Morgunblaðið - 31.08.2020, Side 14

Morgunblaðið - 31.08.2020, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. ÁGÚST 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Shinzo Abe,forsætis-ráðherra Japans, tilkynnti óvænt fyrir helgi að hann hygðist segja af sér emb- ætti af heilsufars- ástæðum. Abe er ekki á förum strax, þar sem hann hyggst sitja áfram þar til flokkur hans, frjálslyndir demókrat- ar, hefur ákveðið eftirmann. Engu að síður er nú senn á enda einn merkasti stjórn- málaferill í sögu Japans eftir stríð. Þetta er í annað sinn sem Abe víkur og aftur er það vegna sáraristilbólgu, en sami sjúkdómur varð til þess að binda enda á fyrri forsætis- ráðherratíð hans árið 2007. Þá hafði Abe einungis setið í um eitt ár, en um leið hafði hann afrekað það að verða yngsti forsætisráðherrann í sögu Japans. Nú kveður hann sem sá forsætisráðherra sem setið hefur lengst við völd, en þeim áfanga náði hann fyrir réttri viku, þó að fátt hafi bent til þess þegar hann hætti í fyrra skiptið að hann ætti aftur- kvæmt í stól forsætisráðherra enda voru pólitískir vindar þá óhagstæðir, auk veikindanna. Ljóst er að sjónarsviptir verður að Abe, en hann hefur á undanförnum átta árum sett mjög mark sitt á japanskt samfélag og efnahagslíf. Stefna hans í efnahagsmálum, Abenomics, var umdeild í fyrstu og hefur aðeins heppn- ast að hluta, meðal annars vegna mikillar tregðu til um- bóta í japönskum stjórn- málum. Kerfislegar umbætur, auk þenslustefnu á sviði ríkis- fjármála og peninga voru þær þrjár örvar, eins og Abe orð- aði það, sem stefnan byggðist á. En þó að hún hafi ekki gengið eftir að öllu leyti á hún sinn þátt í að Japan er nú þriðja stærsta hagkerfi heimsins á eftir Bandaríkj- unum og Kína, og hefur stuðl- að mjög að velsæld Japana eftir erfiða áratugi þar á und- an, allt þar til kórónuveiran kom til með kunnuglegum bresti. Í þeim efnum hefur Japan þó einnig tekist til- tölulega vel upp, dauðsföll eru fá og efnahagurinn hefur orð- ið fyrir minna höggi en í flest- um þeim ríkjum sem hið þróaða Japan ber sig saman við. Engu að síður hefur kór- ónuveiran fært Japönum ýms- ar áskoranir, en ríkisstjórnin hefur sinnt sóttvörnum af mikilli festu. En blikur eru á lofti í Japan eins og víðast, þar sem kórónuveirukreppan gæti farið mjög illa með afrakst- urinn af efnahags- stefnu Abes. Á alþjóðavett- vangi hefur Abe verið fastur fyrir, en um leið gert sitt til þess að bæta samskipti Japans við flestar aðrar þjóð- ir, að mögulega Kína og Norð- ur-Kóreu undanskildum. Um leið hefur hann umbreytt varnarstefnu Japana og eflt varnarsveit Japans, eins og herinn er kallaður, og náð að halda góðum tengslum við helstu bandamenn landsins, þar á meðal Bandaríkjamenn og Trump Bandaríkjaforseta. Hann náði þó ekki því mark- miði sínu að breyta stjórnar- skránni hvað herinn snertir, en hann vildi fjarlægja úr henni ákvæði sem sett var inn eftir stríð og helgast af árás- argirni, og ofbeldisverk jap- anska hersins á árunum fyrir stríð og í stríðinu. Í stjórnar- skránni er þess vegna enn ákvæði sem takmarkar beit- ingu hersins, eða varnarsveit- arinnar. Það segir sína sögu, að áður en Abe tók við árið 2012, höfðu Japanir átt fjórtán for- sætisráðherra á tuttugu ár- um. Og þó að Frjálslyndi demókrataflokkurinn væri oftast nær við stjórnvölinn, þá segir það sig sjálft að slíkar hreyfingar á æðstu stöðum eru lítt fallnar til þess að stuðla að stöðugleika. Hin endurnýjuðu veikindi Abes koma á tíma þegar hann átti einungis um ár eftir af kjörtímabili sínu, og var fast- lega gert ráð fyrir að hann myndi þá setjast í helgan stein. Þá má ætla að hann hefði gjarnan vilja leiða Japan þegar kastljós heimsins bein- ist að því, sem ætla má að verði næsta sumar þegar Ól- ympíuleikarnir verða vonandi haldnir þar í landi. Það er þó ekki síst vegna þess hversu þungar áskoranir eru framundan, sem Abe telur sig nauðbeygðan til þess að víkja nú. Þær ákvarðanir sem þarf að taka verða síst auð- veldari, þegar heilsan er ekki til staðar og gera má ráð fyrir að Abe hafi sjálfur viljað stýra brottför sinni í stað þess að hætta á að hrekjast á brott eftir farsælan feril. Ljóst er þó að Abe skilur eftir sig stórt skarð, sem eftirmaður hans, sem ekki er augljóst hver verður, mun eiga í erfiðleikum með að fylla. Það er því hætt við að nú taki aftur við tímabil óstöðugleika í japönskum stjórnmálum. Eftir farsælan feril skilur Shinzo Abe eftir sig tómarúm sem óljóst er hvernig verður fyllt} Sjónarsviptir M iðflokkurinn hefur gagnrýnt stefnuleysi ríkisstjórnarinnar í baráttunni við kórónuveiru- faraldurinn. Ríkisstjórnin ákvað að loka landinu með svo skömm- um fyrirvara að ferðamenn þurftu að snúa við í Leifsstöð þar sem við þeim blasti lokað land. Það að loka landinu er ákvörðun sem hægt er að rökstyðja líkt og hægt er að rökstyðja aðferðir Dana sem eru svipað staddir og Ísland með hlut- fallslegan fjölda smita en ekki lokuð landamæri. Mánuðum saman hafa ráðherrar hamrað á því að við séum ekki sloppin, veiran muni sennilega blossa upp aftur, við þurfum að gæta okkar, vera viðbúin annarri bylgju o.s.frv. Milljarðar hafa runnið úr ríkissjóði vegna far- aldursins, m.a. í að auglýsa landið, plástra vinnu- markaðinn, greiða bætur, öskra í kassa, alger- lega stefnulaust, algerlega áætlanalaust og algerlega án framtíðarsýnar. Hvers konar vinnubrögð eru það að segjast búast við að veiran blossi upp aftur en hafa svo engar áætlanir um við- brögð? Hvers konar vinnubrögð eru það að setja hundruð millj- óna í að auglýsa landið en loka því svo á einni nóttu? Hvað á það að þýða að eyðileggja orðspor landsins með fyrirvaralausum ákvörðunum? Hefur ríkisstjórnin metið hvað það muni kosta okkur að missa trúverðugleika ferða- sala erlendis? Hvers vegna ættu fyrirtæki í ferðaþjónustu að reyna að selja ferðir til Íslands þegar óvissan er alger? Ríkisstjórnin veit ekkert hvert hún er að fara hvað varðar viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum frekar en í öðrum málum. Langtímastefnan er ekki til. Ef ríkisstjórnin gerði ráð fyrir að veiran myndi líklega aftur finnast, hvers vegna voru engar áætlanir til? Hvernig eiga íslensk heimili og fyrirtæki að lifa af þegar ríkisstjórnin býr til óvissu í stað þess að reyna að eyða henni? Framlengja á tímabundnar aðgerðir þeg- ar skammur tími er þar til þær eiga að renna út. Hver er sýn þessarar ríkisstjórnar? Hvar er forystan fyrir þjóðina þegar á þarf að halda? Ríkisstjórnin hafnaði samstarfi við Mið- flokkinn líkt og aðra stjórnarandstöðuflokka. Við hljótum þá að krefjast þess að ríkis- stjórnin leggi fram áætlanir um viðbrögð því veiran fer ekkert fyrr en búið er að bólusetja fyrir henni. Á landið að vera áfram lokað? Ef ekki, hvernig verður það opnað? Hvað þarf til að það verði opnað? Hvað verður gert þegar veiran gýs aftur upp? Hvaða fyrirvara hafa fyrirtæki og heimili komi til aðgerða? Eru til áætlanir er varða stóraukið atvinnuleysi, vanskil heimila og fyrirtækja eða ætlar ríkisstjórnin að láta fjár- málaöflunum eftir að ákveða hverjir lifa og deyja? Koma verður heimilum og fyrirtækjum í skjól, líka þeim sem eiga allt sitt undir leigusölum, og koma í veg fyrir að gengið sé að eignum fólks. Að því mun koma verði ekkert gert. Nú þarf forystu. Gunnar Bragi Sveinsson Pistill Ríkisstjórnin sýnir algert stefnuleysi á tímum faraldurs Höfundur er þingmaður Suðvesturkjördæmis og varafor- maður Miðflokksins. gunnarbragi@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Svandís Svavarsdóttir heil-brigðisráðherra leggst ekkigegn því að gerð verði við-horfskönnun meðal heil- brigðisstarfsmanna um afstöðu þeirra til dánaraðstoðar. Kveðst hún telja að hugsanlega þurfi einnig að kanna viðhorf almennings til málefn- isins. Leggur ráðherra áherslu á að slík könnun verði unnin á hlutlausan hátt til að niðurstöður varpi sem bestu ljósi á raunveruleg viðhorf þátt- takenda. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu heilbrigðis- ráðherra um dánaraðstoð sem birt hefur verið á vef Alþingis. Skýrslan er flutt að beiðni Bryndísar Haralds- dóttur og fleiri þingmanna. „Á síðustu árum hefur reglulega komið upp umræða í íslensku sam- félagi um dánaraðstoð, líknardráp eða sjálfsvíg með aðstoð. Ljóst er að umgjörð um þetta viðkvæma mál er mismunandi eftir löndum,“ sagði í skýrslubeiðninni. Þar er vísað til könnunar Siðmenntar frá árinu 2015 þar sem í ljós kom að 75% aðspurðra voru mjög eða frekar hlynnt því að einstaklingur gæti fengið aðstoð við að binda enda á líf sitt ef hann er haldinn ólæknandi sjúkdómi. Segir ennfremur að í kjölfar þess að sam- tökin Lífsvirðing voru stofnuð árið 2017 hafi sprottið upp umræður í samfélaginu um málefnið og kváðust flutningsmenn tillögunnar telja að forsenda þess að umræðan geti þroskast og verið málefnaleg sé að fyrir liggi upplýsingar um stöðu þess- ara mála í öðrum löndum og upplýs- ingar um afstöðu heilbrigðisstarfs- fólks. Í skýrslu heilbrigðisráðherra er farið yfir það hvernig þessum málum er háttað í öðrum löndum. „Algengast er að ólöglegt sé að veita beina dán- araðstoð og læknisaðstoð við sjálfs- víg,“ segir þar. Rakið er að það séu fyrst og fremst Benelux-löndin, Belgía, Holland og Lúxemborg, sem heimili slíka aðstoð. Hún hafi verið leyfileg síðan 2002 í Belgíu og Hol- landi og síðan 2009 í Lúxemborg. Í Belgíu sé heimilt að veita beina dán- araðstoð óháð aldri. Í Hollandi sé bæði heimilt að veita beina dánarað- stoð og læknisaðstoð við sjálfsvíg og eiga börn frá 12 ára aldri rétt á að óska eftir slíkri aðstoð. Jafnframt er rakið að í Kólumbíu sé heimilt að veita beina dánaraðstoð og læknis- aðstoð við sjálfsvíg sé heimil í Viktor- íufylki í Ástralíu og í tíu ríkjum Bandaríkjanna. Ýmis siðferðileg álitaefni Í skýrslunni segir að mat ýmissa fræðimanna sé að lögleiðing dánarað- stoðar og/eða læknisaðstoðar við sjálfsvíg feli í sér áhættu. Þróun í Belgíu hafi til að mynda sýnt að upp- haflega sé farið eftir ströngum skil- yrðum sem smám saman rýmkist. Nefnt er að fyrst hafi verið lögleitt vegna alvarlegra tilvika af óbærileg- um og ólæknandi líkamlegum þján- ingum en síðar nái aðstoðin yfir geð- sjúkdóma sem valdi óbærilegum andlegum sársauka. Rakið er að siðferðileg álitaefni hafi títt verið rædd í tengslum við dán- araðstoð vegna geðsjúkdóma í Belgíu. Geta sjúklinga til að hafa nægilega skýra innsýn í eigin sjúkdóm og bata- horfur kunni að vera skert og erfitt geti verið að ganga úr skugga um að sjúkdómurinn sé ólæknandi, svo dæmi sé tekið. Að sama skapi sé erfitt að meta hvort börn hafi nægilegan þroska, reynslu og innsýn í sjúk- dóma sína til að taka upplýsa ákvörðun um dánaraðstoð. Kanna megi viðhorf til dánaraðstoðar hér Ekkert ríki á Norðurlöndum virð- ist vera að undirbúa lagabreyt- ingar á þessu sviði, að því er fram kemur í skýrslu Svandísar Svavarsdóttur. Dánaraðstoð hef- ur verið tekin fyrir af nokkrum siðfræðinefndum í Danmörku en þær hafa ávallt lagst gegn lög- leiðingu. Í Svíþjóð er óbein dán- araðstoð ekki álitin ólögleg en í Noregi er dánaraðstoð ólögleg þó umönnunaraðili geti fengið mildari refsingu fyrir að taka líf einstaklings með samþykki við- komandi. Í Finnlandi er bein dán- araðstoð refsiverð en ekki er refsivert að aðstoða annan ein- stakling við að fremja sjálfsvíg. Þá er í skýrslunni rakin viðkvæm umræða um þessi málefni sem átt hefur sér stað í Þýskalandi á liðnum ár- um. Engar laga- breytingar NORÐURLÖNDIN Svandís Svavarsdóttir Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Líkhús Á síðustu árum hefur reglulega komið upp umræða í íslensku samfélagi um dánaraðstoð, líknardráp eða sjálfsvíg með aðstoð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.