Morgunblaðið - 10.08.2020, Side 25

Morgunblaðið - 10.08.2020, Side 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 2020 Smiðshöfða 9, 110 Rvk. logoflex@logoflex.is 577 7701 www.logoflex.is Fánaprentun „MÉR FINNST HÚN FÍN EN EF ÞÚ ERT Í VAFA ÆTTUM VIÐ AÐ BÍÐA OG SJÁ HVORT ÞÉR BATNAR.” „GEORG, HVERSU LENGI HEF ÉG VERSLAÐ HJÁ ÞÉR?” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að sakna þín. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann FÆR KÖTTURINN ÞINN NÓG AF FITANDI GÓÐGÆTI? AÐ SJÁLF- SÖGÐU EKKI! GEFÐU HONUM „SYKURHJÚPAÐAR SVÍNASPEKKKÚLUR”! JÓN! JÓN! JÓN! JÓN! ÉG GIFTIST MYNDARLEGUM OG GÓÐUM MANNI … EN HANN GAT EKKI GEFIÐ MÉR ÞAÐ SEM ÉG ÞRÁÐI … SKILURÐU MIG? JÁ!! ÉG HEF DRUKKIÐ ÓÁFENGAN BJÓR OG ÞAÐ VAR MJÖG ÓFULLNÆGJANDI! skemmti fólki, aðallega eldri borg- urum, með því að sýna litskyggnur og dans frá ýmsum löndum. Svo er ég nýbúin að leika í kvikmynd.“ Unnur rekur ferðaskrifstofuna Kínaklúbb Unnar, en hún stofnaði hann 1992. „Ég hef farið síðan með fjölda Íslendinga til framandi landa, aðallega þó Kína.“ Unnur opnaði í framhaldinu Kínasafn Unnar árið 2015, en það er til húsa á Njálsgötu 33B og er opið almenningi laug- ardaga og sunnudaga 14.00-16.00. Safnið inniheldur forna kínverska listmuni. Unnur mun halda upp á afmælið sitt í Kínasafni í dag. Þar mun hún m.a. heiðra móðurafa sinn, Gunnar Marel Jónsson skipasmíðameistara. Fjölskylda Unnur var gift Rolf Bengtsson, tónlistarmanni í Stokkhólmi, í átta ár. Þau skildu. Sonur Unnar er Þór, f. 28.11. 1960, starfsmannastjóri í Stokk- hólmi. Hann á þrjú börn. Systkini Unnar: Auður Guðjóns- dóttir, f. 1.6. 1937, d. 1.3. 2018, Bergljót Guðjónsdóttir, f. 5.12. 1941,og Bragi Guðjónsson, f. 26.12. 1944, d. 9.5. 2018. Foreldrar Unnar voru hjónin Guðjón Sigurðsson, f. 16.2. 1910, d. 26.5. 1998, múrarameistari í Reykjavík, og Margrét Gunn- arsdóttir, f. 1.11. 1911, d. 28.4. 1991, húsmóðir. Unnur Guðjónsdóttir Ingibjörg Jónsdóttir húsfreyja á Gamla-Hrauni Jón Guðmundsson formaður á Gamla- Hrauni á Eyrarbakka Jónína Jóhannsdóttir húsfreyja í Garðsauka í Eyjum Gunnar Marel Jónsson skipasmíðameistari í Vestmannaeyjum Margrét Gunnarsdóttir húsmóðir í Reykjavík Sigríður Oddsdóttir húsfreyja í Vorsabæ Jóhann Jónsson bóndi í Vorsabæ íA-Landeyjum Davíð Oddsson ritstjóriMorgunblaðsins Ólafur Oddsson ljósmyndari í Rvík Bjarni Guðnason fv. prófessor við HÍ Oddur Ólafsson læknir Bergur Guðnason lögmaður í Rvík Guðni Jónsson prófessor við HÍ Guðni Bergsson forseti KSÍ Guðrún Oddsdóttir húsfreyja í Tungu í Fljótshlíð Jón Ólafsson bóndi í Tungu Ólafía Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík Sigurður Sigurðsson verkamaður í Reykjavík Margrét Daníelsdóttir húsfreyja í Brók Sigurður Brandsson bóndi í Brók í V-Landeyjum Úr frændgarði Unnar Guðjónsdóttur Guðjón Sigurðsson múrarameistari í Reykjavík Það var í hádegisfréttum áfimmtudag, að lögreglan hefði bjargað manni af skeri út af Álfta- nesi. Af þessu tilefni skrifaði Magn- ús Halldórsson í Boðnarmjöð: „Maður á skeri út af Álftanesi. - Að sögn liggur ekki fyrir hvernig hann komst á skerið“: Ekki’á strætó, ekki bát, er á þessu mistur. En trúlega hann gekk með gát sem gerði forðum Kristur. Guðmundur Halldórsson svaraði: Villa manninn vondsleg henti sem varast beri aldrei Kristur okkar lenti upp á skeri. Eftir að veiran fór aftur á flug hefur Íslensk erfðagreining á ný aðstoðað við landamæraskimun. Anton Helgi Jónsson yrkir: Veirufrétta stálin stinn stöðugt auka pressu. Kvíddu engu, karlinn minn, Kári reddar þessu. Hallmundur Kristinsson segir að enn sé „rósnað í gömlum vísum“: Gleymum ei vinum vorum þótt vík sé á milli og haf. En grasið í gengnum sporum getur þó fennt í kaf. Um verslunarmannahelgi orti Hallmundur Guðmundsson „Lífs- gönguljóð“ og kallar „Í útilegu“: Í dag ég átti fullt í fángi; að fást við mikið glæfraspil er hafði af í hægum gángi að hökta niðrí Stuðlagil. Guðmundur Arnfinnsson yrkir og kallar „Lífsspeki“: Horskur maður hróður ber, en heimskur er til vansa. Verst er þó, að viskan þverr, en vitfirringar glansa. Guðsteinn Fannar Jónsson yrkir við mynd af hunangsflugu þar sem hún situr á sóley og lætur fara vel um sig: Humla smá um himin flýgur, heyrist suð mér einkar dátt. Lítið blóm hún létt á stígur, lífið frjóvgar á þann hátt. Páll Jónasson í Hlíð segir „sögu úr bjarginu“: Á Syllubrún sjötíu og átta var súla við prófast að þrátta. Þar var ógurlegt þvarg, algert skeglubjarg, því hún vildi ekki hjá honum hátta. Þessa limru kallar Páll „Vitgigt“: „Ég næ ekki um nætur að sofa,“ nöldraði morgunfúl skrofa, „ég slæm er af slitgigt en verri af fitgigt, en verst þó af vængjadofa.“ Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Uppi á skeri eða ekki?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.