Morgunblaðið - 10.08.2020, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 10.08.2020, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 2020 Kaja organic, Kalmansvellir 3, kajaorganic.com, kajaorganic@gmail.com Sölustaðir: Hagkaup, Fjarðarkaup, Melabúðin, Nettó, Heilsuhúsin, Vegan búðin, Fiskkompaní, Frú Lauga, Brauðhúsið og Matarbúr Kaju á Akranesi CHAI LATTE Í liðinni viku ritaði VilhjálmurÞ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri, grein hér í blaðið og varaði við því að kostnaður við borgarlínuna væri líklega mjög vanáætlaður. Sagði hann kostnaðar- áætlun hljóða upp á 50 milljarða króna til ársins 2033 en sérfræðingar álíti að þegar allt er tal- ið með, þar með taldir vagnarnir (sem ágreinings- laust hlýtur að vera að þurfi til) séu 80-100 milljarðar nær lagi.    Þá bendir Vilhjálmur á aðkostnaðaráætlun fyrir svip- aða framkvæmd og borgarlínu, Bussveien í Stavanger í Noregi, hefði aðeins verið þriðjungur af endanlegum kostnaði og að kostn- aðurinn hefði orðið enn meiri ef áætlanir hefðu ekki verið endur- skoðaðar. Hann bætir við að svo- kallaðar borgarlínuframkvæmdir erlendis hafi víðast hvar farið töluvert fram úr áætlun.    Spár um hve margir muni nýtasér þennan ferðamáta séu líka ótrúverðugar og ekki í sam- ræmi við reynslu bílaborga í Bandaríkjunum, Kanada og Ástr- alíu.    Vilhjálmur bætir því við að aug-ljóst sé að framkvæmdir við borgarlínuverkefnið á næstu ár- um eigi eftir að auka umferðar- vandann á höfuðborgarsvæðinu, ekki síst í Reykjavík.    Hvernig væri að stjórn-málamenn á höfuðborgar- svæðinu og á landsvísu færu að taka ábendingar af þessu tagi al- varlega áður en þeir lenda í djúpu feni offjárfestingar, umferðartafa og óánægju almennings? Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Óraunsæjar borgarlínuáætlanir STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Konráð Hrafnkelsson, sem hafði verið saknað síðan 30. júlí, er kominn í leit- irnar, heill á húfi, að því er móðir Kon- ráðs, Hlín Ástþórsdóttir, greindi frá í Facebook-færslu í gær. Þar þakkaði hún ættingjum, vinum og öðrum sem að leitinni komu fyrir hlýhug, kveðjur, bænir og allan stuðn- ing sem borist hafði aðstandendum í leitinni að Konráði. „Allur sá stuðningur er ómetan- legur og verður aldrei þakkað nóg,“ skrifaði hún. Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra lýsti fyrst eftir Konráði Hrafn- kelssyni 1. ágúst. Fram kom í tilkynn- ingunni að Konráð hefði yfirgefið heimili sitt í Belgíu að morgni fimmtu- dagsins 30. júlí, en seinast sást til hans á McDonalds í miðbæ Brussel. Um tuttugu vinir og aðstandendur leituðu Konráðs í Brussel daginn eftir án árangurs, en skilyrði til leitar voru erfið vegna kórónuveiru. Lögreglan í Belgíu vann að rannsókn málsins í samstarfi við lögreglu hér á landi. Ljósmynd/Lögreglan á Norðurlandi eystra Fundinn Konráðs var leitað í Belgíu í 10 daga en hann er kominn í leitirnar. Konráð fannst heill á húfi í Brussel í Belgíu  Hans hafði verið saknað síðan 30. júlí Stjórn Landssamtaka sauðfjár- bænda hefur krafist þess að verð sauðfjárafurða verði leiðrétt. Þetta kemur fram í grein Unnsteins Snorra Snorrasonar, framkvæmda- stjóra samtakanna, á vef þeirra. Þar segir jafnframt að afurðaverð til bænda hafi ekki fylgt almennri þróun verðlags. Afurðaverð á árinu 2019 var rétt um 470 kr./kg. Að því er fram kemur í greiningu samtak- anna hefðu bændur hins vegar átt að fá um 690 kr./kg. Í greiningu Unnsteins hafa verið tekin saman gögn sem benda til þess að afurðaverð sem íslenskir sauð- fjárbændur fengu greitt á síðasta ári sé það lægsta í Evrópu. Evrópusam- bandið gefur vikulega út yfirlit þar sem farið er yfir afurðaverð allra að- ildarlanda. Lægsta afurðaverðið er greitt til bænda í Rúmeníu, eða rétt um 485 kr./kg. Hæst var það í Frakklandi þar sem bændur fengu rétt um 1.048 kr./kg. Til samanburð- ar var verðið til íslenskra sauðfjár- bænda haustið 2019 með viðbótar- greiðslum 468 kr./kg. Undir lok greinarinnar er þess óskað að sanngirni sé gætt í viðskipt- um við bændur. Vilja samtökin að tryggt verði að sauðfjárafurðir fylgi almennri þróun smásöluverðs hér á landi. Bændur krefjast leiðréttingar verðs  Segja verð sauðfjárafurða ekki hafa fylgt almennri þróun smásöluverðs Morgunblaðið/Árni Torfason Sauðfé Lambakjöt hefur ekki fylgt almennri verðþróun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.