Morgunblaðið - 10.08.2020, Page 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 2020
Meistaradeild Evrópu
16-liða úrslit, síðari leikir:
Bayern München – Chelsea .................... 4:1
Bayern München áfram 7:1 samtals
Barcelona – Napolí ................................... 3:1
Barcelona áfram 4:2 samtals
Skotland
Rangers – St. Mirren............................... 3:0
Ísak Snær Þorvaldsson kom inn sem
varamaður hjá St. Mirren á 84. mínútu.
Frakkland
Deildarbikar, úrslitaleikur:
Lyon – París SG ....................................... 4:3
Sara Björk Gunnarsdóttir kom inn á hjá
Lyon eftir 74 mínútur.
Lyon vann eftir vítakeppni.
Rússland
Khimki – CSKA Moskva ......................... 0:2
Hörður Björgvin Magnússon var ekki í
leikmannahópi CSKA, Arnór Sigurðsson
kom inn sem varamaður hjá CSKA á 54.
mínútu.
Tambov – Rostov ..................................... 0:1
Björn Bergmann Sigurðarson var ekki í
leikmannahópi Rostov.
Slóvakía
Michalovce – Spartak Trnava................ 0:2
Birkir Valur Jónsson var á varamanna-
bekk Spartak Trnava.
Senica – Zilina.......................................... 0:4
Nói Snæhólm Ólafsson lék allan leikinn
með Senica.
Hvíta-Rússland
BATE Borisov – Gorodeja...................... 1:0
Willum Þór Willumsson kom inn sem
varamaður hjá BATE á 76. mínútu.
NBA-deildin
San Antonio – Utah .......................... 119:111
Memphis – Oklahoma ........................ 121:92
Brooklyn – Sacramento ................... 119:106
Philadelphia – Orlando .................... 108:101
New Orleans – Washington............. 118:107
Toronto – Boston.............................. 100:122
Portland – LA Clippers ................... 117:122
Denver – Utah ..................................134:132
Indiana – LA Lakers ........................116:111
Miami – Phoenix .............................. 112:119
Dallas – Milwaukee ..........................136:132
Toronto – Memphis.............................108:99
New Orleans – San Antonio .............113:122
Andrea Pirlo
hefur tekið við
knattspyrnu-
stjórastöðunni
hjá Juventus eft-
ir að Maurizio
Sarri var rekinn
á laugardag.
Pirlo, sem er 41
árs, lagði skóna á
hilluna árið 2017
eftir magnaðan
feril. Brottrekstur Sarris var gerð-
ur opinber daginn eftir að Juventus
féll úr keppni í Meistaradeild Evr-
ópu í 16-liða úrslitum. Juventus
vann 2:1 en féll úr keppni þar sem
Lyon skoraði mark á útivelli og
hafði unnið heimaleikinn 1:0. Sarri
var því snarlega rekinn úr starfi
þrátt fyrir að hafa gert liðið að
ítölskum meisturum níunda árið í
röð en hann tók við liðinu fyrir rétt
rúmu ári. Juventus sigraði síðast í
Meistaradeildinni árið 1996 og for-
ráðamönnum og stuðningsmönnum
félagsins þykir biðin vera orðin
löng.
Pirlo var ráðinn á dögunum til
Juventus til að gegna starfi þjálfara
hjá U23 ára liði félagsins en þurfti
ekki að bíða lengi eftir stöðuhækk-
un. Hann lék 116 landsleiki fyrir
Ítalíu og varð heimsmeistari árið
2006. Hann varð ítalskur meistari
fjórum sinnum með Juventus. Þá
varð hann Evrópumeistari í tví-
gang með AC Mílanó á sínum tíma.
Miðjumaðurinn yfirgaf Juventus
árið 2015 og lék síðustu ár ferilsins
í Bandaríkjunum með New York
City. Síðustu ár hefur Pirlo öðlast
þjálfararéttindi frá FIFA og hafnað
nokkrum starfstilboðum að sögn
blaðamannsins Zekes Tells.
kristoferk@mbl.is
Pirlo sest í
heita sætið
í Tórínó
Andrea
Pirlo
Í MOSFELLSBÆ
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, úr Keili,
virðist nánast óstöðvandi á Íslands-
mótinu í golfi. Alla vega ef horft er til
þess að hún varð í gær Íslandsmeist-
ari þriðja árið í röð. Eftir að hún
komst á bragðið, og vann mótið í
fyrsta skipti í Vestmannaeyjum árið
2018, hefur hún ekki sleppt takinu af
bikarnum.
Sigur Guðrúnar í gær kom þó eftir
mikla dramatík. Ragnhildur Krist-
insdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur
virtist líkleg til að næla í sinn fyrsta
sigur á Íslandsmótinu. Ólafía Þórunn
Kristinsdóttir, einnig úr GR, var með
forystuna eftir fyrsta keppnisdag.
Ragnhildur tók hins vegar forystuna á
öðrum keppnisdegi og lék af tölu-
verðu öryggi í þrjá daga. Hún hélt for-
ystunni og þegar níu holur voru eftir í
gær hafði hún fjögurra högga forskot.
Aðstæðurnar í gær voru hins vegar
krefjandi. Talsverður vindur var og
var líklega hliðarvindur á flestar
brautir. Mikil rigning var þegar kon-
urnar hituðu upp og á fyrstu holunum.
Aðstæður voru þess eðlis að ýmislegt
gat farið úrskeiðis og mögulega gætu
orðið sveiflur. Ragnhildur var hins
vegar örugg í stutta spilinu og sýndi
ekki alvarleg veikleikamerki. Guðrún
fann taktinn og með því að spila 10. -
17. braut á tveimur undir pari tókst
henni að minnka muninn niður í eitt
högg. Ragnhildi brást loks bogalistin
á 18. holu og þar með 72. holu í mótinu
og fékk þá víti en Guðrún sló inn á flöt.
Guðrún fékk par og Ragnhildur
skolla sem þýddi að þær þurftu að út-
kljá málið í þriggja holu umspili. Léku
þær holurnar 72 á höggi yfir pari sam-
tals. Í umspilinu var Guðrún sterkari
á taugum enda mun reyndari í baráttu
um Íslandsmeistaratitilinn. Von-
brigðin hljóta að vera geysileg fyrir
Ragnhildi eftir að hafa verið með for-
skot í tæpa þrjá hringi en að sama
skapi mjög sætur sigur fyrir Guð-
rúnu.
Hrökk í gang á seinni níu
„Jú, þú getur eiginlega sagt að ég
hafi stolið sigrinum. En þetta var auð-
vitað hörkubarátta og það má alveg
segja að ég hafi verið hæg af stað í
dag. Mér fannst eins og möguleikinn á
sigri væri að verða fjarlægur en svo
hrökk ég í gang eftir níu holur. Fyrir
vikið urðu seinni níu holurnar hörku-
spennandi. Flesta dagana var ég bara
tveimur höggum eða svo frá efsta sæt-
inu og það er svo lítið í svona fjögurra
daga móti. Slíkt getur snúist á nánast
einni holu og sérstaklega þegar veðrið
er svona. Aðstæður voru krefjandi og
það gat hvað sem er gerst í dag,“
sagði Guðrún þegar Morgunblaðið
spjallaði við hana.
Sigurinn var frábrugðin hinum
tveimur fyrri því í þeim mótum var
hún lengi með forystuna en í þetta
skiptið var hún að elta. „Já ég get al-
veg sagt að þessi titill sé sætastur þótt
hinir hafi verið geggjaðir. Þetta var
mest spennandi mótið af þremur síð-
ustu.“
Varð einnig stigameistari
Guðrún Brá tryggði sér með sigr-
inum einnig stigameistaratitilinn en
þar er samanlagður árangur í stiga-
mótunum á mótaröð GSÍ lagður sam-
an. Guðrúnu vantar nú tvo Íslands-
meistaratitla til viðbótar til að skáka
föður sínum, Björgvini Sigurbergs-
syni, sem varð Íslandsmeistari fjórum
sinnum. Hugur Guðrúnar leitar þó út
fyrir landsteinana.
„Jú jú, ég verð að gera betur en
hann en eins og staðan ætti að vera þá
væri ég úti að keppa. [Kórónuveiran
setur strik í reikninginn á mótaröðum
erlendis]. En það er frábært að geta
tekið þátt í Íslandsmótinu í staðinn,“
sagði Guðrún en veðurguðirnir buðu
henni og öðrum keppendum upp á
ýmsar útgáfur af íslensku sumri.
„Við hituðum upp fyrir hringinn í
dag í grenjandi rigninu. Og spiluðum
fyrstu tvær holurnar við þær að-
stæður. Fljótlega stytti þó upp en
vindurinn var mikill og frekar kalt. Ég
byrjaði í regnjakka í morgun en skipti
honum svo bara út og var þurr þegar
hringurinn byrjaði,“ sagði Guðrún
Brá Björgvinsdóttir í samtali við
Morgunblaðið.
Ólafía Þórunn hafnaði í þriðja sæti
en hún var með á Íslandsmótinu í
fyrsta skipti síðan 2016. Ekki verður
sagt að Ólafía hafi slegið illa en hún
púttaði ekki nægilega vel til að geta
unnið Íslandsmótið.
Guðrún Brá sigraði þriðja árið í röð Umspil þurfti til að knýja fram úrslit
Ragnhildur var lengi með forystuna en brást bogalistin á 72. holu
Ljósmynd/GSÍ
Sá þriðji Guðrún þakkar fyrir stuðninginn þegar þriðji titillinn var í höfn.
„Þessi er sætastur“
Landsliðsfyrirliðinn í knattspyrnu,
Sara Björk Gunnarsdóttir, varð í
gærkvöld franskur bikarmeistari
með sínu nýja félagi.
Lyon mætti öðru stórliði, Paris
St. Germain, í úrslitaleiknum sem
fram fór í Auxerre.
Ekkert mark var skorað í venju-
legum leiktíma né framlengingu og
því þurfti að grípa til víta-
spyrnukeppni til að skera úr um úr-
slit. Þar hafði Lyon betur, 4:3.
Sara Björk kom inn á sem vara-
maður hjá Lyon eftir 74 mínútna
leik.
Sara franskur
bikarmeistari
Morgunblaðið/Hari
Frakkland Sigur hjá Söru í bikar-
keppninni í Frakklandi.
Skagamaðurinn Stefán Þór Þórð-
arson gæti verið að taka skóna
fram á ný þrátt fyrir að vera orðinn
45 ára gamall. Sænska dagblaðið
Norrköpings Tidningar segir frá
þessu en Stefán gæti spilað með C-
deildarliði Sylvia í sumar. Liðið er
eins konar varalið Norrköping sem
Stefán spilaði með um tíma. Hann
segist í viðtali við dagblaðið vera að
hugsa málið og gæti gamli fram-
herjinn því spilað einhverja leiki í
fyrsta sinn í níu ár. Hann lék síðast
með ÍA árið 2011, spilaði 15 leiki og
skoraði fjögur mörk.
Skórnir fram á
fimmtugsaldri?
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Á fimmtugsaldri Stefán Þór spilaði
sex A-landsleiki fyrir Ísland.
Ljóst er orðið hvaða lið mætast í
fjórðungsúrslitum Meistaradeildar
Evrópu í knattspyrnu sem fara fram
í vikunni en leikið verður í Lissabon,
höfuðborg Portúgals. Þá hefur fyr-
irkomulaginu einnig verið breytt í
hraðmót sem minnir á stórmót
landsliða. Verður annars vegar leik-
ið á José Alvalade-vellinum, heima-
velli Sporting, og hins vegar Da Luz-
vellinum, heimavelli Benfica. Mæt-
ast lið aðeins einu sinni í átta liða
úrslitum og undanúrslitum í stað
þess að leika tvo leiki.
Ítalska liðið Atalanta mætir
frönsku meisturunum í PSG á mið-
vikudaginn í fyrsta leik 8-liða úr-
slitanna. Þá eru tvö lið eftir frá
Þýskalandi annars vegar og Spáni
hins vegar og mætast þau öll innan-
borðs. RB Leipzig spilar við Atlético
Madríd, sem sló út ríkjandi Evr-
ópumeistara Liverpool í síðustu um-
ferð, á fimmtudaginn og stórveldin
Barcelona og Bayern München
mætast á föstudag. Fjórðungsúrslit-
unum lýkur svo með viðureign Man-
chester City frá Englandi og Lyon
frá Frakklandi á laugardaginn.
Undanúrslitin fara svo fram 18. og
19. ágúst áður en sjálfur úrslitaleik-
urinn verður spilaður þann 23.
Hraðmótið hefst í
Portúgal í vikunni
AFP
Markahæstur Pólverjinn Robert Lewandowski er búinn að skora þrettán
mörk fyrir Bayern München í Meistaradeildinni á þessu tímabili.