Morgunblaðið - 10.08.2020, Síða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 2020
Frjáls Múkkar sveimuðu yfir sjónum skammt frá landi í leit að einhverju
matarkyns. Ekki fylgir sögunni hvort leit þeirra hafi borið árangur.
Kristinn Magnússon
Í annarri umferð for-
setakosninganna í Pól-
landi hafði sitjandi for-
seti, Andrzej Duda,
nauman sigur á borgar-
stjóranum í Varsjá,
Rafał Trzaskowski. Þótt
hann ynni einungis í sex
héröðum í austurhluta
landsins, þar sem
Trzaskowski vann í tíu
héröðum, og tapaði í
meðalstórum og stærri borgum, hafði
Duda slíkan stuðning í þorpum og
smábæjum að það rétt dugði honum
til að komast yfir marklínuna.
Eins og þessi niðurstaða bendir til
skiptist fylgi í pólskum stjórnmálum
æ meir í takt við stéttaskiptingu. Sá
hluti þjóðarinnar sem kaus Duda er
mun fátækari, með tekjur sem eru
einungis 67% af þjóðarmeðaltali. Þá
er atvinnuleysi í héröðunum þar sem
Duda sigraði 7-9% að meðaltali en er
5,4% á landsvísu.
Framlög ríkisins til félagsmála,
sem stjórnarflokkurinn Lög og rétt-
læti (PiS), hefur haft forystu um undir
stjórn Duda, hafa greinilega skilað sér
í kjörklefanum. Helsti stjórnarand-
stöðuflokkurinn, Borgaravettvang-
urinn (PO), burðast með það orðspor
að hann „hafi ekkert gert fyrir venju-
legt fólk“. Kjósendur muna enn að
það var PO sem hækkaði eftirlauna-
aldurinn árið 2012 og að Trzaskowski
var ráðherra í PO-stjórn Donalds
Tusk, fyrrverandi forsætisráðherra.
Duda faldi það ekki að hann naut
góðs af ítökum ríkisins,
sem PiS beitti með
hætti sem minnti meira
á austræna einræð-
isherra en vestræna lýð-
ræðissinna. Ríkið
stjórnar með beinum
hætti tveimur af fjórum
áhrifamestu sjónvarps-
stöðvunum, og réðust
þær á hverjum degi á
stjórnarandstöðuna.
Sökuðu þær Trzas-
kowski meðal annars
um að ætla að „kynvæða
börn“ (vegna tengsla hans við LGBT-
hreyfinguna) og skera niður fé-
lagslegar bætur til þess að geta greitt
gyðingum bætur vegna seinni heims-
styrjaldar.
Að sögn Thomas Boserup, sem er
óháður eftirlitsmaður kosninga fyrir
Öryggis- og samvinnustofnun Evr-
ópu, var fréttaflutningur ríkissjón-
varpsins af kosningunum hlutdrægur:
„Við höfðum áhyggjur af orðræðu
óumburðarlyndis sem beint var gegn
hinsegin fólki, útlendingum og gyð-
ingum, sérstaklega í kosningabaráttu
forsetans og í ríkissjónvarpinu.“
Rétt fyrir kosningarnar fékk helsta
ríkisrekna sjónvarpsstöðin, TVP, sem
enn og aftur var undir stjórn Jacek
„Bolabíts“ Kurski, stjórnmálamanns
innan PiS sem er alræmdur fyrir
óvönduð meðöl, sérstakan styrk upp á
tvo milljarða złoty (500 milljónir
Bandaríkjadala). Samkvæmt úttekt
eftirlitsþjónustunnar Press-Service
Monitoring Mediów á umfjöllun
helsta fréttaþáttar TVP á bilinu 3.-16.
júní voru 97% umfjöllunar um Duda
jákvæðar en 87% af umfjöllun um
Trzaskowski voru neikvæðar.
Í ljósi þess hve eindregin hópa-
skipting er meðal pólskra kjósenda
var það snemma ljóst að sigur í kosn-
ingunum myndi vinnast með því að
virkja sértæka hópa og þess vegna
beitti PiS ágengri orðræðu. Mark-
miðið var ekki að snúa fylgjendum
stjórnarandstöðunnar (enda var það
talið ómögulegt) heldur að virkja eigin
fylgjendur. Ráðherranefnd Póllands
hefur ekki komið saman síðan 12. júní
sökum þess að undir stjórn forsætis-
ráðherrans Mateusz Morawiecki hafa
ráðherrar verið á ferð um landið og
afhent ávísanir í helstu vígjum PiS.
Niðurstaðan var 68,2% kjörsókn, sem
er met.
PiS var staðráðið að vinna þessar
kosningar, einkum vegna þess að tap
hefði þýtt endalok íhaldssamrar and-
byltingar flokksleiðtogans Jarosław
Kaczyñski. Forsetinn fer ekki með
teljandi völd í þingbundnu stjórnkerfi
Póllands en embættið hefur vissan
þunga í krafti þjóðarkjörs. Það sem
mestu skiptir er þó að forsetinn hefur
neitunarvald gagnvart löggjöf og
skipar dómara, sendiherra og aðra
mikilvæga ráðamenn. Ef Trzaskowski
hefði sigrað hefði hann getað stöðvað
stefnu PiS og ógnað valdablokk Kac-
zynskis, en innan hennar eru margir
sem væru að öllu jöfnu líklegir til að
þurfa að svara í dómsal fyrir gjörðir
sínar í embætti.
Í Póllandi blasa nú við þrjú ár til
viðbótar þar sem PiS fer með öll völd.
Næstu þingkosningar verða ekki
haldnar fyrr en 2023. Þangað til mun
PiS reyna að sölsa undir sig eða jað-
arsetja allar sjálfstæðar stofnanir sem
eftir eru í landinu.
Tíminn vinnur með PiS, sérstak-
lega þegar kemur að Hæstarétti, þar
sem enn fleiri dómarar munu láta af
störfum vegna aldurs og stuðnings-
menn PiS munu koma í stað þeirra.
Dómara á lægri dómsstigum, sem
langflestir hafa starfað af heilindum
hingað til, gætu veitt eitthvert viðnám
en hótunin um embættismissi mun
líklegast múlbinda þá flesta.
PiS mun einnig reyna að svelta hér-
aðsstjórnir þar sem stjórnarand-
stöðuflokkar fara með völd, með því
að færa til og skrúfa fyrir ýmsar fjár-
veitingar. Síðan er að huga að því sem
eftir lifir af óháðum fjölmiðlum. Kac-
zynski hélt því fram í kosningabarátt-
unni að „Það var mjög grimmilegt og
víðtækt inngrip af hálfu fjölmiðla, við
skulum ekki fela þá staðreynd að það
var þýskt, en í framtíðinni verðum við
að koma í veg fyrir að slíkt gerist“. Nú
lýsir hann því yfir að „Pólsk yfirvöld
mega ekki láta það viðgangast að hluti
miðtaugakerfis þjóðarinnar sé í hönd-
um útlendinga (…) við verðum að
tryggja að þetta miðtaugakerfi pólsku
þjóðarinnar sé pólskt“.
Mögulega mun Evrópusambandið
ákveða að skilyrða greiðslu „sam-
heldnisjóða“ sinna við að ríkisstjórn
PiS virði leikreglur réttarríkisins.
Einkum virðast Þjóðverjar og Hol-
lendingar hafa misst þolinmæðina
gagnvart Póllandi og kunna að hætta
loksins að fjármagna óbeint einræð-
isstjórn þar og í Ungverjalandi. En
þeir hafa sætt sig við kyrrstöðuna í
Póllandi í fjögur ár, þannig að það
virðist ólíklegt að nokkuð breytist,
sérstaklega í ljósi allra þeirra vanda-
mála sem ESB glímir við.
Hvernig sem fer munu hinir
10.018.263 frjálslyndu Pólverjar sem
töpuðu fyrir 10.440.648 stuðnings-
mönnum PiS halda baráttu sinni
áfram. Trzaskowski er enn borgar-
stjóri Varsjár og hefur nýlega til-
kynnt áform um að umbreyta Borg-
aravettvanginum í breiðari félagslega
hreyfingu sem muni nýta þann for-
dæmalausa áhuga sem stuðnings-
menn hans sýndu í kosningabarátt-
unni.
Trzaskowski kann að hafa tapað en
hann sýndi fram á að PiS er ekki
ósigrandi. Spurningin er hvort stjórn-
arandstaðan fær fleiri tækifæri til að
sýna fram á það. Hvernig sem fer er
Pólland að snúa aftur til uppáhalds
stjórnmálakerfis síns – baráttunni
fyrir frelsi.
Eftir Sławomir
Sierakowski »Kaczynski og félagar
munu gera allt sem
þeir geta til að kosn-
ingar framtíðarinnar í
Póllandi verði aðeins
formsatriði og landið
verði einungis lýðræðis-
ríki að nafninu til.
Sławomir Sierakowski
Sławomir Sierakowski er stofnandi
Krytyka Polityczna-hreyfingarinnar.
Hann er forstöðumaður Stofnunar
æðri rannsókna í Varsjá og situr í að-
alráði Þýskalands um alþjóða-
samskipti.
Pólland silast áfram
Í Morgunblaðinu á
sunnudag birtist grein
eftir ráðherra ferða-
mála, iðnaðar og ný-
sköpunar þar sem tæpt
er á efni greinar mínar í
tímaritinu Vísbendingu í
síðustu viku um stöðu
efnahagsmála og CO-
VID-19-farsóttina. Í
ljósi orða ráðherrans og
mikilvægi málsins vil ég
nota tækifærið og end-
urtaka boðskapinn fyrir lesendum
Morgunblaðsins. Ég legg ekki í vana
minn að skrifast á við stjórnmálamenn,
hef reyndar aldrei gert það áður og
mun vonandi ekki þurfa að gera það
aftur, en í ljósi alvarleika máls finnst
mér rétt að benda á nokkur atriði.
Betur gengur í efnahagslífinu en á
horfði í vor vegna þess að Íslendingar
hafa aukið kaup sín á vörum og þjón-
ustu innan lands í stað þess að ferðast
til útlanda. Vaxtalækkanir Seðlabank-
ans hafa einnig hjálpað til en fjöldi
heimila hefur hækkað ráðstöf-
unartekjur sínar með því að endur-
fjármagna húsnæðislán og lægri vextir
hafa örvað fasteignamarkaðinn. Fyrir-
tæki í verslun og þjónustu hafa fundið
fyrir þessari auknu eftirspurn. Þannig
hefur eftirspurn aukist eftir þjónustu
iðnaðarmanna, byggingavörum, tóm-
stundavörum, klæðnaði og þannig
mætti lengi telja. Íslendingar hafa
ferðast mikið innan lands í sumar.
En þótt betur gangi í efnahags-
málum en búast hefði mátt við þá er
öllum ljóst að þau fyrirtæki sem þjóna
fyrst og fremst erlendum ferðamönn-
um eru illa stödd. Atvinnuleysi er mik-
ið, um 16 þúsund manns voru án vinnu
í júnímánuði samkvæmt tölum Vinnu-
málastofnunar. Ástandið á Reykjanesi
er sérstaklega erfitt. Það er einnig
óvíst hversu mikið Íslendingar munu
ferðast innan lands á haustmánuðum.
Varla fara þeir í norðurljósaferðir! En
það breytir ekki jákvæðum efnahags-
legum áhrifum þeirra 200 milljarða
sem Íslendingar vörðu áður á ferðalög-
um erlendis en nota nú til kaupa á
vörum og þjónustu innan lands.
Stjórnvöld þurfa að ákveða hversu
mikið eigi að örva eftirspurn eftir
ferðaþjónustu á næstu mánuðum með
því að auðvelda ferðir
um landamæri. En þá er
einnig við því að búast að
Íslendingar ferðist
meira til útlanda sem
dregur úr innlendri
eftirspurn. Ferðir inn-
lendra sem erlendra
ferðamanna yfir landa-
mæri auka hættuna á að
farsóttin komi til lands-
ins aftur eftir að núver-
andi bylgja er gengin
niður. Það þarf ekki sótt-
varnalækni til þess að
skilja að því meiri sem hreyfanleiki
fólks er, þ.e.a.s. því fleiri Íslendingar
sem ferðast til útlanda og því fleiri er-
lendir ferðamenn sem hingað koma,
þeim mun meiri hætta er á að farsóttin
berist til landsins.
Ef aukið flæði ferðamanna hefur í
för með sér að farsótt geisi innan lands
verður efnahagslegt tjón þjóðarbúsins
margfalt meira en sá ávinningur sem
fjölgun ferðamanna hefði í för með sér.
Hagkerfi marga Vesturlanda hefur
orðið fyrir miklu áfalli í ár, ekki vegna
þess að ferðamönnum hefur fækkað
heldur af því að fólk getur ekki mætt
til vinnu og margvísleg viðskipti geta
ekki átt sér stað. Ekki þarf að horfa
mikið lengra en til Bretlands til þess
að sjá slæmar efnahagslegar afleið-
ingar farsóttar og harkalegri sótt-
varna en Íslendingar hafa hingað til
kynnst.
Þá verður einnig að hafa í huga aðra
þá sem verða illa úti ef farsóttin herjar
á samfélagið nú í vetur. Ef ekki er
unnt að starfrækja framhaldsskóla og
háskóla með eðlilegum hætti verður
ungt fólk illa úti. Ef skólahald leggst
jafnvel tímabundið af þá fer það sér-
staklega illa með þá sem standa veikt
fyrir. Slíkt rask á skólahaldi er líklegt
til þess að hafa félagslegar og efna-
hagslegar afleiðingar til langs tíma.
Eldri kynslóðir einangra sig frá börn-
um og barnabörnum og getur slíkt
haft slæm andleg áhrif. Mikið álag á
heilbrigðiskerfið bitnar á starfsfólki
þess og sjúklingum með aðra sjúk-
dóma en COVID-19. Kvíði og áhyggj-
ur plaga almenning.
Það er skiljanlegt að þrýst sé á að
liðka fyrir komum erlendra ferða-
manna til þess að bjarga fyrirtækjum í
ferðaþjónustu og minnka atvinnuleysi.
En þeir sem taka ákvarðanir fyrir
hönd þjóðarinnar verða að hafa heild-
arhagsmuni skýra. Ekki má horfa
fram hjá þeim mikla efnahagslega
skaða sem verður ef farsóttin herjar á
samfélagið í vetur. Efnahaglegt tap af
völdum farsóttar innan lands getur
verið mikið eins og sést í mörgum ná-
lægum ríkjum.
Af þessum sökum hafa mörg eyríki,
svo sem Nýja-Sjáland, ákveðið að nota
sérstöðu sína til þess að hafa strangar
sóttvarnir á landamærum og vernda
þannig innlent hagkerfi og samfélag
uns lyf og bóluefni koma til hjálpar. Í
nágrenni okkar mælir utanríkisráðu-
neyti Noregs, svo dæmi sé tekið, með
því að Norðmenn ferðist ekki til út-
landa nema brýnustu nauðsyn beri til.
Valkostir okkar sem búum á eyju
eru því þessir: Öflugar sóttvarnir við
landamæri líkt og Nýsjálendingar hafa
gert og sóttvarnir sem eru minna
hamlandi á efnahagsstarfsemi innan
lands, eða takmarkaðar sóttvarnir við
landamæri og miklar sóttvarnir innan
lands eins og nú virðist stefna í. Ef
ráðamenn eru að horfa á neyslu, at-
vinnustig og stöðu ríkissjóðs þá þarf
ekki hagfræðing til að benda á að fyrri
kosturinn gæti komið betur út. Hættu-
legt er að gera að einu hagsmuni
ferðaþjónustu, annars vegar, og efna-
hagslífsins alls, hins vegar.
Þegar þjóðfélag okkar stendur
frammi fyrir einhverju alvarlegasta
vandamáli lýðveldistímans þá er mik-
ilvægt að leyfa mismunandi sjón-
armiðum að koma fram og ráðamenn
þurfa að sýna ábyrgð með því að
bregðast við umræðu í samræmi við
embætti þeirra og ábyrgð.
Gylfi Zoëga » Þeir sem taka
ákvarðanir fyrir
hönd þjóðarinnar verða
að hafa heildarhagsmuni
skýra. Ekki má horfa
fram hjá þeim mikla
efnahagslega skaða sem
verður ef farsóttin herj-
ar á samfélagið í vetur.
Gylfi Zoëga
Höfundur er prófessor í hagfræði.
Í tilefni af grein ráðherra