Morgunblaðið - 31.08.2020, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. ÁGÚST 2020
„Styttan sjálf var meira og minna ónýt en það
er búið að laga hana og Héðinn fer að komast
á sinn stað,“ segir Kristín Róbertsdóttir, for-
maður Húsfélags alþýðu, sem er eigandi
styttunnar af Héðni Valdimarssyni sem um
áratugaskeið hefur staðið við Hringbraut í
Framkvæmdir við endurbætur stöpulsins
eru að hefjast og búast má við því að Héðinn
komist aftur á sinn stað á næstunni. Við-
gerðin hefur reynst dýr að sögn Kristínar.
Einnar milljónar styrkur var veittur úr húsa-
friðunarsjóði í fyrra til viðgerða á stöplinum.
vegar í ljós að festingar og boltar inni í henni
voru mikið ryðguð svo ráðast þurfti í viðgerð.
Danskur sérfræðingur var fenginn í verkið.
„Hann sagði að við mættum eiginlega vera
fegin að styttan hefði ekki hrunið niður,“ seg-
ir Kristín.
Reykjavík. Sigurjón Ólafsson gerði styttuna
af Héðni og var hún sett upp árið 1955.
Styttan var tekin niður fyrir tveimur árum
því laga átti stöpulinn undir henni. Var Héð-
inn settur í geymslu á Árbæjarsafni og stóð
til að vaxbera styttuna. Við skoðun kom hins
Héðinn kemst brátt aftur á sinn stall
Endurbætur Styttan af Héðni Valdimarssyni hefur verið lagfærð. Til vinstri má sjá hversu illa stöpullinn var farinn í árslok 2017. Myndin til hægri var tekin fyrir helgi þegar vinna stóð yfir.
Morgunblaðið/Eggert
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Ríkið fær 300-400 milljónir króna ár-
lega vegna vanrækslugjalda frá bif-
reiðaeigendum sem ekki koma með
bíl sinn til skoðunar innan tveggja
mánaða frá tilætluðum skoðunar-
tíma. Nemur þetta nærri einni millj-
ón króna á dag að meðaltali.
Nú stendur til að gera reglugerð-
arbreytingu þar sem almenna van-
rækslugjaldið er hækkað úr 15 þús-
und krónum í 20 þúsund krónur en
eigendum hóp- og vörubifreiða verði
gert að greiða 40 þúsund krónur í
stað 15 þúsund króna ef þeir koma
ekki með ökutækin í skoðun innan
tilætlaðs tíma.
Litlar vespur sendar í skoðun
Líkt og sjá má á meðfylgjandi
grafi hefur fjöldi vanrækslugjalda
haldist svipaður undanfarin 10 ár og
eru um 15% bifreiðaeigenda sem
reiða fram gjaldið, samkvæmt upp-
lýsingum frá Sýslumanninum á höf-
uðborgarsvæðinu. Fram kemur í
umsögn frá Sýslumanninum á Vest-
fjörðum, sem sér um innheimtu
gjaldsins, að árlega sé fjöldi álagn-
inga vanrækslugjalds á bilinu 35.000
til 40.000.
Í breytingum á reglugerðinni er
m.a. lagt til að létt bifhjól í flokki I
verði gerð skoðunarskyld. Eru það
ökutæki sem geta ekki farið hraðar
en 25 km/klst. Lágmarksaldur til
aksturs slíkra ökutækja miðast við
13 ár og má því hér eftir gera ráð
fyrir því að á sumum heimilum muni
skoðunarskyldum ökutækjum
fjölga.
Samkvæmt gildandi reglum hefur
þeim sem búa lengra en 80 km frá
næstu skoðunarstöð verið veittur sá
kostur að sækja um skoðunarfrest
til allt að tveggja mánaða. Lagt er til
í reglugerðarbreytingunni að sú
heimild verði felld úr gildi. Bent er á
umsögn Sýslumannsins á Vestfjörð-
um um að það kunni að koma illa við
staði þar sem sjaldan er boðið upp á
skoðun ökutækja, t.d. á Hólmavík,
Vík í Mýrdal, Kirkjubæjarklaustri,
Djúpavogi og nágrenni þessara
staða þar sem aðeins er skoðað í fær-
anlegri stöð einu sinni á ári.
Vanrækslan kostar sitt
Ríkið fær 300-400 milljónir króna á ári frá bifreiðaeigendum sem sinna ekki
uppgefnum skoðunartíma Vanrækslugjald verður hækkað í 20 þúsund kr.
Álagning vanrækslugjalds 2009-2019
Heildarfjöldi álagninga frá upphafi, þúsundir
50
40
30
20
10
0
2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019
Heimild: Sýslumaðurinn á Vestfjörðum
35 34
38
34
37
34
37 35
41 39 39
Hefur bognað en ekki brotnað.
Þetta sagði Jónatan Garðarsson,
formaður Skógræktarfélags Ís-
lands, þegar tré ársins 2020 var
útnefnt við hátíðlega athöfn á
Skógum í Þorskafirði í Reykhóla-
sveit sl. laugardag. Umrætt tré er
gráreynir, 5,9 m á hæð, með þver-
mál í hnéhæð 26,5 cm en 17,3 í
brjósthæð, en þar hefur tréð skipst
í tvo stofna.
Að útnefna tré ársins er áralöng
hefð í starfi Skógræktarfélags Ís-
lands. Með því er ætlunin að beina
sjónum almennings að því grósku-
mikla starfi sem unnið er um land
allt í trjá- og skógrækt og benda á
menningarlegt gildi einstakra
trjáa um allt land. Upphaflega var
svo hald fólks að tréð vestra sem
útnefnt var nú væri silfurreynir,
en kunnáttumenn gátu kveðið upp
úr með að þetta væri gráreynir.
Skógar í Þorskafirði eru í eigu
Bahá́í-samfélagsins á Íslandi. Hall-
dór Þorgeirsson, fulltrúi þjóðar-
ráðs Bahá́í, segir vilja standa til
þess að opna skóginn þar frekar
til heimsókna svo fólk geti notið
þar kyrrðar og eflt tengsl við nátt-
úruna. Fjölmargar trjátegundir er
að finna í lundinum á Skógum, svo
sem fjallaþöll og skógarfuru, sem
lifað hefur ýmislegt af. sbs@mbl.is
Gráreynir valinn tré ársins
Myndartré á Skóg-
um í Þorskafirði
Ljósmynd/Ragnhildur Freysteinsdóttir
Skógar Gráreynirinn góði til vinstri. Jónatan Garðarsson við hlið trésins. Rafstilling ehf
Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is
Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14
Hröð og góð þjónusta um allt land
Áratug
a
reynsla
Startar bíllinn ekki?
Við hjá Rafstillingu leysum málið
Harkaleg hópslagsmál brutust út í
Bankastræti á laugardagskvöld.
Bæði íslenskir og erlendir menn
voru í átökunum sem í sumum til-
vikum leiddu til alvarlegra áverka.
Enginn er þó í lífshættu. Fram
kemur á mbl.is að í það minnsta
einn hafi farið á sjúkrahús.
Margeir Sveinsson aðstoðaryfir-
lögregluþjónn segir að meiðsli
þessara manna séu ekki alvarleg en
um skurði og rot sé að ræða í ein-
hverjum tilvikum. Hann segir að
lögregla hafi fyrst og fremst reynt
að stilla til friðar og því hafi ekki
náðst að taka höndum menn sem þó
hefðu augljóslega tekið þátt í slags-
málunum. snorrim@mbl.is
Lögreglan Hópslagsmál voru í Banka-
stræti. Lögregla stillti til friðar.
Hópslagsmál í
Bankastræti