Morgunblaðið - 14.08.2020, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.08.2020, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 2020  Heimir Hallgrímsson og landsliðs- fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson máttu sætta sig við tap í Katar í gær. Al-Arabi heimsótti Al-Sailiya sem hafði betur 1:0 og náði að slíta sig þremur stigum frá Al-Arabi í deildinni. Þar er Íslendingaliðið í 6. sæti með 25 stig eftir 21 leik en Al-Sailiya er nú með 28 stig eftir 21 leik.  Kristófer Páll Viðarsson knatt- spyrnumaður frá Fáskrúðsfirði hefur snúið aftur til Keflavíkur frá uppeldis- félaginu Leikni F. þar sem hann hefur verið að láni undanfarnar vikur. Krist- ófer skoraði grimmt fyrir Leikni á ár- unum 2014 til 2016 og gerði tíu mörk fyrir liðið þegar það hélt sér óvænt í 1. deildinni 2016. Hann hefur síðan leikið með Fylki, Selfossi og síðast Keflavík en missti alveg af síðasta tímabili vegna meiðsla. Keflavík seldi kant- manninn Adam Ægi Pálsson til Vík- inga úr Reykjavík í vikunni og verður Kristófer væntanlega ætlað að fylla skarð hans.  Belgíski varnarmaðurinn Jan Ver- tonghen fer í læknisskoðun hjá portú- galska liðinu Benfica og ef allt gengur að óskum mun hann skrifa undir þriggja ára samning hjá félaginu. Ver- tonghen er 33 ára gamall en hann yfir- gaf Tottenham á frjálsri sölu fyrir nokkrum vikum eftir að hafa spilað í ensku úrvalsdeildinni í átta ár. Hann spilaði yfir 300 leiki fyrir Lundúna- liðið. Benfica var í öðru sæti portú- gölsku deildarinnar á síðasta keppn- istímabili og tekur þátt í undankeppni Meistaradeildar Evrópu.  Körfuknattleiksdeild Breiðabliks hefur samið við bandaríska leikstjórn- andann Jessie Loera um að leika með liðinu á Íslandsmóti kvenna í körfu- knattleik næsta vetur. Félagið greindi frá þessu á heimasíðu sinni í gær. Loera er 23 ára gömul og kemur til Kópavogsliðsins frá háskóla í Wash- ington í Bandaríkjunum, Þar skoraði hún að meðaltali 7,5 stig og tók 4,8 stoðsendingar í leik en hún þykir góð þriggja stiga skytta.  Manchester City hefur gert 57 millj- ón punda tilboð í Kalidou Koulibaly, varnarmann ítalska knattspyrnu- félagsins Napoli, en enska götublaðið The Sun segir frá þessu. Senegalinn yrði þá annar miðvörðurinn sem City kaupir í sumar á eftir Nathan Aké sem kom frá Bournemouth. Koulibaly er samningsbundinn Napoli til sumarsins 2023 en ítalska félagið er tilbúið að selja Senegalann gott tilboð. The Sun segir að 57 milljónir munu ekki duga til en að forráðamenn City líti á þetta sem fyrsta boð af nokkrum. Ásamt Aké er City búið að kaupa kantmann- inn Ferran Torres frá Valencia en Man- chester-liðið er í sókn á félagsskipta- markaðnum eftir að hafa misst Englandsmeistaratitilinn til Liverpool. Eitt ogannað SKOTLAND Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Ísak Snær Þorvaldsson, 19 ára Mosfellingur, gekk á dögunum til liðs við skoska knattspyrnufélagið St. Mirren að láni frá Norwich á Englandi. Ísak samdi við Norwich árið 2017 og hefur leikið með ung- lingaliðum félagsins. Er þetta í annað skipti sem Ísak er lánaður frá Norwich en hann lék með Fleetwood í ensku C-deildinni eftir áramót. „Þetta er búið að vera á borðinu síðan í janúar, þá hafði St. Mirren fyrst áhuga á mér, en þá endaði ég á því að fara til Fleetwood. Þeir sýndu mér svo aftur áhuga fyrir þetta tímabil og ég ákvað að slá til. Ég vissi í rauninni ekki mikið um liðið og skosku úrvalsdeildina en það var einn leikmaður úr Norwich hjá St. Mirren á síðustu leiktíð og hann talaði vel um klúbbinn, fékk mikinn spilatíma og gaf þessu góð meðmæli,“ sagði Ísak í samtali við Morgunblaðið. Hann er hrifinn af St. Mirren til þessa. „Þetta er mjög flott, þetta er ekki stærsta æf- ingasvæði í heimi en þetta gerir sitt. Völlurinn er mjög flottur, borgin er flott og þetta lítur mjög vel út. Leikmannahópurinn er góð- ur líka.“ Ísak ætlar sér að komast í byrj- unarlið St. Mirren og heilla í leið- inni forráðamenn Norwich, en enska liðið féll úr úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og niður í B- deildina. „Norwich hefur mögu- leikann á að kalla mig til baka í jan- úar og markmiðið mitt er að fá að spila núna og sanna fyrir Norwich að ég sé nógu góður í Champions- hip-deildina [ensku B-deildina].“ Heppinn að hafa fjölskylduna Var Ísak aðeins sextán ára gam- all þegar hann fór til Norwich frá Aftureldingu. Hann viðurkennir að það hafi verið erfitt fyrst um sinn að yfirgefa heimahagana í Mos- fellsbæ, en það hafi hjálpað til að hafa fjölskyldu og íslenska vini með í för. „Þetta var erfitt fyrstu 1-2 ár- in en ég var mjög heppinn að vera með fjölskylduna, hún flutti út með mér og það hjálpaði mjög mikið. Svo komu Ágúst Hlynsson og Atli Barkarson, það hjálpaði líka mjög mikið,“ sagði Ísak en bæði Ágúst og Atli leika nú með Víkingi Reykjavík. Ísak fór að láni til Fleetwood í janúar, en lék aðeins tvo leiki í C- deildinni, þar sem deildinni var að lokum aflýst vegna kórónuveir- unnar. Hinn skrautlegi Joey Barton er knattspyrnustjóri Fleetwood en hann var gríðarlega harður í horn að taka sem leikmaður á sínum tíma og lét oft skapið hlaupa með sig í gönur. Íslenski unglingalands- liðsmaðurinn ber Barton söguna vel. Lenti ekki í Joey Barton „Það var mjög skemmtilegt að spila fyrir Barton og hann er klár. Hann veit mikið um fótbolta og er mjög góður þjálfari, en hann á það til að missa skapið. Það sást í ein- um leik, en hann er mjög góður þjálfari,“ sagði Ísak og viðurkennir að Barton hafi látið menn heyra það, ef þeir áttu það skilið. „Ég var heppinn að ég lenti ekki í honum sjálfur, en ég sá þegar hann hraun- aði yfir aðra leikmenn.“ Fleetwood var í fimmta sæti C- deildarinnar þegar tímabilinu var aflýst og fór því í umspil um sæti í B-deildinni þar sem liðið tapaði að lokum fyrir Wycombe Wanderers í undanúrslitum. Ísak tók ekki þátt í umspilsleikjunum í júlí, þar sem kórónuveiran var skæð í Fleetwood og fjölskyldumeðlimir í áhættuhópi. „Veiran var verri í Fleetwood og í Norður-Englandi og pabbi minn er með hjartavandamál og bróðir minn með undirliggjandi sjúkdóma. Ákvað ég því að taka ekki þá áhættu að fara aftur til Fleetwood,“ sagði Ísak. Skoska úrvalsdeildin fór af stað í byrjun mánaðar og er St. Mirren með einn sigur og eitt tap eftir tvo leiki. Átti liðið að leika við stórlið Celtic á miðvikudaginn en leiknum var frestað þar sem Boli Bolingoli, leikmaður Celtic, skellti sér til Spánar án þess að láta nokkurn mann vita. Lék hann við Kilm- arnock stuttu síðar og æfði með liðsfélögum sínum, en hann var ekki skimaður fyrir kórónuveirunni á leið sinni til og frá Spáni og bauð því hættunni heim. Þá greindust tveir leikmenn Aberdeen með veiruna á dögunum eftir að þeir skelltu sér út á lífið eftir leik við Rangers í fyrstu um- ferðinni. Eru skosk stjórnvöld allt annað en sátt við kæruleysislega hegðun leikmanna og Nicola Stur- geon, forsætisráðherra Skotlands, varaði leikmenn við afleiðingum þess að fara ekki eftir settum reglum. „Menn geta litið svo á að þeir hafi fengið gula spjaldið. Verði hegðunin ekki til hins betra munum við ekki eiga annan kost en að gefa rauða spjaldið,“ sagði hún. Ísak segir leikmenn geta lítið annað gert en að halda sig heima, æfa og spila. „Leiknum á móti Cel- tic var frestað og svo var eitthvert vesen hjá St. Mirren með próf sem voru ófullnægjandi en svo varð ekk- ert meira úr því, svo við vorum mjög heppnir. Við fáum að vera saman á æfingu og það er eitthvað fólk sem er pirrað yfir því en við erum heima hjá okkur á daginn og gerum í rauninni ekki mikið meira en að vera bara heima og á æf- ingasvæðinu.“ Gaman að fara í tæklingar Ísak lék aldrei með meist- araflokki Aftureldingar og því ef- laust ekki margir Íslendingar sem hafa séð hann spila á síðustu árum. Ísak lýsir sjálfum sér sem kraft- miklum leikmanni, en hann leikur á miðjunni. „Mér finnst gaman að berjast, að fara í tæklingar og láta finna fyrir mér. Ég er með mikinn sprengikraft og gef alltaf 110 pró- sent í allt. Það er ein ástæða þess að ég vildi fara í skoska boltann, sem er mjög harður,“ sagði hann. Jim Goodwin, knattspyrnustjóri St. Mirren, lýsti Ísak sem skrið- dreka í viðtali á dögunum. Ísak er stór og stæðulegur og hann hafði gaman að ummælum Írans. „Ég hef alltaf verið í stærri kantinum og það var skemmtilegt að vera kall- aður skriðdreki,“ sagði Ísak og hló. „Þetta er mjög almennilegur stjóri og hann veit hvað hann syngur. Hann vill leyfa ungum leikmönnum að spila og liðið er ungt, þrátt fyrir að það séu reynsluboltar inn á milli,“ sagði Ísak, en hann á ættir að rekja til Bandaríkjanna auk Ís- lands. Hefur Ísak leikið með yngri landsliðum Íslands og hann ætlar sér að spila með A-landsliðinu. „Markmiðið er alltaf að komast í A- landsliðið og gera mitt besta þar,“ sagði Ísak Snær við Morgunblaðið. Gef alltaf 110 prósent í allt sem ég geri á vellinum  Ísak Snær lánaður til St. Mirren frá Norwich  Spilaði fyrir Joey Barton Ljósmynd/St.Mirren Skotland Ísak Snær verður hjá St. Mirren í Skotlandi næstu mánuðina að láni frá Norwich á Englandi. Handknattleiksmaðurinn Þráinn Orri Jónsson hefur gengið til liðs við Hauka og mun hann spila með liðinu á Íslandsmótinu í vetur. Haukar sögðu frá tíðindunum á samfélagsmiðlum sínum. Þráinn er línumaður sem var síð- ast hjá danska úrvalsdeildarfélag- inu Bjerringbro-Silkeborg. Hann fór frá Gróttu árið 2017 og í raðir Elverum í Noregi. Gamla kempan Vignir Svav- arsson lagði skóna á hilluna eftir síðustu leiktíð og mun Þráinn því væntanlega leysa hann af hólmi. Þráinn Orri snýr heim til Íslands Morgunblaðið/Ófeigur Línumaður Þráinn Orri Jónsson er orðinn leikmaður Hauka. Handknattleiksmaðurinn Örn Ingi Bjarkason mun leika með Vík- ingum úr Reykjavík í B-deildinni næsta vetur. Félagið gaf þetta út í frétta- tilkynningu í gær. Örn Ingi ætti að vera Víkingum talsverður liðsstyrkur, enda fyrr- verandi atvinnumaður sem lék um nokkurra ára skeið með Hammarby í Svíþjóð en hann spilaði áður með Aftureldingu og varð einnig Ís- landsmeistari með FH árið 2011. Hann hefur nú ákveðið að snúa heim frá Svíþjóð. Víkingar nældu í Örn Inga Morgunblaðið/Eva Björk Reyndur Örn Ingi Bjarkason ætti að styrkja lið Víkings verulega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.