Morgunblaðið - 31.07.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.07.2020, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 2020 50 ára Svala er Vest- mannaeyingur en býr í Kópavogi. Hún er iðju- þjálfi og sjúkraliði að mennt og er iðjuþjálfi í Kópavogsskóla. Maki: Jón Friðrik Birgis- son, f. 1966, inn- kaupastjóri hjá Verkfærasölunni. Börn: Sigurður Árni, f. 1998 og tvíburarnir Dagbjört Hildur og Bergdís Fjóla, f. 2004. Stjúpbörn eru Ingibjörg Ósk, f. 1992, Birg- itta Saga, 1994, og Kristófer Orri, f. 2002. Foreldrar: Sigurður Rafn Jóhannsson, f. 1951, starfsmaður Vegagerðarinnar, og Margrét Runólfsdóttir, f. 1949, fv. versl- unarmaður. Þau eru búsett í Reykjavík. Svala Helga Sigurðardóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú þarft að vera óhræddari við að láta ljós þitt skína. Skoðaðu málið vand- lega svo þú hafir það á hreinu. 20. apríl - 20. maí  Naut Nú þarf að hefja viðræður og kom- ast að samkomulagi. Hertu upp hugann því nú hefurðu allt að vinna og engu að tapa. 21. maí - 20. júní  TvíburarMiklar breytingar eru í vændum, nýtt starf eða búferlaflutningar. Taktu hlutina skref fyrir skref og gakktu eins vandlega frá þeim og þér er unnt. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Spennan sem felst í því að ná sambandi við nýja manneskju liggur loft- inu. Reyndu að hitta á þau sem eru líkleg- ust til að færa þér einhver skemmtilegheit. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Breytingar geta sett allt á hvolf, en þú hefur gott af þeim. Vertu líka viðbúinn því að aðrir komi þér á óvart. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Samskipti þín við foreldra fá aukið vægi á næstunni. Gakktu glaður til verka, því þú átt í vændum skemmtileg verkefni, sem gera kröfur til allra þinna hæfileika. 23. sept. - 22. okt.  Vog Dagurinn hentar vel til að ganga frá fjármálum, samningaviðræðum og við- skiptum. Taktu bara einn hlut fyrir í einu. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Ef þú hefur viljað breyta til í lífi þínu þá er þetta rétti dagurinn til að fikra sig inn á nýjar brautir. Hafðu í huga að þótt aðrir séu óánægðir þarft þú ekki að vera það líka. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það kann eitt og annað að koma þér á óvart í dag. Fallegasta stund dagsins verður þegar uppgötvar eitthvað alveg nýtt. 22. des. - 19. janúar Steingeit Einstaklingar í merkinu ættu að vera tilbúnir að meðtaka breytingar og stuðla að stakkaskiptum í ákveðnum mál- um. Bættu það ærlega upp og byrjaðu á að biðjast afsökunar. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Líklegt er að vinkona þín vilji tala við þig í trúnaði í dag. Reyndu að kom- ast að því hvað það er og lagaðu það. 19. feb. - 20. mars Fiskar Vertu sjálfum þér trúr og reyndu ekki að gera þér upp skoðanir á mönnum og málefnum. Mundu að við uppskerum eins og við sáum. tengslum við viðskiptavini, meta þarf- ir þeirra og uppfylla væntingar. Ég kvaddi Melabúðina á síðasta ári og hef alltaf litið svo á að þegar einar dyr lokist opnist aðrar. Ég hef unnið að ýmsum verkefnum og er nú að skoða ýmsa möguleika hvað varðar seinni hluta starfsævi minnar.“ Hefur hlaupið 22 maraþon Friðrik er mikill hlaupagarpur, hefur hlaupið 22 maraþon víðs vegar um heiminn og er fyrsti Íslendingur- inn til þess að klára sex stóru mara- þonin í heiminum. „Og konan mín var fyrsta íslenska konan til að klára Firði eignaðist ég marga góða vini og samstarfsfólk sem ég er í góðu sam- bandi við. Svo þegar faðir minn 76 ára vildi setjast í helgan stein 2004 fékk hann mig enn á ný til liðs við Melabúðina. Ég hafði staðið vaktina í Melabúðinni fyrir pabba 1979, þegar hann keypti reksturinn, og vann þar meira og minna með skóla. Sextán árin hin síð- ari hjá mér í Melabúðinni voru skemmtileg og farsæl. Búðin festi sig í sessi sem sælkera- og hverfis- verslun. Mér fannst þá eins og í öðr- um störfum mínum gefandi og skemmtilegt að vera í nánum F riðrik Ármann Guð- mundsson er fæddur í Reykjavík 1960. „Ég ólst upp í austurbænum í Reykjavík og var Laugardalurinn vettvangur leikja og æskusprells. Var sumar í sveit á Kleifum í Gilsfirði sem ég heimsótti í sumar.“ Hann gerðist enda snemma víðförull, en hann fór tveggja ára með foreldrum sínum til Noregs og sigldi til Trínidad og Tóbagó, í gegnum Panamaskurðinn og til Japans. Hann vann sumarstörf við Sigöldu- og Hrauneyjarfossvirkjanir og fyrir Landbúnaðarráðuneytið á Kefla- víkurflugvelli, bæði í gömlu og nýju flugstöðinni. „Önnur sumur í æsku og með skólagöngu vann ég í Kjörbúð Vesturbæjar á Melhaga sem pabbi keypti 1964.“ Friðrik gekk í Vogaskóla, Lang- holtsskóla og Laugalækjarskóla. Hann lauk verslunarprófi frá Versl- unarskólanum og stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð 1982. Hann lauk BS-námi í hótel- og rekstr- arnámi frá University of Surrey 1990. „Eftir námið í Englandi og reynsl- una þaðan var ég svo lánsamur að vinna fyrir Tomma á Hard Rock Cafe. Þetta voru skemmtileg og jafn- framt lærdómsrík ár hjá Tómasi. Á Hard Rock-árum mínum sótti ég fjölda funda og þjálfun til Bandaríkj- anna og Englands. Það var skemmti- legt að kynnast þessum heimi og ekki hvað síst hversu stóran hluta varn- ingur og annað tengt vörumerkinu skipaði stóran sess í hugum fasta- gesta Hard Rock um allan heim.“ Á þessum árum var Amma Lú stofnuð, Hótel Borg endurreist og fyrsta bruggverksmiðja á veitingastað sett upp í Bjórkjallaranum (gömlu Ömmu Lú), en þessir staðir voru allir í eigu Tomma. „Síðan var ég framkvæmdastjóri í Firði – verslunarmiðstöð í Hafnarfirði og tók þátt í framkvæmdum sem fól- ust í því að byggja hana upp og koma henni á kortið sem góðum valkosti til að versla og eiga góðar stundir. Á framkvæmdastjóraárum mínum tókst að fylla húsið með verslunum og þjónustufyrirtækjum, en þetta er ei- lífðarbarátta. Á árunum mínum í þessi hlaup svo við erum fyrstu ís- lensku hjónin til að klára „The 6 Mar- athon Majors“. Hlaupin eru frábær útivera og félagsskapur og magnað að upplifa nýja staði á þennan hátt. Á stefnuskránni er að hlaupa í Ástralíu og á Suðurskautinu til að ljúka mara- þonum í heimsálfunum sjö. Ég nýt þess að hlaupa utanvegahlaup eins og Laugaveginn sem ég hljóp 2011 og Mont Blanc-maraþonið 2017 og er nýbúinn að hlaupa Fimmvörðuháls í góðra vina hópi.“ Meðal annarra áhugamála Friðriks eru laxveiði og hestamennska. „Flugustöngin er alltaf við höndina á sumrin. Ég var ásamt kærum fé- lögum einn af leigutökum Skógár í mörg ár og Þverá í Borgarfirði er heimsótt a.m.k. einu sinni á sumri. Ég er formaður í Upprekstrarfélag- inu Tófunni, sem er samtök um ís- lenska hestinn, náttúru landsins, úti- veru, söng og matarmenningu þar sem hver hefur sitt hlutverk. Auk minni viðburða er ávallt farið í stóð- réttir á haustin. Við erum líka í kajak- sportinu. Fjölskyldan er með nokkra vatnakajaka, en það er fátt skemmti- legra en að róa á lygnu vatni og njóta náttúrunnar. Afmælishelgina verðum við hjónin í Grímsey að skokka yfir heimskauts- Friðrik Ármann Guðmundsson, hótel- og rekstrarfræðingur – 60 ára Fjölskyldan Friðrik og Rúna ásamt dætrum sínum árið 2017. Sextugur hleypur á Súlur Hjónin Friðrik og Rúna á Fimm- vörðuhálsi nýverið. Hlaupagarpurinn Friðrik hleypur maraþon í Madagascar. Föstudaginn 29. júlí árið 1960 gengu þau Kristín Guðrúnar Torfadóttir og Brynjar Vilmundarson í hjónaband og áttu því 60 ára brúðkaupsafmæli í fyrradag. Þau hófu búskap í Keflavík sex árum fyrr, áttu orðið þrjár dætur þegar þarna var komið sögu en þegar yngsta dóttirin var skírð létu þau pússa sig saman í leiðinni. Athöfnin fór fram að loknum vinnudegi á heimili sr. Björns Jónssonar, undir súð í Stóra- Vatnsnesi í Keflavík. Auk skírnarbarns- ins, brúðhjónanna og prestsins var móðir Brynjars, Lára Guðmundsdóttir, viðstödd. Hjónin hafa búið í Keflavík allan sinn búskap. Börn þeirra eru Brynja, Lára, Guðlaug og Guðmundur Karl. Þau hafa eignast tólf barnabörn, barna- barnabörnin eru orðin sextán og það sautjánda væntanlegt í ágúst. Árnað heilla Demantsbrúðkaup 40 ára Inga er Hafn- firðingur, ólst upp í Hvaleyrarholti og býr þar. Hún er leikskóla- kennari að mennt og er aðstoðarleik- skólastjóri í Leikskól- anum Vesturkoti í Hafnarfirði. Maki: Brynjólfur Árnason, f. 1970, vél- virki í álveri Rio Tinto í Straumsvík. Börn: Sunna Dís, f. 2006, og Tinna Líf, f. 2008. Stjúpsonur er Aron Leó, f. 2002. Foreldrar: Ásdís Ingólfsdóttir og stjúp- faðir er Jón Gíslason. Þau eru búsett í Hafnarfirði. Inga Þóra Ásdísardóttir Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.