Morgunblaðið - 04.08.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.08.2020, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. ÁGÚST 2020 ✝ ÞorbergurÞorsteinn Reynisson fæddist í Reykjavík 20. mars 1949. Hann lést á heimili sínu Gauks- rima 9, Selfossi, 22. júlí 2020. Vegna bilunar í ósæð bar fráfall hans brátt að og var ófyrirséð. Foreldrar hans voru Þóra Þor- bergsdóttir, f. 6. júlí 1927, d. 28. maí 2018, og Reynir Emil Sig- tryggsson, f. 7.5. 1923, d. 29.10. 1953. Albróðir Þorsteins var Guð- laugur Gísli Reynisson, f. 8.6. 1950, d. 10.8. 1982. Hans sonur var Sigurjón Helgi, f. 6.8. 1972, d. 25.3. 2019. Samfeðra systir er Anna Hlíf, f. 6.4. 1952. Hennar maður er Jón Baldvin Sveinsson, f. 12.2. 1945. Eiga þau 7 börn og 18 barnabörn. 1951 kom Þóra að Bólstað í Mýrdal og hóf búskap með Hjálmari Böðvarssyni, f. 8.10. 1906, d. 27.11. 1990. Þau eign- uðust 4 börn. Sigurður Karl, f. 16.2. 1952. Hans kona er Áslaug Ein- arsdóttir, f. 13.10. 1958. Eiga son, f. 21. 5. 1973. Þeirra dætur eru Gunnhildur Karen, f. 11.3. 2003. Elísabet Arney, f. 29.4. 2005. Ísold Klara, f. 3.3. 2011. Fyrir átti Björn soninn Alexand- er, f. 31.12. 1993 Þorsteinn kom að Bólstað í Mýrdal með móður sinni 1951. Þar ólst hann upp og í Hraunbæ í Álftaveri hjá ömmu sinni og afa ásamt móðursystkinum sín- um. Þegar hann komst á vinnu- aldur fór hann margar vertíðir til Vestmannaeyja. Hann vann á vinnuvélum við framkvæmdir í sveitum, virkjunum og við hringveginn á Hellisheiði og á Skeiðarársandi. Eftir það vann hann í Víkurskála og Víkur- prjóni í Vík. Á þessum tíma lágu leiðir hans og Gunnhildar Haralds- dóttur saman. Eftir að Þor- steinn fluttist á Selfoss starfaði hann á Bílalager Kaupfélags Ár- nesinga og Prentseli. Árið 1986 hóf hann störf hjá Sólningu þar sem hann starfaði næstu 25 ár. Árið 1996 urðu þáttaskil í störfum Þorsteins. Hann keypti litla vél til að slípa steina. Steinaslípun varð eftir það áhugamál Þorsteins og fjöl- skyldunnar allrar. Fyrirtækið óx og eftir 2011 var grjótvinnslan aðalstarf hans. Seinni árin hafa kraftar hans aðallega snúist um smærri hluti úr steini. Útförin fer fram frá Selfoss- kirkju í dag, 4. ágúst 2020, og hefst athöfnin klukkan 14. þau 3 börn og 7 barnabörn. Vilborg, f. 1.11. 1954. Hennar mað- ur er Kristján Benediktsson, f. 22.2. 1949. Eiga þau 3 börn, 7 barnabörn og 2 barnabarnabörn. Anna Matt- hildur, f. 19.2. 1959. Hennar maður er Einar Hjörleifur Ólafsson, f. 4.12. 1955. Eiga þau 2 börn og 2 barnabörn. Jón, f. 19.2. 1959. Hans kona er Sigrún Guðmundsdóttir, f. 28.8. 1965. Eiga þau 2 börn og 1 barnabarn. Þorsteinn kvæntist Gunnhildi Haraldsdóttur, f. 6.1. 1952, þann 23.2. 1995. Foreldrar hennar voru Unnur Sigurbjörg Auð- unsdóttir, f. 22.8. 1918, d. 4.1. 2004 og Haraldur Diðriksson, f. 30.4. 1914, d. 22.9 1994. Bróðir Gunnhildar er Diðrik Haralds- son, f. 11.12. 1949. Barn Þorsteins og Gunn- hildar er Haraldur Þór, f. 31.8. 1986. Fyrir átti Gunnhildur dótturina Hafdísi Unni Daníels- dóttur, f. 27. júlí 1974. Maður Hafdísar er Björn Þór Jóhanns- Afi minn, Þorbergur Þor- steinn Reynisson, var yndislegur maður og var mér mjög mikil- vægur. Afi lést aðeins 71 árs sem er allt of snemmt því aðeins viku áður sátum við og drukkum kaffi saman. Ég og afi Steini vorum góðir vinir í gegnum barnæsk- una mína og aldrei þótti mér neitt betra en að koma til ömmu og afa á Selfossi í dekur yfir helgi. Það var ekkert jafn spennandi og að fá að kíkja í bílskúrinn hans afa. Þar leyfði hann mér að hjálpa sér við ýmis verk sem mér þóttu afar skemmtileg. Hann slípaði steina sem ég fékk svo að skoða með honum þegar þeir voru tilbúnir. Þær stundir eru mér mjög dýrmætar og sitja fast í minningunni. Afi minn lét mig fá minn fyrsta kaffibolla eða réttara sagt hann fór að kaupa lottómiða og lét kaffibollann standa á borðinu á meðan. Þegar hann kom til baka var kaffið farið úr bollanum og hann spurði hvað hafði orðið um kaffið og ég horfði á hann, aðeins tveggja ára gömul, og sagði: „Ég étaði það.“ Hann sagði þessa sögu oft og hló alltaf jafn mikið. Afi kenndi mér að leggja kap- al í tölvunni. Ég sat oft í tölvunni hans og hann horfði yfir öxlina mína og hjálpaði til. Afi var einstaklega góð sál. Hann grínaðist mikið og stríddi mér oft þegar ég var ung. Ég hló mikið þegar hann var í kring og hann gaf alltaf frá sér góða orku sem mun alltaf lifa með mér. Hvíldu í friði elsku besti afi minn. Minning þín lifir að eilífu. Gunnhildur Karen Björnsdóttir. Elsku afi minn kvaddi heim- inn miðvikudaginn 22. júlí síðast- liðinn. Orð geta ekki útskýrt hversu erfitt þetta er og hversu mikið ég mun sakna þín. Þú varst hlýjasta sál sem ég veit um og það verður erfitt að venjast því að hafa þig ekki hér. Þú varst yndislegur í alla staði og ég er svo heppin að hafa þekkt þig og skapað minningar með þér. Allar útilegurnar sem við fór- um í og öll skiptin sem ég kom í heimsókn og gisti og síðan þegar ég fékk að búa hjá ykkur ömmu. Ég er svo þakklát fyrir að hafa tekið þá ákvörðun að koma og vera hjá ykkur. Þá naut ég síð- asta vetrar með þér og fékk að sjá þig á hverjum degi. Það verð- ur skrítið í vetur að vakna og þú verður ekki hérna og að borða án þín. Ég mun passa vel upp á ömmu og hjálpa henni með heimilið og svoleiðis. Þú munt alltaf vera í hjarta okkar allra og allar minningarn- ar sem hafa verið skapaðar með þér. Ég hlakka til að hitta þig aftur þegar að því kemur. Lifi minning þín, elsku besti afi minn. Elísabet Arney. Það var erfið stund og óvænt snemma að morgni 22. júlí þegar Gunnhildur systir mín hringdi og tjáði mér að Þorsteinn maður hennar hefði kvatt þennan heim þá um nóttina. Ég hafði átt góða stund með þeim í góðviðrinu, 2 dögum fyrr, á pallinum í Gauks- rima 9. Svo snögglega og fyr- irvaralaust var honum kippt frá okkur. Það er margs að minnast á liðnum árum. Leiðir þeirra Gunnhildar og Steina lágu sam- an þegar bæði unnu við fram- leiðslu á ullarfatnaði fyrir er- lendan markað. Hann á prjónavélinni í Vík og hún við saumavélina á Selfossi. Síðar lágu leiðir okkar Steina betur saman þegar hann flutti á Selfoss og byrjaði að vinna hjá mér í Prentseli. Það var ekki mjög langur tími því árið 1986 bauðst honum starf í Sólningu þar sem hann stundaði vinnu í 25 ár. Það var mjög skemmtilegt þegar fjölskyldan ferðaðist til Bandaríkjanna árið 1996 til að heimsækja Hafdísi Unni sem vann þar við húshjálp. Steini fór inn í leikfangabúð og keypti litla vél til að slípa steina. Vélin var gangsett en fljótlega var vélin talin allt of afkastalítil. Þá smíð- aði Steini nýja slípivél eftir sinni hönnun. Segja má að sú vél hafi snúist daga og nætur alla tíð síð- an og malið í henni heyrist enn í bílskúrnum. Þetta var lítið upphaf að öðru miklu stærra. Fljótlega fór hann að kaupa vélar í fjölþætta vinnu við steinsögun. Hann byrjaði að framleiða steinskífur sem blóma- búðir notuðu fyrir blómaskreyt- ingar. Þessu næst fór hann að framleiða kertastjaka úr sjávar- grjóti. Ég var þá að vinna í minjagripaversluninni á Geysi. Ég fékk fyrir náð að kaupa 10 kertastjaka til prufu. Þeir seld- ust strax og fljótlega vorum við farin að selja 5-6 á dag að með- altali. Það er talið að Steini hafi framleitt yfir 60 þúsund kerta- stjaka. Seinni ár hefur hann ein- beitt sér að því að saga og vinna smáhluti úr steinum. Þá má víða sjá í verkum gullsmiða og hand- verksfólks sem skartgripi. Steini var virkur í félagsstörf- um með Björgunarsveitinni á Selfossi, Félagi farstöðvaeigenda og stjórnaði félagsvist á Selfossi um árabil. Þau hjónin keyptu húsbíl 2004 og nutu þess að ferðast. Hann kom líka að góðum notum í hinu áhugamálinu að safna steinum. Nýlega endurnýj- uðu þau svo bílinn til að vera vel akandi á þægilegum húsbíl í ell- inni. Því miður urðu gistinætur hans í bílnum aðeins 28. Það er sorglegt til að vita að þau hjónin skuli ekki lengur geta notið þessa áhugamáls saman. Ég vona samt að Gunnhildur geti notið nýja bílsins á einhvern hátt og þætti mér ekki ólíklegt að haldið yrði yfir henni verndar- hendi á ferðinni. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég þennan góða dreng sem svo skyndilega og óvænt kvaddi þennan heim. Þegar líkaminn bilar líkt og gerðist hér og fær- ustu viðbragðsaðilar geta ekki bjargað honum er fátt til ráða. Hann skilur þó eftir góðar minn- ingar úr leik og starfi. Farðu í guðs friði kæri vinur og mágur. Ég votta Gunnhildi og fjöl- skyldu hennar svo og ættingjum hans mína dýpstu samúð. Diðrik Haraldsson. Síminn hringdi snemma morguns. Ég fékk hnút í mag- ann. Hafði sofið illa og fékk þá tilfinningu að mér væru að ber- ast slæmar fréttir. Tilfinningin var rétt, Steini frændi hafði kvatt þennan heim, svo sviplega. Steini var mér og mínum afar góður, hann var mikill uppáhalds frændi. Þegar ég flutti fyrst á Selfoss, 16 ára, var tilfinningin að geta leitað til Gunnhildar og Steina afar dýrmæt, þau voru þessari ungu stúlku mikið skjól og til þeirra hefur allaf verið afskap- lega gott að koma. Eftir að hafa heimsótt þau í örfá skipti var mér réttur húslykill og mér var tilkynnt að á heimili þeirra væri ég alltaf velkomin, það var mér mikils virði. Við Steini þurftum ekki að hafa mörg orð um hlutina en til- finningin var sú að við skildum alltaf hvort annað. Eða svona næstum því. Það var tvennt sem Steina frænda var mikið í mun að koma þessari ungu frænku sinni í skilning um. Það fyrra var að það væri ekki nokkur hemja að greiða offjár fyrir rifnar tískubrækur, ef maður væri á annað borð að kaupa sér föt væri það grunnatriði að fötin væru heil. Eyrún Eva, dóttir mín, keypti sér fyrr í sumar sínar fyrstu rifnu gallabrækur og var það okkur mæðgum mikið til- hlökkunarefni að fara í Gauks- rimann og kanna viðbrögðin, en því miður varð ekki af því áður en kallið kom. Það seinna var óhófleg símanotkun, hann gat ekki með nokkru móti skilið hversu mikið var hægt að tala í síma. Eins og áður hefur komið fram var Steini sá frændi sem ég gat alltaf treyst á, hann skutlaði mér á böll, tók að sér að hringja í pabba fyrir mig þegar ég klessu- keyrði bílinn hans, eyddi með mér mörgum klukkustundum í að setja saman húsgögn þegar mér höfðu fundist allar leiðbein- ingar óþarfar, skrúfurnar búnar en enn eftir fjórir pakkar af ósamsettum skúffum og hillum og ég komin í algjört öngstræti, Steini og Gunnhildur voru til staðar þegar við Guðjón komum okkur fyrir í fyrstu íbúð okkar og í svo ótal mörg önnur skipti. Steini frændi var ekki bara í uppáhaldi hjá mér, það var arf- gengt, því börnunum mínum fannst alltaf gott að koma í húsið hans Steina frænda, fá frænda- faðmlagið og vænan skammt af saltstöngum. Það var skrítið að koma í Gauksrimann eftir fráfall þitt, heyra í steinaslípivélinni, sjá stígvélin þín inni í bílskúrnum og bíða þess að þú tækir á móti mér – en auðvitað var það óskhyggj- an ein. Elsku Gunnhildur, Halli Þór, Hafdís og fjölskylda, mínar dýpstu samúðarkveðjur sendi ég ykkur. Takk fyrir allt og allt, elsku Steini frændi, megi allt gott geyma þig. Þín frænka, Sæunn Elsa. Fráfall Steina var þungbært, svo ótímabært, snöggt og allri fjölskyldunni mikil harmafregn. Aldrei leið langur tími á milli þess að við bræður töluðumst við í síma eða hittumst enda vorum við miklir vinir. Steini fæddist í Reykjavík en flutti þaðan ungur að Hraunbæ með móður sinni til afa síns og ömmu, síðar fluttust þau mæðgin að Bólstað ásamt Gísla yngri bróður hans þar sem hann ólst upp. Steini var mikið í Hraunbæ hjá ömmu sinni og afa og sótti skóla að Herjólfsstöðum í Álfta- veri og var fjölskyldan í Hraunbæ Steina afar kær alla tíð. Þóra móðir Steina hóf sam- búð með Hjálmari Böðvarssyni í Bólstað sem gekk Steina í föð- urstað, þar eignaðist Steini fjög- ur hálfsystkin. Í Bólstað ólst hann upp við hefðbundin sveita- störf þess tíma og tók snemma þátt í bústörfum ásamt systk- inum sínum. Steini var vandvirk- ur, duglegur og ósérhlífinn, var eftirsóttur til vinnu og duglegur smali þegar hann var yngri. Steini hafði mikinn áhuga á veiðum á yngri árum og voru fýlaveiðar stór þáttur í lífi okkar á haustin.Ég minnist þess þegar við vorum eitt sinn að koma heim af veiðum svo seint að kvöldi að við þurftum að nota eldspýtur til að lýsa okkur leiðina þar sem gatan var tæpust, ekki kom til greina að skilja eftir hluta af bráðinni til næsta dags. Eftir að Steini flutti að heiman stundaði hann fýlaveiðar lengst af og var oft glatt á hjalla við fýlaverkun í bílskúrnum hjá foreldrum okkar á Hlíðarenda í Vík. Steini var afar barngóður maður og nutu börnin okkar og barnabörn þess í ríkum mæli. Þau voru alltaf velkomin í Gauksrimann til þeirra hjóna. Barnabörnin okkar voru umvafin kærleik frá Steina og alltaf átti hann saltstangir eða eitthvert góðgæti handa þeim annaðhvort þegar þau komu í heimsókn eða í húsbílnum þeirra. Hamingja Steina í lífinu var að kynnast Gunnhildi þegar hún kom tímabundið til Víkur að vinna á prjónastofu þar sem Steini vann. Gunnhildur varð lífsförunautur Steina og sam- rýndari hjón voru vandfundin. Gunnhildur og Steini ferðuð- ust mikið innanlands og utan og vorum við Áslaug svo lánsöm að ferðast oft með þeim. Upp úr stendur þriggja vikna ferð til Danmerkur og Þýskalands sem við fórum á húsbíl þeirra, fjögur saman. Þá var keyrt niður með Dóná og upp með Rín. Einnig eru allar þær ferðir sem við fór- um saman innanlands ómetan- legar í minningunni. Síðast vor- um við saman í útilegu í byrjun júlí ásamt systkinum Sigga og ekki grunaði okkur þá að það yrði síðasta útilegan okkar sam- an. Steini og Gunnhildur stofnuðu fyrirtækið Rimastein, þar sem þau framleiddu alls kyns vörur úr steinum og hraungrjóti. Þess- ar vörur urðu fljótt mjög vinsæl- ar hjá blómabúðum og skart- gripahönnuðum og prýða nú líka ótal mörg heimili. Steini var afar stoltur af börn- unum sínum þeim Hafdísi og Halla Þór og afastelpurnar hans þrjár áttu stóran sess í hjarta hans. Elsku Gunnhildur, Hafdís, Bjössi, Halli Þór, Gunnhildur, Elísabet og Ísold, ykkar missir er mikill en minning um ástríkan eiginmann, föður, tengdaföður og afa mun ylja um ókomin ár. Sigurður og Áslaug. Það voru þungar fréttir sem Gunnhildur vinkona okkar á Sel- fossi færði okkur að morgni 22. júlí, um að Steini hefði orðið bráðkvaddur þá um nóttina. Hvernig bregst maður við svona tíðindum? Jú, maður lítur yfir farinn veg og hugsar til 40 ára góðra kynna og rifjar upp minn- ingar. Steini, Þorbergur Þorsteinn Reynisson, var sérstakur maður, afar dulur en vel gerður, greið- vikinn og sérstaklega þægilegur í allri umgengni. Reyndist okkur Sessu afar vel alla tíð, hvort sem hann var að velja fyrir okkur bíl á bílasölu á Selfossi að okkur fjarstöddum eða fella tré í lóð- inni hjá okkur, saga í eldivið og kurla afganginn. Þegar okkur vantaði íbúðarpláss í þrjá mán- uði var okkur strax boðin gisting á heimil þeirra Gunnhildar og þar áttum við ógleymanlegar samverustundir með þeim hjón- um. Við Steini í bílskúrnum, þar sem unnið var við grjót. Við nutum líka góðs af hús- bílnum, á ferðum með þeim um landið. Í hugann koma Snæfells- nes, Vestfirðir, Akureyri, Stöðvarfjörður og Þakgil. Þá naut Elligleðin einnig leiðsagnar hans um Vestfirði síðasta sumar. Við ferðuðumst einnig saman er- lendis, og þá koma í hugann Kaupmannahöfn, Búdapest og Amsterdam. Alltaf jafn gaman og gott að ferðast, aldrei nein vandamál, bara að kaffi væri á könnunni. Jafnvel farið í „tusku- búðir“. Að leiðarlokum kveðjum við Steina vin okkar með þakklæti og orðunum „við sjáumst síðar“. Aðstandendum öllum færum við samúðarkveðjur. Ólafur Emilsson (Óli), Sesselja Magnúsdóttir (Sessa). Þorbergur Þor- steinn Reynisson Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÖGMUNDUR HEIÐAR GUÐMUNDSSON loftskeytamaður, Dalseli 40, Reykjavík, lést á Landspítalanum Vífilsstöðum föstudaginn 31. júlí. Kristín Jónsdóttir Guðmundur Ögmundsson Jón Ögmundsson Snjólaug María Árnadóttir Unnur Ögmundsdóttir Páll L. Sigurjónsson Anna Kristín Ögmundsdóttir Ævar Sveinsson Berglind Þóra Steinarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og vinur, EINAR JÓNSSON húsasmíðameistari, Spóarima 17, Selfossi, sem lést á heimili sínu laugardaginn 1. ágúst sl., verður jarðsunginn frá Selfosskirkju föstudaginn 7. ágúst kl. 14.00. Vegna aðstæðna í samfélaginu er athöfnin einungis fyrir allra nánustu en verður einnig streymt á vef Selfosskirkju. Jón Þorkell Einarsson Álfhildur Þórðardóttir Elías Örn Einarsson Hildur Grímsdóttir Þórunn Einarsdóttir Christopher James Wood Bertha Ágústa Einarsdóttir Jósep Helgason og barnabörn Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.