Morgunblaðið - 31.08.2020, Qupperneq 15
Flokkur fólksins
hefur barist fyrir
bættum kjörum og að-
stæðum eldri borgara
og öryrkja bæði á Al-
þingi og í Reykjavík-
urborg. Til þess að það
geti verið raunveruleg-
ur kostur fyrir eldri
borgara að vera sem
lengst heima þá er
mikilvægt að gera
nokkrar breytingar á verkferlum
þjónustunnar og taka inn fleiri þjón-
ustuþætti. Þjónustuþörf er mismun-
andi eins og gengur en stundum
vantar ekki mikið upp á til að við-
komandi geti búið lengur á heimili
sínu.
Fulltrúi Flokks fólksins lagði
fram í velferðarráði 19. ágúst 14 til-
lögur sem sneru að bættri þjónustu
við eldri borgara í heimahúsum og
fjölgun þjónustuþátta. Öllum nema
fjórum var hafnað. Frávísun var
m.a. á grundvelli þess að verklags-
reglur og framkvæmdaferill væru
settar af starfsmönnum velferðar-
sviðs en ekki velferðarráði. Hvatinn
að gerð tillagnanna var frétt um að
matarsending til eldri borgara hefði
verið skilin eftir á
hurðarhúni eftir að
sendill hafði hringt
dyrabjöllu sem ekki
var svarað.
Til þess að draga úr
hættu á misskilningi
milli þjónustuveitanda
og þjónustuþega er
greinilegt að breyta
verður verkferlum.
Hvað viðkemur þessum
þjónustuþætti sér-
staklega, lagði fulltrúi
Flokks fólksins einnig
til að maturinn væri sendur út sama
dag og hann er framleiddur og að
umbúðum verði breytt til að auð-
velda þjónustuþegum að opna þær.
Eins og umbúðir eru núna er erfitt
að rífa plastið af bakkanum.
Meðal tillagna var einnig ein til-
laga sem laut að hlutverki sendils-
ins. Ef enginn skilaboð eða fyrir-
mæli liggja fyrir um annars konar
afhendingu matarins er hægt að
ganga út frá því sem vísu að þjón-
ustuþegi taki á móti matnum úr
hendi sendils. Ef þjónustuþegi svar-
ar hvorki dyrabjöllu né síma ætti
sendill að hringja í ættingja og upp-
lýsa um stöðuna. Ef enginn ættingi
er til staðar þarf að upplýsa þjón-
ustumiðstöð. Með símtali sendils til
ættingja (eða þjónustumiðstöðvar)
er ættingi kominn með upplýsingar
um að þjónustuþegi svari hvorki
dyrabjöllu né síma þrátt fyrir að
hann viti að matarsending sé vænt-
anleg. Ættingi (þjónustumiðstöð)
getur þá tekið ákvörðun byggða á
þessum upplýsingum um hvað skuli
gera í stöðunni. Þetta gæti verið vís-
bending um að þjónustuþegi sé í
vanda og kalla þurfi á lögreglu/
sjúkrabíl.
Þegar eldri borgarar eru annars
vegar eru allir þeir sem hafa við þá
samskipti hluti af öryggisneti. Safn-
ist sem dæmi matur upp hjá þjón-
ustuþega sem óskað hefur eftir að sé
skilinn eftir fyrir utan dyr hlýtur
sendill að láta ættingja eða þjón-
ustumiðstöð vita sem myndu í fram-
haldi leita orsaka.
Í öllu falli þarf matarsendingin að
komast til skila enda vara sem búið
er að greiða fyrir. Ekki er boðlegt
að fara aftur til baka með matar-
sendinguna og ætlast til að þjón-
ustuþegi sæki hana sjálfur, sendi
leigubíl eftir henni eða fái hana dag-
inn eftir. Þegar ekki er komið til
dyra til að taka við matnum er held-
ur ekki réttlætanlegt að skilja mat-
inn eftir á hurðarhúninum og láta
þar við sitja nema fyrirmæli hafi
komið um að það sé í lagi.
Fjölga þjónustutilboðum
Það er mat fulltrúa Flokks fólks-
ins að útvíkka þurfi einnig ákveðna
þjónustuþætti og bæta fleirum við
þá þjónustu sem nú býðst til þess að
auka möguleikana á að viðkomandi
geti búið lengur heima. Létta þarf
fjárhagslega undir með mörgum
eldri borgurum. Lagt var til að þeir
sem búa í öðru húsnæði en þjón-
ustuíbúð ættu að fá niðurgreiðslur á
þeim þáttum sem eru að jafnaði
innifaldir í þjónustuíbúð, s.s. raf-
magni, húsgjaldi og þrifum í görð-
um.
Einnig var lagt til að velferðaryf-
irvöld taki þátt í kostnaði við örygg-
ishnapp. Rök meirihlutans í velferð-
arráði fyrir að fella þá tillögu voru
„að það sé varasamt að setja það
fordæmi að borgin fari að fyrra
bragði og óumbeðin inn á verksvið
ráðuneytis og sendi þar með þau
skilaboð að kostnaðarþátttaka ráðu-
neytis sé óþörf“.
En hver er eiginlega forgangsröð-
unin hér? Hvort er það þjónustu-
þeginn eða hræðsla velferðaryfir-
valda við að gefa fordæmi?
Ekki ábyrgð velferðarráðs?
Það er sérkennilegt að vísa frá og
fella tillögur með vísan í að verk-
lagsreglur og framkvæmdaferill sé
sett af starfsmönnum velferðarsviðs
en ekki velferðarráði. Auðvitað kem-
ur það velferðarráði við ef verklags-
reglur og framkvæmdaferill þjón-
ustu velferðarsviðs við eldri borgara
í heimahúsi þarfnast betrumbóta
eða er ábótavant.
Mannlegi þátturinn má aldrei
gleymast þegar verið er skipuleggja
þjónustu fyrir borgarana. Velferð-
aryfirvöld ættu ávallt að hafa fullt
samráð við þjónustuþega og hugsa
hvert skref út frá þörfum hans.
Hlusta þarf á þjónustuþegana og að-
standendur þeirra. Það er á ábyrgð
velferðarráðs sem er yfir velferð-
arsviði að tryggja að allir þessir
þættir séu í lagi.
Heima sem lengst
Eftir Kolbrúnu
Baldursdóttur
Kolbrún Baldursdóttir
» Auðvitað kemur það
velferðarráði við ef
verklagsreglur og fram-
kvæmdaferill þjónustu
velferðarsviðs við eldri
borgara í heimahúsi
þarfnast betrumbóta
Höfundur er borgarfulltrúi
Flokks fólksins.
15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. ÁGÚST 2020
Ekkert eitt í sam-
göngumálum bætir líf
fólks jafn mikið og
jarðgangagerðin. Að
fara undir fjöllin en
ekki yfir þau er leið
dagsins. Með jarð-
gangagerð verða til
hagsældarsvæði sem
auðvelda lífið og fal-
legu þorpin fá nýjan
lífsþrótt. Þetta sjáum
við á Austurlandi og Vestfjörðum.
Á dögunum fór ég um Trölla-
skagasvæðið og skynjaði afl jarð-
gangagerðarinnar. Og sá í hendi
mér að enn er verkinu ekki lokið, að-
eins hálfnað verk þá hafið er.
Strákagöngin voru barn síns tíma en
Héðinsfjarðargöng, Ólafsfjarðar-
göng og síðast Vaðlaheiðargöng hafa
lagt atvinnulífi Mið-Norðurlands til
ný búsetuskilyrði.
Jarðgöng undir Trölla-
skagann milli Skaga-
fjarðar og Eyjafjarðar
hrópa á einka-
framkvæmd, ekkert
síður en Hvalfjarð-
argöng á sínum tíma.
Húsavík í norðri, Ak-
ureyri, Dalvík, Ólafs-
fjörður, Siglufjörður,
Sauðárkrókur og
Blönduós með betri
vegi um Þverárfjall
orðin eitt atvinnu-
svæði. Ferðamenn erlendir sem inn-
lendir heimsækja svona gullhringi.
Íslendingarnir voru alls staðar á
minni ferð. Þeir hafa með hangandi
hendi ferðast um sitt land síðustu
árin en nú eru þeir vaknaðir. Út-
lendingarnir koma aftur þegar
pestinni linnir og heimurinn vaknar
aftur af vondum draumi. Því er líka
mikilvægt að nota tímann til að
vinna að vegagerð og hvernig má
dreifa ferðamönnunum um landið.
Landsbyggðin með sínar dreifðu
byggðir verður sérstaklega eft-
irsótt eftir kófið. Víðernin og frelsið
sem Ísland býður ferðamönnum
upp á á ekki sinn líka. Bæði sam-
vinnan og einkaframtakið njóta sín
í þessum bæjum og ríkisvaldið
verður að kunna sitt hlutverk: Að
hætta að slátra þjónustunni og
færa hana suður. „Dagsæðið,“ í
Reykjavík má ekki brotlenda flug-
velli höfuðborgarinnar, landsins
alls. Flugið rís aftur með nýjum
hætti, byltingu.
Höfnum alþjóðabrjálæðinu í
matvælaflutningum
Heimsmyndin er breytt og heim-
urinn hefur beðið tjón vegna
heimsku og græðgi þeirra auð-
ugustu. Flutningurinn á matvælum
heimsálfa á milli er brot á mannrétt-
indum og þaðan kemur fárið aftur og
aftur, í dýraníði í verksmiðjubúskap,
lyfjum og mengaðri jörð. Íslenskar
sveitir eru matvælakistur ekkert
síður en hafið kringum landið. Við
eigum heita og kalda vatnið, svala
lífsandann og eiturlausa jörð, heil-
brigða búfjárstofna, góða bændur.
Covid-pest af sama toga kom upp
2004 en þá tókst að kæfa hana.
Svínapestin gerði árás 2009 og nú
hin banvæna pest á ný. Allt stafar
þetta af sóðaskap og viðbjóði í kring-
um matvælamarkaði og verk-
smiðjubúskap. Því segjum við Ís-
lendingar okkur frá svona alþjóða-
brjálæði strax. Biðjum okkar
bændur að framleiða matvælin. Því
verða stjórnmálamennirnir að vakna
af sínum vonda draumi og þjónkun
við heildsalagróðann og fara að efla
Ísland allt til matvælaframleiðslu.
Kjötið allt, mjólkurvörur og græn-
meti verði heimafengið og heima-
ræktað. Hvar sem ég fer kemur fólk
til mín og segir: „Þetta er rétt með
landbúnaðinn, við eigum að efla
hann.“ Þarna er unga fólkið statt
sem í vaxandi mæli spyr sig hvað
það setur í magann og hvaðan fæðan
kemur og hvernig er meðferð dýr-
anna og framleiðsluferlið.
Við getum lifað enn betra lífi í
landinu okkar ef heilbrigð sjónarmið
fá að ráða ferðinni en ekki skyndi-
gróði, og galin heimsmynd sem nú
liggur í fjörbrotum. Vilji er allt sem
þarf. Hvað vilja stjórnmálamenn-
irnir?
Eftir Guðna
Ágústsson »Hvar sem ég fer
kemur fólk til mín og
segir: „Þetta er rétt með
landbúnaðinn, við eigum
að efla hann.“
Guðni Ágústsson
Höfundur er fv. alþingismaður
og ráðherra.
Jarðgöngin hafa auðgað og eflt hagsældarsvæði
Sprettur Í Biskupstungum var riðið hratt um grundir sl. laugardag. Hver knapi var með tvo til reiðar og klárarnir fengu að spretta úr spori. Drjúgur verður síðasti áfanginn, segir í ljóðinu.
Sigurður Bogi