Morgunblaðið - 14.08.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.08.2020, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 2020 fyrir heimilið Sendum um land allt Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Fallegar vörur Stóll á snúningsfæti í ítölsku nautsleðri 75 cm á breidd Verð frá 120.000 kr. Francesco Donadello, náinn sam- starfsmaður tónskáldsins og selló- leikarans Hildar Guðnadóttur, mun brátt starfa með upptökuteymi Sin- foniaNord-verkefnisins og Sinfóníu- hljómsveit Norðurlands í menning- arhúsinu Hofi, en hljómsveitar- stjórinn Bjarni Frímann mun stjórna hljómsveitinni. Verkefnið sem um ræðir eru upp- tökur á tónlist eftir tónskáldið Stein- grím Þórhallsson og þýska píanó- leikarann og tónskáldið Dirk Maass- en fyrir næstu plötu Maassen, Intro- spective, sem Sony Classical gefur út snemma á næsta ári. Platan mun fjalla um mannkynið og leit þess að kjarna lífsins og er hún sögð undir áhrifum frá útgöngubanni vegna Covid-19. Á plötunni leikur, auk Sinfóníu- hljómsveitar Norðurlands, íslenska hljómsveitin Hugar og franski sóló- víóluleikarinn Esther Abrahmi. Francesco Donadello er upptöku- stjóri og hafa þeir Maassen unnið saman áður, að plötunni Ocean. Steingrímur og Maassen hafa einnig þekkst í tíu ár. Donadello hefur komið víða við í heimi kvikmyndatónlistar, m.a. hljóðblandað tónlist Hildar við sjón- varpsþættina Chernobyl, unnið með ítalska tónskáldinu Ennio Morri- cone, Jóhanni Jóhannssyni, Thom Yorke, söngvara Radiohead, banda- ríska tónskáldinu Dustin O‘Halloran og breska tónlistarmanninum David Sylvian. Einnig er nefnt í tilkynn- ingu að Donadello hafi komið að tón- list við kvikmyndirnar Prisoners og Sicario. „Með komunni í Hof bætist Dona- dello í hóp fjölda þekktra einstak- linga úr heimi alþjóðlegrar kvik- myndatónlistar sem kjósa að starfa með SinfoniaNord en verkefnið hef- ur verið starfandi frá árinu 2015 og hefur vaxið fiskur um hrygg hvert ár,“ segir í tilkynningu. Væntanlegur Francesco Donadello heldur norður á land. Francesco Donadello starfar með SinfoniaNord mannsandans og sá hjartsláttur þarf að vera í réttum takti. Svo er nokkuð um girnd í verkinu sem á sér ýmiss konar birtingarmyndir. Hin áskorunin er að halda saman tökuplani með svo mörgum leikurum og tökustöðum þar sem íslenska síðsumarveðrið getur snögglega sett rigningar- og rokstrik í reikninginn,“ svarar Elfar sem frumsýndi í fyrra sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd, End of Sentence, sem hlaut prýði- legar viðtökur. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Tökur hófust í fyrradag á Þingeyri á kvikmynd Elf- ars Aðalsteins, Sumarljós og svo kemur nóttin, en handrit hennar skrifaði Elfar einnig og byggði á samnefndri skáldsögu Jóns Kalmans Stefánssonar. Í bókinni er safn tengdra sagna sem allar gerast í smáþorpi á Vesturlandi „þar sem hver íbúinn á fæt- ur öðrum reikar ráðþrota um villugjörn öngstræti hjartans“, eins og segir um bókina á vef bók- menntaborginnar Reykjavík og ennfremur að með- al eftirminnilegra persóna verksins séu forstjórinn sem hafi nótt eina farið að dreyma á latínu, fugla- málarinn Jónas sem hafi aldrei átt að hefja störf hjá lögreglunni, „draugurinn á Lagernum og þau Kjartan og Kristín sem bjuggu hvort á sínum bæn- um og fóru að hittast á laun úti í náttúrunni“, eins og því er lýst. Þrátt fyrir mikið annríki gaf Elmar sér tíma í vikunni til að svara nokkrum spurningum blaða- manns. Mörg burðarhlutverk –Hverjir fara með aðalhlutverkin í myndinni? „Þetta er fjölsöguverk þannig að það eru mörg burðarhlutverk í Sumarljósi,“ svarar Elfar og að meðal aðalleikara séu Ólafur Darri Ólafsson, Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Heiða Reed, Jóhann Sigurðarson, Sigurður Ingv- arsson, Svandís Dóra Einarsdóttir, Víkingur Kristjánsson og Þorsteinn Bachmann. „Þannig að við erum með dásamlega gott og gefandi listafólk fyrir framan kameruna,“ bætir Elfar við. –Nú eru tökur hafnar fyrir vestan, hversu um- fangsmiklar eru þær? Er þetta fjölmennt tökulið? „Við erum í kringum 30 manns, sem er týpískur fjöldi, en þriðjungur þess kemur frá meðfram- leiðslulandi okkar Belgíu sem er spennandi blanda. Tökurnar fara nánast alfarið fram á Þing- eyri þar sem fólk hefur tekið okkur opnum örmum og allir reiðubúnir að hjálpa til. Það skiptir miklu máli að fá svoleiðis meðbyr þegar kvikmynda- sirkusinn gerir innrás.“ Sorg og gleði, myrkur og ljós –Hverjar eru helstu áskoranirnar sem blasa við þér sem leikstjóra í þessu verkefni? „Að gera mannlega sögu úr þessu magnaða bókmenntaverki Jóns Kalmans. Það er hjart- sláttur í gegnum Sumarljós sem sveiflast frá sorg yfir í gleði, myrkri í ljós, frá örvæntingu í sigur –Hvaða ráðstafanir hafa verið gerðar vegna Co- vid-19 og setur vírusinn eitthvert strik í reikning- inn hvað tökur varðar? „Við erum með Covid-regluvörð sem hitamælir okkur í upphafi vinnudags, allir vinna með grím- ur, tveggja metra reglan er stranglega í heiðri höfð og við þvoum okkur og sprittum reglulega. Við tökum reglunum mjög alvarlega, annars erum við sett í skammarkrókinn,“ svarar Elfar að lok- um og snýr sér aftur að tökum. Ljósmynd/Eyþór Árnason fyrir Berserk Films Innrás „Tökurnar fara nánast alfarið fram á Þingeyri þar sem fólk hefur tekið okkur opnum örmum og allir reiðubúnir að hjálpa til. Það skiptir miklu máli að fá svoleiðis meðbyr þegar kvikmyndasirk- usinn gerir innrás,“ segir Elfar Aðalsteins, handritshöfundur og leikstjóri. „Allir reiðubúnir að hjálpa til“  Tökur eru hafnar á kvikmyndinni Sumarljós og svo kemur nóttin Geneva Viralam hefur verið ráðin til i8 gallerísins sem starfsmaður þess í New York. Viralam er með tólf ára starfs- reynslu úr heimi samtímamynd- listar, hefur ver- ið yfirmaður hjá Luhring Augustine-galleríinu í New York og aðstoðarstjórnandi hjá Yvon Lambert í París. Hefur hún starfað náið með þekktum listamönnum frá hinum ýmsu lönd- um við bæði gallerí. Viralam er með meistaragráðu í listasögu og lagði í námi sínu áherslu á sýningarstjórnun. Í til- kynningu frá i8 er haft eftir henni að hún sé afar spennt fyrir því að hefja störf hjá i8. Hún hafi á síð- astliðnum níu árum starfað náið með Berki Arnarsyni, eiganda i8 og öðrum starfsmönnum gallerís- ins, í tengslum við listamanninn Ragnar Kjartansson. Segist hún alltaf hafa dáðst að störfum og stefnu i8. Viralam til starfa fyrir i8 í New York Geneva Viralam Hollywood- leikarinn og vöðvatröllið Dwayne Johnson trónir á toppi lista tímaritsins Forbes yfir tekjuhæstu leik- arana vestan- hafs, á fjárhags- árinu sem endaði í júní. Johnson var áður fjölbragða- glímukappi og kallaði sig The Rock. Segir í Forbes að tekjur Johnson hafi verið um 87,5 milljónir dollara eða jafnvirði rúmra 12 milljarða króna. Næstir á listanum eru Ryan Reynolds og Mark Wahlberg. Johnson hefur ekki aðeins hagn- ast á kvikmyndaleik heldur einnig samstarfi við fyrirtæki á borð við Under Armour. Listi yfir tekju- hæstu leikkonurnar er væntan- legur í næstu viku, að því er segir í frétt Guardian. Með tekjur upp á 12 milljarða króna Dwayne Johnson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.