Bæjarins besta


Bæjarins besta - 30.03.1988, Page 6

Bæjarins besta - 30.03.1988, Page 6
6 BÆJARINS BESTA BÆJARINS BESTA, óháð vikublað á Vest- fjörðum. Útgefandi: H-PRENT sf, Suðurtanga 2,400 ísafjörður, ® 4560. Ritstjórar og ábyrgð- armenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson. Blaðamaður: Jakob Falur Garðarsson. Útgáfudagur: Miðvikudagur. Rit- stjórnarskrifstofa og auglýsingamóttaka að Suðurtanga 2, S 4570 og er svarað allan sólar- hringinn. Setning, umbrot og prentun: H-prent sf, Suður- tanga 2, 400 ísafjörður. Bókaútgáfan DYNGJA tilkynnir útkomu nýrrar bókar, DULRÆNAR GÁFUR eftir breska stórmidilinn Horace Leaf. Tilfinnanleg vöntun hefur lengi verið á bók, er gefi al- menningi í landinu nokkra hugmynd um grundvallar- nauðsyn hvermg á að meðhöndla miðilsgáfuna og skyggni gáfuna, æfa og þroska. „Dulrænar gáfur" er í þýðingu málfræðingsins og spírit- istans Jakobs Jóh. Smára, skálds, væntanleg á markað með vorinu. Ómetanlegt leiðarljós fyrir alla, er unna dul- rænum málefnum. Bókin verður í fallegu brúnu bandi, stærð A5, tæplega 200 blaðsíður. Verð til áskrifenda er kr. 1.395,00. Útgáfan er tileinkuð Kristínu Friðriksdóttur, Kirkjuvegi 8, Selfossi. Bókaútgáf'an Dyngja, Pósthólf'5143, 125 Reykjavík. Sími 91-83822. Opió kl. 10-12 og nni helj»ar. Gjöriö svo vel og klippið ut umsókmna og pöstleggiö X K □ Óska eftir að gerast áskrifandi að bókinni Dulrænar gáfur. Sérstakt bókatilboð í febrúar og mars. □ Iðunn frá 1860 ........................ kr. 995 □ Draumar og æðri handleiðsla ............ kr. 900 □ Afi og amma. Pabbi og mamma. Lengi man til lítilla stunda, í einu bindi eftir Eyjólf Guð- mundsson á Suður-Hvoli í Mýrdal. Formáli eftir dr. Einar Ól. Sveinsson og í öókinni er ritgerð Halldórs Laxness um Eyjólf á Suður-Hvoli ......................... kr. 1895 □ Vökunætur, eftir Eyjólf Guðmundsson á Suður-Hvoli í Mýrdal. Góð og göfug barnabók á fáguðu máli ................. kr. 995 Nafn Heimili Póststöð Vinnuhópur gegn sifj aspelli: Skrifstofa opnuð í Reykjavík Vinnuhópur um sifja- spellamál hefur opnað skrif- stofu að Vesturgötu 3 í Reykj- avík. Á skrifstofunni sem er opin alla virka daga frá kl. 13- 17 svarar Sara Karlsdóttir í síma 91-21260. Þær konur sem vilja komast í sjálfshjálparhóp eru vin- samlegast beðnar um að hringja eða skrifa vinnuhópn- um, því það er fyrsta skrefið til sj álfshj álpar og hefur reynst vel. í vinnuhópnum eru konur sem áhuga hafa á að vinna gegn sifjaspelli og styðja þær konur sem eiga um sárt að binda af þeim sökum. Hvern hóp leiða félagsráðgjafar og kona með reynslu. Fyllsta trúnaðar er gætt í öllum sam- skiptum. Ef áhugi er fyrir hendi að hópstarfi loknu er næsta skref að koma í bakhóp sem er vinnuhópurinn sj álfur. > Hafið samband við okkur og þið eruð ekki einar leng- ur. Fréttatilkynning. ísafjörður: Snældan - ný myndbandaleiga í dag miðvikudag opnar ný myndbandaleiga dyrnar fyrir vídeóunnendum. Mynd- bandaleigan, sem hlotið hefur nafnið Snældan, er fjórða leigan sem ísfirðingum gefst kostur á að velja sitt myndefni úr. Eigandi hennar er Halldór Þórólfsson og verður hún staðsett að Seljalandsvegi 20, þarsem Raf h.f. vartil húsa. Halldór kvaðst í samtali við BB ætla að byrja með 500 titla og auka síðan smátt og smátt. Leigan sem slík ætti aðeins að vera aukabúskapur því að í maí n.k. myndi hann opna tölvuvöruverslun á sama stað þar sem hann byði upp á alhliða tölvuvörur s.s. tölvur, prentara, diskettur o.fl. m.a. frá Kristjáni Ó. Skagfjörð og Heimilistækjum hf. Við opnum þeirrar versl- unar er m.a. ráðgert að halda stóra tölvusýningu frá Krist- jáni Ó. Skagfjörð.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.