Morgunblaðið - 10.08.2020, Síða 6

Morgunblaðið - 10.08.2020, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 2020 Bio-Kult Mind Einbeitingin farin? – sérð ekki út úr NÝTT Ný vara með áherslu á hugræna virkni. Rannsóknir hafa sýnt að tenging á milli heila og meltingarvegs (gut-brain-axis) er mikil og að þarmaflóran gegni þar lykilhlutverki. Bio Kult – stendur vörð um þína heilsu Fæst í apótekum, heilsuverslunum og heilsuhillum stórmarkaðanna. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Ef heldur fram sem horfir fer íbúatalan í þriggja stafa tölu áður á árinu. Takmarkið okkar hér í sveit- inni er skýrt og hlýtur að nást,“ seg- ir Helgi Gíslason sveitarstjóri Fljótsdalshrepps. Sveitarfélagið er eitt hið fámennasta á landinu og íbúarnir eru 96 talsins. Hefur fjölg- að um 10 á líðandi ári eða um 11,6%. Í engri annari byggð hefur íbúum fjölgað jafn mikið hlutfallslega, að teknu tilliti til þess að prósentu- reikningur um lækkun og hækkun út frá lágum tölum getur stundum verið villjandi. Þau sem tíu sem eru ný í sveitinni eru meðal annars fólk sem mun vinna við skógarvinnslu. Styrkur til góðra verkefna Það er heilmargt að gerast þessu fámenna sveitarfélagi, sem er beggja vegna Lagarfljótsins innst á Héraði og nær svo langt inn á Öræfi. Um 1.300 km2 eru innan landamæra Fljótsdalshrepps, sem þannig verður eitt af víðfeðmustu sveitarfélögum landsins. „Mér finnst gott að vera kom- inn austur og hér eru rætur mínar,“ segir Helgi sem tók við starfi sveit- arstjóra snemma á líðandi sumri. „Sveitarfélagið stendur vel. Fjár- hagurinn er ágætur og fyrir vikið hefur sveitarfélagið styrk til margra góðra verkefna. Við höfum til dæmis styrkt starf Vatnajök- ulsþjóðgarðs, svo sem fræðslugöng- ur upp að Hengifossi sem eru dag- lega í allt sumar. Í eigu sveitarfélagsins eru líka gistiskál- arnir á Fljótsdalsgrund hér niðri í sveitinni og í Laugafelli, uppi á Fljótsdalsheiði nærri Snæfelli. Hér hefur verið mikil umferð ferðafólks í allt sumar og vinandi verður áframhald á því.“ Tekjur Fljótsdalshrepps á þessu ári verða um 170 milljónir króna og um 2/3 hluta þessu eru inntekt af fasteignagjöldum sem Landsvirkjun greiðir fyrir Fljóts- dalsvirkjun. Þetta eru sannarlega talsverðir peningar, en Helgi segir þó mikilvægt að hafa í huga að út- gjöld hreppsins vegna starfsemi virkjunarinnar séu talsverð svo sem vegna umhverfisverkefna, skipu- lagsmála og hálendisvega sem þurfa þjónustu og viðhald. Þurfa fé til uppbyggingar „Í stóra samhenginu þarf svo að skoða hvort sanngjarnt sé að fasteignagjöldin séu einu tekjurnar sem sveitarfélagið hafi af nýtingu náttúruauðlinda hér,“ segir Helgi. „Hugsanlega ætti eitthvað af arð- inum sem raforkuframleiðslan skapar að renna heim í hérað, og því sjónarmiði var raunar haldið á lofti þegar Kárahnjúkastífla og Fljótsdalsstöð voru byggð. Bent hefur verið á að giltu hér hlið- stæðar reglur og í Noregi ættu 1,5 milljarðar króna að renna árlega til sveitarfélagsins, þá miðað við hver arður af Fljótsdalsstöð er í dag. Slíkt væru fjármunir sem nýtast myndu til margvíslegrar uppbygg- ingar hér í Fljótsdalshreppi, rétt eins og áformað er. Áherslumál er meðal sveitar- stjórnar Fljótsdalshrepps er að laða þangað til búsetu til dæmis fólk sem sinnir ýmsum skapandi greinum. Að vera í kyrrlátu umhverfi í skóg- unum fyrir austan gæti hentað mörgum vel og í því sambandi eru eru þrír staðir í sveitarfélaginu til skoðunar með tilliti til skipulagðs þéttbýlissvæðis. Eins og staðan er nú vantar sárlega íbúðarhúsæði í sveitarfélaginu svo þeir sem vilja geti flutt á svæðið, segir Helgi og segir í lokin: Styrkir stoðir búsetu „Í sveitarfélagi eins og hér er atvinnustarfsemin þannig að eitt styður annað, svo úr verður þokka- lega öflug heild. Hér er Fljótsdals- stöð Landsvirkjunar og á Skriðu- klaustri eru gestastofa austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs og Gunn- arsstofnun – skáldasetrið okkar. Jafnhliða hefðbundnum búskap er svo hér stunduð skógrækt á um það bil 20 jörðum og á bænum Víðivöll- um er timburvinnsla. Nú er einmitt svo komið að afurðir úr skógunum hér eru farnar að skila talsverðum tekjum, og allt styrkir þetta stoðir búsetu hér. Þá er í skoðun að útbúa í félagsheimilinu Végarði aðstöðu fyrir fólk í fjarvinnu. Fleiri svona verkefni eru í gangi og bakland þeirra er sjóðurinn Fögur framtíð í Fljótsdal sem nýlega var stofnaður.“ Gróandi í Fljótsdalshreppi þar sem íbúafjöldinn nálgast nú þriggja stafa tölu Sveitarstjóri Atvinnustarfsemin er þannig að eitt styður annað, svo úr verður öflug heild, segir Helgi Gíslason, hér við heimili sitt á bænum Húsum. Landbúnaður, skógrækt og ferðaþjónusta eru helstu atvinnugreinarnar í sveitinni. Sveitarfélagið fái arð af auðlindinni  Helgi Gíslason er fæddur ár- ið 1962 og á allar sínar rætur á Fljótsdalshéraði, uppalinn á bænum Helgafelli í Fellum. Hann er menntaður skógfræð- ingur í Svíþjóð og var fram- kvæmdastjóri Héraðsskóga um árabil, það er bændaskóganna á Austurlandi.  Var 2004-2020 fram- kvæmdastjóri Skógrækt- arfélags Reykjavíkur, sem með- al annars tilheyra skógræktarsvæðin í Heiðmörk og í hlíðum Esjunnar. Kom svo til starfa hjá Fljótsdalshreppi fyrr í sumar. Hver er hann? Morgunblaðið/Sigurður Bogi Fljótsdalsstöð Stærsta virkjun landsins og knúin afli frá Jöklu. Héraðsverk ehf. vinnur nú að lagn- ingu bundins slitlags um Vatns- skarð, fjallveg sem liggur að Borg- arfirði eystri. Reiknað er með að framkvæmdum ljúki í sumar, en ekki verður bundið slitlag alla leið þar sem eftir mun standa 15 kíló- metra kafli að sögn Jóns Þórð- arsonar sveitarstjóra. Hann segir um að ræða verulega búbót fyrir heimamenn og að það sé ánægjulegt þegar framkvæmdin fer fram. Spurður hvort heimamenn séu óþreyjufullur yfir því að ekki sé gangi að klára allan veginn í sumar svarar hann: „Ekkert meira en venjulega held ég. Það var byrjað á veginum ’55 þannig að það er nú kominn tími á hann.“ Vongóður Samkvæmt gildandi vegaáætlun stendur til að klára veginn á næstu tveimur árum. „En þetta getur allt breyst,“ segir Jón sem kveðst von- góður um að áætlanir um fram- kvæmdirnar standist þrátt fyrir langan aðdraganda. gso@mbl.is Morgunblaðið/BJB Vegagerð Allt er gott sem endar vel. Stefnt er að því að klára lagningu bund- ins slitlags um Vatnsskarð í sumar. Vegurinn klárast að fullu eftir tvö ár. Malbika fjallveginn um Vatnsskarð  Klára næstu 15 kílómetra eftir tvö ár

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.