Morgunblaðið - 31.08.2020, Side 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. ÁGÚST 2020
Pepsi Max-deild karla
KA – Stjarnan........................................... 0:0
KR – ÍA ..................................................... 4:1
Valur – HK................................................ 1:0
Grótta – Fylkir ......................................... 0:2
Staðan:
Valur 12 9 1 2 28:12 28
Fylkir 13 7 1 5 21:18 22
Stjarnan 11 5 6 0 18:9 21
Breiðablik 11 6 2 3 24:17 20
KR 11 6 2 3 22:15 20
FH 11 6 2 3 22:16 20
Víkingur R. 11 3 5 3 19:18 14
ÍA 12 4 2 6 27:29 14
HK 13 4 2 7 21:28 14
KA 12 1 8 3 9:14 11
Grótta 13 1 3 9 10:27 6
Fjölnir 12 0 4 8 10:28 4
Lengjudeild karla
Grindavík – Vestri .................................... 2:1
Víkingur Ó. – ÍBV .................................... 1:1
Afturelding – Fram.................................. 1:2
Þór – Þróttur R......................................... 3:0
Leiknir F. – Magni ................................... 1:3
Staðan:
Fram 12 8 3 1 31:18 27
Keflavík 12 7 3 2 38:19 24
ÍBV 12 6 6 0 24:13 24
Leiknir R. 12 7 2 3 31:18 23
Þór 12 6 2 4 24:18 20
Grindavík 12 5 5 2 26:22 20
Vestri 12 4 4 4 14:17 16
Afturelding 12 3 3 6 23:19 12
Víkingur Ó. 12 3 2 7 15:29 11
Leiknir F. 12 3 1 8 14:29 10
Þróttur R. 12 2 1 9 9:26 7
Magni 12 1 2 9 10:31 5
2. deild karla
Völsungur – Selfoss.................................. 0:1
Víðir – Fjarðabyggð................................. 5:2
Kári – KF .................................................. 2:2
Dalvík/Reynir – ÍR................................... 3:2
Staðan:
Kórdrengir 12 8 3 1 25:8 27
Selfoss 12 8 1 3 19:12 25
Haukar 12 8 0 4 25:16 24
Þróttur V. 12 6 4 2 18:12 22
Fjarðabyggð 12 6 3 3 22:16 21
Njarðvík 12 6 3 3 20:14 21
KF 12 6 1 5 22:22 19
Kári 12 4 3 5 19:16 15
Víðir 13 4 0 9 15:33 12
ÍR 12 3 1 8 20:24 10
Dalvík/Reynir 12 2 2 8 14:26 8
Völsungur 13 1 1 11 16:36 4
3. deild karla
Reynir S. – Einherji ................................. 7:2
Vængir Júpíters – KV.............................. 0:3
Höttur/Huginn – Augnablik.................... 3:1
Elliði – Sindri ............................................ 4:3
Álftanes – Ægir ........................................ 3:3
KFT - Tindastóll....................................... 2:2
Staðan:
Reynir S. 12 9 2 1 40:19 29
KV 12 9 0 3 33:17 27
Augnablik 12 5 4 3 27:23 19
KFG 12 5 3 4 25:22 18
Tindastóll 12 4 5 3 22:25 17
Vængir Júpiters 12 4 3 5 15:18 15
Ægir 12 4 3 5 20:24 15
Sindri 12 4 3 5 23:30 15
Einherji 12 4 1 7 20:31 13
Höttur/Huginn 12 3 2 7 19:23 11
Elliði 12 3 2 7 20:27 11
Álftanes 12 2 4 6 20:25 10
Pepsi Max-deild kvenna
Stjarnan – ÍBV ......................................... 1:0
Þróttur R. – Fylkir................................... 2:1
Selfoss – FH.............................................. 1:0
Staðan:
Valur 11 9 1 1 27:9 28
Breiðablik 10 9 0 1 43:2 27
Selfoss 10 5 1 4 13:10 16
Fylkir 10 4 4 2 14:14 16
ÍBV 11 5 1 5 13:19 16
Stjarnan 11 3 2 6 18:25 11
Þór/KA 11 3 2 6 14:24 11
Þróttur R. 11 2 4 5 17:26 10
KR 8 2 1 5 9:18 7
FH 11 2 0 9 6:27 6
2. deild kvenna
HK – Fjarðab./Höttur/Leiknir ............... 1:2
Hamrarnir – Hamar................................. 1:2
Staðan:
HK 10 8 0 2 35:4 24
Grindavík 9 6 1 2 21:8 19
Fjarð/Hött/Leikn. 9 5 1 3 19:18 16
Hamrarnir 10 4 2 4 15:15 14
Álftanes 7 4 0 3 12:20 12
ÍR 10 2 4 4 21:23 10
Hamar 8 3 1 4 13:21 10
Sindri 9 2 0 7 12:22 6
Fram 10 1 3 6 18:35 6
Meistaradeild kvenna
Wolfsburg - Lyon..................................... 1:3
Sara Björk Gunnarsdóttir lék allan leik-
inn með Wolfsburg og skoraði þriðja mark
liðsins.
England
Samfélagsskjöldurinn:
Arsenal – Liverpool 1:1
Arsenal sigraði 5:4 eftir vítakeppni.
MEISTARADEILDIN
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk
Gunnarsdóttir átti frábæran leik
fyrir Lyon þegar liðið varð Evr-
ópumeistari fimmta árið í röð eftir
sigur gegn Wolfsburg í úrslitaleik
Meistaradeildarinnar í knattspyrnu
á Anoeta-vellinum í San Sebastián
á Spáni í gær.
Leiknum lauk með 3:1-sigri Lyon
en Sara, sem skoraði þriðja mark
Lyon og innsiglaði þar með sigur
franska liðsins á 88. mínútu, var í
byrjunarliði þess og lék allan leik-
inn á miðsvæðinu.
Eugénie Le Sommer kom Lyon
yfir á 25. mínútu af stuttu færi úr
teignum og Saki Kumagai tvöfald-
aði forystu Lyon undir lok fyrri
hálfleiks áður en Alexandra Popp
minnkaði muninn fyrir Woflsburg á
58. mínútu.
Leikurinn var sérstakur fyrir
Söru fyrir margar sakir en hún
gekk til liðs við franska félagið í
júlí á þessu ári á frjálsri sölu eftir
fjögur ár í herbúðum Wolfsburg.
Skrítin tilfinning
„Ég sá dómarann setja flautuna
upp í sig og ég fór bara að gráta ef
ég á að vera hreinskilin,“ sagði
Sara í samtali við Morgunblaðið í
gær en Sara var þá á leið frá
Anoeta-vellinum í liðsrútu Lyon
ásamt liðsfélögum sínum.
„Það er erfitt að lýsa tilfinn-
ingum sínum á þessum tímapunkti
en það var algjör draumur að klára
þetta fyrir mig persónulega. Það
eru ekki nema tveir mánuðir síðan
ég var að fagna Þýskalandsmeist-
aratitilinum með Wolfsburg.
Tilfinningin í leikslok var ótrú-
lega skrítin. Þetta var hrikalega
sætt en núna er ég bara frekar bú-
in á því, andlega og líkamlega. Að
verða Evrópumeistari og vinna
Meistaradeildina hefur verið
draumur hjá mér síðan ég fór út í
atvinnumennsku í fyrsta sinn,
þannig að þetta er ákveðið spennu-
fall líka.“
Þriðja mark Söru tryggði Lyon
svo gott sem sigurinn og Sara við-
urkennir að hún hafi ekki alveg vit-
að hvernig hún átti að haga sér eft-
ir markið.
„Það voru hrikalega miklar til-
finningar í gangi hjá mér þegar ég
skoraði. Ég vildi að sjálfsögðu sýna
Wolfsburg virðingu og fagna ekki
of mikið.
Ég missti það aðeins líka því í
minningunni var ég byrjuð að
fagna og hlaupa til stelpnanna en
svo áttaði ég mig á því hvað hafði
gerst. Ég náði að róa mig en ég
vissi líka að þetta væri nánast kom-
ið í hús í stöðunni 3:1.“
Fljót að aðlagast
Þetta var annar úrslitaleikur
Söru á þremur árum en hún var í
byrjunarliði Wolfsburg sem tapaði
4:1-eftir framlengdan leik fyrir
Lyon í úrslitum Meistaradeild-
arinnar í Kiev í Úkraínu 2018.
„Í aðdraganda leiksins var ég
með smá „flashback“ frá leiknum
2018. Lyon var betra liðið í þeim
leik og ég þurfti að fara af velli eft-
ir að ég meiddist í upphafi síðari
hálfleiks.
Ég var bæði líkamlega og and-
lega búin á því á þeim tíma. Ég get
alveg viðurkennt það að ég var bú-
in að sjá þetta fyrir mér aftur og
aftur og aftur hvernig þetta myndi
spilast og það hefði verið algjörlega
skelfilegt að tapa leiknum en sem
betur fer tókst okkur ætlunar-
verkið.“
Sara átti frábæran leik og var á
meðal bestu leikmanna vallarsins
en henni líður vel í búningi Lyon
og hefur verið fljót að aðlagast líf-
inu í Frakklandi.
„Ég fór til Lyon til að bæta mig
sem leikmaður og vinna þá titla
sem í boði eru. Ég var ekki að
skrifa undir hjá félaginu bara til
þess að vera með og ég ætla mér
að vinna fyrir mínu sæti.
Ég er ótrúlega sátt með spila-
mennsku mína í úrslitaleiknum og
ég hef verið fljót að aðlagast. Það
er auðvelt að komast inn í hlutina
hjá svona frábæru liðið með svona
góða leikmenn í kringum sig.
Þá hefur mér verið tekið mjög
vel hjá félaginu og það hjálpar allt-
af,“ bætti Sara við í samtali við
Morgunblaðið.
Sara er fyrsti íslenski leikmað-
urinn til þess að skora í úrslitaleik
Meistaradeildarinnar og önnur á
eftir Eiði Smára Guðjohnsen til
þess að fagna sigri í Meistaradeild-
inni.
Lyon hefur haft mikla yfirburði í
keppninni undanfarin ár en liðið
hefur unnið Meistaradeildina oftast
allra liða eða sjö sinnum. Liðið
vann 2011 og 2012 en þurfti svo að
bíða í fjögur ár eftir þriðja bik-
arnum.
2016 varð liðið svo aftur meistari
og hefur Lyon unnið keppnina á
hverju ári síðan.
Táraðist við lokaflautið
Sara Björk Gunnarsdóttir varð Evrópumeistari með Lyon á Spáni í gær
Fyrsti Íslendingurinn til þess að skora í úrslitum Meistaradeildarinnar
Ljósmynd/@UWCL
Evrópumeistari Sara Björk Gunnarsdóttir hefur bikarinn á loft.
FÓTBOLTINN
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Stjarnan er komin á beinu brautina
í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu,
Pepsi Max-deildinni, eftir sigur
gegn ÍBV í 12. umferð deildarinnar
á Samsung-vellinum í Garðabæ á
laugardaginn.
Shameeka Fishley skoraði sigur-
mark leiksins á 86. mínútu með lag-
legu einstaklingsframtaki en mark-
menn beggja liða fóru mikinn fyrir
sín lið í leiknum.
Garðbæingar voru án sigurs í síð-
ustu sjö deildarleikjum sínum, fyrir
leik helgarinnar, og hafði liðið ein-
ungis fengið 2 stig af 21 stigi mögu-
legu úr síðustu leikjum sínum.
Sigurinn var því lífsnauðsynlegur
fyrir Stjörnuna en liðið getur þakk-
að markverði sínum Erin McLeod
fyrir að halda sér inni í leiknum á
löngum köflum.
Annar sigur Þróttara
Stephanie Ribeiro reyndist hetja
Þróttar úr Reykjavík þegar liðið
fékk Fylki í heimsókn á Eimskips-
völlinn í Laugardal, hún skoraði sig-
urmark Þróttara á 42. mínútu í 2:1-
sigri.
Þróttarar byrjuðu leikinn illa og
lentu undir eftir fjórtán mínútna
leik en tókst að snúa leiknum sér í
hag undir lok fyrri hálfleiks.
Þetta var aðeins annar sigur ný-
liðanna í deildinni í sumar en Þrótt-
ur vann afar mikilvægan 2:1-sigur
gegn FH í fimmtu umferð deild-
arinnar.
Þá tókst Selfossi að skjótast
upp í þriðja sæti deildarinnar
þegar FH kom í heimsókn en það
var Tiffany McCarthy sem skor-
aði sigurmark leiksins á 36. mín-
útu á Jáverk-vellinum á Selfossi.
Selfyssingar ætluðu sér stóra
hluti í sumar og voru yfirlýs-
ingaglaðir fyrir mót.
Liðið byrjaði tímabilið illa en hef-
ur rétt úr kútnum í síðustu tveimur
leikjum sínum og unnið bæði
Breiðablik og FH.
Þá hefur liðinu tekist að tengja
saman tvo sigurleiki í deildinni í
fyrsta skiptið síðan í júní en liðið
er með 16 stig í þriðja sæti deild-
arinnar, líkt og Fylkir og ÍBV.
Skjótt skipast veður í lofti
Stjarnan fjarlægðist botnsvæðið með sigri gegn ÍBV Nýliðar Þróttar úr fall-
sæti eftir sigur gegn Fylki Selfyssingar í þriðja sætið eftir tvo sigurleiki í röð
Sigur Selfoss vann sinn annan deildarleik í röð gegn FH um helgina.
STJARNAN – ÍBV 1:0
1:0 Shameeka Fishley 86.
MM
Erin McLeoad (Stjörnunni)
M
Shameeka Fishley (Stjörnunni)
Ingibjörg L. Ragnarsd. (Stjörnunni)
Betsy Hassett (Stjörnunni)
Jasmín Erla Ingadóttir (Stjörnunni)
Auður Sveinbjörnsd. Scheving (ÍBV)
Júlíana Sveinsdóttir (ÍBV)
Kristjana R. Kristjánsd. Sigurz (ÍBV)
Karlina Miksone (ÍBV)
Eliza Spruntule (ÍBV)
Dómari: Eiður Ottó Bjarnason – 6.
Áhorfendur: 81.
ÞRÓTTUR R. – FYLKIR 2:1
0:1 Guðrún Karítas Sigurðardóttir 14.
1:1 Ólöf Sigríður Kristinsdóttir 38.
2:1 Stephanie Ribeiro 43.
MM
Stephanie Ribeiro (Þrótti)
M
Andrea Rut Bjarnadóttir (Þrótti)
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir (Þrótti)
Ísabella A. Húbertsdóttir (Þrótti)
Hulda Hrund Arnarsdóttir (Fylki)
Guðrún Karítas Sigurðardóttir (Fylki)
Þórdís Elva Ágústsdóttir (Fylki)
Dómari: Ásmundur Þór Sveinsson – 8.
Áhorfendur: 90.
SELFOSS – FH 1:0
1:0 Tiffany McCarthy 36.
MM
Anna Björk Kristjánsdóttir (Selfossi)
M
Karitas Tómasdóttir (Selfossi)
Áslaug Dóra Sigurbjörnsd. (Selfossi)
Dagný Brynjarsdóttir (Selfossi)
Tiffany McCarty (Selfossi)
Telma Ívarsdóttir (FH)
Andrea Mist Pálsdóttir (FH)
Madison Gonzalez (FH)
Ingibjörg Rún Óladóttir (FH)
Dómari: Bríet Bragadóttir – 5.
Áhorfendur: 52.
Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/fotbolti.