Morgunblaðið - 04.08.2020, Blaðsíða 32
SÆKTU APPIÐ
á heimasíðu Hreyfils:
hreyfill.is
eða í App Store og Google Play
Sæktu appið frítt
á AppStore
eða Google Play
Hreyfils
appið
Pantaðu
leigubíl
á einfaldan
og þægilegan
hátt
Með Hreyfils appinu er fljótlegt
og einfalt að panta leigubíl.
Þú pantar bíl, færð SMS skilaboð
þegar bíllinn er mættur á staðinn.
Þú getur fylgst með hvar bíllinn er
staddur hverju sinni.
Ef þú ferðast á vegum fyrirtækis
getur þú valið viðskiptareikning
og opnað aðgang.
Hreyfils-appið er ókeypis.
Kvikmyndahátíðin í Toronto
verður haldin 10.-20. septem-
ber en vegna kórónuveiruf-
arsóttarinnar mun hún í fyrsta
sinn fara fram að stórum hluta
á netinu. Lítið verður um frum-
sýningar með rauðum dreglum
og munu blaðamannafundir og
ýmsir viðburðir fara fram á
netinu. Um 50 þekktir kvik-
myndaleikstjórar og -leikarar
munu láta ljós sitt skína á net-
inu í stað þess að sitja blaða-
mannafundi og pallborðs-
umræður, þeirra á meðal Viggo Mortensen, Taika Waititi,
Nicole Kidman, Martin Scorsese, Alfonso Cuarón, Isa-
belle Huppert, Claire Denis og Denis Villeneuve. Eru þau
kölluð sendiherrar hátíðarinnar í frétt á vef kvikmynda-
tímaritsins The Hollywood Reporter. Greint hefur verið
frá því hvaða kvikmyndir verði sýndar og þeirra á meðal
er fyrsta kvikmynd Reginu King sem leikstjóra, One
Night in Miami.
Lítið um rauða dregla í Toronto
ÞRIÐJUDAGUR 4. ÁGÚST 217. DAGUR ÁRSINS 2020
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
Verðmætasti knattspyrnuleikur ársins á Englandi verð-
ur spilaður á Wembley-leikvanginum í London klukkan
18:45 í kvöld er Lundúnaliðin Brentford og Fulham leiða
saman hesta sína í úrslitaleik í umspili B-deildarinnar.
Verðlaunin fyrir sigurliðið er lykill að draumalandinu,
ensku úrvalsdeildinni. Er úrslitaleikur umspilsins oft
kallaður verðmætasti staki knattspyrnuleikur í heimi.
Fréttaskýringu um liðin og það sem er í húfi er að finna
í Morgunblaðinu í dag. Nokkrir Íslendingar hafa leikið
fyrir þessi lið í gegnum árin. »27
Geysilega miklir hagsmunir undir
á Wembley-leikvanginum í kvöld
ÍÞRÓTTIR MENNING
„Þetta var aðeins minna stress
heldur en að vera á stóra sviðinu á
þjóðhátíð,“ segir Ingólfur Þór-
arinsson, oft kenndur við Veður-
guðina, um brekkusönginn sem
fram fór á sunnudagskvöld. Tók
hann þá lagið í brekkunni í beinni
útsendingu Sjónvarps Símans,
mbl.is og K100, að vísu ekki úr
Eyjum heldur úr Hlégarði í Mos-
fellsbæ. Falleg kveðja frá Vest-
mannaeyjum setti svip sinn á
brekkusönginn að hans sögn.
Nokkuð færri voru í brekkunni í ár
en alla jafna, en þrátt fyrir breytt-
ar aðstæður var þjóðhátíðarandinn
allsráðandi, þar sem Ingó tók
helstu þjóðargersemarnar með
gítarspili ásamt Einari Erni Jóns-
syni meðleikara. Hann kveðst í
samtali við Morgunblaðið afar
ánægður með brekkusönginn og
hvernig til tókst:
„Staðurinn var sjarmerandi, við
fengum gott verður og sviðið var
flott. Mér fannst gott að hafa
píanóleikara með mér í brekku-
söngnum, sem hefur vanalega ekki
verið.“
Ný lög sem áður höfðu ekki leik-
ið jafnstórt hlutverk fengu þannig
að njóta sín á sunnudag.
„Þegar ég er með stóra brekku-
sönginn í Eyjum þá eru alltaf
ákveðin lög sem manni finnst
skemmtilegast að taka, í takt við
andann frá brekkunni. En nú
fannst mér skemmtilegast að flytja
lögin sem voru með píanóleik.“
Tóku brekkusönginn
Spilað Ingó Veðurguð tók nokkrar þjóðargersemar á mánudagskvöldið, eins og venjan er um verslunarmannahelgi.
Ingó Veðurguð stýrði brekkusöngnum í Mosfellsbæ í ár
Ljósmyndir/Mummi Lú
Brekkan Þeir sem á horfðu og hlustuðu í brekkunni voru nokkuð færri nú en alla jafna, af skiljanlegum ástæðum.