegt að fá koss og knús frá Siggu og hlæja með henni að því sem hún sagði, skoðunum hennar á hinu og þessu. Hún sagði svo oft: „Mér finnst þetta bara og mér er alveg sama hvað öðrum finnst um það!“ Svo hló hún sín- um ljúfa og dillandi hlátri. Hún kom líka í brúðkaupið okkar Þorkels árið 2011 og var að sjálfsögðu heiðursgestur. Hún hló og skemmti sér manna best en þegar hún var spurð eftir brúðkaupið hvernig henni hefði fundist sagði hún: „Ég heyrði lítið sem ekki neitt en hún Sigga Pella sem sat hjá mér hló svo mikið og oft að ég skemmti mér stórvel. Þetta hefur örugg- lega verið mjög skemmtileg veisla!“ Það er komið að leið- arlokum hjá okkur Siggu og eftir stendur þakklæti fyrir alla gæskuna, hlýjuna, gjafmildina og þrautseigjuna sem hún sýndi í okkar samskiptum. Sigga var lítil en samt svo stór. Hún var stór persóna og mun aldrei gleymast. Elsku Víðir, Sigrún, Erla og Elvar og fjölskyldur, ég sendi ykkur mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Þóra Magnea Helgadóttir. Sigríður Ólafía Björgvinsdóttir Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um for- eldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.