Morgunblaðið - 31.08.2020, Síða 4

Morgunblaðið - 31.08.2020, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. ÁGÚST 2020 Sú nýbreytni verður tekin upp á næstu fundum borgarstjórnar að í upphafi fundar verða óundirbúnar fyrirspurnir. Fyrirkomulagið hefur verið notað á Alþingi í áraraðir en þetta er nýlunda í borgarstjórn. Pa- wel Bartozek, forseti borgarstjórnar og borgarfulltrúi Viðreisnar, segir að fyrirkomulagið sé tilraun sem gerð er til áramóta á sex fundum. „Þetta hefur verið sá dagskrárliður í þinginu sem vakið hefur smá at- hygli. Borgarstjórnarfundir geta orðið 8-10 tímar og því ekki endilega allir sem fylgjast með þeim öllum stundum. En fyrirspurnir á þingi hafa þó kannski leitt til þess að fólk fylgist með upphafi funda og þetta er tilraun sem við teljum vert að gera til að fá skörp skoðanaskipti eða upplýsingagjöf fyrir fundinn.“ vidar@mbl.is Prófa óundirbún- ar fyrirspurnir Morgunblaðið/Eggert Borgarstjórnarfundur Óundirbúnar fyrirspurnir verða teknar upp.  Nýlunda á fundum borgarstjórnar Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Reikna má með að framlög Jöfn- unarsjóðs sveitarfélaga til Borgar- byggðar sem áætluð voru um einn milljarður króna í ár skerðist um 200 milljónir kr. Tekjur sveitarfé- lagsins á ári hafa verið um fjórir milljarðar króna, þar með talið út- svarið, sem mun dragast nokkuð saman á næst- unni vegna minni umsvifa í efna- hagslífinu af völd- um kórónuveir- unnar. „Staðan er þrengri en verið hefur en við höf- um svigrúm til að komast yfir þenn- an hjalla,“ segir Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitar- stjóri í samtali við Morgunblaðið. Hún hóf í byrjun mars sl. störf sem sveitarstjóri Borgarbyggðar hvar hún er uppalin og á sínar rætur. Hagræðing skilar sér Undanfarin 2-3 ár hefur verið unnið að uppstokkun og marg- víslegri hagræðingu í rekstri Borg- arbyggðar undir merkjum verkefn- isins Brúin til framtíðar. „Sú vinna er að skila sér, sérstaklega nú þegar harðnað hefur á dalnum,“ segir sveitarstjórinn. „Við höfum alltaf stólað talsvert á framlög Jöfnunarsjóðs sem er ætlað að standa undir óvæntum útgjöldum sveitarfélagsins, sem nú eru að aukast. Úthlutunarreglurnar eru því í raun öfugmæli. Staða Borgar- byggðar nú er hins vegar þannig að við getum aukið við skuldir tíma- bundið. Sveitarfélög þurfa að vera með jákvæðan rekstrarjöfnuð á hverju þriggja ára tímabili, en slak- að var á því ákvæði vegna áætlunar um neikvæðari rekstrarniðurstöðu hjá sveitarfélögum en áætlanir gerðu ráð fyrir.“ Inngjöf í framkvæmdum Viðbragð ríksins við samdrætti í hagkerfinu hefur meðal annars verið inngjöf í opinberum framkvæmdum; svo sem byggingar og vegagerð. Í Borgarbyggð hefur málum verið mætt með líku lagi; daglegum rekstri hefur verið haldið í megin- atriðum óbreyttum og ýmsar fram- kvæmdir eru í gangi. Verið er að byggja nýtt hús fyrir starfsemi leik- skólans Hnoðrabóls á Kleppjárns- reykjum, þangað sem börnin úr upp- sveitum Borgarfjarðar koma. Um leið voru gerðar endurbætur á starfsaðstöðu í Kleppjárnsreykja- skóla. Þá hafa staðið yfir miklar endurbætur á húsnæði Grunnskól- ans í Borgarnesi. Til dæmis hefur matsalur, bókasafn, starfsaðstaða kennara og tengibyggingar verið færðar til nútímans. Aðstaðan er betri en var. Fjölgar í skólum Næsta mál á dagskrá er svo að bæta aðstöðu fyrir íþróttaæfingar. Vonast er til að geta farið í það verk- efni á næsta ári, eða eins og svigrúm í fjárhagsáætlun leyfir. Auk þess er nú unnið að endurskoðun á stjórn- sýslu sveitarfélagsins og skipuriti. Efla á meðal annars stafrænar lausnir og innleiða notendavænni þjónustu, enda geti slíkt einfaldað vinnu og skilað sparnaði. Íbúar í Borgarbyggð eru nú rúm- lega 3.800 og þar af eru Borgnes- ingar um 2.100. „Það er ánægjulegt að segja frá því að börnum hefur fjölgað í leik- og grunnskólum Borg- arness. Hér hefur verið jöfn fjölgun íbúa undanfarin ár, nú er það kannski húsnæðisskortur sem haml- ar fjölgun. Því erum við nú að mæta með því að skipuleggja og útbúa nýj- ar byggingarlóðir í Bjargslandi í Borgarnesi og svo í eldri hluta bæj- arins, sem er eftirsóttur til búsetu,“ segir Þórdís Sif. Tekjur skerðast mikið en svig- rúm til staðar  Ýmsar framkvæmdir í gangi  Hús- næðisskortur hamlar fjölgun íbúa Morgunblaðið/Sigurður Bogi Borgarnes Ýmsar áskoranir blasa við í rekstri Borgarbyggðar. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Uppskerutíminn er skemmtilegur. Við höfum unnið stíft alla helgina, því kartöflurnar eru fullsprottnar og hvað úr hverju má búast við rigningu og næturfrosti. Því er best að ná sem mestu úr mold, nú þegar aðstæður eru góðar,“ segir Björgvin Helga- son, bóndi á Sílastöðum í Kræklinga- hlíð, rétt norðan við Akureyri. Bændur á Sílastöðum og Einarsstöð- um í Hörgársveit, sem eru samliggj- andi jarðir, standa saman að kart- öflurækt og undir með um 15 ha. Þeir rækta gullauga, rauðar ís- lenskar og premier og fara afurðirn- ar að stærstum hluta í verslanir á Akureyri. „Ég reikna með að upp- skeran í ár verði á bilinu 300-400 tonn. Útlitið er gott og skilaverð fyr- ir afurðir er þokkalegt. Þetta eru vel sprottnar kartöflur og fallega útlít- andi,“ segir Björgvin sem var með sínu fólki í görðunum um helgina. Sex manns eru í liðinu og allir leggj- ast á eitt og þannig ganga verki greitt fyrir sig. Veður til garðvinnu var hið besta, þurrt, bjart og hlýtt. Kartöfluræktun er talsverð á Eyjafjarðarsvæðinu, svo sem í Kræklingahlíð og í Eyjafjarðarsveit. Einnig eru nokkrir bændur sem slík- an búskap stunda í Grýtbakku- bakkahreppi við Grenivík. Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Vinna Mæðgurnar á Einarsstöðum Sigríður Stefánsdóttir, til vinstri, og dóttir hennar, Hulda Lillý Sigurðardóttir. Uppskeran er góð  Kartöfluvertíð kraftmikil í Kræklingahlíð  Allt að 400 tonn  Vera á undan regni og frosti  Unnið var alla helgina Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Haustverk Dráttarvélinni ekið um garðinn og upptökuvél í eftirdragi. „Hér hefur enn ekki komið næturfrost, kartöflugrösin standa enn og sprettan hefur ekki stöðvast. Ég reikna þó með að um miðja vikuna verði byrjað af fullum krafti að taka upp úr görðunum hér,“ segir Markús Ár- sælsson, kartöflubóndi í Hákoti í Þykkvabæ. Um tíu bændur þar í sveit stunda ræktun jarðávaxta, en Þykkvibær hefur löngum verið sagður mekka kartöfluræktunar á Íslandi. Útlitið með uppskeru nú er gott þótt hún verði sennilega ekki jafn góð og í fyrra, seg- ir Markús sem leggur framleiðslu sína inn hjá Þykkvabæjar, sem er af- urðasala og matvælavinnsla. Sprettan hefur ekki stöðvast ÞYKKVIBÆR ER MEKKA KARTÖFLURÆKTAR Á ÍSLANDI Þórdís Sif Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.