Morgunblaðið - 31.08.2020, Page 1

Morgunblaðið - 31.08.2020, Page 1
M Á N U D A G U R 3 1. Á G Ú S T 2 0 2 0 Stofnað 1913  204. tölublað  108. árgangur  STOLT AF SKÓLA- STARFINU Á AKUREYRI BÖL RYÐUR SÉR TIL RÚMS SKÁLDSAGAN HJARTASTAÐUR ENDURÚTGEFIN NÝTT BRUGGHÚS 9 ELEGÍA UM ÍSLAND 29  Fólk á bæjunum Sílastöðum og Einarsstöðum í Kræklinghlíð norð- an við Akureyri vann í görðunum alla helgina við að taka upp kart- öflur, sem nú eru fullsprottnar. Á þessum bæjum er þess vænst að fá 300-400 tonn af afurðum úr mold. Í Þykkvabæ í Rangárvallasýslu, helstu kartöflusveit landsins, er reiknað með að uppskerustörf hefj- ist af krafti í vikunni. Meðan ekki gerir næturfrost standa grös þó áfram og kartöflurnar eru í veldis- vexti þegar svo stendur á. »4 Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Kartöflur Helgi Jóhannsson á Sílastöðum stendur við sekkinn á upptökuvélinni. Kartöflurnar eru nú í veldisvexti Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Sveitarfélögin þurfa milljarða til við- bótar í tekjur svo þau geti mætt kröf- um sem til þeirra eru gerðar, segir Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, í sam- tali við Morgunblaðið. Frávik í rekstri sveitarfélaganna frá áætlunum líð- andi árs til stöðunnar nú í ágústlok er alls 33 milljarðar kr. Þar eru áhrif kórónuveirunnar stærsti áhrifaþátt- urinn; minni útsvarstekjur, meiri út- gjöld vegna velferðarmála og fjárfest- ingar sem jafnvel var bætt við til að skapa vinnu. Fulltrúar sveitarfélaga funduðu fyrir helgi með forsætisráðherra og sveitarstjórnarráðherra og fóru yfir stöðu mála. Stefnt er að öðrum fundi í næstu viku og er þess vænst að svör um aðgerðir ríkisins liggi þá fyrir. Framlög ríkisins til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verða á næsta ári skert um fjóra milljarða króna. Aldís segir að ríkið þurfi að gefa afdráttarlausa yfirlýsingu um samstöðu með sveitar- félögum. Í Morgunblaðið í dag skrifa grein framkvæmdastjórar hjúkrunarheim- ila sem sveitarfélögin reka og segja óvissu um reksturinn. Haldi svo fram sem horfi verði heilbrigðisstofnunum ríkisins falinn rekstur þeirra eins og gert var á Akureyri, enda hafi fyr- irheit stjórnvalda um sterkari grund- völl rekstrar verið innistæðulítil. Um þetta segir Aldís að starfshópur sveit- arfélaga, Samtaka fyrirtækja í vel- ferðarþjónustu og heilbrigðisráðu- neytis sé að greina stöðuna og úrbóta sé að vænta. Sveitarfélög þurfa milljarða til viðbótar  Fundað með ráðherrum  Hjúkrunarheimili í óvissu MTekjur skerðast mikið »4, 16 Íslenska landsliðskonan Sara Björk Gunnarsdóttir skráði sig í sögubækurnar þegar hún fagnaði sigri í Meistaradeild Evr- ópu í knattspyrnu ásamt liðsfélögum sínum og Frakklands- meisturum Lyon í gærkvöld. Sara, efst fyrir miðju, þótti með- al bestu leikmanna vallarins. Hún skoraði þriðja mark liðsins og innsiglaði þar með 3:1 sigur á sínum fyrrverandi félögum í Wolfsburg frá Þýskalandi. Sara er þar með annar Íslending- urinn til þess að sigra í Meistaradeild Evrópu en Eiður Smári Guðjohnsen gerði slíkt hið sama með Barcelona árið 2009. „Það er erfitt að lýsa tilfinningum sínum á þessum tímapunkti en það var algjör draumur að klára þetta fyrir mig persónu- lega,“ sagði Sara að leik loknum. »26 Sara Björk meðal þeirra bestu í besta liði Evrópu AFP INGIBJÖRG ÓLÖF 10

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.