Morgunblaðið - 14.08.2020, Side 20

Morgunblaðið - 14.08.2020, Side 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 2020 ✝ Dr. WolfgangEdelstein fædd- ist í Freiburg í Þýskalandi 15. júní 1929. Hann lést í Berlín 29. febrúar 2020. Faðir hans, dr. Heinz Edelstein (1902-1959), heim- spekingur og tón- listarmaður, var stofnandi Barna- músíkskólans í Reykjavík. Móð- ir hans, dr. Charlotte Teresa Edelstein (1904-1997), var hag- fræðingur að mennt. Wolfgang, sem var af gyðingaættum, flúði með fjölskyldu sinni til Íslands frá Þýskalandi árið 1938. Wolfgang var kvæntur dr. Moniku Keller þroskasálfræð- ingi, f. 31.1. 1943. Þau eignuðust tvíbura 19. apríl 1983, þau (a) Benjamín sem kvæntur er dr. Rosine Edelstein, f. 15.1. 1982, og eiga þau dótturina Wilmu, f. 22.4. 2018, og (b) Önnu Lilju sem er í sambúð með Daniel Kurscheit, f. 24.1. 1982, og eiga þau soninn Jakob, f. 25.6. 2019. Eftir að hafa lokið stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1949 hélt Wolfgang til háskólanáms í Frakklandi starfs á síðari hluta 20. aldar- innar og er talinn einn þeirra sem höfðu mest áhrif. Hann var ráðgjafi menntamálaráðherra frá 1966-1984 og 1989-1991 um mótun skólastefnu. Hann stýrði á þeim tíma mörgum umbóta- verkefnum meðal annars á veg- um skólarannsóknadeildar menntamálaráðuneytisins sem var stofnuð að undirlagi hans. Ásamt samstarfsfólki sínu stóð Wolfgang að viðamiklilli rannsókn á uppvexti, þroska og félagslegum aðstæðum barna og ungmenna hér á landi. Hann gaf út fjölda bóka, bókarkafla og greina um viðfangsefni sín. Wolfgang hlaut ýmsar viður- kenningar fyrir störf sín. Hann var sæmdur heiðursdoktors- nafnbót við Háskóla Íslands, fé- lagsvísindadeild, einnig við Freie-háskólann í Berlín og Potsdam-háskólann. Árið 2002 hlaut hann „The Kuhmerker Career Award“ alþjóðasamtak- anna Association of Moral Education. Í Þýskalandi hlaut hann „The Federal Cross of Me- rit“ árið 2005 fyrir vísindalegt framlag sitt og samfélagsþátt- töku. Þá hlaut hann árið 2009 Hildegard Hamm-Brücher-verðlaunin fyr- ir framlag sitt til að efla lýðræð- ismenntun og árið 2012 var hann sæmdur Theodor Heuss- verðlaununum fyrir störf sín á þágu lýðræðisuppeldis. Útför hans fer fram hér á landi í kyrrþey. þar sem hann lagði stund á mál- vísindi, latínu og bókmenntir. Dokt- orsritgerð sína skrifaði hann við háskólann í Hei- delberg í Þýska- landi á sviði upp- eldisfræða og miðaldasögu. Wolfgang var ráðinn til starfa við Odenwald-skólann í Suður- Þýskalandi árið 1954 sem var þekktur þróunar- og tilrauna- skóli. Þar kenndi hann um skeið og varð síðar námstjóri. Hann starfaði síðan við Max-- Planck-rannsóknarstofnunina í uppeldis- og menntamálum í Berlín frá stofnun hennar 1963 þar til hann lét af störfum árið 1997. Auk þess var hann einn af fjórum stjórnendum stofnunar- innar frá 1981. Þar stjórnaði hann deild sem fékkst við rann- sóknir á þroska og félagsmótun barna og ungmenna. Eftir að Wolfgang komst á eftirlauna- aldur vann hann árum saman að sérstöku hugðarefni sínu: Lýðræðismenntun. Wolfgang var þekktastur hér á landi fyrir áhrif á þróun skóla- Kær vinur minn, dr. Wolfgang Edelstein, lést í Berlín hinn 29. febrúar fyrr á þessu ári. Ein hinsta ósk hans var að verða jarð- settur á Íslandi. Fjölskylda hans og nánir vinir sjá þá ósk hans ræt- ast í Sóllandi í Fossvogi 14. ágúst. Wolfgang var einn mesti áhrifamaður um þróun skóla- starfs hér á landi á ofanverðri 20. öld. Hann var ráðgjafi tveggja menntamálaráðherra um mótun menntastefnu og stýrði fjölmörg- um umbótaverkefnum. Hann kom að undirbúningi fyrstu grunn- skólalaganna 1974 og ritun nám- skrár þeirrar sem grunnskólum var sett 1976. Þá leiddi hann starfshóp sem vann að endurskoð- un námsefnis og kennslu í sam- félagsfræði. Þessu starfi hefur Wolfgang lýst í bók sinni Skóli – nám – samfélag sem fyrst kom út 1988 og aftur endurskoðuð 2008. Wolfgang flutti á sínum tíma fjölda fyrirlestra fyrir kennara og skólastjórnendur, sem vöktu mikla athygli, en þar fjallaði hann með gagnrýnum hætti um ríkjandi kennsluhætti og lagði áherslu á breytingar sem beind- ust að því að efla gagnrýna hugs- un, skapandi kennsluhætti og lýð- ræðisuppeldi. Wolfgang gjörbreytti lífsstefnu margra. Ég var í þeim hópi. Kynnin við Wolfgang voru eins og háskóli; sá besti sem ég hef gengið í. Ég kynntist honum 22 ára gam- all. Hann varð minn helsti lærifað- ir. Engan hef ég þekkt sem fylgd- ist jafn vel með málum og hann. Hann kom stöðugt á óvart með víðtækri og djúpri þekkingu sinni. Í einni af heimsóknum okkar Lilju til hans og Moniku í Berlín fór hann sem oftar með okkur á lista- safn. Málverkin sem við skoðuð- um að þessu sinni voru frá önd- verðri 19. öld. Wolfgang þekkti ekki aðeins hvern einasta málara, heldur hvert einasta málverk. Gat sagt okkur í smáatriðum söguna að baki þeim öllum – þekkti hana út og inn. Fáa hef ég þekkt sem hafa sýnt öðru fólki jafn mikinn áhuga og virðingu og var sama hver í hlut átti. Eða góðvildin og greiðviknin. Ekkert var sjálfsagðara en að lesa í þaula handrit – já, heilu dokt- orsritgerðirnar – og veita um þær uppbyggjandi endurgjöf, svo hvetjandi að höfundunum fannst þeir vera með meistaraverk í höndunum – þó gagnrýnin væri ítarleg og margþætt. Þó Wolfgang væri af erlendum uppruna og byggi aðeins á Íslandi fram yfir tvítugt var hann einhver mesti Íslendingur sem ég hef kynnst. Hann unni landinu, sög- unni, bókmenntunum og nátt- úrunni. Bestu stundirnar áttum við Lilja með honum og Moniku í bústað okkar við Meðalfellsvatn þar sem hann elskaði að vera. Sagðist gjarnan vera kominn heim þegar hann var sestur í hæg- indastól með bækur Sigfúsar Daðasonar eða ljóð Jóhanns Jóns- sonar. Og ekki má gleyma fjölmörg- um gönguferðum okkar um Kjós- ina og Hvalfjörðinn. Við Lilja vottum Moniku, Önnu Lilju og Benna og öðrum aðstand- endum okkar dýpstu samúð. Við minnumst Wolfgangs í mikilli sorg – en einnig af þakklæti. Wolf- gang var einstakur. Hann var ekki aðeins framúrskarandi upp- eldisvísindamaður og skólamaður, hann var óþreytandi baráttumað- ur fyrir betri menntun, betra sam- félagi, betri heimi. Hann var um- fram allt hugsjónamaður – og mannvinur. Ingvar Sigurgeirsson. Nú þegar bernskuvinur minn Wolfgang Edelstein er fallinn frá hrannast upp minningarnar um hann, allt frá því í Landakotsskóla forðum. Hann var flóttabarn frá Þýskalandi nasismans og ekki enn mæltur á íslensku. Systir Henrí- etta fól mér það embættisstarf að vernda hann og kenna honum málið. Alla tíð síðan, frá 1938, höf- um við Wolfgang haldið þéttu sambandi. Einnig um tíma á náms- og mótunarárunum í Frakklandi. Vinarþel hans, með örlátum huga og djúpsæi, hefur alla tíð verið mér ómetanlegt. Wolfgang var húmanisti í bestu merkingu þess orðs. Hann var mikill tungumálamaður og þýddi til dæmis ljóð á íslensku eftir flóknustu höfunda franska. Hann talaði alltaf lýtalausa og blæ- brigðaríka íslensku, þrátt fyrir langar fjarverur frá landinu. Hann vann íslenskri þjóð stór- kostlegt gagn með starfi sínu á sviði menntamála, þar sem hann var sérstakur ráðgjafi mennta- málaráðherra í skólamálum sam- tals í um tuttugu ár og hafði djúp- tæk áhrif á þróun skólastarfs á Íslandi. Eftir að hann fluttist til Berl- ínar átti hann áfram glæsilegan feril og varð einn af forstöðu- mönnum Max Planck rannsókna- stofnunarinnar í uppeldis- og menntamálum. Hann stundaði rannsóknarstörf alþjóðlega, sem og á Íslandi, og framlag hans var víðfrægt. Það kom skýrt fram á fjölsóttri samkomu sem haldin var fyrir nokkrum árum í íslenska sendiráðinu í Berlín Wolfgang til heiðurs hversu vel metinn hann var af fræðasamfélaginu ytra. Kona Wolfgangs er Monika Kell- er þroskasálfræðingur, sem varð nánasti samstarfsmaður hans. Þrátt fyrir langa búsetu í Þýskalandi var Íslandstaugin áfram sterkust. Í hvert skipti sem Wolfgang steig á land hér sagðist hann aftur vera kominn heim. Því er það samkvæmt ósk hans að jarðneskar leifar hans hvíla hér. Einstakir mannkostir Wolf- gangs fóru saman við frábæra menntun, gáfur og djúpsæi, svo úr varð óviðjafnanleg persóna. Hann var maður fágætlega næmur, hlýr og velviljaður. Honum var það lagið betur en flestum að viðhafa sérstaklega góð vinarorð, upp- byggileg og upplífgandi. Samtöl við hann voru alltaf mikill inn- blástur og einlægt fór ég betri og gáfaðri af hans fundi. Nú sé hann fyrir mér þar sem hann kemur gangandi yfir Gríms- staðaholtið á leiðinni til mín, í því sem varð hans síðasta heimsókn til mín á Aragötu. Sumarið er 2019. Og þarna sátum við ævivin- irnir og töluðum saman í meira en hálfan vinnudag, fimm tíma. Fyrir þá tíma og alla tíma með Wolfgang er ég af öllu hjarta þakklát. Vertu kært kvaddur, æv- inlega, öðlingur sæll. Vigdís Finnbogadóttir. Í lok áttunda áratugarins í Berlín kynntist ég Wolfgang Edelstein. Sem sálfræðinemi við Freie Universität Berlin hafði ég áhuga á að kynnast honum, vit- andi um tengsl hans við Ísland og störf hans þar. Af Wolfgang og Moniku, eiginkonu hans og sam- starfskonu, var mér tekið af ein- staka hlýhug og velvilja. Ég var ráðin sem aðstoðarmanneskja í rannsóknarteymi þeirra um sál- félagslegan þroska barna við Max Planck stofnunina. Monika varð síðan leiðbeinandi minn við loka- ritgerð mína og naut ég ómetan- legrar leiðsagnar og áhrifa frá þeim hjónum. Það veganesti hefur fylgt mér í starfi mínu sem sál- fræðingur til dagsins í dag. Upp frá þessum tíma myndaðist djúp og gefandi vinátta við Wolfgang og Moniku sem varað hefur í ára- tugi. Ég var svo lánsöm að vera stödd í Berlín í febrúar og hitti Wolfgang í hinsta sinn. Alltaf tal- aði hann við mann sem jafningja. Wolfgang hafði þann einstaka eig- inleika, alveg áreynslulaust, að gefa öllum þeim sem í nærveru hans voru þá tilfinningu að skipta máli. Áhugi og forvitni um aðra og viðfangsefni þeirra alltaf til stað- ar. Djúp mennska og hlýja, viska og skilningur streymdi frá hon- um. Edelstein-fjölskyldan kom til Íslands hrakin frá Þýskalandi undan oki nasismans 1938. Það var gæfa íslenskrar þjóðar að taka vel á móti fjölskyldunni og gefa þeim þá tilfinningu að þau væru velkomin. Hér fundu þau skjól og örugga höfn. Faðir hans stofnaði Barnamúsíkskólann í Reykjavík. Það er vart hægt að ímynda sér hversu mikið sá skóli hefur auðg- að íslenskt tónlistarlíf fyrr og síð- ar. Wolfgang leið vel á Íslandi og talaði um það síðar, að sú jákvæða upplifun uppvaxtaráranna á Ís- landi hefði haft áhrif á þróun ævi- starfs síns um þroska og velferð barna og síðar á sannfæringu hans um lýðræðisuppeldi í skóla- starfi. Er þetta ekki vitnisburður sem við viljum að fari af okkur sem þjóð? Að hér hafi Wolfgang og fjölskylda hans upplifað að vera metin að verðleikum og kynnst já- kvæðum samfélagslegum gildum sem urðu leiðandi í ævistarfi hans. Wolfgang vildi láta jarða sig á Íslandi. Síðast þegar Wolfgang kom til Íslands árið 2019 var eitt það fyrsta sem hann sagði við mig, blíðum rómi líkt og talað beint frá hjartanu: „Þegar ég steig út úr flugvélinni fannst mér ég vera kominn heim.“ Þessi orð snertu mig djúpt. Sjálf átti ég þýska móður, eins og Wolfgang, og hef velt fyrir mér, hvað er „heima“ eða „Heimat“ eins og það heitir svo fallega á þýsku. Hver er þessi taug, sem dregur okkur „föður- túna til“? Hvar eigum við mann- eskjurnar „heima“ í dag í síbreyti- legri og oft viðsjárverðri veröld? Ævistarf og hugsjón Wolfgangs var að leitast við að skapa veröld byggða á gildum mannúðar og lýðræðis þar sem allir gætu fund- ið sig eiga „heima“, tilheyra, jafn- vel þótt rætur þeirra lægju ann- ars staðar. Það skiptir máli. Wolfgang var óþreytandi við að hrinda þessu í framkvæmd. Að sama skapi var hann sífellt að velta fyrir sér hvar hann tilheyrði. Kannski fann hann að lokum þann stað. Er það ekki staður sem við höf- um djúpa tengingu við, staður sem okkur þykir vænt um? Og er það ekki sá staður sem við viljum helst leggja höfuð okkar á til hinstu hvílu? Elsku Monika, Benni og Anna Lilja, ykkar missir er mestur. Arf- leifð Wolfgangs Edelsteins lifir áfram í ykkur og minningin um einstaka manneskju og eldhuga mun lifa í hjörtum okkar um ókomna tíð. Margrét Bárðardóttir. Ég kynntist Wolfgang og Mo- niku konu hans haustið 1976 þeg- ar ég var ráðin verkefnastjóri við langsniðsrannsókn á einstaklings- þroska íslenskra barna og gegndi því starfi til 1981, en prófaði börn- in síðar. Þetta var samstarfsverk- efni Wolfgangs og Sigurjóns Björnssonar, prófessors í sálfræði við Háskóla Íslands, og fleiri fræðimanna. Börnunum átti að fylgja eftir frá sjö ára til fimmtán ára aldurs en var fylgt til tvítugs. Þetta er ein viðamesta langsniðs- rannsókn á þroska barna og upp- eldisaðstæðum þeirra sem hefur verið gerð á þessu sviði. Afleiddar rannsóknir eru margar og leiddu Wolfgang og Monika nokkrar samanburðarrannsóknir í öðrum löndum. Mér er ofarlega í huga á þessari stundu að rannsóknar- starfi Wolfgangs verði haldið á lofti hér á landi. Það má ekki gleymast. Íslenska rannsóknin náði fyrst til hóps sjö ára barna á höfuðborgarsvæðinu, síðar var bætt við þremur samanburðar- hópum á landsbyggðinni. Kannað- ir voru margvíslegir þroskaþættir og félagslegar aðstæður barnanna með þar til gerðum viðtölum og öðrum mælitækum. Þetta var mjög skemmtilegur tími fyrir okkur sem unnum þarna. Íslensk- ir og erlendir fræðimenn komu að rannsókninni og ber þá fyrst að geta Moniku sem stýrði gerð og þróun viðtalanna alla tíð. Við sem unnum þarna tókum þátt í að for- prófa og þróa mælitækin sem not- uð voru. Þjálfunin var í raun nám. Wolfgang var einstakur per- sónuleiki með mikla persónutöfra. Hann var afar frjór í hugsun, víð- sýnn, glaðlyndur með geislandi bros, mælskur, traustur, um- hyggjusamur og næmur á fólk. Hann átti afar auðvelt með að hrífa aðra með sér, hvort sem var á fyrirlestrum, í einstökum hóp- um eða í persónulegum viðtölum. Það var sama hvort hann talaði við börn eða fullorðna. Hann bjó yfir þeim hæfileika að gefa sig all- an í samtalið, hlustaði af athygli og áhuga og rökræddi á þeim grunni. Manni fannst maður dálít- ið sérstakur og upplyftur eftir samtalið en þannig kom hann fram við alla. Hann hvatti fólkið sitt til dáða og mig hvatti hann óspart til að fara í framhaldsnám erlendis, en á þessum tíma var ekki um að ræða framhaldsnám hérlendis á þessu sviði. Wofgang var afar vinnusamur og vinnan krefjandi en mjög skemmtileg, ekki hvað síst ferð- irnar út á land, hann var alltaf með. Eftir langa og stranga vinnudaga var sest niður að kvöldi og spjallað. Wolfgang var með mikla yfirsýn yfir heimsmálin, skólamál, stjórnmál og það sem efst var á baugi hér á landi. Oft tengdi hann við það Ísland sem hann þekkti úr æsku og hafði m.a. mótað hann á lífsleiðinni. Hann hafði sömuleiðis mikinn áhuga á listum og bókmenntum. Þetta voru ógleymanlegar stundir. Þessi tími leiddi til ævilangrar vináttu á milli okkar Wolfgangs, Moniku og hluta vinnuhópsins. Þegar Haukur kom inn í líf mitt var honum tekið opnum örmum af Wolfgang og Moniku og hittumst við oft bæði hér á landi og í Þýska- landi. Minningarnar um Wolfgang eru ljóslifandi í hugum okkar Hauks og þökkum við vináttuna í gegnum tíðina. Við Haukur sendum innilegar samúðarkveðjur til Moniku, Benna, Önnu Lilju og barna- barna. Gyða Jóhannsdóttir og Haukur Viktorsson. Hjartfólginn vinur, Wolfgang Edelstein, er fallinn frá og heim- urinn er öðruvísi. Ég minnist hans með eftirsjá og innilegu þakklæti fyrir vináttu sem aldrei bar skugga á. Næstum hálf öld er liðin frá fyrstu kynnum mínum af Wolfgang. Það var árið 1974 að Wolfgang leiðbeindi mér um efn- isval þegar ég var að undirbúa BA-ritgerð mína um menntun innan almennrar þjóðfélagsfræði í Háskóla Íslands. Sem kennari í grunnskóla hafði ég áður fylgst með Wolfgang sem hafði bein áhrif á skólaþróun í landinu sem ráðgjafi menntamálaráðherra til margra ára. Leiðir okkar Wolfgangs lágu aftur saman nokkrum árum síðar þegar ég réðst í vinnu hjá honum við „Þroskarannsókn“ sem var langtímarannsókn á uppvexti, þroska og félagslegum aðstæðum barna og ungmenna í Reykjavík og á nokkrum stöðum úti á landi. Rannsóknin var á vegum Max- Planck-stofnunarinnar í Berlín og Háskóla Íslands. Þá kynntist ég líka Moniku eiginkonu Wolfgangs og samstarfskonu í rannsókninni og fjölskyldur okkar tengdust nánum vináttuböndum. Við áttum margar gleðistundir saman með börnunum okkar á Íslandi, Þýska- landi og í sumarhúsi í Danmörku eitt sumarið. Wolfgang Edelstein var ör- lagavaldur í lífi margs ungs fólks. Sannarlega var hann örlagavald- ur í mínu lífi. Það var mikill skóli að taka þátt í rannsóknarvinnu undir stjórn hans. Að rannsókn- arvinnunni kom margt gott fólk sem ég kynntist vel og eru vinir mínir enn í dag. Verkefni mín fól- ust að mestu í að taka viðtöl við börnin með hliðsjón af tilteknum fræðikenningum. Einnig voru tekin viðtöl við kennara þeirra og foreldra. Wolfgang hélt reglulega fundi um framvindu mála og úr- vinnslu gagna. Segja má að við sem þarna unnum höfum jafn- framt verið í fullu námi. Það var mikil gæfa að hafa fengið tækifæri til að vinna undir handleiðslu Wolfgangs, nokkuð sem ég hef búið að alla tíð. Þá er ég honum ævarandi þakklát fyrir að hafa hvatt mig til framhalds- náms í Boston, sem reyndist mér ómetanleg lífsreynsla og hafði áhrif á allt sem á eftir kom. Wolfgang Edelstein var mann- vinur, hógvær maður og yfirlæt- islaus. Hann var víðsýnn og glöggur mannþekkjari sem vildi öllum vel og hafði áhrif á líf margra til góðs. Ást hans á lýð- ræði þjóða var mikil. Hann skildi betur en margur hve dýrmætt lýðræðið er og gerði sér ljóst að hlúa þyrfti að rótum þess. Síðustu árum starfsævi sinnar varði Wolf- gang í þágu lýðræðis í skólastarfi í Þýskalandi og hlaut verðug verð- laun fyrir framlag sitt við að efla lýðræðismenntun og störf sín í þágu lýðræðisuppeldis í landinu. Heilsubrestur hrjáði Wolfgang síðustu misserin. Monika annaðist hann til hinstu stundar af mikilli ástúð og natni ásamt börnum þeirra, Önnu Lilju og Benjamín, og fjölskyldum þeirra. Það varð Wolfgang til ómældrar hamingju að eignast barnabörnin Wilmu Lovísu og Jakob Kára sem voru honum miklir gleðigjafar á síð- ustu árunum í lífi hans. Ég votta Moniku og fjölskyld- unni allri innilega samúð mína og barnanna minna, Jóhönnu Árna- dóttur og Sigurðar Árnasonar, vegna fráfalls Wolfgangs Edel- stein. Guðríður Sigurðardóttir. Við sátum undir súð í risinu í Borgartúni 7 sumarið 1968. Ég var nýbyrjuð að vinna hjá Skóla- rannsóknum að loknu kennara- prófi. Einn daginn snöruðust inn úr dyrunum tveir náungar. Annar hávaxinn og virðulegur með langt hökuskegg. Hinn frekar lágvax- inn, nokkuð dökkur yfirlitum og snaggaralegur í hreyfingum. Þeir hurfu inn á skrifstofu Andra Ís- akssonar, forstöðumanns Skóla- rannsókna. Þetta voru þeir Jó- hann S. Hannesson, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni, og Wolfgang Edelstein, sérfræð- ingur á Max-Planck-stofnuninni í Berlín. Þeir voru ráðgjafar Skóla- rannsókna við endurskoðun nám- skrár og námefnis. Á þessum árum var að hefjast hið mikla umbóta- og þróunar- starf á skólanámi barna og ung- menna sem þáverandi mennta- málaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, hrinti af stað. Maður var hálffeim- inn við þessa virðulegu fræði- menn, en feimnin hvarf fljótt. Gæskan, nærgætnin og kímnin, að ég tali ekki um þekkinguna og færnina, geislaði af þeim félögum. Næstu árin efldust kynni okkar Wolfgangs, ekki hvað síst á nám- skeiðum sem Skólarannsóknir og síðan Skólarannsóknadeild stóðu fyrir í gerð námskrár og náms- efnis fyrir starfandi kennara sem byrjuðu í lok sjöunda áratugarins, m.a. að Laugarvatni og á Hrafna- gili. En nánast varð samstarfið þegar Wolfgang vann í heilt ár hjá skólarannsóknadeild á 8. áratugn- um, einkum að samfélagsfræði- áætluninni. Þá kom oft í minn hlut Wolfgang Edelstein

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.