Morgunblaðið - 31.08.2020, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. ÁGÚST 2020
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Allir vilja meira og betra sam-
starf og betri tengingu skólastarfs-
ins í bænum við atvinnulíf, íþróttir,
menningu og listir. Tengja þarf
bæjarlífið betur saman sem eina
heild á forsendum barnanna. Á Ak-
ureyri er líka kjörumhverfi til að
æfa sig í að vera fullorðinn í
öruggu umhverfi. Á þeirri vegferð
gegna skólarnir lykilhlutverki,“
segir Ingibjörg Ólöf Isaksen for-
maður fræðsluráðs Akureyr-
arbæjar.
Fræðslumál 44% af út-
gjöldum Akureyrarbæjar
Starf í skólum Akureyr-
arbæjar hófst í síðastliðinni viku.
Nemendur í 10 grunnskólum bæj-
arins, þar með talið í Hrísey, eru
um 2.700. Í leikskólunum sem eru
ellefu talsins eru börnin um 940.
Til þessa fræðslustarfs er varið alls
um 8 milljörðum króna á ári, sem
er um 44% af útgjöldum Akureyr-
arbæjar.
Á nýju starfsári verður starf-
að í anda Menntastefnu Akureyr-
arbæjar sem bæjarstjórn sam-
þykkti í byrjun júní sl. Vinna við
stefnumótun þessa, sem gildir
2020-2025, tók tæplega þrjú ár, í
ferli sem fulltrúar fræðslusviðs
Akureyrar, miðstöðvar skólaþró-
unar Háskólans á Akureyri og ráð-
gjafafyrirtækisins Tröppu leiddu.
Fulltrúar nemenda grunnskól-
anna, foreldrar, starfsfólk og ýms-
ir fleiri voru teknir tali og þær
upplýsingar – ásamt marg-
víslegum fleiri gögnum – nýttar.
Gæði og úrbætur
„Í stefnumótun var einblínt á
þætti sem nýjustu úttektir og
ábendingar um innleiðingu á
menntastefnu þjóðarinnar benda
til að gera megi betur,“ segir Ingi-
björg. Hún vísar til þess að fyrir
nokkru hafi sérfræðingar í
menntamálum farið um landið
ásamt menntamálaráðherra og
rætt hvernig best mætti innleiða
menntastefnu stjórnvalda og
tryggja menntun allra. Þar hafi
mikilvæg sjónarmið komið fram.
„Mikilvægasta aðgerðin í
stefnu Akureyrarbæjar er áhersla
á gæðastarf í skólum, úrbætur og
augljósar vísbendingar um hvað er
gott og hvað þarf að bæta. Við vilj-
um að starfsfólk skólanna fái
stuðning við að bera á borð og
kynna afburðagott skólastarf með
stolti og vissu um að vera á réttri
leið,“ nefnir Ingibjörg. Tiltekur að
vinna í skólunum með tilliti til
gæða hefjist í haust. Samið hafi
verið við ráðgjafaþjónustuna
Tröppu og Háskólann á Akureyri
um eftirfylgnina.
Allir vegir færir
Yfirskrift menntastefnunnar á
Akureyri er Með heiminn að fótum
sér. Titillinn vísar til þess að eftir
nám í grunnskóla eigi börnum að
vera allir vegir færir og að þau
geti valið sér leið í samræmi við
áhuga og þarfir, hvar sem er í
heiminum. Grunnþættir mennt-
unar eru skv. gildandi aðal-
námskrá grunnskóla læsi, sjálf-
bærni, heilbrigði og velferð,
lýðræði og mannréttindi, jafnrétti
og sköpun.
„Starfshættir grunnskóla hafa
verið í örri þróun á undanförnum
árum en kannski hefur ekki verið
nógu skýrt hvert stefna skal,“ seg-
ir Ingibjörg. „Óháðar úttektir er-
lendra aðila sýna þó að á við ættum
að leggja áherslu á megináherslur
aðalnámskrár og aðgreina nem-
endur minna. Í menntastefnu Ak-
ureyrarbæjar erum við að ganga
lengra en tíðkast hefur með þá út-
færslu. Við ætlum okkur að styðja
okkar góða starfsfólk til að skara
fram úr með fyrirmyndar starfs-
háttum sem eru vel skilgreindir,
byggja á því sem fyrir er og telst
gott en hverfa frá því sem á ekki
lengur við í skólaumhverfi nú-
tímans.“
Lykilþættir við framkvæmd
menntastefnu Akureyrarbæjar eru
þrír. Í fyrsta lagi framúrskarandi
starfshættir, það er vinna út frá
gæðaviðmiðum, í annan stað leik-
ur, nám og kennsla og í þriðja lagi
prófum hafi útkoman verið nærri
meðaltali. Horfa verði þó til fleiri
þátta, svo sem að skólinn sé góður
staður sem nesti nemendur vel til
vegaferðar til framtíðar.
„Við ætlum að auka líkurnar á
betri árangri á samræmdum mæl-
ingum og prófum. Sömuleiðis vill
bærinn auka stuðning við kennara
og stjórnendur svo hægt sé að gera
enn betur og allir geti verið stoltir
af skólastarfinu okkar. Með því að
koma betur til móts við þarfir
barna með skapandi starfsháttum
auka lýðræðislega aðkomu þeirra
að skólastarfinu og sjá til þess að
námsverkefnin endurspegli raun-
veruleikann og sé skemmtileg.
Gæðavísarnir geta svo sagt okkur
hvernig til tekst,“ segir Ingibjörg
Ólöf Isaksen formaður fræðsluráðs
Akureyrar að síðustu.
stjórnun og fagleg forysta. Í hverri
stofnun sem heyrir undir mennta-
rstefnuna verður útbúin aðgerð-
aráætlun og hefur hver skóli svig-
rúm fyrir eigin áherslur. Af hálfu
fræðslustjórnar bæjarins verður
svo horft á heildarmyndina í árleg-
um úttektum og framförum fylgt
eftir. Þar við svo bætist víðtækt
samráð við alla sem tengjast skóla-
starfinu eða láta sig það varða.
Auka stuðning við kennara
„Í hverjum skóla verður sett á
laggirnar gæðaráð og svo verða
styrk- og veikleikar hvers skóla og
starfs hans vegnir og metnir. Sam-
kvæmt því verður leiðin til fram-
tíðar vörðuð,“ segir Ingibjörg. Hún
bætir við að árangur nemenda
skóla á Akureyri hafi um margt
verið ágætur og á samræmdum
Menntastefna Akureyrarbæjar mætir þörfum barna með skapandi starfsháttum og lýðræðislegri aðkomu þeirra að skólastarfi
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Mennt Allir geti verið stoltir af skólastarfinu okkar, segir Ingibjörg Ólöf Isaksen um fræðslumálin á Akureyri.
Umhverfi til
að æfa sig í að
vera fullorðinn
Ingibjörg Ólöf Isaksen er
fædd í Reykjavík 1977 og bjó
þar til ársins 2004 er hún
flutti norður til Akureyrar.
Starfaði lengi sem kennari og
menntaður íþróttafræðingur
ásamt því sem hún hefur afl-
að sér þekkingar í viðskiptum
og opinberri stjórnsýslu.
Sveitarstjórnarfulltrúi í
Eyjafjarðarsveit 2010-2013 og
frá 2014 bæjarfulltrúi á Akur-
eyri. Er stjórnarformaður
Norðurorku og formaður
fræðsluráðs Akureyrar. Fram-
kvæmdastjóri Læknastofa Ak-
ureyrar frá 2018. Er gift Karel
Rafnssyni og þau eiga samtals
6 börn.
Hver er hún?
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Frímínútur Kátir krakkar í Gilja-
skóla sem er í Glerárhverfi.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Oddeyrarskóli Hingað sækja nem-
endur af Eyrinni nám sitt.
Í margra vitund er Akureyri
skólabær og sennilega með réttu.
Þar eru skólar á öllum stigum;
leikskólar þar sem undirstaðan
er lögð – og Háskólinn á Akureyri
má útskrifa doktora sem er
æðsta og hæsta lærdómsgráðan.
Á mörgum sviðum samfélagsins
má hitta fyrir fólk sem er frá Ak-
ureyri og hefur langa skólagöngu
að baki.
Blaðamaður hefur oft veitt því
athygli hve margir í heilbrigðis-
greinum eru Akureyringar, sem í
rótina helgast meðal annars og
væntanlega af góðri kennslu í
náttúrufræðigreinum við fram-
haldsskóla bæjarins.
„Skólasamfélag og bæjarlíf
þurfa að vera í sama takti. Því er í
menntstefnunni gert ráð fyrir því
að börnin geti leitað til atvinnu-
lífsins, listamanna og íþrótta-
félaga í verkefnum sínum. Við
viljum sjá nemendur á ferð um
bæinn að leita eftir stuðningi við
að útfæra nýsköpunarverkefni,
taka viðtöl og þjálfa lykilhæfni.
Með þessum áherslum getum við
aukið líkurnar á því að börnin fóti
sig í síbreytilegum heimi í bland
við hefðbundnari aðferðir.“
Fóti sig í síbreytilegum heimi
SKÓLASTARF OG BÆJARLÍF SÉU Í SAMA TAKTI
Sími 555 2992 og 698 7999
Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra
Gott fyrir:
• Maga- og þarmastarfsemi
• Hjarta og æðar
• Ónæmiskerfið
• Kolesterol
• Liðina
Læknar mæla með selaolíunni
Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð
Óblönduð
– meiri virkni Selaolía
Égheyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en
konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika
í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð
að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar
breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið
niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað
áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var
með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir
að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og
húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað
Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni
bætta líðan og heilsu.
Guðfinna Sigurgeirsdóttir.
„Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga
á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður.“