Morgunblaðið - 10.08.2020, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 2020
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
„Hér er ekki undan neinu að kvarta.
Maður hélt auðvitað í upphafi að það
yrðu miklu fleiri á ferðinni í sumar
en það þýðir ekkert að kvarta miðað
við hvernig ástandið er,“ segir
Bjarni Sigurður Aðalgeirsson. Hann
og Jóhanna Pétursdóttir, eiginkona
hans, voru lengst af bændur en
ákváðu að segja skilið við búskapinn
og stofna tjaldsvæðið Camping 66.12
North árið 2018.
„Þetta er þriðja sumarið hjá okk-
ur. Við opnuðum 23. maí og höfum
haft opið síðan, allan ársins hring,“
segir hann.
Í byrjun sumars voru fáir á tjald-
svæðinu, enda strangar sam-
komutakmarkanir í gildi, en gesta-
fjöldinn fór að taka við sér um leið
og takmarkanir rýmkuðu og ferða-
menn tóku að streyma til landsins.
„Þetta er minna en í fyrra en mað-
ur verður bara að læra að lifa með
því. Ég er mjög hlynntur þessum
lokunum, hvort sem það er Asía eða
Bandaríkin. Það er betra að hafa
færri ferðamenn og losna við veir-
una ef hægt er, þótt maður fái minni
tekjur á móti. Peningarnir eru ekki
allt,“ segir hann.
Lítið að gera á gististöðum
Tjaldsvæðið er staðsett við Mán-
árbakka í Tjörnesi, í nágrenni við
Húsavík.
„Þetta er svolítið sérstakt tjald-
svæði - hér erum við bara á sjávar-
bakkanum og engin tré til að skýla
eða neitt,“ segir Bjarni og bætir við
að á svæðinu sé engin verslun, bara
náttúra. Þó hvessir ekki oft á svæð-
inu þrátt fyrir návígi við sjóinn. „Við
erum utan við hafgoluna. Jú, það
getur blásið en það er ekki allt of al-
gengt,“ segir hann.
„Þessir síðustu 7 dagar hafa verið
betri en nokkru sinni áður, það er
bara fullt að gera,“ segir hann, en
veðrið hefur ekki verið eins gott yfir
sumarið. Júní var ágætur en júlí kald-
ur.
„Svo er að hlýna í dag og frábær
veðurspá fyrir vikuna,“ segir hann.
Baldur segir marga gististaði í
kring hafa lítið að gera, sér í lagi þær
hótelkeðjur sem bjóða upp á gistingu
um allt land, ef nóg er að gera.
Aðspurður hvort hann merki auk-
inn ferðamannastraum vegna gam-
anmyndarinnar Eurovision, sem setti
mark sitt á Húsavík, segir hann:
„Nei, ekki til mín. Það er kannski
einn og einn sem nefnir þetta „ja ja
ding dong“ eða hvað þetta er,“ segir
hann að endingu.
„Þýðir ekkert að kvarta“
Margir hafa heimsótt tjaldsvæði Bjarna og Jóhönnu við Mánárbakka, þrátt fyrir
erfitt árferði Helmingur gesta Íslendingar Fleiri eftir því sem leið á sumarið
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Mánárbakki Mörgum hugnast að tjalda við sjóinn á Mánárbakka en helmingur gesta í sumar voru Íslendingar.
Ánægður Bjarni Sigurður Aðalgeirsson segir að undan engu sé að kvarta.
Nóg sé um gesti á tjaldsvæðinu á Mánárbakka í Tjörnesvík.
„Við lifum bara góðu lífi og verðum í
raun ekki vör við neitt,“ segir Guð-
mundur Þór Björnsson, bifvélavirki
og kennari, sem ásamt eiginkonu
sinni hefur verið búsettur í Flórída-
ríki í Bandaríkjunum undanfarin
átján ár. Vísar hann í máli sínu til út-
breiðslu kórónuveirunnar í ríkinu.
Að hans sögn hafa fjölmiðlar málað
svarta mynd af stöðunni.
„Það er nóg af fréttum sem fluttar
eru af vírusnum í Bandaríkjunum.
Af fréttaflutningi fjölmiðla að dæma
mætti halda að
hér væri bölvað
ástand,“ segir
Guðmundur sem
tekur fram að
hann hafi orðið
lítið var við meint
ástand. Þá sé
efnahagslífið
hægt og rólega að
ná fyrri styrk.
„Við höfum ekki
orðið veik og verðum því ekki vör við
neitt. Umferðin er orðin venjuleg
aftur og nú er verið að reyna að opna
skólana að nýju,“ segir Guðmundur,
en hann kennir bifvélavirkjun á
svæðinu. Sökum heimsfaraldursins
hefur hann þurft að kenna heima frá
því í marsmánuði, en eftir tvær vikur
er ráðgert að nemendur fái með ein-
hverjum hætti að koma í skólana á
ný.
Að því er fram kemur í opinberum
tölum hafa nær 530 þúsund greinst
með kórónuveiruna í Flórída-ríki,
þar af hafa 8.108 einstaklingar látist.
Íbúar ríkisins eru alls um 21,5 millj-
ónir talsins. Segir Guðmundur að
veiran hafi náð sér á strik þegar
skemmtistaðir og barir voru opnaðir.
„Það voru gerð mistök með því að
opna barina og strendurnar of fljótt.
Það er ekki hægt að saka yfirvöld um
allt því fólk missir á endanum þol-
inmæðina,“ segir Guðmundur og
bætir við að Bandaríkjamenn bíði í
raun eftir því að bóluefni finnist.
Spurður um þátt Donald Trumps
Bandaríkjaforseta í ástandinu segir
Guðmundur að hann botni lítið í af-
stöðu Íslendinga til hans. „Ég er
svona heldur Trump-megin í tilver-
unni. Það er fullt af Bandaríkja-
mönnum sem eru hrifnir af því hvað
hann er sjálfstæður og ópólitískur,
en hann er auðvitað mjög umdeildur.
Ég verð alltaf hálfhvumsa þegar Ís-
lendingar gagnrýna Trump en fara
svo heim og kjósa Dag B. Eggerts-
son, sem er að eyðileggja borgina.“
aronthordur@mbl.is
Segir ástandið betra en ætla mætti
Guðmundur Þór
Björnsson
Íslendingar búsettir í Flórída-ríki verða lítið varir við faraldur kórónuveiru Fjölmiðlar mála
svarta mynd af stöðu mála Mistök gerð þegar skemmtistaðir opnuðu Beðið eftir bóluefni
Hafrannsóknastofnun leggur til
að að veiðar á rækju við Eldey
verði ekki heimilaðar árið 2020,
að því er fram kemur í tilkynn-
ingu á vef stofnunarinnar. Þar
segir að samkvæmt stofnmæl-
ingu sumarið 2020 sé stærð
rækjustofnsins við Eldey undir
varúðarmörkum stofnsins. Lítið
hefur fengist af þorski og ýsu í
stofnmælingu rækju við Eldey
frá árinu 2010 en árið 2020
fékkst mikið af ýsu.
Stofninn stækki ekki
á næstu árum
Einnig ráðleggur Hafrann-
sóknastofnun að afli fyrir út-
hafsrækju fiskveiðiárið 2020/
2021 verði ekki meiri en 5.136
tonn. Þá hefur vísitala veiði-
stofns úthafsrækju breyst lítið á
árunum 2012 til 2020 „fyrir utan
árið 2015 þegar hún lækkaði og
var sú lægsta frá upphafi mæl-
inga“. Bent er á að vísitala veiði-
hlutfalls hefur verið undir mark-
gildi frá árinu 2016. „Magn
ungrækju hefur verið lágt frá
2004 og hefur verið í sögulegu
lágmarki frá 2015. Stofnmæl-
ingar síðustu ára benda því til
að stofninn muni ekki stækka á
næstu árum.“
Þá var magn þorsks í stofn-
mælingu úthafsrækju mikið á ár-
unum 2015 til 2018 en lækkaði
árið 2020. Einnig hefur mælst
mikið af þorski í stofnmælingu
botnfiska að vori og hausti und-
anfarin ár. Því er líklegt að af-
rán á úthafsrækju hafi aukist á
undanförnum árum.
Engar
rækjuveiðar
við Eldey
Afrán aukist á
undanförnum árum