Morgunblaðið - 04.08.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.08.2020, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. ÁGÚST 2020 Góð þjónusta í tæpa öld 10%afslátturfyrir 67 ára og eldri FRÉTTASKÝRING Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Atburðarás helgarinnar var svo hröð að ekki var alltaf auðvelt að henda reiður á því hvaða stefnu deilan um TikTok var að taka. Á mánudag virtist niðurstaðan vera að Microsoft ætli að halda til streitu viðræðum um að kaupa starfsemi TikTok í Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu og Nýja-Sjálandi og ganga frá kaupunum með hraði. Donald Trump Bandaríkjaforseti, sem áður hafði sagst ætla að banna TikTok á bandarískri grundu, hefur gefið Microsoft og ByteDance, móður- félagi TikTok, 45 daga frest til að semja að því er FT og Reuters greina frá. Áður en lengra er haldið er viss- ara að útskýra TikTok fyrir þeim lesendum Morgunblaðsins sem komnir eru yfir þrítugt. Um er að ræða einn vinsælasta samfélags- miðil unglinga í dag en með TikTok- forritinu má búa til stutt myndskeið við vinsæl lög og t.d. dansa við tón- listina eða þykjast syngja með. Virkir notendur TikTok eru um 800 milljón talsins og skákar forritið því rótgrónum samfélagsmiðlum á borð við Twitter, Snapchat og LinkedIn. Vöxtur forritisins hefur verið ævin- týri líkastur og er TikTok mest sótta snjallsímaforritið það sem af er þessu ári. Í Bandaríkjunum eru virkir notendur um 30 milljónir talsins og flestir þeirra á aldurs- bilinu 13 til 24 ára. Þó að myndskeiðin á TikTok séu eins kjánaleg og innihaldsrýr og hugsast getur þá er það ekki þess vegna sem bandarísk stjórnvöld amast við forritinu. Um nokkurt skeið hefur grunur leikið á að Tik- Tok safni svo miklu magni gagna um notendur sína og fari þannig með gögnin að ógni bandarískum öryggishagsmunum. Víða um heim hafa kviknað efasemdir um ágæti TikTok og þannig tóku Indverjar sig til í lok júní og bönnuðu TikTok og nærri 60 önnur kínversk snjall- símaforrit af ótta við að upplýsing- um um indverska ríkisborgara væri deilt með kínverskum stjórnvöld- um. Þá eru áströlsk stjórnvöld með það til skoðunar að banna forritið. Ýmsar varnar- og öryggismála- stofnanir Bandaríkjanna hafa um alllangt skeið bannað starfsfólki sínu að nota TikTok á vinnusímum sínum og mælast til þess að fólk noti forritið ekki á þeirra einka- snjalltækjum. Gögn sem væri hægt að misnota Talsmenn TikTok hafa mótmælt ásökunum um að forritið safni óeðli- lega miklu magni gagna og hafa bent á að bandarísku samfélags- miðlarnir séu litlu skárri í þessum efnum. Gagnrýnendur benda hins vegar á að gloppur séu í öryggis- vörnum TikTok og hætta á að kín- versk stjórnvöld hafi greiðan að- gang að þeim upplýsingum sem forritið safnar. Þessar upplýsingar mætti síðan nota til að spilla fyrir bandarískum hagsmunum með ýmsum hætti, s.s. ef um viðkvæmar persónulegar upplýsingar er að ræða sem nota mætti til að beita fólk þvingunum. Er þess skemmst að minnast þegar bandarísk stjórn- völd knúðu kínverska félagið Bei- jing Kunlun Tech til að selja hlut sinn í stefnumótaforritinu Grindr sem karlmenn nota til að komast í kynni við aðra karla. Var talið að með því að hafa mögulega aðgang að gagnasafni Grindr gætu kín- versk stjórnvöld t.d. haft uppi á skápahommum í stjórnsýslu og her Bandaríkjanna og beitt þá þving- unum og hótunum til að fá sínu framgengt. Móðurfélagið ByteDance er ekki skráð á markað, enda ekki nema átta ára gamalt félag, en að sögn Bloomberg var áætlað markaðsvirði félagsins í vor á bilinu 105 til 140 milljarðar dala og mikill hugur í stjórnendum um áframhaldandi vöxt í ýmsar áttir, sem m.a. fæli í sér að ráða um 40.000 nýja starfs- menn á þessu ári. Fleiri forrit sett út af sakramentinu? Með því að skikka eigendur Tik- Tok til að selja, frekar en að banna forritið, er Trump að velja tiltölu- lega skynsamlegan meðalveg. Að loka á svona vinsælt forrit hefði vakið úlfúð meðal stórs hóps ungra kjósenda á kosningaári og eflaust leitt til langdreginna málaferla þar sem deilt væri um lögmæti ákvörð- unarinnar. Þá er Bandaríkjaforseti með þessu útspili líka að þrengja að kínverskum stjórnvöldum sem verða fyrir álitshnekki heima fyrir – enda TikTok óskbarn kínverska snjallforritageirans – auk þess að verða af öflugu njósnatæki ef grun- semdir um gagnaöflun TikTok eru á rökum reistar. Gangi kaupin eftir mun Microsoft líklega greiða hag- stætt verð fyrir starfsemi TikTok í Bandaríkjunum og um leið ná betri fótfestu á samfélagsmiðlamarkaði. Fleiri vinsæl kínversk forrit virð- ast í sigti bandarískra stjórnvalda ef marka má ummæli utanríkisráð- herrans Mike Pompeo í viðtali við Fox News á sunnudag: „Þessi kín- versku hugbúnaðarfyrirtæki sem eru með rekstur í Bandaríkjunum, hvort sem þau heita TikTok eða WeChat – þau eru ótalmörg, og eru að beina gögnum beint til kínverska kommúnistaflokksins og hernaðar- yfirvalda,“ sagði hann. „Trump seg- ir að nú sé nóg komið og við ætlum að laga vandann, svo hann mun grípa til aðgerða á komandi dögum til að tækla fjöldann allan af ógnum við þjóðaröryggi sem hafa að gera með hugbúnað sem tengist komm- únistaflokki Kína.“ Utanríkisráðuneyti Kína mót- mælti ákvörðun Bandaríkjastjórnar á mánudag og sagði hana til marks um tvöfalt siðferði bandarískra stjórnvalda þegar kemur að því að standa vörð um frelsi og réttlæti. Segja kínversk stjórnvöld þvingaða sölu TikTok jafnframt brjóta í bága við viðmið Alþjóðaviðskiptastofnun- arinnar um gagnsæi í viðskiptum og bann við mismunun. Frá sjónar- horni athafnafólks í Peking og Sjanghæ er ekki ósennilegt að inn- gripin í starfsemi TikTok þyki sýna að bandarískir ráðamenn séu vísir til að reyna að koma böndum á ár- angur kínverskra tæknifyrirtækja þegar þau ná vissri stærð og út- breiðslu, en mörg þessara fyrir- tækja hafa þó náð að þrífast vel ein- mitt vegna aðgangshindrana kínverskra stjórnvalda sem banna t.d. notkun Facebook, Google og YouTube innan Kína. Tíminn að renna út hjá TikTok AFP Efi Brugðið á leik fyrir TikTok-myndskeið með Brooklyn-brúna í baksýn. TikTok dreifir laufléttu efni en safnar alls kyns upplýsingum um notendur.  Bandarísk stjórnvöld hafa sett einum vinsælasta samfélagsmiðli heims afarkosti vegna hættu á að gögnum notenda sé beint til kínverskra stjórnvalda  Microsoft vill kaupa hluta af starfsemi TikTok Donald Trump Michael Pompeo 4. ágúst 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 134.78 Sterlingspund 177.01 Kanadadalur 100.41 Dönsk króna 21.468 Norsk króna 14.855 Sænsk króna 15.531 Svissn. franki 148.47 Japanskt jen 1.288 SDR 190.51 Evra 159.8 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 192.2214 Hrávöruverð Gull 1974.7 ($/únsa) Ál 1685.5 ($/tonn) LME Hráolía 43.29 ($/fatið) Brent Á öðrum ársfjórðungi dróst hagnað- ur alþjóðabankans HSBC, stærsta banka Evrópu, saman um 96%. Bankinn birti ársfjórðungsuppgjör sitt á mánudag og segir niðursveifl- una í rekstrinum einkum skýrast af efnahagslegum afleiðingum kórónu- veirufaraldursins. Vaxandi spenna milli Bandaríkjanna og Kína hefur einnig haft neikvæð áhrif á bankann sem er mjög umsvifamikill í Asíu. Hefur bankinn séð sig knúinn til að gera ráð fyrir allt að 3,8 milljarða dala lánatapi á fjórðungnum sem FT segir um það bil einum milljarði meira en markaðsgreinendur höfðu vænst. Það sem af er þessu ári hefur bankinn búið sig undir allt að 6,9 milljarða dala lánatap og spáir því að þurfa að taka á sig allt að 8 til 13 milljarða dala skell áður en árið er á enda. Til að létta á rekstrinum ætlar HSBC m.a. að flýta fyrirhugaðri fækkun starfsfólks um 35.000 og er jafnframt til skoðunar að ráðast í frekari uppstokkun á starfsemi bankans. Hagnaður HSBC á fjórðungnum nam aðeins 192 milljónum dala en markaðsgreinendur höfðu vænst 1,3 milljarða hagnaðar. Tekjur drógust saman um 4% og námu 13 milljörð- um dala. ai@mbl.is Hagnaðurinn guf- ar upp hjá HSBC  Kórónuveiran litar ársfjórðunginn AFP Högg HSBC væntir mikils lánataps.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.