Morgunblaðið - 31.08.2020, Qupperneq 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. ÁGÚST 2020
Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700
Opið 11-18 virka daga www.innlifun.is
Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is
HAGBLIKK
Álþakrennur
& niðurföll
Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi
Þær eru einfaldar í uppsetningu
HAGBLIKK
Ryðga ekki
Brotna ekki
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt
silfurgrátt og dökkgrátt
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Viðtökurnar hafa verið vonum
framar. Við seldum meira en helm-
inginn af bjórunum okkar á fyrsta
degi og restin fór svo nánast öll dag-
inn eftir. Það var eitthvað smá til
eftir helgina,“ segir Axel Paul Gunn-
arsson, annar aðstandenda Böls
Brewing.
Böl Brewing er nýtt brugghús á
markaði hér á landi og fyrstu tveir
bjórar þess fóru í sölu í Vínbúðunum
á dögunum. Viðtökurnar voru góðar,
eins og Axel sagði og meira er vænt-
anlegt.
Félagi Axels í Böli heitir Hlynur
Árnason. Sá er menntaður efna-
fræðingur og starfaði sem brugg-
meistari hjá Borg brugghúsi áður en
þeir félagar stofnuðu eigið brugghús
fyrr á árinu. Axel er hins vegar
menntaður í markaðsfræðum og bjó
lengi í Englandi þar sem hann fikt-
aði meðal annars við bjórgerð.
„Við höfðum talað um að stofna
eigið brugghús í svolítinn tíma og
eftir áramót ákváðum við að láta
slag standa. Vikuna eftir að við
stofnuðum fyrirtækið skall Covid á.
Þá settumst við niður, fengum okkur
einn bjór, og hugsuðum hvað í fjand-
anum við ættum að gera. Nið-
urstaðan var að breyta plönunum
aðeins en kýla samt á þetta. Upp-
haflega höfðum við ráðgert að selja
bara bjór á bari en þegar þeim var
öllum lokað þurftum við að skipta
um gír og fara inn í Vínbúðirnar,“
segir Axel.
Raunar er vart hægt að kalla Böl
Brewing brugghús því þeir félagar
hafa ekki yfir neinu húsnæði að ráða
og yfirbygging fyrirtækisins er eng-
in. Þeir hafa þann háttinn á að leigja
sér aðstöðu hjá öðrum brugghúsum
og því hafa þeir ekki þurft að ráðast í
stórar fjárfestingar til að koma
fyrirtækinu á koppinn. Slíkt fyrir-
komulag er þekkt erlendis, til að
mynda frá hinum þekkta handverks-
framleiðenda Mikkeller.
„Okkar bjórar eru aðeins öðruvísi
en allir hinir, það er alltaf eitthvert
tvist í þeim,“ segir Axel þegar hann
er spurður um það hvaða erindi Böl
hafi á líflegan markað íslenskra
handverksbjóra. Hann tekur sem
dæmi tvo fyrstu bjórana sem fóru í
sölu í Vínbúðunum um þarsíðustu
helgi. Annars vegar var um að ræða
Killer Queen sem er Pale Ale bragð-
bættur með Earl Grey-tei frá
Reykjavík Roasters. Hins vegar
Bombogenesis sem er Gose bragð-
bættur með ávöxtum. „Við settum
töluvert meira af ávöxtum en tíðk-
ast; hindber, bláber og brómber auk
fjóla. Fólk setur ýmislegt út í bjóra
en við gerum það til að bæta bjór-
ana.“
Fleiri bjórar eru væntanlegir á
næstunni. „Til dæmis dökkur Stout
með kaffi og hlynsírópi. Hann er al-
gert nammi. Svo er það súr IPA sem
er bragðbættur með kirsuberjum,
apríkósum og appelsínuberki.“
Nota fjólur og te til að bragðbæta bjórana
Böl Brewing er nýjasta handverksbrugghús landsins Breyttu áætlunum vegna veirunnar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Nýliðar Axel Paul og Hlynur stofnuðu Böl Brewing í ár og stefna hátt.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Ekkert hefur þokast í vinnu stjórn-
valda til að stemma stigu við
ótryggðum ökutækjum í umferðinni.
Eins og kom fram í Morgunblaðinu í
síðustu viku eru um 2.600 ótryggð
ökutæki í umferð á Íslandi og tjón af
þeirra völdum nemur tugum millj-
óna króna á hverju ári.
Í svari fjármála- og efnahagsráðu-
neytisins við fyrirspurn Morgun-
blaðsins um stöðu mála er rakið að
lög um ökutækjatryggingar hafi tek-
ið gildi um síðustu áramót samhliða
gildistöku umferðarlaga.
„Nú er nokkur reynsla komin á
framkvæmd nýju laganna um öku-
tækjatryggingar og hafa ráðuneyt-
inu borist ábendingar um atriði sem
nauðsynlegt væri að taka til endur-
skoðunar. Á meðal þess sem gerðar
hafa verið athugasemdir við og er til
skoðunar í ráðuneytinu eru ákvæði í
lögunum um lögveð á ökutækjum
vegna vangoldinna lögboðinna vá-
tryggingariðgjalda. Að auki hefur
ráðuneytið almennt til skoðunar
hvaða leiðir séu best til þess fallnar
að stemma stigu við óvátryggðum
ökutækjum í umferð. Vinnan hefur
tafist vegna verkefna sem tengjast
efnahagsaðgerðum stjórnvalda
vegna kórónuveirufaraldursins en
hún mun halda áfram í haust,“ segir í
svari ráðuneytisins.
Þegar áðurnefnd lög voru í undir-
búningi kom fram í nefndaráliti efna-
hags- og viðskiptanefndar að í minn-
isblaði sem nefndin fékk frá
ráðuneytinu segði að til skoðunar
væri að skipa starfshóp sem hefði
það hlutverk að fjalla meðal annars
um upptöku vantryggingargjalds til
að stemma stigu við ótryggðum öku-
tækjum. Þetta var í mars 2019 en
umræddur starfshópur hefur enn
ekki verið skipaður.
Óli Björn Kárason, formaður efna-
hags- og viðskiptanefndar, tjáði
Morgunblaðinu að full samstaða
hefði verið innan nefndarinnar um
nauðsyn þess að lögfesta úrræði til
að bregðast við þeim vanda sem
ótryggð ökutæki valda. „Ef ráðu-
neytið getur ekki brugðist við, enda
glímt við gríðarleg verkefni vegna
kórónuveirufaraldursins, hlýtur
nefndin að taka málið í sínar hendur
með það að markmiði að sníða af þá
vankanta sem eru á gildandi löggjöf
um ökutækjatryggingar,“ segir Óli
Björn.
Vinnan verði sett í
gang á ný í haust
Boða aðgerðir gegn ótryggðum bílum
Rótin, félag um konur, áföll og
vímugjafa, hefur sent erindi til Rík-
isendurskoðunar vegna starfsemi
SÁÁ. Þar segir að til tíðinda teljist
að starfsmenn samtakanna sendi
frá sér afdráttarlausa yfirlýsingu
um misbresti í starfi samtakanna
sem hafi fengið milljarða króna úr
ríkissjóði. Vísað er til þess að fyrir
stjórnarkjör í SÁÁ hafi meira en
hemingur 100 starfsmanna skrifað
undir yfirlýsingu þar sem segir að
vandi SÁÁ snúist um yfirgengilegt
ofbeldi í samskiptum, vanvirðingu,
undirróður og valdabaráttu. Þarna
sé augljóslega vísað til tæplega 40
ára starfs Þórarins Tyrfingssonar
sem í um 20 ár var bæði formaður
SÁÁ og framkvæmdastjóri. Við því
hafi mátt búast að stjórn SÁÁ kann-
aði málavöxtu. Það hafi ekki gerst
og því vill Rótin að Ríkisendur-
skoðun skoði málið.
„Það eru miklir hagsmunir fólgn-
ir í réttlæti til handa þeim sem
beittir hafa verið ofbeldi innan
stofnana ríkisins eða sem studdar
eru af ríkinu,“ segir Rótarkonur.
Ríkisendurskoðun
kanni starf SÁÁ