Morgunblaðið - 10.08.2020, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 2020
Í MOSFELLSBÆ
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Bjarki Pétursson skrifaði nýjan
kafla í íþróttasöguna í Borgarnesi
þegar hann varð Íslandsmeistari í
golfi í Mosfellsbænum í gær. Á hinu
niðurdrepandi ári 2020 hefur
íþróttafólki úr Borgarnesi orðið
margt að vopni en körfuboltakon-
urnar urðu bikarmeistarar í vetur og
því hafa tveir stórir titlar skilað sér í
bæinn. Hvorugan þeirra höfðu Borg-
nesingar unnið fyrr. Hér skal því
haldið til haga að Bjarki keppir nú
fyrir Golfklúbb Kópavogs og Garða-
bæjar og er þriðji Íslandsmeistari
karla sem kemur úr klúbbnum. Áður
hafa þeir Birgir Leifur Hafþórsson
og Sigmundur Einar Másson orðið
Íslandsmeistarar undir merkjum
GKG fyrir utan Bjarka.
,,Jú jú, það má alveg segja það
enda bý ég í Borgarnesi og hef ekki
flutt úr Borgarnesi fyrir utan þann
tíma þegar ég fór í háskóla til
Bandaríkjanna og til Þýskalands á
sumrin. Ég keppti alltaf fyrir GB en
elti þjálfara minn, Arnar Má Ólafs-
son, í GKG enda hef ég unnið lengi
með honum og var hjá honum í
Þýskalandi. Auk þess gerir GKG
mikið fyrir sína kylfinga og þar er
afreksstefnan ein sú besta á Ís-
landi,“ sagði Bjarki.
Fékk fimm fugla í röð
Bjarki varð Íslandsmeistari með
stæl því hann sló mótsmetið ef miðað
er við höggafjölda undir pari. Bjarki
lauk leik á samtals þrettán höggum
undir pari og tryggði það með
snyrtilegum fugli á lokaholunni.
Þórður Rafn Gissurarson úr GR
setti metið þegar hann lék á 12 undir
pari á Akranesi árið 2015 og Axel
Bóasson úr Keili jafnaði metið í
Vestmannaeyjum árið 2018.
Bjarki lék í gær á 68 höggum og
hafði tveggja högga forskot fyrir
lokadaginn. Að loknum 12 holum í
gær var forskotið tvö högg en þá
hrökk Borgnesingurinn í gír svo um
munaði. Fékk hann fimm fugla í röð
og sýndi hvers hann er megnugur.
Bjarki vann með miklum mun
þegar uppi var staðið. Næstir komu
Rúnar Arnórsson úr Keili og Aron
Snær Júlíusson GKG á fimm undir
pari. Aron Snær var þó aðeins
tveimur höggum á eftir Bjarka fyrir
lokadaginn en fann sig ekki í gær.
Skoðaði ekki stöðuna
Bjarki var í síðasta ráshópnum á
Íslandsmótinu á Akureyri árið 2016
og öðlaðist þar góða reynslu þótt
Birgir Leifur hafi farið fram úr hon-
um og unnið. Taugarnar voru í góðu
lagi hjá Bjarka í gær eins og sást
þegar hann fékk fimm fugla í röð. Þá
brást hann frábærlega við eftir að
hafa fengið skolla á 9. og 11. holu.
Hann vissi hins vegar ekki nákvæm-
lega hver staðan var.
„Nei ég hugsaði ekki út í hvernig
gengi hjá öðrum. Ég vissi að ég væri
á höggi yfir pari á hringnum en ætl-
aði mér að ljúka hringnum á tveimur
til fimm undir pari. Fram undan
voru tvær par 5 holur (12. og 13.
hola) og ég vildi fá fugla þar og það
gekk eftir. Þá datt ég algerlega í gír-
inn og ákvað að breyta ekki minni
leikáætlun. Sótti þar sem ég var
tilbúinn til að sækja og þegar fleiri
fuglar fylgdu í kjölfarið þá leið mér
svolítið vel. Ég var með Aroni og
Rúnari í ráshópi og vissi því nokkurn
veginn hvernig þeim gekk en Axel
Bóasson var í ráshópnum á undan
mér. Hann hefði þá þurft að vera
kominn sjö undir pari til að vera á
sama skori og ég. Ef hann væri á
slíku skori þá væri væntanlega fullt
af fólki og sjónvarpsvélar í kringum
hann. Ég gat ímyndað mér að Axel
myndi spila vel en átti ekki von á
öðru en ég væri efstur eftir að hafa
fengið þessa fugla. Þegar þrjár holur
voru eftir kíkti ég svo loksins á stöð-
una og sá þá að ég hafði sex högga
forskot. Þá kom fiðrildi í magann.
Ekki vegna þess að ég væri stress-
aður heldur vegna þess að ég var
loksins að vinna Íslandsmótið,“ sagði
Bjarki Pétursson enn fremur við
Morgunblaðið á Hlíðavelli.
Axel er stigameistari
Að Íslandsmótinu loknu er ljóst að
Axel Bóasson úr Keili varð stiga-
meistari GSÍ árið 2020 en þar er ár-
angur á stigamótunum á mótaröð
GSÍ lagður saman. Er þetta í fjórða
sinn sem Axel verður stigameistari.
Bjarki sló mótsmetið
Varð Íslandsmeistari í Mosfellsbænum með glæsibrag Lék á 13 höggum
undir pari samtals Annar sigur Borgnesinga í stórum íþróttamótum á árinu
Ljósmynd/GSÍ
Sá fyrsti Bjarki fagnar sigri á 18. flötinni í gær eftir að hafa fengið fugl.
Knattspyrnumaðurinn Aron Jó-
hannsson skoraði sitt fyrsta
deildarmark í næstum tvö og hálft
ár þegar hann kom Hammarby yfir
snemma leiks í 2:1-sigri gegn
Djurgården í sænsku úrvalsdeild-
inni í gær.
Aron skoraði markið strax á
fjórðu mínútu en þurfti svo að fara
meiddur af velli á þeirri 21.
Þetta var fyrsta deildarmark Ar-
ons síðan hann skoraði fyrir Wer-
der Bremen í þýsku Bundesligunni
fyrir rétt tæpum tveimur árum, 2.
mars 2018.
Fyrsta mark
Arons í tvö ár
AFP
Mark Aron skoraði loks deildar-
mark fyrir Hammarby.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, lands-
liðskona í knattspyrnu, er gengin í
raðir Vals en félagið greindi frá
þessu í gær.
Gunnhildur Yrsa hefur und-
anfarin ár leikið með Utah í Banda-
ríkjunum en þar hefur keppni verið
frestað vegna kórónuveirunnar.
Þar áður lék hún í Noregi með
Arna Björnar, Bodø, Stabæk og
Vålerenga.
Gunnhildur Yrsa er lánuð til Vals
út keppnistímabilið og ætti að vera
liðinnu mikil styrkur. Hún er 31 árs
og á að baki 65 landsleiki.
Landsliðskona
semur við Val
Ljósmynd/Diogo Pinto/FPF
Valsari Gunnhildur Yrsa mun spila
með Íslandsmeisturunum í sumar.
KR mætir skosku meisturunum í
Celtic í fyrstu umferð Meist-
aradeildar Evrópu í knattspyrnu en
dregið var í gær. Liðin mætast að-
eins einu sinni og þar sem KR var
dregið sem útilið mun viðureignin
fara fram í Skotlandi 18. eða 19.
ágúst.
KR var í neðri styrkleikaflokki
fyrir dráttinn og gat einnig mætt
Legia Varsjá frá Póllandi og Fe-
rencváros frá Ungverjalandi en
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR,
kvaðst sáttur við niðurstöðuna.
„Þetta voru allt erfiðir andstæðingar
og þetta er ágætt stutt ferðalag og
það er auðvelt að afla sér upplýsinga
um lið eins og Celtic,“ sagði hann í
samtali við Morgunblaðið. „Það eru
alltaf tækifæri í fótbolta og mögu-
leikar á að koma á óvart. Auðvitað er
það langsótt að ætla að fara að slá út
Celtic á þeirra heimavelli en við för-
um ekki í þetta verkefni öðruvísi en
að hafa trú á því.“
Rúnar stýrði KR-ingum einmitt
gegn Celtic í keppninni árið 2014 þar
sem þeir töpuðu 4:0 í Edinborg og
1:0 í Vesturbænum. Ef KR fellur úr
leik gegn Skotunum færist liðið yfir í
aðra umferð Evrópudeildarinnar og
spilar þar í lok ágúst.
KR-ingar heimsækja
skosku meistarana
Ljósmynd/Guðmundur Bjarki Hall
Celtic KR-ingar mæta skosku meisturunum í fyrstu umferð Meistaradeildar
Evrópu. Liðin mættust sumarið 2014 og töpuðu KR-ingar samanlagt 5:0.
Danmörk
Nordsjælland – AGF................................ 4:0
Amanda Andradóttir var á varamanna-
bekk Nordsjælland.
Svíþjóð
Mjällby – AIK ........................................... 3:1
Kolbeinn Sigþórsson var ekki í leik-
mannahópi AIK.
Falkenberg – Malmö ............................... 0:1
Arnór Ingvi Traustason kom inn sem
varamaður hjá Malmö á 62. mínútu.
Djurgården – Hammarby....................... 1:2
Aron Jóhannsson skoraði eitt mark fyrir
Hammarby og fór af velli meiddur á 21.
mínútu.
Häcken – Kalmar..................................... 0:2
Oskar Tor Sverrisson var ekki í leik-
mannahópi Häcken.
Staðan:
Malmö 14 9 4 1 29:12 31
Elfsborg 14 7 6 1 23:18 27
Norrköping 13 7 4 2 29:17 25
Djurgården 14 7 2 5 20:14 23
Häcken 14 5 6 3 24:15 21
Hammarby 14 5 5 4 16:17 20
Mjällby 14 5 4 5 17:21 19
Sirius 13 4 6 3 21:21 18
Örebro 14 4 5 5 14:16 17
Varberg 13 4 4 5 18:17 16
Gautaborg 14 2 8 4 16:21 14
AIK 14 3 4 7 13:22 13
Kalmar 14 3 3 8 16:22 12
Falkenberg 14 2 6 6 15:21 12
Östersund 14 2 6 6 11:18 12
Helsingborg 13 1 7 5 10:20 10
A-deild kvenna:
Linköping – Kristianstad ....................... 0:3
Sif Atladóttir var ekki í leikmannahópi
Kristianstad, Svava Rós Guðmundsdóttir
lék fyrstu 86. mínúturnar og skoraði eitt
mark. Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar liðið.
Djurgården – Örebro .............................. 0:1
Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn fyr-
ir Djurgården. Guðbjörg Gunnarsdóttir er
í barnsburðarleyfi.
Kalmar – Hammarby .............................. 1:2
Andrea Thorisson kom inn sem vara-
maður hjá Kalmar á 69. mínútu.
Noregur
Aalesund – Viking ................................... 2:2
Hólmbert Aron Friðjónsson og Daníel
Leó Grétarsson léku allan leikinn með
Aalesund, Davíð Kristján Ólafsson kom inn
sem varamaður á 69. mínútu.
Axel Óskar Andrésson kom inn á sem
varamaður á 61. mínútu hjá Viking.
Mjøndalen – Haugesund ......................... 1:0
Dagur Dan Þórhallsson kom inn á sem
varamaður á 81. mínútu hjá Mjøndalen.
Kristiansund – Start................................ 3:2
Guðmundur Andri Tryggvason var ekki í
leikmannahópi Start. Jóhannes Harðarson
þjálfar liðið.
Strømsgodset – Sandefjord.................... 3:4
Ari Leifsson kom inn á sem varamaður á
90. mínútu hjá Strømsgodset.
Viðar Ari Jónsson lék fyrstu 84 mínút-
urnar og Emil Pálsson fyrstu 64 mínúturn-
ar fyrir Sandefjord.
Vålerenga – Bodø/Glimt ........................ 2:2
Matthías Vilhjálmsson lék allan leikinn
með Vålerenga og skoraði eitt mark.
Alfons Sampsted lék allan leikinn með
Bodø/Glimt.
Staðan:
Bodø/Glimt 13 11 2 0 45:17 35
Molde 13 10 1 2 39:13 31
Odd 13 8 1 4 21:14 25
Vålerenga 13 6 5 2 18:17 23
Kristiansund 13 5 6 2 26:18 21
Rosenborg 12 5 3 4 17:10 18
Stabæk 13 4 5 4 16:18 17
Sandefjord 13 5 1 7 15:23 16
Brann 12 4 3 5 16:19 15
Strømsgodset 13 4 3 6 19:27 15
Haugesund 13 4 3 6 10:18 15
Sarpsborg 12 4 2 6 14:12 14
Viking 13 3 3 7 16:25 12
Mjøndalen 13 3 2 8 11:18 11
Start 14 1 6 7 15:27 9
Aalesund 13 1 4 8 18:40 7
Íslandsmótið á Hlíðavelli
Kvennaflokkur:
Guðrún Brá Björgvinsdóttir ....................+1
Ragnhildur Kristinsdóttir........................+1
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir ...................+4
Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir ...................+20
Arna Rún Kristjánsdóttir ......................+21
Saga Traustadóttir .................................+22
Nína Björk Geirsdóttir...........................+24
Berglind Björnsdóttir.............................+25
Karlaflokkur:
Bjarki Pétursson.......................................-13
Rúnar Arnórsson ........................................-5
Aron Snær Júlíusson ..................................-5
Andri Már Óskarsson .................................-4
Egill Ragnar Gunnarsson ..........................-4
Hlynur Bergsson ........................................-4
Tómas Eiríksson Hjaltested......................-3
Ólafur Björn Loftsson ................................-3
Axel Bóasson ...............................................-3
Andri Þór Björnsson ...............................Par
Kristófer Karl Karlsson ...........................+1
Haraldur Franklín Magnús .....................+2
Viktor Ingi Einarsson ..............................+3
Dagbjartur Sigurbrandsson ....................+4
Ragnar Már Ríkharðsson ........................+4