Morgunblaðið - 10.08.2020, Page 32
Skeifan 3 • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is • rafver@rafver.is
SUMARÚTSALA
4.-22. ágúst
10-25% afsláttur
K7 Öflug
háþrýstidæla
78.172
Háþrýstidæla
Áður 86.858
K5 Öflug
háþrýstidæla
67.881
Háþrýstidæla
Áður 72.990
FC 5 Skúringarvél
31.442
Skúringarvél
Áður 36.990
VC 3 Pokalaus ryksuga
með Hepa Síu
18.590
Ryksuga
Áður 24.738
43.602
Gufutæki
Áður 51.296
SC 4 Gufuhreinsitæki
fyrir heimili
WV 6 Gluggaskafa
15.990
Gluggaskafa
29.866
Slönguhjól
Áður 35.137
CR 7 Sjálfvirkt slönguhjól
VC 5 Snúrulaus
pokalaus
ryksuga
,
33.992
Ryksuga
Áður 39.990SE 6.100 Djúphreinsivél
og ryksuga
59.441
Djúphreinsivél
Áður 69.930
Sýningin BÓK – list og leikur, hefst í dag í Listasal Mos-
fellsbæjar. Á henni sýna hjónin Guðlaug Friðriksdóttir
og Ragnar G. Einarsson fjölbreytt verk en bæði eru
menntuð í bókbandi og Guðlaug einnig í myndlist.
Ragnar er þriðja kynslóð bókbindara og saman reka
hjónin bókbandsstofuna Bóklist í Mosfellsbæ. Þau hafa
haldið margar
sýningar, bæði
saman og hvort
í sínu lagi.
Verkin á sýn-
ingunni eru af
ýmsum toga,
allt frá klass-
ískum blóma-
myndum til
logandi bóka
og dúkristum
til olíuverka
sem máluðu
sig sjálf.
Allt frá blómamyndum til logandi
bóka og dúkristum til olíuverka
MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 223. DAGUR ÁRSINS 2020
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
KR mætir skosku meisturunum í Celtic í fyrstu umferð
Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu en dregið var í
gær. Liðin mætast aðeins einu sinni og þar sem KR var
dregið sem útilið mun viðureignin fara fram í Skotlandi
18. eða 19. ágúst.
„Það eru alltaf tækifæri í fótbolta og möguleikar á
að koma á óvart. Auðvitað er það langsótt að ætla að
fara að slá út Celtic á þeirra heimavelli en við förum
ekki í þetta verkefni öðruvísi en að hafa trú á því,“ segir
þjálfarinn Rúnar Kristinsson. »26
Íslandsmeistararnir í KR fara
til Glasgow í Meistaradeildinni
ÍÞRÓTTIR MENNING
„Ég þekki nú Ísland og það sem ég sakna mest er góður
fiskur,“ segir Magnús M. Hauksson, framkvæmdastjóri
veitingastaðarins og fiskbúðarinnar Íslendingsins (þ.
Der Isländer), í Dortmund.
Á Íslendingnum verður boðið upp á fisk og franskar,
plokkfisk, fiskivefjur, fiskiborgara, laxasalat og ferskan
íslenskan fisk, sem hægt er að taka með og matreiða
heima. Marineraðir réttir verða einnig á boðstólnum en
þar má nefna þorsk í basil-lime dressingu, lax í teryaki-
sósu með sesam-fræjum yfir, svo fátt eitt sé nefnt.
„Það eru svo margar frábærar fiskbúðir á Íslandi en
við sáum vöntun á þessu hérna,“ segir hann.
Íslenskar vörur verða í hávegum hafðar; Einstök-bjór,
laxa-salt og lýsi verða á boðstólnum.
„Við bjóðum upp á þetta til að standa undir nafni. Við
erum mjög spenntir að sjá hvernig Þjóðverjinn mun taka
við íslenskri vöru. Það er gaman að segja frá því að við
munum flytja íslensku kokteilsósuna til Þýskalands - við
erum örugglega fyrstir til að gera það,“ segir hann.
Bíða spenntir
Magnús ólst upp í Þýskalandi og flutti síðan til Íslands
og lærði verkfræði. Nú hefur hann búið í Þýskalandi í 3
ár og stofnaði Íslendinginn ásamt nokkrum fjárfestum.
Það sem maður saknar mest frá Íslandi er mömmu-
maturinn og góður fiskur, eins og ég hef sagt. Við erum
hérna tveir Íslendingar, ég og Kolbeinn Finnsson knatt-
spyrnumaður,“ segir hann. Íslendingar í Þýskalandi hafa
þegar sett sig í samband við Magnús og bíða spenntir
eftir að staðurinn opni.
„Við opnum á skemmtilegum stað, við vatn, sem hefur
sterka tengingu við fiskinn. Þetta er aðsótt svæði og
margir staðir hér, steikhús, ísbúðir og salatstaðir, en við
erum fyrstir til að koma með fisk,“ segir hann.
Staðurinn opnar í lok ágúst, þrátt fyrir kórónuveiru-
faraldur, þar sem Þjóðverjar hafa staðið sig ágætlega í
baráttunni gegn veirunni.
„Það hefur verið grímuskylda síðan í mars og Þjóð-
verjinn hefur staðið sig ótrúlega vel. Auðvitað fylgjum
við öllum reglum,“ segir hann en því til marks þarf hver
kúnni að skilja eftir nafn og símanúmer svo hægt sé að
ná í hann, til að auðvelda smitrakningu. veronika@mbl.is
Ljósmyndir/Magnús M. Hauksson
Íslendingurinn Staðurinn verður með íslenskan plokkfisk á boðstólum, að sögn Magnúsar.
Íslenskur veitingastaður
opnaður í Dortmund
Plokkfiskur, fiskiborgarar og ferskur fiskur á Íslendingnum
Framkvæmdir Unnið er hörðum höndum að opnun stað-
arins, sem verður í lok ágúst, þrátt fyrir faraldur.