Morgunblaðið - 14.08.2020, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 1 4. Á G Ú S T 2 0 2 0
Stofnað 1913 190. tölublað 108. árgangur
FINNSKUR EN
YRKIR LJÓÐ
Á ÍSLENSKU
ÁHRIFARÍKT
NÁM Í HEIMS-
FARALDRI
HREFNA SÆTRAN
MEISTARAKOKKUR
FERTUG Í DAG
SÉRBLAÐ 24 SÍÐUR ALLTAF NÓG AÐ GERA 24GEFUR ÚT BÓK 29
Stórt hópsmit
» Alls hafa 127 einstaklingar
greinst með kórónuveiruna
hérlendis frá 15. júlí.
» 120 þeirra smituðust í sömu
hópsýkingunni.
Pétur Magnússon
petur@mbl.is
Stöðugleika þarf í aðgerðum stjórn-
valda gegn kórónuveirunni, að sögn
Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis
sem telur að ekki beri að herða og
slaka á aðgerðum í sífellu nema
brýna nauðsyn beri til.
Þórólfur ítrekaði það á upplýs-
ingafundi almannavarna í gær að
landsmenn gætu þurft að lifa með
veirunni næstu mánuði og jafnvel
lengur. Í síðasta minnisblaði sem
hann afhenti heilbrigðisráðherra
lagði hann til níu útfærslur af að-
gerðum á landamærum vegna kór-
ónuveirufaraldursins. Hann telur að
áhrifaríkasta leiðin til að koma í veg
fyrir að veiran berist hingað til lands
sé að skima alla farþega á landa-
mærum, krefja þá um sóttkví í 4-6
daga og skima þá svo aftur. „Sem
fyrr legg ég áherslu á að fylgja ráð-
um sóttvarnalæknis og láta faglegt
mat [Þórólfs] á því hvaða kostir eru
vænlegastir ráða för,“ sagði Svandís
Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í
skriflegu svari við fyrirspurn Morg-
unblaðsins um það hvaða útfærsla
sóttvarnalæknis yrði fyrir valinu.
Mat sóttvarnalæknis ráði för
Sóttvarnalæknir telur að stöðugleika þurfi í aðgerðir stjórnvalda gegn veirunni
Heilbrigðisráðherra segist leggja áherslu á að fylgja ráðleggingum sóttvarnalæknis
MHjúkrunarstarfsmaður … »4
Við Sólfarið í Reykjavík rigndi eins og hellt væri
úr fötu í gær. Þó hætti sér þangað kona með
regnhlíf að vopni. Úti fyrir Íslandsströndum
sigldi sænska seglskútan Gunilla sem kom til
Reykjavíkur frá Húsavík. Hún er fimmtíu metra
löng og á henni eru þrjú möstur. Á Gunillu starfa
jafnan ellefu fagmenn og 44 nemendur sænsks
siglingaskóla. Gunilla siglir allt árið og fer með
nemendur í fimm ferðir á hverju skólaári.
Sænsk seglskúta undi sér vel í Reykjavíkurrigningu
Morgunblaðið/Eggert
„Ég stend nú frammi fyrir þeirri
fáránlegu spurningu hvort ég eigi
að halda áfram að ausa fjármunum
inn í eitthvert svarthol til að geta
greitt fasteignafélaginu Eik leigu
upp á von og óvon um það hvort
ástandið lagist. Svarið er nei,“ segir
Þórður Ágústsson, eigandi
skemmtistaðarins b5 í Bankastræti.
Staðnum hefur verið lokað og öllu
starfsfólki sagt upp. Ekki hefur
verið hægt að greiða leigu síðustu
þrjá mánuði enda innkoman engin.
Þórður telur að yfirvöld þurfi að
koma til móts við fyrirtæki þegar
aðgerðir þeirra verða þess valdandi
að þau geta ekki starfað. „Það
hljóta einhverjar viðvörunarbjöllur
að hringja þegar langvinsælasti
skemmtistaður landsins er kominn í
þessa stöðu.“ »11
Hafa ekki borgað
leigu í þrjá mánuði
Fjarkennsla verður viðhöfð að
miklu leyti í framhaldsskólum
landsins sem hefjast á næstu dög-
um. Tilhögunin er misjöfn eftir
skólum en allir taka skólarnir mið
af hundrað manna samkomubanni
sem veldur meiri vandkvæðum en
eins metra nándarmörk, að mati
þeirra skólastjóra sem Morgunblað-
ið ræddi við.
Þannig fer kennsla í Menntaskól-
anum við Reykjavík að mestu fram
í þremur byggingum en samkvæmt
sóttvarnareglum mega aðeins
hundrað manns vera í hverri þeirra.
Á sjöunda hundr-
að stunda nám
við skólann.
Kennsla í MR
hefst aðeins síðar
en vant er.
„Þetta er rosa-
lega flókið verk-
efni sem skýrir
hvers vegna við
byrjum aðeins
seinna að kenna,“
segir Elísabet Siemsen, rektor MR.
Skólinn verður settur miðvikudag-
inn 19. ágúst næstkomandi. »6
„Rosalega flókið verk-
efni“ fyrir menntaskóla
Elísabet
Siemsen
Rétt um fjórðungur einstaklinga í
Félagi tæknifólks í rafiðnaði (FÍT)
missti vinnuna að fullu eða hluta í
vor. Var heimsfaraldri kórónuveiru
þar um að kenna. Þetta segir Jakob
Tryggvason, formaður FÍT.
„Ég veit ekki alveg hvernig hlut-
fallið var milli hlutabóta og fullra
atvinnuleysisbóta, en 24% aðila í
okkar félagi fengu einhvers konar
bætur frá Vinnumálastofnun,“ seg-
ir Jakob og bætir við að umræddur
hópur hafi enga burði til að standa
ástandið af sér.
Ekki sér fyrir endann ástandinu,
en hundruðum viðburða í Hörpu
hefur verið frestað frá því í vor.
aronthordur@mbl.is »6
Morgunblaðið/Eggert
Tónleikar Hundruðum viðburða hefur
verið aflýst það sem af er þessu ári.
Hundruðum við-
burða frestað
Með kaupum á hlut í fyrirtækj-
unum Gló og Brauði & co. hyggst
olíufélagið Skeljungur hasla sér
enn frekari völl á markaði sem
stuðlar að hollustu. Þetta segir
Árni Pétur Jónsson, forstjóri fé-
lagsins, í samtali við Morgunblaðið
í dag. Bendir hann á að bensín-
stöðvar fyrirtækisins standi á mjög
verðmætum og vel staðsettum lóð-
um en þær séu vannýttar. Þannig
vilji fyrirtækið með breyttu og
auknu þjónustuframboði gera
stöðvarnar að meira spennandi án-
ingarstað fyrir neytendur.
Hann segir að Gló og Brauð &
co. bjóði upp á eftirsótta vöru sem
fólk tengi við frískleika og heilsu.
Eftir kaupin muni Skeljungur
taka vörur þessara fyrirtækja í
sölu og einnig vinna að frekari
vöruþróun með þeim. Í einhverj-
um tilvikum komi til greina að
breyta tilteknum bensínstöðvum
að öllu leyti í starfsstöðvar Gló eða
Brauðs & co. Auk þess segir hann
að Skeljungur hafi fleiri fyrirtæki
í sigtinu, bæði hvað varðar sam-
starf og sem fjárfestingartæki-
færi. » 12
Vilja nýta lóðirnar betur
Skeljungur horfir á nýja markaði tengda mat og heilsu
Bensínstöð Skeljungur ætlar að
hasla sér völl á markaði hollustu.
Morgunblaðið/Júlíus