Morgunblaðið - 31.08.2020, Side 22

Morgunblaðið - 31.08.2020, Side 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. ÁGÚST 2020 Atvinnuauglýsingar Blaðberar Upplýsingar veitir  í síma  Morgunblaðið óskar eftir blaðbera   k Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Árskógar Opinn handavinnuhópur kl. 12-16. Hádegismatur kl. 11.30– 13. Kaffisala kl. 14.45–15.30. Allir velkomnir í félagsstarfið, s. 411-2600. Bústaðakirkja Það verður opið hús miðvikudaginn 2. september frá kl. 13-16. Við munum gæta fyllsta öryggis og millibils, kaffið góða verður framreitt eins og vant er. Við hlökkum til að sjá ykkur eftir langt hlé, þeir komi sem treysta sér. Kærleikskveðjur Hólmfríður djákni. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffi og spjall kl. 8.50. Skráning á þátttökulista er á skrifstofunni kl. 8.50. Frjálst í Listasmiðju kl. 9-12. Hádegismatur kl. 11.30. Myndalistarhópur MZ kl. 12.30. Handavinnu- hornið kl. 13-14.30. Síðdegiskaffi kl. 14.30. Við vinnum áfram eftir samfélagssáttmálanum, þvo og spritta hendur, virða 2 metra regluna. Allir velkomnir óháð aldri og búsetu. Nánari upplýsingar í s. 411-2790. Garðabær Jónshús, félags- og íþróttastarf, s. 512-1501. Opið í Jóns- húsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl. 8.30-16. Hægt er að panta hádegismat með dags fyrirvara. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt frá kl. 13.45-15.15. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Göngu- hópur fer frá Smiðju kl. 13. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarps- leikfimi kl. 9.45. Minningahópur kl. 10.30. Stólaleikfimi 13.30. Korpúlfar Ganga kl. 10, gengið frá Borgum og Grafarvogskirkju, 2 metra reglan virt. Morgunleikfimi í útvarpinu kl. 9.45 í Borgum. Hádegisverður frá kl. 11.30 og kaffi frá kl. 14.30. Allir velkomnir í góða samveru í Borgum þar sem samfélagssáttmálinn er virtur. Seltjarnarnes Gler á neðri hæð félagsheimilisins kl. 9 og 13. Leir á Skólabraut kl. 9. Krossgátur og kaffi í króknum á Skólabraut kl. 10.30. Jóga í salnum á Skólabraut kl. 11. Handavinna, samvera og kaffi í salnum á Skólabraut kl. 13. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.40. 1. vélstjóri óskast á Ottó N. Þorláksson          Vélastærð 1619 kW.                 !" #   $ $ %&' ((%)  $   *+   Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Húsviðhald með morgun- nu ✝ ElísabetBjarnason fæddist í Reykja- vík 8. apríl 1953. Hún lést á Sjúkra- húsinu á Akureyri 15. ágúst 2020. Elísabet var dóttir hjónanna Harðar H. Bjarna- son, f. 1928, d. 1995, og Bryndísar Bjarnason, f. 1926, d. 2020. Sysktkini Elísabetar eru Camilla, f. 1949, d. 1999, Pétur f. 1951, Bryndís f. 1957, Hildur, f. 1962, og Hörður, f. 1964. Elísabet giftist Inga Bjarnari Guðmundssyni, f. 1958. Börn Hörður Andri, f. 2008, og Tóm- as Breki, f. 2015. 6) Eyþór, f. 1986, giftur Katrínu Brynju Björgvinsdóttur, börn Björgvin Þór, f. 2012, Hlynur Þór, f. 2013, og Hafdís Inga, f. 2020. Elísabet ólst upp í Reykjavík en flutti með foreldrum sínum til Vestmannaeyja árið 1966 og bjó þar fram að gosi 1973. Eft- ir það fluttist hún með for- eldrum sínum til Reykjavíkur og bjó einnig á Ísafirði um skamma hríð. Elísabet giftist Inga árið 1981 og bjuggu þau í Mosfellsbæ fram til ársins 2003 og fluttu þá til Reykjavíkur og bjuggu þar fram til 2020. El- ísbet og Ingi fluttu til Akureyr- ar stuttu fyrir andlát Elísabet- ar. Útför Elísabetar fer fram í Akureyrarkirkju í dag, 31. ágúst 2020. Elísabetar eru: 1) Brynja, f. 1974, börn Brynju eru Hörður, f. 1996 og Haukur, f. 1998. 2) Erna, f. 1976, son- ur Ernu er Jón Jölull, f. 2013. 3) Camilla, f. 1978, gift Jóhanni Frey Jónssyni, börn þeirra eru Jóhann Nökkvi, f. 2006, Hafdís Helga, f. 2007, og Arna María, f. 2010. 4) Bjarki, f. 1981, giftur Helgu Þormóðs- dóttur, dóttir Maddý Ósk, f. 2002. 5) Baldur, f. 1985, giftur Söndru Guðrúnu Harðardóttur, synir Elías Bjarnar, f. 2005, Það er erfitt að skrifa minning- arorð um ástkæra móður okkar sem tekin var frá okkur of snemma eftir erfið veikindi síðast- liðið ár. Mamma var margslunginn og skemmtilegur karakter. Hún var meistarakokkur og hafði unun af bakstri en hefði seint verið kölluð mikil húsmóðir. Hún var hug- myndarík og úrræðagóð og átti oft hnyttin tilsvör í ýmsum aðstæð- um. Mamma var mikil prjónakona og fengum við, fjölskyldur okkar og vinir að njóta góðs af því. Hún var heiðarleg, góð og mjög hjálp- söm. Oft var hún of bóngóð og var búin að lofa sér í barnapössun langt umfram getu en aldrei hætti hún við af sjálfsdáðum. Ef mamma gat hjálpað þá gerði hún það og studdi okkur eftir fremsta mætti í því sem við mættum í líf- inu eða tókum okkur fyrir hendur. Síðustu vikur og mánuðir mömmu voru ljúfsárir. Það var yndislegt að finna hvað hún naut þess að vera með okkur þegar við gátum komið saman en jafnframt sárt að sjá hversu mikið veikindin tóku af henni. Fráfall hennar skil- ur eftir sig stórt skarð í fjölskyldu okkar en við munum minnast hennar með hlýju og þakklæti í huga. Brynja, Erna, Bjarki, Baldur og Eyþór. Við kynntumst Lísu og Inga fyrir 25 árum í gegnum Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna, þar eignuðumst við góða vini, það er einhvernveginn þannig að ekki er hægt að tala um Lísu nema Ingi fylgi með og öfugt, þau voru bara eitt. Þegar við förum að rifja upp samverustundirnar okkar þá koma útilegurnar sterkt upp, Neista-útilegurnar þar sem ýmis- legt gekk á, einhverjir drengir brutu alveg óvart rúðu, allt var að fjúka til fjandans og kom þá Benz- kálfurinn þeirra Inga og Lísu sér vel svo hægt væri að skýla vögn- um og tjöldum. Útilegan á Laug- arvatni þar sem við hefðum getað selt inn í rútuna þeirra, því þar var besta sjónvarpsloftnetið og var ekki hægt að telja hve margir sátu þar inni og horfðu á HM í fótbolta og Lísa sat kyrr og prjónaði, já það eru ófáar flíkurnar, teppin o.fl. sem hún hefur skilað af sér í gegn- um tíðina með ást í hverri lykkju. Nú verður tómlegra í kotinu okk- ar í Fljótshlíðinni þar sem við höf- um átt svo margar yndislegar samverustundir á áranna rás. Elsku Ingi, Erna, Brynja, Baldur, Eyþór og Bjarki, við sendum ykk- ur okkar innilegustu samúðar- kveðjur vegna fráfalls elsku Lísu okkar. (Heiðbjört) Heiða, Valur og synir. Gráttu ekki yfir góðum liðnum tíma. Njóttu þess heldur að ylja þér við minningarnar, gleðjast yfir þeim og þakka fyrir þær með tár í augum, en hlýju í hjarta og brosi á vör. Því brosið færir birtu bjarta, og minningarnar geyma fegurð og yl þakklætis í hjarta. (Sigurbjörn Þorkelsson) Elsku Ingi, Brynja, Erna, Bjarki, Baldur og Eyþór, við send- um ykkur og fjölskyldum ykkar okkar innilegustu samúðarkveðj- ur vegna fráfalls Lísu. Elsku Ca- millu og fjölskyldu vottum við líka samúð. Megi minningin ylja ykkur og styrkja. Garðar og Gerður, Bryndís og Jón Einar, Hörður og Ingibjörg, Páll. Elísabet Bjarnason Einn hlekkur úr saumaklúbbnum Mjallhvít og dverg- arnir sjö er fallinn frá, lífið er svo sann- arlega ekki alltaf sanngjarnt en við huggum okkur við það að nú er Jóna Dís komin á góðan stað og hefur fundið frið. Bros, hlátur og gleði voru aldrei langt undan þeg- ar við vorum að prakkarast á ung- lingsárunum með Jónu Dís. Við vorum alltaf á rúntinum, ræddum heimsmálin, hlustuðum á tónlist og plönuðum framtíðina og fram- tíðardraumarnir voru aldrei litlir. Fyrir 22 árum ákváðum við svo að stofna saumaklúbb. Við saumóvin- konurnar komum úr ólíkum áttum og varla hægt að ímynda sér ólík- ari vinkvennahóp. Jóna Dís og Pía ólust upp á Patreksfirði, Gugga, Begga og Bjarney í Seljahverfinu, Bryndís og Ingibjörg í Álfheimun- um og Rut í Árbænum. Við smullum strax vel saman þrátt fyrir ólíkan bakgrunn og reynslu. Heitar umræður sköpuð- ust í hópnum um allt og ekkert, allar stóðum við fast á okkar skoð- unum, ekki síst Jóna Dís en það var líka mikið hlegið og rosa stuð. Jóna var mjög drífandi og gat hrif- ið alla með sér. Hún var með sterka réttlætiskennd og passaði upp á sína. Hún var ævintýra- gjörn og á sama tíma mjög heima- kær. Hún var vinur vina sinna og hafði alltaf tíma til að hlusta ef eitthvað bjátaði á og var alltaf með ráð undir rifi hverju. Við vinkon- urnar vorum duglegar að virkja vináttuna og hittumst reglulega. Farin var ógleymanleg ferð með mökum til Akureyrar þar sem skipulagshæfileikar og drifkraftur Jónu Dísar lét ekki á sér standa. Á þessum tíma var hún ófrísk að Þóri Jökli, full tilhlökkunar fyrir Jóna Dís Þórisdóttir ✝ Jóna Dís Þór-isdóttir fæddist 17. maí 1977. Hún lést 12. ágúst 2020. Útför Jónu Dísar fór fram 25. ágúst 2020. lífinu og framtíðinni. Það er svo eftir- minnilegt hversu mikið hún ljómaði af hamingju. Einnig fórum við í sumarbú- staðarferðir, í heim- sókn til Jónu Dísar og Ásgeirs til Reyð- arfjarðar þar sem við fengum höfðing- legar móttökur og þar var Jóna Dís í essinu sínu að dekra við okkur vin- konurnar. Hún gat töfrað fram dýrindismat og kræsingar og ef maður bað um uppskrift þá var það smá af þessu og dass af hinu. Síðasta ferð okkar saman var til Edinborgar vorið 2017, við áttum yndislegan tíma saman en að sama skapi erfiðan þar sem Jóna Dís var illa stödd varðandi fíkn- isjúkdóminn. Eftir ferðina minnk- aði sambandið og fjarlægðin jókst. Elsku vinkona, við þökkum fyr- ir að lifa, draga andann, gleðjast og að fá að fylgjast með drengj- unum þínum Þóri Jökli og Hall- dóri Elí sem þú elskaðir heitar en allt vaxa úr grasi. Eins og við vin- konurnar höfum oft rætt þá er málið ekki að deyja, það er að lifa af eftir missi og áföll í lífinu. Við söknum þess að fá ekki meiri tíma með þér áður en þú lést en erum fullar þakklætis fyrir þann tíma sem við fengum með þér, elsku vinkona okkar. Brosið þitt og hláturinn fáum við aldrei aftur, en minningar eru dýrmætar og lifa með okkur. Hvíl í friði, elsku vinkona. Berglind, Bjarney Sigrún, Bryndís Ásta, Guðrún, Ingi- björg, Pía og Rut Erla. Elsku Jóna Dís, besta vinkona mín, er látin langt um aldur fram. Við kynntumst í unglingaat- hvarfinu í gamla daga og fluttum svo saman á unglingasambýli. Þar gekk nú ýmislegt á hjá okkur, tek- ist var á um lífsgildi unglingsár- anna, hlegið og grátið sem gerði vináttu okkar sterkari og órjúfan- lega.Við fylgdumst að út í lífið, vorum alltaf að hjálpa hvor ann- arri. Við fórum saman út á leigu- markaðinn, bjuggum saman í Krummahólum þar sem við eigum okkar einkennilegu minningar, þú veist hvað ég meina. Síðasta sam- búðin var í Fellsmúla, þar var gott að vera, stutt í Aktu taktu. Ég á minningar um margar góðar stundir með þér, rúntarnir okkar, ís og góð tónlist, grátur og hlátur allt saman. Við gátum talað um allt, við gátum líka bara þagað sem var líka gott. Jóna Dís tók það nærri sér hvað ég var mikið ein um jólin í gamla daga, þannig að hún bakaði alltaf fyrir mig sörur og súkkulaðismá- kökur. Svo liðu árin og alltaf fylgdumst við með hvor annarri og vorum í sambandi þótt langt væri á milli okkar. Við eignuðumst frum- burðina okkar á sama árinu, svo urðu strákarnir tveir hjá þér og hamingjan blasti við. Strákarnir okkar hafa alltaf verið vinir og verða það vonandi um ókomna tíð. Vinátta okkar var eins og klett- ur, land að stíga á. Við áttum alltaf hvor aðra að og gátum alltaf treyst hvor annarri í gegnum súrt og sætt en lífið getur verið órétt- látt og hundfúlt á köflum. Ég geymi minningarnar um þig, fal- lega vinkona mín, það var enginn í mínum vinahring á sama stað og þú og enginn sem getur komið í stað þín. Því er missirinn mikill. Það eru fimm ár núna í ágúst síðan ég fæddi dóttur mína látna. Það var jafnerfitt fyrir okkur báð- ar, þú tókst það svo nærri þér og við vorum svo nánar. Þú talaðir alltaf eins og hún yrði ekki ein lengi, þú fylgist með henni fyrir okkur fjölskylduna. Það er skrítið að þú átt ekki eft- ir að koma askvaðandi inn um úti- dyrnar mínar, brosmild og með alla þína jákvæðu orku. Ég gat alltaf rætt við þig mín og þín mál og ef þú varst ósammála kom bara „Nei, Laufey Fríða“ og ef ég hætti ekki þá gekkst þú bara brosandi eða hlæjandi í burtu. Ég á eftir að sakna að heyra þig kalla nafn mitt enda varst þú sú eina sem kallar mig ávallt báðum nöfnum mínum. Dyr þínar stóðu mér og fjölskyldu minni ávallt opnar og munu mínar dyr standa þínum drengjum ávallt opnar. Já, síðustu árin voru þér erfið en alltaf héldum við sambandi og batt ég miklar vonir við að svo yrði um aldur og ævi. Að þér væri að takast að ná valdi á fíkninni og að lífið brosti við okkur báðum en svo ertu dáin og mér finnst það nánast óbærilegt. Ég sá okkur fyrir mér reykjandi á elliheimilinu og skál- andi í einhverju sterkara en vatni. Þú varst alltaf að leita að þinni leið elsku Jóna Dís mín. Ég bið æðri mátt að hjálpa og fylgjast með strákunum þínum, þeir hafa misst mikið. Minning þín lifir að eilífu Jóna Dís mín. Sakna þín mikið. Laufey Fríða. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.