Morgunblaðið - 31.07.2020, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 31.07.2020, Qupperneq 28
Ljósmynd/Robert Workman Vígalegur Stuart Skelton í hlut- verki Parsifal, eftir Wagner. VIÐTAL Magnús Guðmundsson magnusg@mbl.is „Við Ása erum búin að vera saman í fimm ár eða frá því að við kynntumst þegar ég kom hingað til þess að syngja Peter Grimes á Listahátíð,“ segir ástralski hetjutenórinn Stuart Skelton og skælbrosir við tilhugs- unina. Fyrir ári gengu hann og Geir- þrúður Ása Guðjónsdóttir, fiðluleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands, í hjóna- band og eiga sitt heimili í Flórída í Bandaríkjunum. „Við vorum reyndar að átta okkur á því að við höfum aldrei verið jafn lengi óslitið saman og þessa síðustu mánuði,“ skýtur Ása inn og Stuart bætir við að það sé sönnun þess að eitthvað gott komi líka út úr þess- um undarlegu tímum. Öllu aflýst Þessa dagana búa þau í fallegri íbúð í Vesturbænum og kunna vel við sig en þetta eru undarlegir tímar í veröld alþjóðlegra óperusöngvara. „Ég var á sviði í London þann 13. mars og við upptökur með BBC-sinfóníunni helg- ina á eftir og Ása ætlaði að koma til mín. Við ætluðum að eiga viku saman í borginni en þá fóru lokanirnar að skella á með ógnarhraða.“ Stuart segir að þeim hafi með herkjum tekist að koma sér til Banda- ríkjanna og heim til Flórída þar sem þau dvöldu svo fram í maí. „Mér var orðið ljóst um miðjan apríl að mínu starfsári væri lokið. Það var búið að aflýsa tónleikaferð um Ástralíu, verk- efni í San Francisco, Barbican, Metro- politan-óperunni og fleira og fleira. Allt farið. Þetta er skelfilegt fyrir öll þessi hús sem eru ekki að fara að opna í bráð því áhorfendasalirnir taka þúsundir. Þetta er nógu erfiður rekstur fyrir fullu húsi svo það er ekki eins og það sé hægt að selja í fjórða hvert sæti því þá fer húsið lóðbeint á hausinn.“ Skelfilegt eyðileggingarafl Þegar leið á aprílmánuð ákváðu Stuart og Ása að drífa sig til Íslands. „Við áttuðum okkur á því að það væri mun vænlegra að vera í tveggja tíma fjarlægð frá Evrópu, auk þess sem Ása er að byrja að vinna í lok ágúst. Það var ekki auðvelt og ævintýri út af fyrir sig að komast hingað en það hafðist með flugvél sem flaug með þorsk til Bandaríkjanna og óperu- söngvara og fiðluleikara til Íslands,“ segir Skelton glettinn. „Við fórum auðvitað í sóttkví þegar við komum og höfum áfram reynt að gæta fyllstu varúðar og tillitssemi. En atvinnulega er þetta búið að vera eyði- mörk. Enda eru teljandi á fingrum annarrar handar þeir söngvarar í heiminum sem finna ekki fyrir efna- hagslegu áhrifunum af þessu. Stað- reyndin er að það er fullt af söngvur- um sem munu ekki komast í gegnum þetta og fullt af hljómsveitum og óp- eruhúsum sem munu þurfa að loka. Þetta er skelfileg og dapurleg til- hugsun.“ Söngurinn missti tilgang Spurður um að hvernig Stuart hafi tekist á við þennan tíma sem söngvari glittir í eilitla depurð í þessu annars glaðlega andliti. „Ég söng ekkert frá því í mars og fram á vor. Ekki eina nótu. Ég bara fann ekki þörfina og þannig var það með marga af mínum kollegum sem ég er búinn að vera í sambandi við. Söngurinn missti til- gang. Blessunarlega entist þessi tilfinning ekki, hvorki hjá mér né öðrum svo ég viti til, en fyrir mig breytti tilhugsunin um tónleikana á Sönghátíðinni í Hafn- arborg þessu ástandi en það var það eina sem ég var með á dagskránni og var ekki frestað. Þegar ég vissi að það yrði af þeim öðlaðist þetta allt aftur sinn tilgang og fyllti mig gleði. Ég ræddi við Matthildi Önnu, með- leikarann minn og hún sagði mér að margt af því sem ég ætlaði flytja væri íslenskum áhorfendum ókunnugt. Það gerði mig enn spenntari því þetta eru sönglög sem ég elska að flytja og hef tekið upp, auk þess sem þetta er tón- list sem fólk þarf að fá að heyra. En það besta af öllu var að mæta aftur til vinnu og búa til tónlist. Þetta var alveg dásamlegt.“ Krefur mig til þess að hugsa Tónleikarnir í Hafnarborg eru ekki eina verkefnið á Íslandi sem gleður Stuart sem hefur tekið að sér kennslu á haustönn við söngdeild Listaháskóla Íslands. Stuart segist ekki hafa feng- ist mikið við hefðbundna kennslu, einkum vegna tímaskorts, en hafi þó verið duglegur við að halda mast- erklassa. „Það er samt öðruvísi. Þar er þetta spurning um 20 mínútur fyrir framan kennarann og oftar en ekki er ég að segja það sama og er þannig ákveðinn stuðningur við þá. En núna verð ég í kennarasætinu, hitti nemendur reglulega og fæ tæki- færi til þess að fylgja hlutunum eftir. Ég er mjög spenntur fyrir þessu vegna þess að það er þroskandi fyrir listamenn að miðla reynslu og þekk- ingu. Ég hef tekið eftir því að í hvert sinni sem ég held masterklass hefur það gert mig að betri söngvara. Það þving- ar mig til þess að hugsa um það sem ég er að segja út frá minni eigin reynslu og aðstæðum hverju sinni. Ég hlakka því mikið til þess að takast á við kennsluna í haust.“ Argentínskur tangó Stuart ætlar líka að taka þátt í Listahátíð í Reykjavík með því að slást í lið með Tangóseptettnum Le Grand Tango. „Þetta verður í Gamla bíói sem verður sett upp eins og gam- aldags næturklúbbur með rúmt á milli borða og möguleikann á að fá sér drykk á meðan við erum að syngja og spila þessa dásamlegu tangótónlist. Það besta er að Ása er hluti af þessari frábæru hljómsveit og þetta verður í eitt af þeim fáu skiptum sem við fáum að vinna saman á tónlistarsviðinu. Þarna fáum við líka að vinna með tónskáldinu og bandoneonleikaranum Olivier Manoury, Eddu Erlends- dóttur píanóleikara og fullt af frábær- um tónlistarmönnum svo þetta er mikið tilhlökkunarefni. Reyndar lærði ég mína spænsku á Spáni og þarf því að vinna aðeins í argentínska framburðinum því ég vil að þetta hljómi eins og það á að gera. En fyrst og fremst á þetta eftir að verða svo skemmtilegt að við hrein- lega getum ekki beðið.“ Tækifæri í ástandinu Stuart segir tilhlökkunarefni mik- ilvæg vegna þess að það hafi verið erf- itt að horfa upp á eyðileggingarmátt veirunnar og alla þá óvissu sem hún leiðir af sér. „Ég hef velt því talsvert fyrir mér hvaða áhrif þessi óvissa á eftir að hafa á húsin þegar þau opna aftur. Fastlega geri ég ráð fyrir því að flest muni þau vera mjög varfærin í verkefnavali, það verður mikið um Mozart og Beethoven og svo fram- vegis, vegna þess að þau verða að vera viss um að áhorfendur skili sér. Það þýðir líka að það gæti orðið erfitt upp- dráttar fyrir tónlist sem stendur utan þessa kjarna sem er áhyggjuefni. En það felast líka tækifæri í þessu og ég held að það verði svigrúm fyrir nýja tónlist í smærri rýmum og ein- ingum, vegna þess að með því að fækka á sviðinu er hægt að fjölga í salnum. Annað er svo að stóru óperuhúsin í Bandaríkjunum eiga eftir lenda í vandræðum með að bjóða upp á stærstu stjörnurnar af þeirri enföldu ástæðu að það er ekki hægt að útvega vegabréfsáritanir og atvinnuleyfi. Þetta er eitthvað sem margir standa raunverulega frammi fyrir í dag. Óperuhúsin munu því þurfa að líta sér nær og í því eru fólgin stór tæki- færi fyrir unga og hæfileikaríka söngvara sem eiga það svo sannarlega skilið.“ Dálítið skrýtin vinna Spurður um hvers hann sakni mest þessa dagana, þagnar Stuart í dágóða stund og hugsar sig vel um. „Ég sakna vinnunnar. Að fara á fætur á morgn- ana, fara í sturtu, fá mér kaffi og fara svo á æfingu sex daga vikunnar. Í langan tíma hefur ekki verið tilefni til að fylgja þessari rútínu og ég sakna hennar. Og svo auðvitað tónlistarinnar. Að búa til tónlist og hlusta á samstarfs- fólkið, heyra það syngja og spila og deila með því því sem við gerum. Ég sakna þess. Þegar ég tók þátt í tónleikunum í Hafnarborg var langt um liðið frá því að ég hafði verið með fólki í herbergi að búa til tónlist. Tala um hvernig við eigum að nálgast þetta og hvað mætti betur fara. Þessi þáttur er mér mik- ilvægur og í raun stór hluti af því hver ég er. Fyrir vikið voru þessir tónleikar ansi tilfinningaþrungnir. Ég sakna líka söngsins en samt ekki eins mikið og ég hefði haldið. Lík- lega vegna þess að þótt ég sakni þess að koma fram á sviði þá sakna ég að- dragandans meira, miklu meira. Það er líka alltaf ákveðið spennufall sem fylgir því að klára tónleika eða sýn- ingu því það er svo endanlegt og allir fara. Fara heim eða í önnur verkefni og þá þarf maður að rífa sig upp og byrja aftur. Þetta er dálítið skrýtin vinna. Ég er í raun alltaf að byrja í nýrri vinnu en kosturinn er að ég er búinn að gera þetta nægjanlega lengi til þess að ég þekki meira og minna allt sam- starfsfólkið. Óperuheimurinn er heim- ur út af fyrir sig og ég sakna hans.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Tónlistarhjón Hjónin Stuart Skelton og Geirþrúður Ása Guðjónsdóttir úti á svölum við íbúðina í Vesturbænum. Mikilvægur hluti af því hver ég er  Stuart Skelton, einn af eftirsóttustu tenórsöngvurum heims, byrjar að kenna í LHÍ á haustönn  Hann segir ástandið í óperuheiminum skelfilegt en sér líka í því tækifæri fyrir unga söngvara 28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 2020

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.